Morgunblaðið - 23.02.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.02.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 í safnþró iðnaðarráðuneytis: Smáiðnaður f sveitum Steinþór Gestsson (S) mælti ný- verið fyrir fyrirspurn varamanns síns, Sigurðar Oskarssonar, til forsætisráðherra, um smáiðnað í sveitum. Steinþór minnti á: 1) Þingsályktun Alþingis frá í maí 1979, þessefnis, að ríkisstjórnin skuli beita sér fyrir stofnun þjón- ustuúrvinnsluiðnaðar í sveitum. Byggðadeild Framkvæmdastofn- unar átti að rannsaka möguleika á slíkum smáiðnaði, safna hug- myndum um framleiðslugreinar, kanna viðhorf heimaaðila vítt um land og gera áætlun um fram- kvæmdir. Athugunin skal ekki sízt ná til atvinnumöguleika aldr- aðra, sem samþykkt hefur verið á Alþingi, lánsfjárhliðar mála o.fl. 2) Áætlun Framkvæmdastofnun- ar, sem fullbúin var í maí 1980 og bókun svohljóðandi: „Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkir áætlun að eflingu smáiðnaðar í sveitum. Stjórnin mun ábyrgjast þær tillögur um lánveitingar og styrki, sem í áætluninni felast, enda falli fyrirgreiðsla að lánsfjárramma Byggðasjóðs hverju sinni og ein- stök mál verði metin hvert fyrir sig. I tillögum Framkvæmdastofn- unar vóru 20 smáum iðnfyrir- tækjum gerðir skórnir þegar á árinu 1981 en fjármögnun átti að koma frá Byggðasjóði með fram- lagi og láni úr Iðnlánasjóði og af eigin fé heimaaðila. Þá var einnig gert ráð fyrir „að efla heimilis- iðnað í sveitum í ýmsum formum, og gæti ég trúað að það hefði leitt til hagsbóta og sérstakrar ánægju fyrir eldra fólk,“ sagði Steinþór. Steinþór harmaði að ríkisstjórn hefði enn ekki tekið afstöðu til þessarar áætlunar um uppbyggingu smáiðnaðar í sveit- um, sem þingvilji hefði staðið til og Framkvæmdastofnun undir- búið vel. • Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa rætt þessa áætlun, en henni hafi verið vísað til iðnaðarráðu- neytisins til frekari athugunar. Hún hefði þar verið til umfjöllun- ar í tengslum við aðrar iðnþróun- aráætlanir, og hafi starfshópur á vegum ráðuneytisins, sem annast tengsl við iðnráðgjafa, unnið að málinu. Ráðherra fjallaði nokkuð um starfsemi iðnráðgjafa og myndun iðnþróunarfélaga og svæðisbundinna iðnþróunarsjóða í tengslum við þau, námskeið í undirbúningi nýrra fyrirtækja og fleiri hugmyndir. Lokaorð hans vóru: „Að lokinni endurskoðun á vissum þáttum áætlunar um efl- ingu smáiðnaðar í sveitum og í samræmi við það starf, sem unn- ið hefur verið á síðasta ári, þá mun áætlunin tekin fyrir á næst- unni á ný í ríkisstjórninni." • Helgi Seljan (Abl) sagði þátt Framkvæmdastofnunar í undir- búningi málsins góðan og „ég var í raun og veru hissa á því, hvað marga möguleika var þar bent á. Eg vil taka undir það með fyrir- spyrjanda," sagði Helgi, „að það er nauðsynlegt eftir að þessi und- irbúningsvinna hefur farið fram, að ríkisstjórnin taki um það end- anlega ákvörðun, að framkvæmd- ir í þessa átt verði hafnar svo sem þingsályktunin segir til um.“ • Steinþór Gestsson (S) sagði málið hafa dregizt á langinn hjá ríkisstjórn eða viðkomandi ráðu- neyti, eftir að það barst frá Framkvæmdastofnun. Hann sagði sitt sjónarmið að frum- kvæði yrði að koma frá heimaað- ilum, en „ég hefi ítrekað vakið athygli á því á stjórnarfundum Framkvæmdastofnunar, að það hefur ekki verið tekin afstaða til þeirra áætlana, sem unnar hafa verið hjá Framkvæmdastofnun- inni. Mér skilst, að fæstar þeirra (•unnar SU‘in|n'>r P ms* , ■ ’f llelgi # hafi fengið afgreiðslu hjá ríkis- stjórninni, hvorki fyrr né síð- ar ...