Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Æska og elli - barn og brennsluspritt Áður en kjarnafjölskylda for- eldra með börn varð svo til alls ráðandi í þjóðfélaginu, mátti oft sjá myndir af barni við kné ömmu, sem var að kenna því að stafa með því að benda með prjóni. Það var eins og þeim, sem þá voru áhrifavaldar í mótun almenningsálits, þætti það vel við hæfi, að sá gamli styddi þann unga fyrstu skrefin, og þá ekki aðeins rétt í því að staulast yfir gólfið og vera tilbúinn að grípa þann stutta, heldur einnig í því að opna leyndardóma bókarinn- ar. Fólst þó vafalaust að baki ábendingunni vissan um það, að sá sem kenndi að taka fyrstu skrefin, hvort heldur var á gólfi eða bók, myndi einnig fær um það að benda á réttu leiðirnar, sem síðar kæmi í ljós að hafi verið happasælar og sneitt hjá ýmsum þeim keldum, sem sá kynni að lenda í, sem ekki fengi eins að njóta leiðsagnar þess, sem aldurinn hafði gætt auknu innsæi. Nú er myndin breytt. I það minnsta held ég, að ekki sjái þess oft stað í myndmáli, að hinn aldraði rétti þeim unga örfandi hönd, enda örðugra um vik, þar sem heimili hýsa yfirleitt ekki nema tvær kynslóðir í senn. Kjölfestan, sem fólgin var í leiðbeiningum hinna öldruðu, styrkir þess vegna ekki lengur ungan til langferðar. Vera má, að til þessarar staðreyndar megi rekja ástæður þess, að svo ótrú- lega margt fer úrskeiðis hjá unga fólkinu okkar, þrátt fyrir allt það, sem ætti að geta verið því til góðs og ævarandi blessun- ar. Hún fer t.d. ekki úr huga mér auglýsingin frá lyfsaianum í Kópavogi, en hún hefur verið lesin í útvarpinu mörgum sinn- um næst á undan fréttunum síð- ustu daga. Ég hef ekki komið því við að telja orðin, en þau eru mörg og þá í réttu samræmi við hina þungu áherzlu, sem auglýs- andinn er reiðubúinn til að reiða fram gilda sjóði til undirstrikun- ar. Og þó að auglýsingin sé vafa- laust dýr og segi margt, þá er þó alvaran fyrst og fremst í því fólgin, sem ekki er sagt beint, heldur aðeins látið í skína með nauðsyn þess að grípa til þess ráðs, sem lyfsalinn hér gerir. En í stuttu máli, þá er hann að lýsa því yfir, að hann selji ekki börn- um og unglingum brennsluspír- itus. Það er svo þungur áfellis- dómur, sem felst í þessari aug- lýsingu, að ég hygg öllum hollt að huga að ástæðunum að baki. Barn og brennsluspiritus gæti maður ætlað að væru algjörar andstæður. Ég man að vísu frá uppvaxtarárum mínum suður með sjó, að þar fundust einstakl- ingar, sem svo voru harðir af sér, að þeir létu sig ekki muna neitt um það að drekka „kogara" og fengu þá líka oft viðskeyti við nafn sitt, sem dregið var af þess- ari ömurlegu iðju þeirra. En að svo mikil brögð skuli vera að þessu núna meðal barna og ungl- inga, að ástæða sé til slíkra aug- lýsinga og aðgerða, hlýtur að vekja óhug í hverju hugsandi brjósti. Ég gerði mér því ferð út í apó- tekið í hverfinu mínu, þar sem ég skipti. Það var mánudags- morgunn eftir helgarvakt, og þarna stóð þá fermingardóttir mín frá því fyrir nokkrum árum við að líma á lítil glös. Og það leyndi sér ekki, að það var brennsluspritt, sem hún var að ganga þarna frá. Og hún sagði það hreinustu vandræði, hversu börnin, allt niður í tólf ára göm- ul, væru farin að leggja sig eftir þessum görótta drykk. Svo væri ásóknin mikil, að þau væru farin að segja allt uppselt, þegar líður til helgar. Og það er víst því mið- ur alveg öruggt, sem mig reynd- ar grunaði fyrir, að það er ekki aðeins í Kópavogi, sem rétt væri fyrir ábyrga aðila að grípa inn í. En hvað hefur komið fyrir börnin og unglingana, sem leggj- ast svona lágt? Ég sá í barna- tímanum, þegar verið var að ræða um „sniffið", að það var alltaf til ein skýring á ósköpun- um, að