Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. REBRÚAR 1982
23
Valsmenn fóru létt
með lið UMFN
VALSLIÐIÐ í körfuknattleik sýndi
Njarðvíkingum svo sannarlega í tvo
heimana í úrvalsdeildinni á laugar
dag. Valsmenn yfirspiluðu UMFN
algjörlega og sigrudu 97—87, eftir
ad hafa haft örugga forystu í hálf-
leik, 49—37. En þrátt fyrir að
UMFN hafi tapað leiknum eru litlar
líkur á öðru en að liðið verði ís-
landsmeistarar. Liðið má nefnilega
tapa einum leik til viðbótar en sigrar
samt í mótinu. UMFN nægir að
sigra ÍS og ÍR.
Valsmenn hófu leikinn af mikl-
um krafti, jafnt í vörn sem sókn,
og léku hraðan og yfirvegaðan
bolta. Þeir náðu strax yfirhönd-
inni í leiknum og héldu henni allt
til loka. Hittni Valsmanna var
mjög góð, og hver leikfléttan af
annarri gekk upp. Var sem þessi
mikli kraftur í Valsmönnum kæmi
UMFN alveg úr jafnvægi og lítið
púður var í öllum leik þeirra. Sér í
lagi í varnarleiknum. Um tíma í
síðari hálfleiknum náðu Valsmenn
18 stiga forskoti í leiknum og var
sigri þeirra aldrei ógnað. Að vísu
tóku leikmenn UMFN smásprett
alveg undir lokin en allt kom fyrir
ekki.
Lið Vals var mjög jafnt og erfitt
að gera upp á milli leikmanna.
Sama liðið lék lengst af inná vell-
inum, þeir Torfi, Kristján, Rík-
harður, Jón og Ramsey og stóðu
sig allir mjög vel, og skoruðu
nokkuð jafnt. Þeir voru mjög
sterkir í fráköstum og það heyrði
til undantekninga ef leikmaður úr
UMFN hirti frákast í leiknum.
Valur—
UMFN
97-87
Mikil deyfð var í liði UMFN og
enginn einn skar sig úr. Að vísu
skoraði Danny grimmt en aðrir
leikmenn hittu illa. Valur Ingi-
mundarson komst á skrið undir
lok leiksins og skoraði þá nokkrar
fallegar körfur en þær voru seint á
ferðinni.
Stig Vals: Ramsey 22, Torfi 19,
Ríkharður 18, Kristján 18, Jón 14
og Leifur 2.
Stig UMFN: Danny 47, Gunnar
9, Valur 14, Ingimar 5, Júlíus 4,
Jónas 4, Sturla 2 og Brynjar 2.
— ÞR
KR seig fr^m úr er villu-
vandræði IR sögðu til sín
KR SIGKAÐl ÍR nokkuð örugglega
með 103 stigum gegn 84 í úrvals-
deildinni í körfuknattleik á sunnu-
daginn. Staðan í hálfleik var 45—42
fyrir KR. Vesturbæjarliðið hafði yfir
leitt yfirhöndina í leiknum, en sára-
litlu munaði allt fram á síðustu mín-
úturnar og ÍR-ingar veittu liðinu
harða og mikla keppni uns lykil-
menn fóru að komast í slæm villu-
vandræði.
Liðin skiptust á um forystuna
fyrstu mínúturnar, en síðan náði
KR naumri forystu. Síðari hálf-
leikurinn hófst ekki gæfulega
fyrir IR að því leyti, að strax á
fyrstu minútu hans fékk Bob
Stanley sína fjórðu villu, og besti
maður liðsins, Jón Jörundsson, var
skömmu síðar einnig kominn í
villuvanda. Við fjórðu villu Stan-
leys fór að losna um Stu Johnson,
en Stanley hafði haldið honum í
járngreipum allt fram að því, oft
mikið stríð þeirra á milli.
KR-ingar sigu fram úr, en forysta
þeirra varð ekki afgerandi fyrr en
undir blálok leiksins, er Stanley,
Jón og Kristinn voru allir farnir
út af. Þá var það snar þáttur í
ósigri IR, að leikmenn liðsins eru
óskaplega linir í fráköstum, bæði
undir eigin körfu og eins undir
körfu andstæðingsins. Fjölda
stiga skoruðu KR-ingar eftir að
hafa hrifsað fráköst án keppni frá
ÍR-ingum.
Þetta var í heild merkilega góð-
ur leikur, góður körfuknattleikur
beggja liða og geysileg barátta.
