Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 Minnesota-Aust- firðingur 100 ára Frímúrarar heiðra 75 ára félaga ’ Langlífi hefur einkennt ætt Halldórs Guðjóns Jónssonar — H.G. Johnson — kaupmanns og síðar póstmeistara í Minneota, Minnesota. Hann varð rétt og slétt 100 ára 30. janúar. Afi Halldórs, sem hét Jón Arngrímsson var kominn langt yfir nírætt þegar hann dó í Minne- ota fvrir mörgum árum. Arngrím- ur Jónsson, faðir Halldórs, fæddur á Galtastöðum fremri í Hróars- tungu 5. ágúst, 1849, var líka kom- inn nokkuð yfir nírætt þegar hann dó og Jóhanna Jónsdóttir, móðir „hundraðshöfðingjans", varð 93; hún var dóttir Jóns Einarssonar á Snjóholti í Eiðaþinghá og systir Guðbjargar, konu Gunnlaugs Pét- urssonar frá Hákonarstöðum á Jökuldal, sem var fyrsti íslenzki landneminn í Minnesota-ríki, 1875. Runólfur, bróðir Jóhönnu og Guðbjargar, átti fleiri börn, meðal þeirra Jón Runólfsson skáld. Halldór Guðjón var skírður snemma á árinu 1882 af séra Hall- dóri Briem sem þjónaði íslenzkum söfnuðum í og nálægt Minneota frá því um vorið 1881 þangað til hann hvarf aftur til Islands ári seinna; var hann bróðir Páls Briem amtmanns og fékkst við kennslu eftir heimkomuna. Frímúrarar í Minneota heim- sóttu Halldór á merkisafmælinu sjálfu. Ættingjar efndu til afmæl- isboðs um helgar þar á eftir, frest- uðu því sökum óveðurs og þá, viku seinna, streymdu vinir að, að heilsa upp á öldunginn, þótt kafað væri í sköflum í kulda langt fyrir neðan frostmark. Arngrímur, faðir Halldórs, kom fyrst til Wisconsin og svo til Minnesota, 1876. Það haust, 23. nóvember, fæddist honum og Jó- hönnu sonur sem var látinn heita Jón, fyrsta barn íslenzkra foreldra fætt í Minnesota-ríki. Jón giftist Björgu, dóttur séra Stefáns Pét- urssonar á Desjarmýri og Hjalta- stað og eignuðust þau sex dætur og einn son. Arngrímur tók heim- ilisréttarland fyrir suðvestan Minneota 1878 og var það heimili þeirra þangað til flutt var inn í bæinn 1902. Halldór Guðjón fædd- ist í „Vesturbyggðinni" 30. janúar, 1882, og nokkru seinna eina dóttir- in, Guðný, sem giftist Þorsteini Jónssyni Jósefssonar ættuðum að austan; þau ba;ði dáin fyrir nokkru. Halldór varð snemma fyrir því að vera kallaður Jimmy eftir einhverjum norskum nábúa sem fékk það gælunafn, og Guðný var ávallt kölluð Winnie. Arngrímur og Halldór byrjuðu með verzlunarfyrirtæki í Minn- eota 1903 sem hét Johnson and Son og tók Halldór við búðinni þegar faðir hans náði háum aldri. Verzlunin var seld öðrum seinna, — Roberts-bræðrum sem áttu báðir íslenzkar konur — og þá um nokkurra ára skeið var Halldór póstmeistari bæjarins. í nokkur ár var hann við póstafgreiðslu í nærliggjandi bæ, Cottonwood, en ánnars hefur Minneota verið mið- punkturinn í starfi hans og lífi flestöll árin. Hann hefur haldið trausti og vináttu fólks sem kaup- maður og í embættisþjónustu, greiðvikinn og þýður í samstarfi. Hann var kosinn bæjarskrifari snemma á árum og var í fjölda mörg ár féhirðir Sánkti Páls- safnaðar, íslenzk-lútherskra. Þann 14da júní, 1911, giftist Halldór Mörthu, dóttur Snorra Högnasonar og Vilborgar Jón- atansdóttur konu hans; fluttu þau bæði frá íslandi með þeim fyrstu. Snorri var fæddur á Ósi á Breiðdal og var bróðir Gísla, föður Ólafs í Viðey og Magnúsar Gíslasonar sýslumanns á Eskifirði, síðar í k’jármálaráðuneytinu. Vilborg var dóttir Jónatans Jónatanssonar á Eiðum og fæddist þar; var Jón- atan sonur Jónatans Péturssonar, einn þeirra mörgu Hákonarstaða- bræðra. Martha var í fyrsta „ár- gangi“ sem útskrifaðist úr Minne- ota High School 1904, starfaði í verzlunum, dáin fyrir nokkrum árum; þeim hjónum varð ekki barna auðið. Valdimar Björnsson