Morgunblaðið - 23.02.1982, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.02.1982, Qupperneq 41
Jttoraimlilnbií) Boris tekur við liði Haukanna SOVESKI handknattleiksþjálfarinn Boris Akbashow, sem Valsmenn viku frá störfum hjá meistaraflokki sínum í handknattleik á dögunum, hefur nú tekið að sér þjálfun Hauka í Hafnarfirði, en þeir leika sem kunnugt er í 2. deild. Til stóð að Haukar fengju sov- éskan þjálfara í haust og voru ráðstafanir gerðar mjög tíman- lega, enda mikill hugur í Haukum að vinna aftur sæti sitt í 1. deild. Svo hófst biðin og aldrei sýndi Rússinn sig. Síðast er Haukar fregnuðu, átti kappinn að koma samferða sovéska landsliðinu er það var hér á ferð. En allt kom fyrir ekki. I millitíðinni hefur Hilmar Björnsson, landsliðsþjálf- ari, þjálfað Hauka en liðið er nú um miðja 2. deild. Ekki líklegt til að vinna sæti í 1. deild, a.m.k. ekki eins og staðan er í dag. re/ÞR MORGtJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. PEBRÚAR 1982 „ÞAÐ BENDIK allt til þess að ég taki að mér þjálfun KR-liðsins ( handknattleik og leiki líka með lið- inu á næsta keppnistímabili. Ég fer heim með góðan samning og mun taka mér viku til 10 daga umhugsun- arfrest. Síðan mun ég gefa hand- knattleiksdeildinni endanlegt svar. En eins og málin standa núna eru meiri líkur á því að ég komi til KR,“ sagði danski hanknattleiksþjálfar inn og leikmaðurinn Anders Dahl í viðtali við Mbl. í gærdag. Anders Dahl kom hingað til lands á laugardag og ræddi málin við forráðamenn handknattleiks- deildar KR. Jafnframt æfði hann með KR-liðinu á sunnudag. And- ers Dahl er íslenskum handknatt- leiksunnendum að góðu kunnur enda einn besti handknattleiks- maður Dana fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir 177 landsleiki og skorað í þeim vel yfir 600 mörk sem er met í Danmörku. Hann var lykilmaðurinn í hinu sterka lands- liði Dana er náði fjórða sæti í heimsmeistarakeppninni í Dan- mörku árið 1978. Anders Dahl sagði að hér á landi væri mjög góður efniviður í handknattleiksmenn. Og reyndar sætti það furðu hversu margir góðir handknattleiksmenn hefðu komið frá ekki fjölmennari þjóð en Islandi. Það væri ein ástæðan fyrir því að hann hefði mikinn áhuga á að koma til Isiands og starfa hjá KR. — Það var upphaf- lega Jóhann Ingi Gunnarsson sem hafði samband við mig. Það verð- ur gott fyrir mig að taka við KR-liðinu af honum. Við þekkjum vel til vinnubragða hvors annars, vorum meðal annars saman á danska handboltaskólanum í fyrrasumar. 1. deildarkeppnin hér er mjög erfið, hér verða leikmenn að vera í mjög góðri líkamlegri æfingu. Ég er alls ekki að koma til íslands til þess að leika mér og leggja síðan skóna á hilluna. Síður en svo. Ég veit að ég verð að vera í góðri æfingu til þess að leika hér á landi. Núna leik ég í 2. deild í Danmörku með Ribe og er tekinn úr umferð í svo til hverjum leik. Það er óskemmtilegt. En komi ég hingað mun ég leggja mig fram um að ná góðum árangri sem leik- maður og þjálfari. Anders Dahl hætti að leika með danska landsliðinu í B-keppninni í Frakklandi á síðasta ári. En þá hafði hann verið í liðinu í átta ár. Hann sagði að danska landsliðið núna væri ungt og óreynt en í því væri góður efniviður. Gunnar Hjaltalín, formaður handknattleiksdeildar KR, sagðist vera mjög bjartsýnn á að samn- ingar tækjust og Anders yrði þjálfari KR-inga næsta timabil. Jafnframt yrði það liðinu mikill styrkur að fá jafn góðan leikmann sem drifi spilið áfram. Gunnar sagði að nú væri verið að kanna undirtektir hjá stuðningsmönnum KR-inga hvort þeir vildu ekki leggja eitthvað af mörkum svo að deildin gæti tryggt sér þennan góða starfskraft. — ÞR • Anders Dahl Nielsen, hinn kunni danski handknattleiksmaður (t.h.) rœðir hér við vin sinn Bent Nygaard, sem