Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
47
Menn fylgjast með þegar úrslit einatakra skáka eru færð inn á töflu mótsins.
„Get ekki verið annað
en sæmilega ánægður“
- sagði Guðmundur Sigurjónsson, stór-
meistari, sem varð efstur Islendinganna
„ÉG GET ekki verið annað en
sæmilega ánægður með árangur
minn á þessu móti,“ sagði Guð-
mundur Sigurjónsson stórmeistari
að Reykjavíkurmótinu loknu, en í
siðustu umferðinni vann Guðmund-
ur Júgóslavann Ivanovic mjög ör-
ugglega.
„Eftir þáttökuna í svæðamótinu í
Danmörku, sem ég lít reyndar á
sem tvö mót, og Reykjavíkurmótinu
nú er ég orðinn langþreyttur enda
hef ég teflt 28 skákir á um 40 dög-
um. Það segir til sín þegar maður
hefur ekki teflt ýkja mikið á undan-
förnum mánuðum. Skákirnar gegn
Höi, Bischoff og Ivanovic þóttu mér
skástar af minni hálfu í þessu móti.
Af minni hálfu er ekkert út á þær
að setja, en andstæðingarnir eru
tæpast eins ánægðir með sína
frammistöðu. Meðan ég var að að-
stoða Húbner tefldi ég lítið og þá
sjaldan ég tefldi gekk mér illa, en
upp á síðkastið hefur þetta verið að
lagast.
Um hina íslendingana er það að
segja, að mér fannst þeir allir tefla
vel á köflum, en svo komu slæmar
skákir á milli. Það er sjálfsagt hluti
af skýringunni hvað þeir tefla lítið
á sterkum mótum þessir strákar.
Þessi opnu mót eru líka sérstök að
því leyti, að heppni ræður talsverðu
um það hverjir tefla saman. Fyrir
mitt leyti þá hefur það hentað mér
betur að tefla á lokuðum mótum
þar sem allir tefla við alla eftir
töfluröð. Ég held að við íslend-
ingarnir séum sammála um það, að
á Reykjavíkurmótunum beri að
halda hinu fyrirkomulaginu. Þessi
opnu mót verði að minnsta kosti
ekki nema í annað hvert skipti.
Það var ánægjulegt, og kom mér
alls ekki á óvart, að Alburt skyldi
sigra á þessu móti. Hann er tiltölu-
lega nýkominn að austan og er
sjálfsagt ekki alltof fjáður þannig
að verðlaunaféð kemur örugglega í
góðar þarfir. Af öðrum erlendum
keppendum vil ég nefna Svíana
Schneider og Wedberg, sem komu
mér á óvart í mótinu. Það er greini-
iegt að við þurfum aö gæta okkar á
þeim í landskeppninni um næstu
helgi,“ sagði Guðmundur Sigur-
jónsson.
Aðspurður um hvað næst tæki
við hjá honum í skákinni sagði Guð-
mundur, að fátt væri ákveðið í þeim
efnum. Þó væri líklegt að hann tæki
þátt í stuttu móti í Noregi í byrjun
apríl. — áij
IKSUT skáka í 10. umfcrð sirn lcfld
var á lauKardag:
Schneider — Abramovic 'h—'ft
Ivanovic — Alburt 0—1
Wedberg — Gurevic 1—0
Sahovic — Shamkovic 'k — 'ft
Forintos — Guðmundur 'k — Vt
Adorjan — Westerinen 'A — '/t
Kaiszauri — Byrne 'k — 'k
Helmers — Kogan 0—1
llaukur — Kindermann 0—1
Iskov — DeFirmian 0—1
Zaltsman — Helgi Vi— 'A
Mednis — Jón L. 'k — Vt
Bajovic — Sævar 0—1
Jóhann H. — Kuligowski 'ft—'/t
Jóhannes Gísli — Horvath 'A — 'k
Bischoff — Margeir ‘6 — Vt
Burger — Hilmar 1—0
Dan — Grunberg Vt — Vt
Hði — Friðrik 'A — 'ft
Frey — Elvar 0—1
Stefán — Ásgeir 0—1
Jónas — Júlíus 'k — 'k
Benedikt — Róbert 'A —'A
Savage — Kráhenbiihl 'k — 'k
Karl — Goodman 'h — '/t
Jóhann Orn — Leifur 1—0
Jóhann Þ. — Magnús Sólm. 0—1
IIRSUT í II. umferð:
Alburt — Wedberg 1—0
Abramovic — Shamkovic 'k — 'k
Byrne — Schneider 1—0
Gurevich — Kogan 1—0
Sævar — Adorjan 0—1
Guðmundur — Ivanovic 1—0
DeFirmian — Kaiszauri 1—0
Westerincn — Sahovic 0—1
Kindermann — Forintos 'A— 'k
Jón L. — Burger 'k — 'k
Helgi — Mednis 0—1
Kuligowski — Helmers 0—1
Margeir — Zaltsman 'k — 'A
Bajovic — Iskov 'k — 'k
Elvar — Bischoff 'k — 'k
Ásgeir — Jóhann 0—1
Horvath — Haukur 'k — 'k
Friðrik — Dan Hansson 'k — 'k
Hilmar — Frey 'k—'k
Grunherg — Jóhannes 'k — 'k
Goodman — Jónas 'k — 'k
Magnús — Höi 'k — 'k
Júlíus — Savaue ‘k — 'k
Karl — Bonedikt 'k—'k
Krahenbuhl — Jóhann Orn 1—0
Iæifur — Stefán 0— 1
Róbert — Jóhann Þórir 'k — 'k
Lokastaðan
LOKASTADAN f Keykjavíkur
skákmótinu:
1. Lev Alburt, Bandarikjunum 8,5
vinningar.
