Morgunblaðið - 23.02.1982, Page 21

Morgunblaðið - 23.02.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 29 Fyrrverandi formenn íslendingafélagsins í London og núverandi formadur, frá vinstri: Björn Björnsson, Jóhann Sigurdsson, Ólafur Guðmundsson, Jónína Ólafsdóttir og Jón Sigurðsson sem er núverandi formaður. Ljósm h„ r Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og sendiherra íslands, Sigurður Bjarnason, í dansi á þorrablóti íslendingafélagsins. ungur þingmaöur, árið 1945, í lok síöari styrjaldarinnar, var fyrsta ferðin sem ég fór til suðurstrandar Englands. Tvær ástæður lágu til þessarar ferðar: Ég hafði nýlega lesið hina fögru ljóðabók Alice Mill- er, Hvítu klettarnir (The White Cliffs), og ég var snortinn af sögu þessara ljóða. Mig langaði til að sjá með mínum augum þær strendur sem öldur árásar og kúgunar höfðu brotnað á. Strendurnar sem verið höfðu síðasta virki frelsisins í Evr- ópu, ekki aðeins í siðustu styrjöld, heldur einnig á tímum Napóleons Bónaparte. Ég verð að játa að ég varð hrifinn af hvítum klettum Dover og af Ermarsundsströnd, baðaðri í sólarljósi friðarins. Hinir hvítu klettar urðu mér tákn þeirra beinu verðmæta sem hvörki her- skarar einræðisherra né duttlungar mannlegs lífs gátu bugað. Við okkar bresku viðskiptavini og menningar- frömuði vil ég segja þetta: íslenska þjóðin er glöð og þakklát fyrir lang- varandi og happadrjúga samvinnu við ykkur. Hún hefur verið okkur mjög mikils virði. Við vonum að hún hafi einnig verið þjóð ykkar gagnleg. Kæri forseti íslands, við þökkum þér fyrir að hafa dvalið hér með okkur í kvöld, guð blessi þig og okkar dugmiklu söguþjóð, á heim- ferð þinni til okkar stórbrotna og fagra fósturlands elds og ísa. Lifið heiir íslendingar í Lundúnum: Fjölmenntu á þorra- blót með Vigdísi Finnbogadóttur l.undúnum, 22. Tcbrúar frá llildi II. Sijjurdardúllur fróllarilara Mbl. ÍSLENDINGAR í London fjölmenntu sl. laugardagskvöld á þorrablót íslendingafélagsins, sem haldid var á St. Jeremines-hótelinu. Voru um 250 manns þegar mest var. Hefur nærvera forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, eflaust vegið þar þungt á metunum. Þorrablótið var endahnúturinn á dvöl forsetans hér í Lundúnum. Yf- ir borðum bauð formaður Islend- ingafélagsins, Jón Sigurðsson, for- seta velkominn, og þakkaði einnig fjórum fyrrverandi formönnum fé- lagsins, sem allir voru viðstaddir, vel unnin störf á liðnum árum. Formenn Islendingafélagsins í Lundúnum frá upphafi eru þau Björn Bjarnason, Jóhann Sigurðs- son, Ólafur Guðmundsson, Jónína Ólafsdóttir og Jón Sigurðsson. Þá ávarpaði forseti gesti, og lét meðal annars í ljós áhuga á að stofna menningarsjóð til styrktar íslensk- um og breskum námsmönnum. Prófessor Peter Foote, sem kennt hefur íslensku við Lundúnaháskóla um áratugaskeið, hélt ræðu, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng við undirleik Önnu Guðnýjar Ragnarsdóttur og Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarna- son fóru með gamanmál. Um mat- reiðsluna sáu matreiðslumenn að heiman, Úlfar Eysteinsson og Sig- urður Sumarliðason, og nutu þeir aðstoðar Hilmars Jónssonar. Mat- urinn var eins og best varð á kosið, ög er leið á kvöldið voru jafnvel varfærnustu Bretar farnir að sporðrenna hrútspungum og há- karli, með vænum skammti af ís- lensku brennivíni, sem islensku sendiherrahjónin lögðu til. Ekki var laust við að hinn mikli fjöldi gesta kæmi nokkuð niður á skiputaginu, meðal annars var fréttamönnum gert óhægt um vik við að athafna sig á staðnum. Að loknu