er þjálfari ÍR, en mun sennilega sjá um þjálfun Fram næsta keppnistímabil. Þá má geta þess, að KA hefur ráöið danska markvöröinn Jan Larsen til sín sem þjálfara og leikmann fyrir næsta keppnistímabil. Dönsku þjálfararn- ir verða því þrír talsins næsta vetur. líówi. rax Anders Dahl Nielsen: „Reikna fastlega með að þjálfa og leika með KR næsta keppnistímabil" Teitur meö tvö mörk í sigri Lens TEITUR I>órðarson skoraði tvö glæsileg mörk, er Lens vann lang- þráðan sigur í frönsku deildarkeppn- inni í knattspyrnu um helgina. Það var lið Sochaux sem varð fyrir barð- inu á Teiti. Lens sigraði 3—2 og skoraði Teitur tvö fyrstu mörkin í leiknum. Verr gekk hins vegar hjá Karli Þórðar og félögum hjá Laval, liðið sótti Nantes heim og tapaði 0—I. Úrslit leikj urðu annars sem hér segir: Nice — Monaco 0—2 Montpellier — Lille 2—1 Auxerre — Tours 1—2 Bordeaux — Bastia 4—0 Brest — Paris St.G. 0—3 Lens — Sochaux 3—2 Lyon — St. Etienne 0—1 Nancy — Metz 2—2 Nantes — Laval 1—0 Valenciennes — Strassbourg 0—0 Þrátt fyrir sigurinn er Lens enn í fallsæti, nánar tiltekið í næst- neðsta sætinu með 17 stig. Neðst er Nice með 15 stig, en næst fyrir ofan Lens er Montpellier með 20 stig, en leik meira. St. Etienne er enn efst með 38 stig, sama stiga- fjölda og Bordeaux, en betri markatölu. Monaco hefur 37 stig. Laval er eftir tapið í 6. sætinu með 32 stig. Kannski ekki mikil von um meistaratign hjá Karli og félög- um, en möguleikarnir á UEFA- sæti hins vegar fyrir hendi. Spánverjarnir ítreka áhuga sinn á Kristjáni „ÞJÁLFARI spænska liðsins hringdi í mig um helgina og lagði mikla áhcrslu á að fá Kristján út eins fljótt og kostur er,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, í samtali Valur mætir KR-ingum 12. UMFERÐ íslandsmótsins í handknattleik hefst í kvöld með við- ureign KR og Vals í 1. deild. Leikur inn fer fram í Höllinni og hefst klukkan 20.00. Leikurinn hefur geysilega þýðingu fyrir bæði lið. Valsmenn eru að hala sig frá botnin- um, en KR-ingar bcrjast á toppi deildarinnar. Eftir leikinn eigast við kvennalið sömu liða. við Morgunblaðið, en eins og Mbl. greindi frá fyrir skömmu, fékk Kristján Sigmundsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, óform- legt tilboð um að gerast atvinnumað- ur í spænska handknattleiknum. „Þetta lið er frá Madrid og er í fjórða sæti spænsku deildarinn- ar,“ bætti Jóhann Ingi við og sagði svo að lokum: „Það er eins og Spánverjarnir geri sér ekki al- mennilega grein fyrir því að fé- lagaskipti af þessu tagi taka sinn tíma, menn þurfa að gera upp við sig hvað þeir vilja og flana ekki að neinu. Ég hef áður rekið mig á að Spánverjar haga sér svona, vilja fá menn út í hvelli." Mbl. tókst ekki að ná tali af Kristjáni og inna hann eftir skoðun sinni. l>R/gg Ragnar og Lárus með í fyrsta skiptið - íslendingar í fimm liðum 1. deildarinnar ÍSLENDINGARNIR í belgísku knattspyrnunni voru meira og minna í cldlínunni um helgina og mjög vel gekk hjá þeim Sævari Jónssyni og Arnóri Guðjohnsen, en lið þeirra, (Jercle Brugge og Lokeren, unnu leiki sína. Kagnar Margeirsson og Lárus Guðmundsson voru báðir með liðum sínum Ghent og Waterschei, en enginn þessara kappa komst á blað að þessu sinni. (Jrslit leikja urðu sem hér segir: Tongeren — Kortryjk 1—0 Anderlecht — Lierse 2—0 Cercle Brugge — FC Liege 3—0 Antwerp — Molenbeek 1—0 FC Mechlen — Ghent 1—0 Standard — Beringen 3—1 Waterschei — FC Brugge 2—2 Waregem — Beveren 1—0 Lokeren — Winterslag 1—0 Standard og Apderlecht eru nú efst og jöfn með 32 stig hvort fé- lag, Ghent er í þriðja sætinu með 31 stig. Antwerp er í 4. sæti með 29 stig og Lokeren er nú komið í fimmta sætið, einnig með 29 stig, en ívið lakari markatölu en Ant- werp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.