það væri verið að leita eftir því að komast í „vímu- ástand". En hvað er þá verið að flýja? Er veröldin svona ömur- leg, séð frá sjónarhóli þessara ungmenna, að þau þurfi að hjúpa hana í óráðsíuský til þess að geta horfzt í augu við komandi dag? Eða er hér aðeins um að ræða öfug mótunaráhrif miðað við það, sem felst í myndinni af „ömmu“, sem er að leiðbeina barnabarni fyrstu skrefin? Hef- ur aðeins einn eftir öðrum, þar til það þykir svo sjálfsagt, að hætt er að spyrjast fyrir um ástæður, að lífið sé ein allsherjar vímu-leit, og að byrjað sé þegar í efsta bekk barnaskóla, að ekki sé talað um fyrstu bekki hinna gömlu gagnfræðaskóla? Höfum við lent í einhverju skemmti- garða leiktæki, sem hætt er að láta að stjórn, en hringsnýst alltaf hraðar og hraðar án þess að við gerum okkur grein fyrir því, hvernig hægt er að komast út úr og hafa fasta jörð undir fæti á ný? Virtist ekki allt benda til þess í stórfróðlegri úttekt fréttamannsins á „skemmtana"- -leit fólks eins og hún birtist í fullum skemmtistöðum um helg- ar? Hringekja farin úr sambandi á þeysispretti með gesti sína, að- eins þeir virðast ekki gera sér neina grein fyrir því, að hraðinn hefur gripið þá og tryllingurinn vex með hverju andartaki. Og inn í þetta kemur svo æskulýðsdagur kirkjunnar. Og það fer vel á því, að hann höfði til hinna öldruðu ekki síður en ungmennanna. Fljótgripin skýr- ing er vitanlega, að þetta sé vegna þess að nú er ár aldraðra. En sé dýpra skoðað, má alveg eins finna ástæðuna í því, að helzt sé von um farsælli tíma í þvi, að ellin grípi aftur til við að benda með „prjóninum“ sínum og þá ekki aðeins á staf á blað- síðu, heldur einnig á þær leiðir sem hún þekkir af langri reynslu að hafa fæstar keldurnar. Og hinu má vitanlega ekki gleyma, að æskulýðsdagurinn hefur um áraraðir, já svo til allt frá byrj- un verið fjölskyldudagur í kirkj- unum. Allir dagar eru æskulýðs- dagar, rétt eins og allir dagar eru bænadagar eða Biblíudagar, enda þótt ákveðnir dagar séu teknir út úr til undirstrikunar málefninu. Og ætli kirkjan sér að eiga orðastað við börnin og unglingana án þess að foreldr- arnir komi þar nærri, er hætt við því, að loftsúgur beri boð- skapinn eitthvað út í buskann. En með því að taka höndum saman við foreldra og aðra upp- alendur, er kirkjan að leitast við að stemma stigu við því, sem ógnar farsæld heilu kynslóðanna í dag. Það vekur mér því sífellda furðu, þegar ábyrgir leiðtogar eru að halda því fram í enda- lausri þráhyggju, að kirkjan eigi aðeins að skipta sér af sunnu- deginum rétt meðan flutt er heilög messa. Að mínum skiln- ingi getur köllun prestsins því aðeins verið í einhverju sam- ræmi við háleitan boðskap guð- spjallsins, að hann geri sér grein fyrir því, að hann á ekki aðeins að snúa sér til helganna, heldur einnig til hinns venjubundna hversdags. Æskulýðsstarf kirkj- unnar hefur því gegnt sínu mikía hlutverki bezt, þegar það hefur getað veitt söfnuðunum, prest- um og öðrum leiðtogum aðstoð við starfið heima fyrir. Og starf- ið í sóknunum sótti til þess styrk sinn, að ungmennin og börnin gátu sótt fjölmargar sumarbúðir og hinir eldri fengu að taka þátt í vinnubúðum með fólki frá mörgum þjóðlöndum eða sækja önnur lönd heim sjálft, í boði ungmenna og kirkjuleiðtoga við- komandi lands og endurgjaldið svo boðið síðar með því að vera sjálft gestgjafar. Það er hollt, ekki sízt fyrir hinn unga, að átta sig á því, að það er fleira til í veröldinni heldur en kall hins hortuga, sem réttir fram hendi, sem heldur um stút og manar hinn hikandi til að súpa á. Ungmennið þarf að fá aðstoð við að víkka svo út sjón- deildarhringinn, að það bæði sjái tryllingslega fart bilaðrar hringekju og leiðir til að