Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 25 Sýning Einars Hákonarsonar h'A'JiHim Bragi Asgeirsson Það er mikið líf að Kjarvals- stöðum þessa dagana, sem ráða má af því, að þrjár myndlistar- sýningar voru opnaðar þar um sl. helgi og ein bættist við um þessa. Er þá allt fullskipað í hús- inu og fjölbreytnin slík, að sjálfsagt er að hvetja fólk til innlits í þetta aðal menningar- muster sjónlista á höfuðborgar- svæðinu. Hér í blaðinu hefur þegar ver- ið fjallað um ágætar sýningar Karls Júlíussonar og Steinunnar Þórarinsdóttur í göngum Kjarv- alsstaða, og nú verður því vikið að framlagi þriðja sýnandans Kínars Hákonarsonar, sem er sýnu viðamest cnda fyllir það allan vestursal. Það munu vera liðin tvö ár síð- an Einar hélt síðast sýningu og þá einmitt í þessum sama sal og má af því marka að maðurinn sé í senn stórtækur og afkasta- mikill. Ekki hafði ég hinn minnsta grun um að sýning væri vænt- anleg frá hendi Einars fyrr en stuttu fyrir opnun hennar, fannst eiginlega flestir líklegri til slíkra athafna en hann. Mað- urinn er í erfiðu og erilsömu starfi skólameistara Myndlista- og handíðaskólans, sem er meira en fullt starf fyrir hina vöskustu menn. Svo sem kunnugt er, dynja ýmsir sviptibyljir á þeim er taka að sér þetta óvinsæla og átakamikla starf og verður svo áfram þar til heildargrundvöll- urinn verður réttlegur fundinn og í lög festur. Andrúmið er þannig langt frá því að vera hið æskilegasta til listrænna af- hafna, sem krefjast mikils tíma og helst ótakmarkaðs næðis. Það er því með nokkrum kvíða að maður nálgast sýningar sem þessa og er viðbúið að þær standist ekki þær miklu kröfur er gerðar eru til manna sem eru í þeim mæli í sviðsljósinu sem Einar Hákonarson er óneitan- lega. Þá er skemmst frá því að segja, að í ljósi allra aðstæðna fer þessi sýning Einars langt fram úr því er flestir munu hafa búist við, þannig að gerandinn má vel við una og á köflum meira en vel. Menn hugleiði ein- ungis eitt augnablik meðan þeir skoða sýninguna hvað þeir myndu hugsa ef einhver annar en Einar Hákonarson ætti hér hlut að máli. — Það hafa orðið breytingar á myndstíl gerandans frá síðustu sýningu og í mörgum tilvikum til bóta. Þannig tel ég að margir geti verið sammála því, að átakamestu myndirnar á sýning- unni standi framar bestu mynd- um fyrri sýningar. Litirnir eru ekki eins hvellir og hráir og oft áður og sérstakir teiknihæfileik- ar Einars njóta sín betur, en ennþá e.t.v. of vel, því hér er ver- ið að mála frekar en teikna. Vafalítið munu hinar stóru myndir gerandans vekja einna mesta undrun sýningargesta og í fyrstu umferð skyggja þær mjög á hinar minni. Það er ekki fyrr en eftir nokkrar yfirferðir, að hinar smærri myndir fara að njóta sín að marki en til fulls njóta þær sín ekki á þessum stað né í þeirri umgerð sem listamað- urinn hefur búið þeim. Fram kemur, að hinar ljóðrænni myndir sýningarinnar njóta sín stórum betur í vandaðri umgerð og er t.d. myndin „Júlínótt" (4) mJög gott dæmi um það. Lítum einungis á mynd nr. 1 og hugsum okkur svipaða umgerð utan um þá mynd og hve ólíkt betur hún myndi þá njóta sín og raunar margar fleiri myndir á sýning- unni. Þessar tvær myndir njóta sin misjafnlega vel, en eru báðar í háum gæðaflokki á sýningunni. Ætti