Meðlimir Frímúrarastúkunnar í Minneota, Minnesota, héldu upp á tvö merkisafmæli í heimsókn 30. janúar til Halldórs Guðjóns Jónssonar þar í þorpinu. Halldór varð hundrað ára gamall einmitt á þeim degi og liðin voru líka 75 ár frá því hann gekk í stúkuna og varð Frímúrari, 1907. H.G. John- son skrifar hann sig en Jimmy Jo- hnson er hann venjulega kallaður, eftir norskum nábúa sem fékk það gæiunafn á ungdómsárum þeirra beggja. Af 14 manns, sem sjást á mynd- inni að ofan, eru níu af algerlega íslenzkum ættum og tveir í viðbót tengdir íslendingum. Þegar Frí- múrarastúkan Equality Lodge var mynduð í Minneota 1895 voru það nærri eingöngu íslendingar sem settu það félag á stofn. Við borðið, prýtt afmælistertu og kökum, sitja, frá vinstri, Haraldur Ask- dal, Halldór, „afmælisbarnið", Frank (Sigfús) Josephson og Frank Rebnord. Sá síðastnefndi er ekkert bundinn Islendingum, en Haraldur, sem hefur fjórum sinn- um heimsótt ísland, er ættaður úr Vopnafirði og nærliggjandi sveit- um og eins er með Frank Joseph- son. Standandi eru Dennis Rafnsson, sonarsonur Ólafs og Jónu Rafns- sonar; Láfi dó fyrir mörgum árum en Jóna ekkja hans, 102 ára, að- eins í fyrrahaust; bæði vopnfirzk. Næstur er Julian Gíslason, sonur Jóns þingmanns Gíslasonar og Lukku Eðvarðsdóttur Þorleifsson- ar, fædd í Berufirði, ættuð úr Pap- ey. Jón, sem sat á Minnesota-þingi fjögur kjörtímabil, var sonur Björns Gíslasonar Dannebrogs- manns, sem flutti vestur frá Hauksstöðum í Vopnafirði 1879, og Aðalbjargar Jónsdóttur, konu hans, frá Grímsstöðum á Fjöllum. David Josephson, næstur, er bróð- ir Franks sem situr við borðið. Þar næst er Cecil Hofteig, stólmeistari stúkunnar, með plaggið sem af- hent var Halldóri í tilefni 75 ára Frímúraraafmælisins. Faðir Cec- ils hét Halldór og var sonur Sigur- björns Sigurðssonar er tók nafnið Hofteig frá bænum á Jökuldal þar sem hann vann á yngri árum, fæddur í Vopnafirði, og var kona hans, Steinunn Magnúsdóttir, fædd á Skeggjastöðum. Móðir Cec- ils var Kristjana, dóttir Hallgríms Gottskálkssonar frá Garði í Kelduhverfi og Ingibjargar sem tók ættarnafnið Foss frá fæð- ingarbænum í Vopnafirði. Næstur er John E. Josephson, sonur Guðnýjar, systur Halldórs, sem heiðraður var, og Þorsteins Jónssonar Jósefssonar, að austan. Claire Frakes er næstur í röðinni, af þýzkum ættum en giftur Eunice Anderson, dóttur Odds Vigfússon- ar Andréssonar af Vopnafjarðar- heiði og Kristínar Albertsdóttur Jónssonar frá Breiðumýri í Vopnafirði, af Hróaldsstaðaætt- inni. Nile Glasser, næstur, er af þýzkum ættum, en Leon Ousman alíslenzkur, sonur Jóhanns Stef- ánssonar Asmann Húnvetnings og Rósu, konu hans, Kristjánsdóttur frá Stóradal sem var systir séra Benedikts á Grenjaðarstað, móðir Leons er á lífi, komin yfir nírætt, Sigríður Guðjóns Jónssonar úr Vopnafirði og Sigríðar konu hans úr Þingeyjarsýslum. Harold How- ard, næstur, hefur engin tengsl við Islendinga og David Gíslason er stjúpsonur Julians Gíslasonar en er af þýzkum ættum. Valdimar Björnsson „Fjölskyldumeðferð árangursríkari og ódýrari fyrir samfélagið“ • • - segir Hakon Oen fjölskylduráðgjafi „Fjölskyldumeðferð er mun ár angursríkari og ódýrari fyrir sam- félagið en einstaklingsmeðferð. Sem dæmi má nefna að á ungl- ingameðferðarheimili, sem ég veitti forstöðu um tíma, styttist dvalartími barnanna verulega eft- ir að fjölskyldan var öll tekin inn í myndina, algengt var að meðal- dvalartími væri þrjú ár, en varð ekki nema um ár eftir að við fór- um að taka fjölskyldurnar með,“ sagði Hakon Öen í stuttu spjalli við blm., en hann var staddur hér á landi fyrir stuttu. Hann hélt hér fyrsta námskeiðið, í þriggja ára