komast af henni. Það var leitað til Jesú forðum. Og engir áttu máttugra ákall í rödd sinni, heldur en þeir sem komu til frelsarans vegna barna sinna. Það er enn verið að leita til hans, og það eru ekki færri foreldrar í dag, sem bera í brjósti mikinn kvíðboga vegna barna sinna, heldur en á jarð- vistardögum Jesú. Ætti þá kirkj- an að skella skollaeyrum við þrábeiðninni og segja sem svo að henni komi ekkert við nema safnaðarguðsþjónustan? Nei, það geta þeir ekki, sem heyrt hafa rödd Jesú og túlka rétt fyrirmæli hans um fylgd. Æskan og ellin á fjölskyldu- degi kirkjunnar eiga stórt og merkt viðfangsefni. Þörfin er alls staðar, það sýnir ekki aðeins viðvörunarauglýsing lyfsalans í Kópavogi vegna ótrúlegrar ásóknar unglinga í brennslu- spritt. Ruglingslegur hraðinn segir svo víða til sín. En spor í rétta átt er það, ef foreldrar og börn með afa og ömmu leggja leið sína í sóknarkirkjuna nú í dag. Það sýnir það þó, að enn vita margir hvert ber að snúa sér, og hver það er, sem bezt gagnar bæði börnum og ung- mennum, þegar verið er að leita réttu leiðarinnar. Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 7. MARZ 1982. VERÐTRYGGO SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 1. flokkur 1970 2 flokkur 1971 1. flokkur 1972 1 flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur Meóalávöxtun ofangreindri fram verötryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi Sölugengi m.v. nafnvexti Ávöxtun pr. kr. 100.- 2V*% (HLV) umfram 7.773,09 1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 6.253,72 1 ár 95.79 96,85 7% 5.554,45 2 ár 93,83 94,86 7% 4.813,94 3 ár 91,95 92,96 7% 4.084,96 4 ár 90,15 91,14 7% 2.993,59 5 ár 88,43 89.40 7% 2.757,34 6 ár 86,13 87,13 7V4% 1.903,58 7 ár 84.49 85,47 7V4% 1.560.50 8 ár 82,14 83,15 7V*% 1.175,44 9 ár 80,58 81,57 7V*% 1.113,71 10 ár 77,38 78,42 8% 894,25 15 ár 70,48 71,42 8% 830,57 692,96 (0,36% afföll) 562,69 (0,72% afföll) 442,70 (1,03% afföll) 373,16 (1,34% afföll) 288,47 (1,71% afföll) 218,49 (2,09% afföll) 171.71 (2,44% afföll) 147,51 (4,44% afföll) 109,55 (5,24% afföll) flokka um- VERDTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁ^ RIKISSJOÐS pf.k-.ioo. Sölugengi m.v. nafnvexti B _ 1973 ' 2.419.77 (HLV) C — 1973 2.057,88 12% 14% 16% 18% 20% 40% D — 1974 1.744,97 1 ár 68 69 70 72 73 82 E — 1974 1.193,71 2 ár 57 59 60 62 63 77 F — 1974 1.193.71 3 ár 49 51 53 54 56 73 G — 1975 791,83 4 ár 43 45 47 49 51 71 H — 1976 754,48 5 ár 38 40 42 44 46 68 I — 1976 574,05 J — 1977 534,19 1. fl. — 1981 106,01 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERDBRÉF í UMBOÐSSÖLU Veröbréfamarkaöur FjárfestingarFélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Simi 28566 Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig á 80 ára afmæli minu meö gjöfum, skeytum og margs konar hugulsemi. Ásta G. Björnsson, Reynihlíd. TS'damaíkaduíinn sim1 s^-tattlsgótu 12-18 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: Mazda 323 1980 85 þús. kr. Toyota Cressida DL1980 120 þús. kr. Honda Civic 1979 (13 þ. km) 80 þús. kr. Volvo 244 GL1979 135 þús. kr. Chevrolet Malibu Classic 1979 155 þús. kr. Ford Fiesta 1978 75 þús. kr. Daihatsu Charade 1981 96 þús. kr. Colt GL 1981 74 þús. kr. Lada 1600 1981 74 þús. kr. Galant 1600 1979 88 þús. kr. Ford Fairmouth Fortuna 1978 130 þús. kr. Chevrolet Citation 1980 Silfurgrár, 6 cyl. 27 þús. km, sjálfskiptur. Verð 170 þús. kr. Honda Civic 1981 Rauöur. Ekinn 7 þús. km. Verö 105 þus. Mazda 929 1981 Blásanseraóur. ekinn 14 þús. Sjálfskiptur. Verö 130 þús. Toyota Hilux 1981 140 þús. kr. Honda Accord 1981 130 þús. kr. Mazda RX 7 Coupé 1980 140 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.