ég að nefna myndir, sem höfðuðu einkum til mín á sýn- ingunni eftir nokkrar heimsókn- ir, þá væru það helst myndírnar „Stúlka" I og II (9 og 14 ), „Um- ræður utan dagskrár (12), „A Valhúsahæð" (21), „Síðdegisgóð- viðri (33), „Dr. Stefán yfirgefur samkvæmið" (39), „Spekingarn- ir" (41), „Samtal" (43), „Strák- arnir" (46), og „Kvöldstemning" (54). — Stúlkumyndirnar eru mjög hressilega málaðar og af áberandi skaphita. Hinar stóru myndir, sem hafa yfir sér undir- tón ísmeygilegrar ádeilu á líð- andi stund, boða máski mestu nýjungina í list Einars Hákon- arsonar. Það er í sjálfu sér vel af sér vikið að mála þessa tegund mynda án þess að ádeilan verði ýkt og óþægilega hrjúf, sem er nær landlægt hérlendis um svip- aðar myndir (12, 21, 39 og 48). Aðrar myndir, sem ég hefi þegar talið upp, vega salt milli þess að vera ljóð- eða myndrænar (mal- erískar). Fyrir utan fyrrnefndar mynd- ir og nokkrar aðrar er það helst til aðfinnslu, að myndir verka nokkuð hráar og ófullgerðar og líkast sem málaðar undir pressu tímahraks. Dregið saman í hnotskurn, þá má Einar Hákonarson sem fyrr segir allvel una við þessa sýn- ingu en ljóst er að hann getur betur, miklu betur, og ég er ekki frá því, að sá árangur sé á bak við næstu hæðir og enda þegar í sjónmáli. VERZLUNARRAÐ ISLANDS rirtækis vegna starfsmanns og sam íns verður að tekjum hjá þvl opinbera. atvinnutækifærum, sem fylgja hljóta í kjólfar grósku hjá at- vinnuvegunum? Er það starfsfólki í hag að íslenzk fyrirtæki geta yf- irleitt ekki varið neinum fjármun- um í rannsóknarstörf, sem víða um veröld gefa góðan arð í vinnu- hagræðingu, framleiðniaukningu og betri rekstrarútkomu? Er það þeim í hag, sem sækja þurfa batn- andi starfs- og launakjör í hendur fyrirtækja, að þannig er búið að atvinnurekstri, að hann rís ekki einu sinni undir sjálfum sér við óbreyttar rekstraraðstæður, sbr. skuldasöfnun í ýmsum atvinnu- greinum? Er það almenningi hag- stætt, að halda íslenzkum at- vinnuvegum í þeirri úlfakreppu, að verðmætasköpun og þjóðar- tekjur, sem í raun ráða lífskjörum í landinu, verða afgerandi minni en efni stóðu og standa til? Nei, slík stefna stríðir gegn hagsmun- um launþega og þjóðarheildarinn- ar, þegar grannt er gáð. Það er mál að kasta fyrir borð á þjóðarskútunni þeim úreltu stefnuvitum Alþýðubandalagsins, sem vísa veginn í núverandi ríkis- stjórn. 28.000 starfa í iðnaði Matthías Bjarnason, alþingis- maður, mælti nýlega fyrir tillögu til þingsályktunar, sem þingmenn úr öllum flokkum nema Alþýðu- bandalagi flytja, til stuðnings ís- lenzkum iðnaði. Megintilgangur tillögunnar er að styrkja rekstr- arstöðu og markaðshlutdeild ís- lenzks iðnaðar, sem átt hefur í vök að verjast, en 28.000 einstaklingar hafa enn lifibrauð af iðnaðarstörf- um — og er þó fiskiðnaður undan- skilinn. Frá sjónarmiði atvinnuör- yggis skiptir því verulegu máli að ekki komi til frekari samdráttar í iðnaði og að vörn verði snúið í sókn. Flutningsmenn vilja láta kanna ýmsar leiðir, svo sem: 1) niðurfell- 1970 ingu ýmissa opinberra gjalda til lækkunar á kostnaði, 2) endur- skoðun á raforkuverði innlendum iðnaði í hag, 3) opinberum inn- kaupum verði að öðru jöfnu beint til innlendrar framleiðslu, 4) að- flutningsgjöld af framleiðniauk- andi vélum og tækjum, þ.