Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 41 Stefán frá Möðrudal Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er nokkuð langt síðan ég hefi skoðað samsafn mynda eftir Stefán Jónsson frá Möðru- dal og upp í huga mér kemur þá helst ágæt sýning í Galerie SÚM fyrir allnokkrum árum. Það var reyndar sýning er vakti góða athygli og gekk á allan hátt prýðilega og þykir mér allfurðulegt að ekki var haldið áfram að kynna list Stefáns frá Möðrudal á svip- uðum grundvelli. Listamaður- inn er nefnilega á ferðinni með heilar tvær sýningar í borginni um þessar mundir. Önnur sýningin er til húsa í Galleríinu að Laugavegi 12, en hin er á Mokka-kaffi. Myndirnar njóta sín ólíkt betur á Mokka-kaffi því að þar hanga þær a.m.k. í einni röð og ekki óskipulega um alla veggi líkt og á Laugavegi 12. — Annars þykir mér bestu myndirnar frekar eiga heima á veggjum Nýlistasafnsins og þykir mér það verðugt við- fangsefni aðstandenda þess að draga slíka hluti fram í dagsljósið. Þó ekki væri fyrir annað en að menn geta étið yfir sig af hollenskri nýlist eins og af öllu andlegu fóðri... Stefán Stórval, svo sem hann nefnir sig á stundum, er samur við sig í opinskárri, barnslegri túlkunarþörf og á ekki til vott af sýndar- mennsku. Þannig er eitthvað hrífandi og einlægt við bestu myndir hans, sem á greiða leið til skoðandans og þannig fyllsta tilverurétt. — Það er annars erfitt að skrifa um þetta framtak Stef- áns í sýningarmálum, því að myndir hans eiga skilið að njóta sín betur en þær gera að sinni. Vil ég einkum vísa til þess hér. Bragi Asgeirsson Óraunhæft að Evrópu- markaður geti sætt sig við dollaraverð - segir í athugasemd frá viðskiptaráðuneyt- inu um nýtt lágmarksverð á grásleppuhrognum MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá við- skiptaráðuneytinu: „Vegna umræðna, sem orðið hafa í fjölmiðlum um sölu á grásleppuhrognum, þykir rétt að benda á eftirfarandi: Akvörðun um nýtt lágmarks- verð á grásleppuhrognum var tekin til að bjarga lífsafkomu margra framleiðenda, sem enn eiga óseldar birgðir frá síðast- liðnu ári. Þessi ákvörðun var ekki tekin fyrr en fyrir lá sam- þykki stjórnar Samtaka grá- sleppuhrognaframleiðenda og þegar í ljós var komið, að er- lendir kaupendur myndu falla frá verðlækkunarfyrirvörum í öllum sölusamningum, sem gerðir voru á síðastliðnu ári um framleiðslu, sem var afskipað á því ári. Tókst að fá fyrirvarana fellda burt aðeins með einni undantekningu, sem vegur lítið þegar á allt er litið. Því var ekki haldið fram af hálfu viðskipta- ráðuneytisins í frétt, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag, að kaupendur hefðu fallið frá verðlækkunarfyrir- vörum í hverju einasta tilviki þó þannig mætti skilja fréttina. Ákvörðunin um nýtt lág- marksverð felur í sér viður- kenningu á þeirri staðreynd, að óraunhæft sé að ætlast til þess, að Evrópumarkaður geti sætt sig við dollaraverð, sem vegna styrkingar dollarans árið 1981 þýðir raunverulega um 37% hærra verð milli ára í dönskum krónum. Þar sem'fallið er frá dollaraviðmiðun má búast við því, að stöðugt verð í dönskum krónum geti verið breytilegt vegna mismunandi gengis- þróunar.“ rarsTiam A VERÐLAUNAAFSLÆTTI Þar sem við erum söluhæstir umboðsmanna FISHER miðað við fólksfjölda, hafa þeir hjá FISHER veitt okkur sérstakan verðlaunaafslátt á 200 myndsegulbandstækjum. •IACt rn Mw** m m COUI'I* ! —V 7 DAVS f 1PROOPAM E?:30 VIOEO CASSCTTE RECOROER VBS-T500 ” rTOim ccc VBS-7000 VBS-7500 VBS-9000 12.950.00 12.300.00 14.200.00 13.965.00 19.950.00 18.950.00 Beta ra LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚMN Eftirtaidar myndbandaleigur eru með Beta myndefni: KEFLAVÍK: Video No: 1 • Videoqueen - Videoking - Videobanki Suðurnesja GRINDAVÍK: Stefán Þ. Tóniasson Kadiovcr VESTMANNAEYJAR: Gunnlaugur Sigurðsson Eyjaprent - Kafeind HÖFN HORNAFIRÐI: K.A.S.K. ESKIFJÖRÐUR: Trausti Reykdal AKUREYRI: Sesar - Video Akureyri Videoleigan Skipagötu DALVÍK: Ýlir hf. ÍSAFJÖRÐUR: Pollinn HELLISANDUR: Bióið AKRANES: Vilniundur Jónsson REYKJAVÍK: Hverfisgata 56 - Videomiðstöðin Laugarvegi 27 - Videospólan Holtsgata 1 - Kvikmyndamarkaðurinn Skólavörðustig 19 - Videoking Langholtsvegi 176 - Videohúsið Siðumula 8 .Leigur á vegum kvikmyndahúsanna væntanlegar um land allt"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.