Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 / A Telgur Islendinga af Alrerinu fiá upphafi nema 3J0 mifijónum Tap ISAL ífyrra nam 208 milljónum króna Afkoma íslenzka álfélagsins hf. í fyrra var hin langversta í sögu fyrirtækisins. Samkvæmt lokaniðurstöðum nam tap fyrirtækisins í fyrra 208 milljónum króna, eða 20,8 milljörðum gamalla króna. Er tapið 28,7^ af veltu fyrirtækisins í fyrra, sem var 726 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess að mesta tap áður var árið 1975, þá nam tapið um \2% af veltu. Morgunblaðið hefur átt samtal við Ragnar S. Halldórsson, forstjóra ÍSALs, um þá stöðu sem upp er komin hjá fyrirtækinu og horfurnar á álmarkaðinum, en þar eru ýmsar blikur á lofti. — Þetta eru vissulega ískyggi- legar tölur, sagði Ragnar, og af- koman sú langversta í sögu ISALs. Tapið er meira en helmingi meira en það hefur mest verið áður. Sveiflurnar eru geysilegar milli ára, því hagnaður ISALs árið 1980 var 2,24% af veltu. Sveiflan milli ára er því um 30% niður á við. Nýjustu tölur frá Islenzka járn- blendifélaginu sýna einnig mikla sveiflu niður á við, tapið í fyrra var 60 milljónir af rúmlega 148 milljóna króna veltu, eða 40,4%, en tapið árið áður var 26,9% af veltu. Markaðsverð hefur lækkað um nær 50% — Hverjar eru helstu ástæður fyrir slæmri afkomu ÍSALs í fyrra? — Ástæður fyrir gífurlegu tapi á rekstri ÍSALs á árinu 1981 eru margar. í fyrsta lagi hrun álmark- aðarins, þar sem markaðsverð núna er tæplega 45% lægra heldur en það var fyrir 18 mánuðum. Ál- verðið fór í um 2000 dollara á tonn, þegar það var hæst, en er núna í 11—1200 dollurum. I öðru lagi orkuskömmtun 1979,1980 sem minnkaði framleiðslu ÍSALs þeg- ar markaðurinn var góður svo og 1981 og 1982, þegar hægt var að selja með jákvæðri framlegð. í þriðja lagi styrkleiki dollarans, sem hafði vond áhrif á tekjur IS- ALs af sölu til Evrópumarkaða, eins og menn kannast við frá öðr- um iðnaði. í fjórða lagi var geng- ishækkun erlendra mynta á sl. ári að meðaltali um 20% þegar kaup- hækkanir voru um 40%, og í fimmta lagi fóru vextir á dollara, en í dollaranum eru mestar skuld- ir ÍSALs, yfir 20% á sl. ári og sköpuðu gífurlegan fjármagns- kostnað, sem reyndar nemur um rúmlega þrem fjórðu af tapi ÍS- ALs. — Hvernig er birgðamálum hátt- að nú og hvernig fjármagnar ÍSAL birgða-söfnunina? — Það er augljóst, að við þær aðstæður sem nú ríkja safnast hjá okkur meiri birgðir én venjulega. Núna eru í Straumsvík fimmfalt meiri birgðir en í góðu árferði, eða 20 þúsund tonn miðað við 4 þús- und tonn, væri allt með felldu. Aftur á móti var enn meiri birgðasöfnun árið 1975 og þá fóru birgðirnar upp í nær sjöfaldar venjulegar mánaðarbirgðir, þ.e. um hálfs árs birgðir söfnuðust fyrir. Birgðasöfnunin núna er að hluta fjármögnuð með því að selja Alufinance álið, það var einnig gert 1975. Núna rétt fyrir áramót- in seldum við 10 þús. tonn til AIu- finance á verði, sem er verulega hærra heldur en núverandi mark- aðsverð, en árið 1975 seldum við 30 þús. tonn til Alufinance. Alufin- ance eru samtök evrópskra ál- framleiðenda, sem hafa myndað þessi samtök til þess að fjármagna birgðir í samvinnu við banka og aðrar peningastofnanir. Reksturinn fjár magnaður með lánum — Hvernig verður ÍSAL að bregðast við þeim geigvænlega vanda sem við blasir? Eru horfur á því að draga þurfi úr framleiðslu og fækka starfsmönnum? — ÍSAL hefur ekki nema eitt ráð við þessum vanda, að fjár- magna reksturinn með lánum. Þau fáum við vegna vildar sem við njótum sem dótturfyrirtæki Alu- suisse. Við