2. A Abramovic, Júgóslaviu 8.
3. Dmitri Gurevich, Bandaríkjunum
7.5 vinningar.
4. -11. Guðmundur Sigurjónsson,
Lars-Aake Schneider Svíþjóð, Tom
WedberR Sviþjóð. Robert Byrne Banda
ríkjunum, Andras Adorjan Ungverja-
landi, Nick DeFirmian Bandaríkjun-
um, Dragutin Sahovjc Júgóslavíu,
lamnid Shamkovic Bandarikjunum, 7
vinningar.
12.—14. Boris Kogan Bandarikj-
unum, Gyðsó Forintos Ungverjalandi,
Stefan Kindermann V-Þvzkalandi, 6,5
vinningar.
15,—24. B. Ivanovic Júgóslavíu, K.
Kaiszauri Svíþjóð, Sævar Bjarnason,
Heikki Westerinen Finnlandi, Jón L.
Arnason, Karl Burger Bandarikjun-
um, Vitaly Zaltsman Bandarikjunum,
Knut Helmers Noregi, Jóhann Hjart-
arson, hkimar Mednis Bandarikjunum,
6 vinningar.
25.-33. Helgi Ólafsson, Haukur
Angantýsson, M. Bajovie Júgóslaviu,
Klaus Bischoff V-Þýzkalandi, T. Horv-
ath Ungverjalandi, Gert Iskov Dan-
mðrku, Jóhannes Gísli Jónsson, Mar-
geir Pétursson, Elvar Guðmundsson,
5.5 vinningar.
34.-39. Adam Kuligowski Póllandi,
Asgeir Þór Árnason, Dan Hansson,
Hilmar Karlsson, R. Grunberg
V-Þýzkalandi, Friðrik Ólafssob, 5
vinningar.
40.-45. Carston Höi Danmörku,
Jónas P. Erlingsson, Július Friðjóns-
son, K. Frey Mexikó, Stefón Briem, G.
Krahenbuhl Sviss, 4,5 vinningar.
46,—51. Benedikt Jónasson, A. Sa-
vage Bandaríkjunum, Karl Þorsteins,
Denis Goodman Englandi, Róbert
Harðarson, Magnús Sólmundarson, 4
vinningar.
52. Jóhann Orn Sigurjónsson 3 vinn-
ingar.
53. Leifur Jósteinsson 2,5 vinningar
54. Jóhann Þórir Jónsson 1,5 vinn-
ingar.
Síðasta umferðin
var æsispennandi
SKÁKIRNAR í síðustu umferðinni
glöddu augu hinna fjölmörgu áhorf-
enda sem höfðu komið til að fylgjast
með lokabaráttunni, því ekkert var
gefið eftir og allir tefldu til vinnings
að Abramovic undanskildum sem
komst snemma að friðarsamningum
við Shamkovich. Þar með var Júgó-
slavinn ennþá í toppbaráttunni, auk
þess sem hann tryggði sér sinn
fyrsta stórmeistaraárangur.
Þeir voru reyndar fleiri sem
voru ekki eingöngu að hugsa um
að ná sem hæstu sæti, heldur
einnig um stórmeistaraárangur-
inn eftirsótta. Svíarnir Wedberg
og Schneider þurftu báðir að
vinna sínar skákir til að ná hon-
um, en andstæðingar þeirra voru
ekki af lakara taginu, bandarisku
stórmeistararnir Alburt og Byrne.