Leiðinlegan blett á leikinn settu
hins vegar tíð olnbogaskot Amer-
íkananna, einnig nöldur ÍR-inga
út af dómgæslunni. Þeir Krist-
björn og Gunnar voru ekki í essinu
sínu að þessu sinni, en framkoma
ÍR-inga bar ekki vott um mikinn
þroska, það var ekki dómgæslunni
að kenna að liðið tapaði leiknum.
Valur
Torfi Magnússon
Kíkharóur Hrafnkelsson
Kristján Ágústsson
Jón Steingrímsson
Leifur (Jústafsson
IIMFN
Gunnar Þorvarðarson
Júlíus Valgeirsson
Jónas Jóhannesson
Valur Ingimundarson
Ingimar Jónsson
Sturla Örlygsson
Brynjar Sigmundsson
6
5
6
6
5
5
4
STAÐAN
Staðan í úrvalsdeild:
Valur — Njarðvfk 97:87
KK — ÍR 103:84
Njarðvík 17 13 4 1473:1349 26
Fram 17 11 6 1423:1309 22
Valur 17 11 6 1418:1359 22
KK 17 10 7 1345:1391 20
ÍR 17 5 12 1335:1440 10 1
ÍS 17 1 16 1364:1550 2 !
Lið Fram:
Símon Ólafsson
Viðar Þorkelsson
Þorvaldur Geirsson
Omar Þráinsson
Steinn Guðjónsson
Aðrir léku of lítið.
Lið ÍS:
Gísli Gíslason
Bjami Gunnar Sveinsson
Árni Guðmundsson
Ingi Stefánsson
Þórður Oskarsson
Guðmundur Jóhannsson
Lið ÍK:
Kristinn Jörundsson
Jón Jörundsson
Hjörtur Oddsson
Benedikt Ingþórsson
Aðrir léku of lítið.
Lið KR:
Jón Sigurðsson
Ágúst Líndal
Garðar Jóhannsson
Stefán Jóhannsson
Guðjón Þorsteinsson
Aðrir léku of lítið.
KðrfuknattielRur
IR:
KR
84:103
Besti maður IR var að þessu
sinni Jón Jörundsson, hann röflaði
líka manna mest, leitt, því hann
sýndi stórleik er hann einbeitti sér
að verkefninu. Bob Stanley var
furðu atkvæðalítill í sókninni hjá
ÍR, en iék vörnina þeim mun bet-
ur, hélt Johnson gersamlega niðri
allt þar til þreyta og villuvand-
ræði fóru að segja til sín. Hjörtur,
Benedikt og Kristinn gerðu einnig
góða hluti, en sumir þeirra voru
einum of uppteknir í nöldrinu.
Gaman væri ef IR-ingar gætu
sigrast á óvini þessum.
Hjá KR var Jón Sigurðsson at-
kvæðamestur, en liðið var afar
jafnt, helst að Garðar og Johnson
stæðu upp úr, en Johnson þó ekki
fyrr en líða tók á leikinn.
Stig ÍR: Jón Jórundsson 29. Benedikt Ing-
þórsson 14, Kristinn Jörundsson 12, Hjörtur
Oddsson 10, Bob SUnley 9, Oskar Baldursson 9
og Sigmar Karlsson 2 stig.
Stig KR: (írróar Jóhannsson 27, Jón Sigurðs-
son 24, Stu Johnson 23, Stefán Jóhannsson 11,
Ágúst Líndal, Birgir Mikaelson og (>uðjón l»or
steinsson 4 hver, Páll Kolbeinsson, Kristján
Oddsson og Kristján Kafnsson 2 hver.
- u-
Darraðardans undir körfunni í leik Vals og UMFN. Það eru þeir Torfi
Magnússon og Kristján Ágústsson, Val, sem stíga sporin. ijósm.: K()K
Öruggur sigur ÍBK
ÍBK SIGRAÐI Borgarnes örugglega
105—87 í 1. deild Islandsmótsins í
Bikarkeppni KKÍ:
Tekst ÍBK aö
klekkja á Val
EINN leikur fer fram í bikarkeppni
KKÍ í kvöld, meiri háttar leikur. Það
eru Valur og Keflavík sem eigast við
í Hagaskólanum og hefst leikurinn
klukkan 20.00. Leikurinn gæti orðið
tvísýnn. Valsmenn hafa sterku liði á
að skipa, en ÍBK er lang efst í 1.
deildinni. Einn af lykilmönnum liðs-
ins verður líklega fjarri góðu gamni,
Viðar Vignisson meiddist nokkuð á
æfingu fyrir skömmu. Hins vegar
mun Axel Nikulásson að öllum lík-
indum leika sinn fyrsta leik eftir
tveggja mánaða fjarveru vegna
meiðsla.
körfuknattleik um helgina. Staðan í
hálfleik var 51—39 fyrir ÍBK.