á m. tölv- um, verði felld niður, 5) úttekt verði gerð á styrktar- og stuðn- ingsaðgerðum í helztu viðskipta- löndum okkar í þágu þarlends iðn- aðar, 6) gert verði átak til að hvetja til framleiðslu innanlands á vörum, sem nú-eru eingöngu inn- fluttar. Matthías tíndi til ýmis lær- dómsrík dæmi, en hér verður að- eins minnzt á örfá þeirra: • Viðgerðum og nauðsynlegri endurnýjun skipastóls á að beina í ríkari mæli að innlendum skipa- smíðastöðvum. Þrátt fyrir stærð fiskiskipastólsins verður aldrei um algera stöðvun í endurnýjun, en henni á að jafna á langan tíma. Enginn mun þeirrar skoðunar að leggja eigi niður innlenda skipa- smíði, enda myndi það kosta mik- ið, bæði í auknu atvinnuleysi og aftur í uppbyggingu síðar. 1975 1980 VERZLUNARRAÐ ISLANDS • Gengisstýring síðustu ára hefur nær lagt að velli íslenzkan húsgagnaiðnað, sem búa þurfti við 50—60% innlendar kostnaðar- hækkanir á ári hverju, á sama tíma sem röng gengisskráning lækkaði verð innfluttra sam- keppnisvara. • Um langt árabil hefur mikill hluti mjólkurumbúða verið fram- leiddur erlendis, þótt hér innan- lands sé til staðar þekking og framleiðslugeta til að annast þetta verkefni. Ríkisvaldið greiðir niður mjólkina, en gengið er fram hjá umbúðaiðnaðinum. • Talið er að árið 1980 hafi ver- ið notaðar 52 milljónir „tetra- pakka" í umbúðir og áætluð nýt- ing eftir tvö ár sé 60 milljónir. Hér er fullkomin verksmiðja, Kassa- gerð Reykjavíkur, sem þéssari framleiðslu getur sinnt, í stað þess að flytja umbúðirnar inn, sagði Matthías. • Hefja þarf herferð til að hvetja íslendinga til að kaupa að öðru jöfnu innlenda framleiðslu, og styrkja þann veg íslenzkt at- vinnuöryggi. í þessu efni mættu HEILDAR SKATTHEIMTA Myndín sýnir innheimtu skatta til ríkis og sveitarfé- laga í hlutfalli viö vergar þjód- artekjur. Meö sömu aukningu á skatt- heimtu opinberra aðila má gera ráð fyrir 75% skatthlutfalli árið 2000. Athuganir sýna, að vaxandi hlutfall skattheimtu leiöir til stöðnunar í framleiðni, minnk- andi þjóðartekna og atvinnu- leysis. Aratugurinn 1970—1980 er réttilega nefndur tímabil ört vaxandi ríkisumsvifa. forsjármenn ríkis, ríkisstofnana og sveitarfélaga vísa veginn. • Hvaða vit er í því, sagði Matthías, að ríkisvaldið efni til himinhárra aðflutningsgjalda á vélar og tæki til iðnaðar, ef það kostar í leiðinni samdrátt í ís- lenzkum iðnaði, sem rýrir ýmsa aðra skattstofna ríkisvaldsins? Matthías sagði ennfremur efn- islega: Hinu neita ég að trúa að sjávarútvegur eigi ekki eftir að bæta enn við sig nokkrum mann- afla og sömuleiðis fiskvinnslan, sem orðið getur fjölþættari. En fyrst og fremst þurfum við að efla iðnaðinn, samhliða hefðbundnum atvinnugreinum, og vera opin fyrir nýjum iðjugreinum, því at- vinnulífið, framleiðslan, er undir- staða alls annars, ekki sízt al- mennra lífskjara, og gildir þá einu hvort þau koma fram í einka- neyzlu eða félagslegri þjónustu, svokallaðri, s.s. heilbrigðisþjón- ustu, fræðslukerfi, almannatrygg- ingum eða menningarmálum ým- iskonar. Kostnaðarþátturinn er ævinlega endanlega sóttur til at- vinnulífsins, verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum og viðskipta- kjara út á við, sem þjóðartekjun- um ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.