Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 1
88 SIÐUR 51. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Með 20 tonn af hassi Washington, 6. marz. AP. BANDARÍSKA strandgæzlan stöðv- aði kólumbískan bát í mexíkanskri lögsögu á Yucatán-sundi með uin 20 smálestir af hassi innanborðs. Fékk strandgæzlan leyfi kólumb- ískra yfirvalda til að taka bátinn í sína vörslu, en hann stöðvaðist ekki fyrr en skotið var að honum eftir eltingarleik. Um borð í hass- skipinu voru 12 menn, sem teknir voru fastir. Komið að landi eftir velheppnaðan róður. Ljósm. Mbl. RAX Hafréttarráðstefnan: Breytingatillögur Ban dar íkj am an na Krá <)nnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washington, 6. mars. HAFRÉTTARRÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna hefst í New York á mánu- dag. Bandaríkjamenn munu nú taka þátt í ráðstefnunni á ný en þeir hafa haft sáttmála ráðstefnunnar til endurskoðunar á síðustu 11 mánuðum. Stjórn Ronald Reagans felldi sig við hann í stórum dráttum en fulltrúar hennar munu bera fram breytingartillögur varðandi námugröft á úthöfum. Vonast hefur verið til að þetta yrði síðasti 8 vikna fundur ráðstefnunnar, sem hófst 1973, en samkomulag um tillögur Bandaríkjamanna kann að draga hana á langinn. Bandaríkjamenn álíta að sátt- málinn veiti þriðja heiminum of mikið vald yfir því magni sem leyfi- legt verður að vinna af hafsbotni árlega og hverjir fá leyfi til fram- kvæmda á svæðum utan lögsögu ákveðins lands. Sáttmálinn tak- markar verulega magnið sem má vinna. Það stuðlar að háu verði og mun koma þriðja heiminum til góða, þegar hann hefst handa við vinnslu eigin málma. Samkvæmt sáttmálan- um mun 36 þjóða ráð taka ákvarðan- ir og móta stefnuna varðandi námu- gröft á úthöfum. Bandaríkjamenn vilja að iðnaðarþjóðirnar hafi neit- unarvald í ráðinu og fái ráðið hverjir hljóta réttindi til framkvæmda. Tommy T.B. Koh, forseti ráðstefn- unnar, hefur sagt að erfitt verði að ná samkomulagi um tillögur Banda- ríkjastjórnar. Fulltrúar frá þriðja heiminum hafa látið hafa eftir sér að ráðstefnan hafi þegar staðið í 8 ár og henni verði að ljúka á næstu 2 mánuðum hvort sem Bandaríkja- menn skrifa undir sáttmálann eða ekki. James A. Malone, fulltrúi Bandaríkjastjórnar á ráðstefnunni, sagði fréttamönnum nýlega að hann væri vongóður um að tillögunum yrði nokkuð vel tekið og hægt yrði að komast að samkomulagi. Hann sagði að öldungadeild bandaríska þingsins myndi aldrei samþykkja sáttmálann eins og hann er í dag og því séu breytingartillögurnar nauðsynlegar ef Bandaríkin eiga að vera aðili að hafréttarsáttmálanum. Strandaglópar á Ellesmere-eyju London, 6. marz. AP. TYKIR brezkir leiðangursmenn, sem reyna að komast á Norðurpólinn, eru strandaglópar 450 mílur frá pólnum, fótgangandi og með handsleða, þar sem birgðastöð þeirra norðarlega í Kanada eyðilagðist að mestu í elds- voða að því er tilkynnt var í London í dag, fostudag. Svo getur farið að Sir Ranulph Fiennas, leiðtogi Transglobe-leið- angursins, sem þegar hefur farið yf- ir Suðurskautið, og félagi hans Charles Burton neyðist til að hætta við ferðina, þar sem fimm snjóbílar þeirra eyðilögðust í eldsvoðanum í Alert-bækistöðinni á Ellesmere- eyju undan norðvesturodda Græn- lands. Fiennas og Burton eru ekki í bráðri hættu þar sem sleðar þeirra eru búnir mörgum tækjum til að gera þeim kleift að komast af. En miklar líkur eru á því að þeir verði að snúa við þar sem þeir geta varla verið án snjóbílanna og hafa aðeins einnar viku birgðir af matvælum