Fljótlega varð Ijóst, að draumur
Schneiders myndi ekki rætast, því
hann var svo óheppinn að lenda í
afbrigði sem Byrne hafði sérstak-
lega undirbúið heima fyrir:
Hvítt: Byrne (Bandaríkjunum)
Svart: Schneider (Svíþjóð)
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6,
6. Bg5
Richter-Rauzer-árásin svo-
nefnda.
— e6, 7. I)d2 — a6, 8. (HH) — Bd7,
9. f4 — b5, 10. Bxf6 — gxf6, 11. Kbl
— Db6, 12. Rxc6 — Bxc6, 13. f5!
Byrne uppgötvaði þessa peðs-
fórn fyrir tveimur árum, en hefur
ekki fengið tækifæri til að beita
henni fyrr en nú. Venjulega er hér
leikið 13. Bd3.
— b4, 14. Re2 — Bxe4, 15. fxe6 —
fxe6, 16. Rf4 — d5?!
Þessi eðlilegi leikur er að öllum
líkindum rangur. Betra er 16. —
b3!, 17. axb3 - Dxb3, 18. Bd3 -
Bxd3,19. Rxe3 — Dc4 og staðan er
mjög óljós.
17. Bd3 — Dc6, 18. Bxe4 — dxe4,
19. De2 — Bg7, 20. Dg4 — KÍ7,
21. Rxe6!
Sókn hvíts er orðin óstöðvandi,
því 21. — Dxe6 er svarað með 22.
Hd7+.
— h5, 22. Df5 — Hae8, 23. Rf4 —
e3, 24. Hd7+ — Kg8, 25. Rd5 —
Kf8, 26. Hc7 — e2, 27. Hel — De6,
28. Dg6 — Bh6, 29. Hxe2! og svart-
ur gafst upp.
Wedberg fékk að finna fyrir
sterkustu hlið Alburts, en það er
tvímælalaust endataflið. Svíinn
hafði allt að vinna og hafði því
teflt byrjunina fulldjarflega, en
Alburt tefldi rólega, skipti upp liði
og notfærði sér síðan veilur and-
stæðingsins í endataflinu:
Svart: Wedberg (Svíþjóð)
Skák
Margeir Pétursson
20. Rd5! — Dxb3, 21. Rxf6+ — gxf6,
22. axb3 — Hfd8, 23. Bd6 — c4, 24.
bxc4 — Rxc4, 25. Be7!
Nú nær hvítur d-línunni á sitt
vald.
— Hxdl, 26. Hxdl — Kg7, 27. Hd7
— Hb8, 28. e5! — Bxg2, 29. exf6+
— Kg6, 30. Kxg2 — a5, 31. Hd4! —
Rxb2, 32. Hg4+ — Kf5, 33. Hg7 —
Rc4, 34. Hxf7 — a4, 35. g4+ — Ke5,
36. Hxh7 — a3, 37. 17 og svartur
gafst upp, því framhaldið gæti
orðið 37. - a2, 38. f8-D - Hxf8,
29. Bxf8 - al-D, 40. Bg7+ - Kd5,
41. Bxal.
Ekki fór það svo að við íslend-
ingar ættum ekki fulltrúa á verð-
launapallinum. Guðmundur Sig-
urjónsson átti mjög góðan enda-
sprett og fékk þrjá og hálfan vinn-
ing úr fjórum síðustu skákunum.
I síðustu umferðinni fór hann
mjög ómjúkum höndum um nú-
verandi skákmeistara Júgóslavíu,
Bozidar Ivanovic.
Ilvítt: Guðmundur Sigurjónsson
Svart: Ivanovic (Júgóslavíu)
Silikeyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. c4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6,
6. Bc4
Sozin-árásin, sem Guðmundur
heldur mikið upp á.
— e6, 7. Bb3 — Be7, 8. Be3 — 0-0,
9. f4 - Bd7, 10. Df3 — Da5, 11. 0-0
— Had8, 12. f5 — d5?
Hámark bjartsýninnar eins og
einhver áhorfenda komst að orði.
13. exd5 — exd5, 14. Rxd5 — Rxd5,
15. Bxd5 — Rxd4, 16. Bxd4 — Bxf5,
Hugmyndin með 12. leik svarts,
en nú á Guðmundur þvingaða leið
til að vinna svörtu drottninguna
fyrir tvo biskupa og þar með taflið
um leið.