“ Tímabært er að iðnaðar- ráðuneytið skili sínum þætti málsins. I stuttu máli Meðal þingmála sem komu fram í sl. viku eru eftirfarandi: • Frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem felur í sér heimild til að stofnunin geti tek- ið að sér innheimtu á meðlags- skuldum erlendra ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi. Ennnfremur á meðlögum greiddum erlendis fyrir íslenzka ríkisborgara. • Frumvarp um birtingu laga og stjórnvaldserinda, sem Kjart- an Jóhannsson (A) o.fl. flytja. Frumvarpið felur í sér ákvæði um, hvern veg ríkisstjórnir skuli koma fréttatilkynningum á framfæri varðandi útgáfu bráða- birgðalaga. • Stjórnarfrumvörp um breytingu á sveitarstjórnarlög- um og lögum um sveitarstjórn- arkosningar. Fyrra frumvarpið er hliðstætt frumvarpi sem Sal- ome Þorkelsdóttir (S) o.fl. flytja, um laugardagskosningu til sveit- arstjórna, en hið síðara, að til- kynningar um aðsetursskipti, sem berast eftir að kjörskrá er samin, skuli jafnframt vera kjörskrárkæra, og að kjörseðlar við kosningu sýslunefndar- manna skuli gerðir með sama hætti og kjörseðlar til hrepps- nefndarkosninga, en með öðrum lit. • Guðmundur G. Þórarinsson (F) flytur breytingartillögu við stjórnarfrumvarp um breytta tekjuöflun ríkissjóðs, þess efnis, að lækkun launaskatts í 2,5% (úr 3,5%) skuli ná til fiskverkun- ar og iðnaðar alfarið, en ekki hluta iðnaðar, eins og frumvarp- ið gerir ráð fyrir. • Sighvatur Björgvinsson og Magnús H. Magnússon, þing- menn Alþýðuflokks, hafa flutt frumvarp um Orlofssjóð aldr- aðra til stuðnings sumardval- arstarfsemi fyrir aldrað fólk. • Þá hefur Kjartan Jóhanns- son (A) o.fl. flutt frumvarp til breytinga á orkulögum, þess efn- is, að orka sú, sem fólgin er í háhitasvæðum, „sé sameign þjóðarinnar". • Árni Gunnarsson og Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmenn Alþýðuflokks, hafa borið fram fyrirspurn til dómsmálaráð- herra í sex liðum, hvernig háttað sé vistum ósakhæfra afbrota- manna, hve margir afbrotamenn hafi verið metnir geðveikir, hvort mál öryggisgæzlufanga séu endurskoðuð reglulega, hvort ráðherra hafi reynt að fá ósakhæfan geðsjúkling, sem lengi hefur dvalið í fangelsi, inn- lagðan á geðsjúkrahús, hvar geð- rannsókn afbrotamanna fari fram, hversu oft 62. gr. refsilaga hafi verið beitt (vistun ósak- hæfra manna á viðeigandi stofn- un), til hvaða stofnana hafi verið leitað, þegar slíkur úrskurður liggur fyrir. ■ Leikhópurinn sem stendur að Mjallhvíti og dvergunum sjo. Mjallhvít og dverg- arnir sjö í Eyjum LKIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýna barnaleikritið Mjall- hvít og dvergarnir sjö laugardag- inn 13. febrúar, en þetta er 108. verkefni Leikfélags Vestmanna- eyja. Barnaleikritið er eftir M. Kaiser og er í þýðingu Stefáns Jónssonar. Leikstjóri er Unnur Guðjónsdóttir og er þetta 5. verkefnið sem hún leikstýrir hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. llnn- ur hefur verið einn af aðalburð- arásum LV í áratugi sem leik- kona, en í þessu leikriti hefur hún fengið til liðs við sig fjölda æskufólks auk nokkurra eldri leikara félagsins. Leikmynd gerði Magnús Magnússon, lýsingu annaðist Lárus Björnsson. Á lokaæf- ingu var salur Bæjarleikhúss- ins þétt setinn gestum, aðal- lega börnum, sem skemmtu sér konunglega og þeir full- orðnu ekki síður, enda greini- legt að börnin lifðu sig inn í þetta kunna ævintýri. Mjallhvít og dvergarnir sjö er annað verkefni Leikfélags Vestmannaeyja á þessu leik- ári. Mjallhvít í dái og dvergarnir álútir hjá beði hcnnar. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 * NASHUA m UOSRmiNARVElAR vinna allt þaö sem ætlast er til af Ijósritunarvélum í hæsta gæöaflokki. Hafa auk þess lægri bilanatíöni. Nashua, fyrir mikla, litla og meöalnotkun. Góö viöhaldsþjónusta. Kynnum nýjar geröir þessa dagana. Komiö eöa hringiö og fáiö upplýsingar. Suðurlandsbraut 10 — Simi 84900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.