á sleðunum. Furðuský veld- ur heilabrotum San Jose, kalirorníu, 6. mars. Al\ BANDARÍKJASTJÓRN sendi í gær 11-2 njósnaflugvél á loft til að rann- saka og taka sýni úr furðuskýi, sem er á sveimi innan gufuhvolfsins. Ský þetta, sem enginn veit hvernig til hef- ur orðið, hefur farið nokkrum sinn- um umhverfis jörðu og líkist nú frek- ar mistri. Vísindamenn halda því fram að ekkert þurfi að vera óeðlilegt við skýið, en hins vegar veldur tilurð þess heilabrotum. Getgátur eru uppi um að það gæti hafa myndast í eldgosi einhvers staðar í Kyrra- hafinu, þar sem enginn var til að segja frá. Það eina, sem vitað er með vissu er, að eitthvað gerðist þann 20. janúar yfir vesturhluta Kyrrahafsins eða Asíu. Þann dag komust milljónir tonna agna á braut umhverfis jörðu. Hvernig er enn ekki vitað. Fyrsta þrívídd- armyndavélin á leið á markað New York, 6. mars. AP. FYR.STA þrívíddarmyndavélin kemur á markað síðar í þessum mánuði. Það er Nimslo fyrirtækið í Atlanta í Bandaríkjunum, sem hannað hefur þessa fyrstu mynda- vél sinnar tegundar. Tók 12 ár að Ijúka hönnun vélarinnar og fram- köllunarvökva, sem skilar mynd- um í þrívídd. Gert er ráð fyrir að vélin muni kosta um 200 Banda- ríkjadali. Myndavélin er þannig úr garði gerð, að í henni eru fjórar linsur, hlið við hlið með sjálf- virku ljósopi. Þegar smellt er af myndast fjórar hálframma myndir, sem síðan færast á tvo filmuramma. Aðeins verður hægt að fá filmurnar framkall- aðar hjá Nimslo fyrirtækinu, sem býr yfir tækni til að vinna myndirnar á pappír. Kona stungin fyrir að reykja San Francisco, 6. mars. AP. MADUR, sem ákærður var fyrir að stinga konu í lyftu er hún neitaði að drepa í vindlingi, heldur stöðugt fram sakleysi sínu á þeim forsend- um að um nauðvörn hafi verið að ræða. Segir hann lífi sínu hafa verið ógnað í lyftunni þar sem hann þoli ekki vindlingareyk. Ennfremur heldur hann því fram að konan hafi reynt að kyrkja hann áður en hann stakk hana. Dylan Thomas Dylan Thomas í „Skáldahorniðu London, 6. marz. Al\ VKI.SKA skáldinu Dylan Thomas hef- ur hlotnazt sá heiður að skjöldur til minningar um hann verður afhjúpaður í svokölluðu Skáldahorni (Poets' Corner) í Westminster Abbey á mánu- daginn, tæpum 30 árum eftir að hann lézt af völdum ofdrykkju, 39 ára gam- all. Dóttir hans, Aeronwy, sem hefur stjórnað baráttunni fyrir því að Ijóðlist föður síns verði viðurkennd í Bretlandi, afhjúpar skjöldinn. Á hann eru letraðar ljóðlínur úr einu meistaraverka skáldsins, „Fern Hill“ (meðal annarra kunnra ljóða hans eru „Under Milk Wood", „And Death Shall Have No Dominion", „In My Craft or Sullen Art“ og „Do Not Go Gentle Into That Good Night"). Um það hefur verið deilt hvort heiðra skuli þetta umdeilda skáld á sama stað og Tennyson, Browning og aðra meistara enskrar tungu og við hliðina á minningarskjöldum Byrons lávarðar og George Eliots. Á 25 ára ártíð Dylan Thomas und- irrituðu 10.000 áskorun til djáknans af Westminster, séra Edward Carp- enter, um að hann yrði heiðraður á þessum stað og Jimmy Carter for- seti furðaði sig á því þegar hann kom í heimsókn 1977 að hans væri ekki minnzt. En talsmaður djáknans telur eðli- legt að nokkur tími hafi liðið áður en ákveðið var að heiðra Dylan Thomas í Westminster Abbey vegna þess að það hafi þurft tíma til að vega hann og meta, en þar sem vin- sældir hans hafi haldizt í öll þessi ár sé sjálfsagt að heiðra hann. Hann sagði að drykkjuskapur Thomas og uppákomur kæmu þessu máli ekkert við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.