„ÉG FÉKK mjög góða byrjun í
mótinu; hlaut 4‘k vinning úr 5
fyrstu umferðunum en í kjölfarið
fylgdu tvö töp og ég missti leikgleð-
ina,“ sagði Helgi Olafsson eftir að
hann tapaði fyrir Mednis í síðustu
umferð Reykjavíkurmótsins á
sunnudag. Helgi byrjaði mjög vel
og vakti frammistaða hans framan
af mótinu mikla athygli; hlaut 4'k
vinning úr 5 umferðum en í sex síð-
ustu umferðunum hlaut Helgi að-
eins 1 vinning.
— Sagt er, að þér sé gjarnt að
tapa mörgum skákum í röð. Hvað er
til í því?
„Ég veit ekki hvað fólk á við með
þessu. Þetta hefur ekki komið fyrir
í svo mörgum mótum. Ég tapaði
tveimur skákum með stuttu milli-
bili í Randers og einnig á Norður-
landamótinu, en vann tvær síðustu.
Það má kannski segja að ég hafi
lagt of mikið í stöðurnar núna á
Reykjavíkurskákmótinu. Ég hefði
getað teflt upp á jafntefli, en það er
ekki minn stíll. Ég var í sjálfu sér
ekki óánægður með skák mína gegn
Alburt. Það var að mörgu leyti
skemmtileg skák. Ég, Friðrik
Ólafsson og Jón L. Árnason eigum
allir það sameiginlegt að missa
damp í mótinu eftir ósigra, þannig
að ég er ekki einn á báti hvað það
snertir.
17. Dg3! — Bg6, 18. De5! — Bf6, 19.
Bxf7+ — Hxf7, 20. Dxa5 — Bxd4+,
21. Khl — Hfd7, 22. c3 — Bb6, 23.
Da4 — h5, 24. Hadl — Hd2, 25.
Hxd2 — Hxd2, 26. b3 — Kh7, 27. h3
— He2, 28. Dc4 — Hxa2, 29. Hf8 —
Hal+, 30. Kh2 — Hel, 31. Dc8 —
Bgl+, 32. Kg3 — He3+, 33. Kh4 —
Kh6, 34. g4 — hxg4, 35. Dxg4 —
He8, 36. Dg5+ og svartur gafst
upp.
Að lokum skulum við líta á
hvernig Gurevich tryggði sér
þriðja sætið:
Svart: Kogan (Bandaríkjunum)
Hvítt Gurevich (Bandaríkjunum)
25. Rxe6! — fxe6, 26. Hxe6 — Kh8,
Ef 26. - Bf7, þá 27. Hxg6+! -
hxg6, 28. Dxg6+ - Kh8, 29. Bxf7.
27. g4 — Dd8, 28. Hxe8+! — Dxe8,
29. Rd6 — Re5
Tapar strax, en 29. — De7, 30.
Rf7+ — Kg8, 31. Dh6! virðist einn-
ig vonlaust.
30. Kg2 — Df8, 31. Dxe5+ — Df6,
32. gxh5 — Dxe5, 33. Rf7+ — Kg7,
34. Rxe5 og hvítur vann.
Ég hlaut 5'k vinning, en þrátt
fyrir það má segja, að ég hafi teflt í
allt öðru móti en aðrir sem hlutu
jafnmarga vinninga. Ég tefldi allan
tímann við sterkustu menn mótsins
á meðan þeir sem hlutu jafnmarga
vinninga tefldu við mun veikari
andstæðinga. Svona mótafyrir-
komulag býður upp á, að menn geti
læðst með veggjum, ef svo má að
orði komast."
— Hvað finnst þér um tafl-
mennskuna almennt á mótinu?
„Sigur Alburts var verðskuldað-
ur. Hann er stórkostlega harður í
byrjunum og góður skákmaður og
verðskuldaði sigurinn. En aðrir
skákmenn hér voru ekki sterkari en
beztu íslendingarnir.“
— Hvað um frammistöðu ís-
lensku titilhafanna?
„Friðrik náði sér engan veginn á
strik, enda kannski skiljanlegt.
Hann hefur bæði teflt lítið og lítið
getað fylgst með fræðunum. Guð-
mundur Sigurjónsson er greinilega
að ná sér á strik eftir mikla lægð og
það er mjög ánægjulegt. Frammi-
staða Margeirs Péturssonar og Jóns
L. Árnasonar var slök miðað við
getu, en Sævar sannaði að hann er í
mikilli framför,“ sagði Helgi
Ólafsson.
H.Halls.
„Ekki minn stíll að
tefla uppá jafntefli“
*
- segir Helgi Olafsson