Tim Higgins skoraði 45 stig fyrir
ÍBK, Þorsteinn Bjarnason 20 stig,
Björn Skúlason 12 stig og Jón Kr.
Gíslason einnig 12 stig. Carl Pear
son skoraði 41 stig fyrir Borgarnes,
Hans Egilsson skoraði 16 stig og
Bragi Jónsson skoraði 10 stig. Stað-
an í 1. deild er nú þessi:
ÍBK
Haukar
UMFG
Borgarn.
10 1014—780 20
9 791—819 10
10 891—933 6
11 941—1105 4
IHorflunMnbib
innD
Þrjú frjálsíþróttaheimsmet
slegin á móti í San Diego
Þrjú heimsmet í frjalsfþróttum voru
sett á innanhússmóti í San Diego, á
fóstudagskvöld, hvert öðru betra. í
öllum tilvikum voru bandarískir
frjálsíþróttamenn að verki. Á mótinu
náðist góður árangur auk heimsmet-
anna.
Bandaríska stúlkan, Mary Deck-
er Tabb, náði bezta tíma sem
nokkru sinni hefur verið náð í
míluhlaupi kvenna, jafnt utanhúss
sem innan, er hún hljóp á 4:20,5
mínútum. Var hún 12 sekúndum á
undan annarri bandarískri
hlaupakonu, Francie Larrieu.
Bætti Decker Tabb eigið heims-
met, sem var vikugamalt, um 1,2
sekúndur. Heimsmetið utanhúss á
sovézka stúlkan Lyudmila Vesel-
kova, ,4:20,89 mín, frá því í fyrra.
Að vísu hefur Decker Tabb náð
betri tíma en þetta, en það var er
hún hljóp á 4:17,55 mínútum á
innanhússmóti í Houston Astro-
dome fyrir tveimur árum, en sá
tími verður aldrei viðurkenndur
sem innanhússmet, þar sem
hiaupabrautin í höllinni er lengri
en 200 metrar.
Bandaríski stangarstökkvarinn
Billy Olson setti heimsmet í
stangarstökki í San Diego, stökk
5,77 metra og bætti eigið met, sem
hann setti nýlega, um einn senti-
metra. Annar varð landi hans
Earl Bell með 5,63 sentimetra.
Þá setti Willie Banks heimsmet
í þrístökki, stökk 17,41 metra, en
gamla metið átti Sovétmaðurinn
Gennadiy Valyukevich og var það
17,28 metrar. Banks náði stóra
stökkinu í fjórða stökki af sex.
Hann sigraði með yfirburðum, og
afrek hans þótti óvænt, því hann
hefur verið frá um tíma vegna
meiðsla.
Einn litríkasti hlaupari síðasta
áratugs, Nýsjálendingurinn John
Walker, er enn í toppformi, og
jafnvel betri en fyrr, því á mótinu
náði hann frábærum árangri í
míluhlaupi, hljóp á 3:52,8 mínút-
um, sem er næstbezti árangur frá
upphafi innanhúss. Annar varð
Bandaríkjamaðurinn Tom Byers á
3:53,6 og þriðji írinn Ray Flynn á
3:54,1 mín.
Þá er Dwight Stones, fyrrum
heimsmethafi í hástökki, ekki af
baki dottinn, þvi hann fór léttilega
yfir 2,27 metra í San Diego, og
sigraði örugglega. Loks stökk
Larry Myricks 8,12 metra, en hann
á mótsmetið í San Diego, eða 8,38
metra.
Á mótinu hljóp Evelyn Ashford
á 6,48 sekúndum í 60 stiku hlaupi,
sem er betra en gildandi heims-
met, en eitthvað voru dómararnir
á mótinu óvissir um hvort þjóf-
startað hefði verið í hlaupinu, til-
kynntu fyrst að úrslitin væru end-
anleg, en klukkustundu síðar var
tilkynnt, að vegna „tæknilegs mis-
skilnings" milli ræsis og þess er
gætti tímatökutækjanna, hefðu
dómarar úrskurðað, að árangur í
hlaupinu væri „óopinber", þ.e.
ógildur sem met.