borðhaldi og skemmtiatrið- um var síðan stiginn dans fram eft- ir nóttu. á frá þeirri fram- furverið sl. tvö ár igu Búnaðarþings en árið 1978. Þannig virtist hafa dregið nokkuð úr hlut aðkeypta kjarnfóðursins í mjólkurfram- leiðslunni. Ásgeir vék nokkrum orðum að Bjargráðasjóði og sagði hann standa þannig, að sjóðurinn skuldar 25 milljónir vegna lána, sem hann varð að taka er harð- indin geisuðu 1979 og vegna fok- veðurs í fyrra. Vantar sjóðinn 15 milljónir króna til að lána vegna heyskorts, uppskerubrests og harðinda frá síðasta ári. í lokaorðum sínum sagði Ásgeir að þótt ýmislegt þyki miður fara í landbúnaði, þá stendur hann sem heild traustum fótum og alltaf miðar fram á við. Á eftir setningarræðu Ásgeirs flutti ávarp Pálmi Jónsson, land- búnaðarráðherra. Sagði Pálmi að árið ’81 hafi verið með allra köld- ustu árum þessarar aldar og hafi það valdið því að afkoma bænda varð mjög miðsjöfn það ár og í heild lakari en 1980, en þá var árgæska með besta móti og af- koma bænda góð. Fóðurbirgðar- nefnd skilaði áliti sínu í byrjun febr. sl. og lagði til að 377 bænd- um yrðu veitt lán til fóðurkaupa, samtals að upphæð 10.307.900. Ráðherra vék í ræðu sinni að- eins að mjólkurframleiðslu og sagði hana hafa verið 102,9 millj- ónir lítra á síðasta ári, en það er tæpum fimm lítrum minna en framleiðslan var 1980. Sagði hann að mjólkurframleiðsla síðasta árs hafi verið mjög nærri því magni sem þjóðin neytir af mjólk og mjólkurvörum. Tvö síðustu árin hefur dilka- kjötsframleiðsla verið svipuð eða um 12.200 tonn sagði Pálmi og Ásgeir Bjarnason minntist einnig á Noregsmarkað- inn. Sagði hann að þrátt fyrir þrengingarnar á þeim markaði teldi hann enn ekki forsendur fyrir því að hverfa frá þeirri framleiðslustefnu, sem fylgt hef- ur verið síðustu tvö árin. Pálmi talaði nokkuð um kostnaðarliði þá sem leggjast á útflutninginn og hvort það væri ekki orðið tíma- bært að létta eitthvað á þeim. „Það er vafasamt," sagði Pálmi, „að greiða svokallað neytenda- Pálmi Jónsson gjald til Stofnlánadeildar af út- flutningi, þegar útflutningsbætur hrökkva ekki til. Það er einnig vafasamt, að slátur leyfishafa fái greiddan 3,5 prósent aukakostnað vegna útflutnings, ef ekki er um sérstaka vinnslu á kjötinu að ræða fyrir neytendamarkað er- Iendis. Þá getur einnig verið álita- mál, hvort heildsölukostnaður á útfluttu dilkakjöti á að vera jafn því, sem selt er á innlendum markaði og hvort ekki sé rétt- mætt að heildsöluaðili beri nokkra áhættu af því hvernig til tekst við sölu.“ Sagði Pálmi að hlutdeild nautgripaafurða í heildarfram- leiðsluverðmæti landbúnaðaraf- urða hafi farið vaxandi og væri nú 44 prósent. Hlutdeild sauðfjár- afurða hefur dregist saman og er nú 38 prósent af heildarverðmæti. Hlutdeild hrossaafurða er aðeins um eitt prósent og sagði Pálmi það vera athyglisvert þegar haft er í huga að hross landsmanna eru talin nota ekki langt undir helmingi þess sem sauðfé notar. Pálmi sagði að talið væri að 44 milljónir króna vantaði til að ná fullu verði fyrir sauðfjárfram- leiðsluna, eftir að lögboðnar út- flutningsbætur hafa verið greidd- ar. Til að mæta þessum halla hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram á lánsfjáráætlun fyrir þetta ár 20 milljónir króna auk þess sem 14 milljónir króna verði greiddar upp í þennan halla úr kjarnfóðursjóði. í lok ræðu sinnar flutti Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, Búnaðarþingi óskir um farsæld í störfum til heilla fýrir land og lýð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.