námi, í fjölskyldumeðferð sem haldið er fyrir starfsfólk hinna ýmsu meðferðarstofnana og með- limi þeirra félagasamtaka sem vinna að þessum málum hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem boð- ið er upp á slíkt nám hér, Hákon átti reyndar frumkvæðið að komu sinni hingað til lands en hann hefur á undanförnum ár- um þjálfað fjölskylduráðgjafa m.a. í Danmörku og Þýskalandi. Sjálfur hefur hann numið fjöl- skylduráðgjöf bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Um 10 ára skeið veitti hann forstöðu ungl- ingameðferðarheimili, Dalgard- en í Danmörku. Frá 1975 hefur Hakon þjálfað fjölskylduráð- gjafa í Danmörku og í Þýska- landi hefur hann unnið frá 1979. Hingað kemur hann fyrir milligöngu Sálfræðingafélags Islands en þetta nám er viður- kennt af félaginu sem sérhæfð framhaldsmenntun. A náms- tímabilinu mun Hakon koma hingað til lands um fjórum sinn- um á ári og dvelja hér í um viku- tíma í hvert sinn. Milli þess sem hann kemur hingað mun Sigrún Júlíusdóttir halda áfram vinnu með þeim hópum, sem myndaðir hafa verið, nokkra tíma í mán- uði. Blm. spurði Hakon hvort þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi hingað til lands og hvort hann hefði fengið ein- hverja mynd af íslenskum fjöl- skyldum. Hann sagðist hafa komið hingað í september á liðnu ári og haldið þá inngangs- námskeið í fjölskyldumeðferð. „Ég er ekki búinn að gera mér neina grein fyrir séreinkennum íslenskra fjölskyldna, mér skilst að fólk vinni hér almennt meira en gengur og gerist víða ann- arsstaðar, en ég gæti hugsan- lega svarað þessari spurningu betur að tveimur til þremur ár- um liðnum." En á hvað leggur Hakon megináherslu í þessari þjálfun? Hann sagði að lögð væri áhersla á að virkja þann kraft og þær tilfinningar, sem hver og einn meðferðaraðili byggi yfir, og fyrstu vikuna hefðu þátttakendur farið í gegn- um eigin fjölskyldureynslu, reynt að gera sér grein fyrir hvernig þeirra upprunalega fjöl- skylda var uppbyggð, hvernig samskipti voru innan fjölskyld- unnar og hvaða reglur voru í gildi bæði skráðar og óskráðar. „Oft á tíðum er sá einstakl- ingur, sem leitar til sérfræð- inga, fórnarlamb óheppilegs fjölskyldukerfis. Það gagnar því oft lítið að viðkomandi fari í meðferð og fari síðan aftur til (Ljósm. Mbl. Krislján (>rn.) „Sá sem leiUr aðstoðar sérfræðinga er oft fórnarlamb óheppilegs fjölskyldu- kerfis. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að fá alla fjölskylduna í meðferð." Hakon Öen og Sjgrún Júlíusdóttir sem leiðbeina nemendum í fjölskyldumeðferð hér á landi. fjölskyldunnar." Því sagði Hakon að mjög mikilvægt væri að fá alla fjölskylduna í með- ferð, reyna að kanna hvernig hún vinnur saman, hvort allir meðlimir hennar hafi tækifæri til að vaxa og þroskast og ef ekki, reyna að hafa áhrif á fjöl- skylduna til betri vegar, því allt- af er eitthvað heilbrigt í fjöl- skyldunni sem hægt er að hafa áhrif á og auka. „Fjölskylduráðgjafinn verður hluti af þeirri fjölskyldu sem hann er að aðstoða hverju sinni, og því nauðsynlegt að hann sé sem hæfastur til þess starfs sem hann á að inna af hendi og mik- ilvægt að reyna að virkja þá möguleika sem hann býr yfir til fullnustu", sagði Hakon. Sigrún Júlíusdóttir var spurð um hvort fjölskyldumeðferð væri algeng hér á landi. „Fjöl- skyldumeðferð sem slík er ekki sérstaklega algeng, en að sjálf- sögðu fást margir við að tala við fjölskyldur á hinum ýmsu stofn- unum félags- og heilbrigðisþjón- ustunnar. Við erum tiltölulega fá sem höfum fengið þjálfun í sambandi við fjölskyldumeðferð hér á landi, og lagt áherslu á mikilvægi hennar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.