höfum samning við Alusuisse um að fyrirtækið taki við áli frá okkur eða sjái um sölu á því. Með þessu móti getum við staðið við fjárhagsskuldbindingar okkar, en það væri óhugsandi ann- ars eins og ástandið er núna. Það er betra fyrir okkur enn sem komið er að framleiða en gera það ekki, vegna þess að þrátt fyrir lélegt verð, fáum við þó borgað fyrir bæði hráefni og raforku og aðra þá liði, sem að hluta mega teljast breytilegir. Aftur á móti nægir þetta verð engan veginn til þess að við getum afskrifað eða staðið undir fjármagnskostnaði. Við höfum sem sagt getað selt annað hvort á markað á lágu verði eða til Alufinance fyrir heldur betra verð, en þetta er einungis hægt á meðan þau skilyrði eru fyrir hendi. Það hefur ekki komið til tals að segja upp föstum starfsmönnum hér vegna framleiðslunnar, enda er það seinlegt verk, og allir von- ast eftir bata, þegar fram í sækir. Raforkan er fastur kostnaður sem við verðum að borga, hvort sem við notum hana eða ekki, að vissu marki. Væri komið í þrot — Nú er íslenska álfélagið hf. í eigu erlends fyrirtækis, Alusuisse í Sviss. Hvernig væri ÍSAL að þínu mati í stakk búið til að mæta vanda- num ef það væri að öllu leyti í eigu okkar íslendinga eða við ættum í því meirihlutaeign? — Eins og ég vék að áðan, hefur ÍSAL fengið fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum út á samning við Alusuisse og Alusuisse er skuld- bundið samkvæmt samningi að taka við áli frá okkur eða sjá um sölu á því. Ég tel, að ef þessi samningur væri ekki fyrir hendi, væri ÍSAL nú komið í þrot, eða hefði þurft að leita á náðir ríkisins með ábyrgð. — Hver var afkoma Alusuisse í fyrra? Hefur fyrirtækið orðið að draga saman seglin? — Afkoma Alusuisse var mjög slæm í fyrra, en ég hef þó ekki í höndunum endanlega niðurstöðu hjá fyrirtækinu. Það bjargaði þó töluverðu hjá fyrirtækinu, að það hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að minnka hlut áls í heildarveltunni, þannig að á sl. ári hefur ál líklega verið um 70% af veltu miðað við 95% fyrir nokkrum árum. Alusuise keypti fyrir nokkru fyrirtæki í Bandaríkjunum sem framleiðir varahluti í bíla. Af þessu fyrirtæki hafði Alusuisse góðan hagnað í fyrra, enda seljast varahlutir vel í Bandaríkjunum á seinni árum, þegar samdráttur er í bílasölu og menn aka lengur á gömlu bílunum. Nefna má sem dæmi, að í fyrra seldust 6 milljón- ir bíla í Bandaríkjunum á móti 10 milljónum fyrir nokkrum árum. Stækkun kemur til greina — Hafa forráðamenn Alusuisse áhuga á breytingum í Straumsvík? Ég á hér við stækkun eða breytingu á eignarhlut að einhverju marki. Eða hefur framkoma iðnaðarráðherra undanfarna mánuði gert forráða- menn fráhverfa frekara samstarfi við íslendinga? — Forráðamenn Alusuisse hafa lýst því yfir, að stækkun Álversins í Straumsvík komi til greina, en þó aðeins í samvinnu við nýja að- ila. Þeir hafa oft lýst því yfir, að ekkert sé því til fyrirstöðu að ís- lenzka ríkið gerist eignaraðili, um það þarf aðeins að semja. Ég tel nú, að enda þótt iðnað- arráðherra hafi lagt fyrirtækið í einelti, þá hafi Alusuisse ekki misst trú á því, að hér sé hægt að eiga samskipti við stjórnvöld, því þeirra fyrri reynsla í þeim efnum var góð. En að sjálfsögðu verður ætlazt til þess að ríkisstjórnin láti af ásökunum sínum á Alusuisse um að hafa dregið fé frá íslandi. Þeir hafa að mínu viti gert þvert á móti, við höfum fengið betri fyrir- greiðslu hjá Alusuisse en við hefð- um átt nokkra kosti á ef fyrirtæk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.