Morgunblaðið - 07.03.1982, Side 25

Morgunblaðið - 07.03.1982, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 25 Útgefandi jjM&M§> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði ínnanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Salvador, þar sitja vinir Sov- étríkjanna og Kúbu á valda- stólum og verja fé og kröftum til að koma á fót öflugasta her í Mið-Ameríku. Ef litið er til stöðunnar á alþjóðavettvangi, er raunar of einfalt að draga mörkin ein- vörðungu á milli Bandaríkja- manna og Sovétmanna. Ymsir þeir, er hafna alræðsisstjórn- arfari Sovétmanna, vilja hlut vinstri skæruliða í E1 Salvador sem mestan. Til dæmis hefur alþjóðahreyfing jafnaðar- manna gengið mjög langt í stuðningsyfirlýsingum við vinstri skæruliða og heldur í raun með þeim aðila í E1 Tvíþætt stríð um E1 Salvador Undanfarna mánuði hefur verið háð tvíþætt stríð um smáríkið E1 Salvador í Mið-Ameríku. Annars vegar borgarastríð um völdin í land- inu. Hins vegar áróðursstríð á alþj óðavettvangi. í borgarastríðinu takast á þrír aðilar: Öfgamenn til hægri, fulltrúar gömlu land- eigendanna, sem farið hafa með öll völd í landinu með stuðningi ólíkra fylkinga í hernum. Ríkisstjórnin, sem upphaflega var mynduð sem miðjuafl, en færst hefur yfir á hægri vænginn vegna þess að hinir vinstri sinnuðu hafa kos- ið vopnin í stað ráðherrastóla. Öfgamenn til vinstri, sem stofnað hafa skæruliðasveitir og herja á stjórnarhermenn. í áróðursstríðinu á alþjóða- vettvangi eru Bandaríkin og Sovétríkin helstu þátttakend- ur. Bandaríkjastjórn styður ríkisstjórnina í E1 Salvador opinberlega og þar eru 55 bandarískir hernaðarráðgjaf- ar. Sovétstjórnin kýs þær að- ferðir, sem henni eru kærast- ar, í öllum löndum öðrum en Afganistan og Austur-Evr- ópuríkjunum: hún leitast við að dylja hernaðarlegan stuðn- ing sinn við öfgamenn til vinstri, kommúnista og aðra. Sovétmenn og Kúbumenn þræta ekki lengur fyrir það, að kúbanskir hermenn berjist með „þjóðfrelsisöflum" í Afr- íku. Hins vegar láta þessir sömu aðilar svo, sem hendur þeirra séu hreinar af blóðbað- inu í E1 Salvador og sömu sögu er að segja um ráðamenn í Nicaragua, nágrannaríki E1 Salvador, er berst við stjórn- arherinn. Má lesa þann stuðn- ing út úr ýmsum yfirlýsingum alþýðuflokksmanna hér á landi og þeim hefur tekist í þessu máli að vera á undan Alþýðubandalaginu með yfir- lýsingu, sem það hefði gjarnan viljað hafa forgöngu um. Má líklega rekja viðhorf jafnað- armanna til þessa máls til þeirrar miklu atlögu, sem alls kyns vinstri sinnar gera nú að flokkum þeirra víða um lönd, atlögu, sem einkennist mjög af almennt neikvæðu viðhorfi til Bandaríkjanna. Allir frjáls- huga menn hljóta að vona að lýðræðissinnaðir, vestrænir jafnaðarmannaflokkar tapi ekki áttum í þessum átökum, því að þeir hafa til þessa verið í fylkingarbrjósti þeirra, sem staðið hafa vörð um frið og frelsi á Vesturlöndum. Engum lýðræðislegum stjórnmála- flokki íslenskum er unnt að óska þess, að hann lendi í jafn miklum ógöngum í öryggis- og sjálfstæðismálum og Alþýðu- bandalagið. Kaþólska kirkjan hefur orð- ið leiksoppur í borgarastríðinu í E1 Salvador. Kirkjunnar þjónar, biskupar, nunnur og prestar, hafa fallið fyrir vopn- um launmorðingja og orðið að þola hin verstu örlög. Kaþ- ólska kirkjan hefur verið á mörkum þess að teljast liðs- maður vinstri sinnaðra stjórn- arandstæðinga í E1 Salvador. Við mat í því efni skiptir miklu, hvaða afstöðu menn hafa til kosninganna til stjórnlagaþings, sem fram eiga að fara í E1 Salvador 28. mars næstkomandi. Vinstri menn í E1 Salvador segja þess- ar kosningar marklausar og vilja að sem fæstir kjósendur láti álit sitt í ljós, stjórn- arskráin, sem hið nýja þing á að semja, verði aðeins enn eitt plaggið til að tryggja völd hers, landeigenda og yfirstétt- ar. Ýmislegt bendir til þess, að þessi aðför vinstri manna að kosningunum njóti ekki al- mennra vinsælda í E1 Salv- ador, almenningur flykkist ekki til stuðnings við skæru- liða og bændur eru alls ekki alfarið andvígir áætlun ríkis- stjórnarinnar um skiptingu landareigna gósseigenda. Fyrir réttri viku flutti Jó- hannes Páll páfi II ræðu á Péturstorginu í Róm og tók undir þessa áskorun biskup- anna í E1 Salvador vegna borgarastríðsins: „Við teljum að deilan, sem á sér innlendar orsakir, hafi verið færð yfir á alþjóðavettvang, þannig að það sé ekki lengur á valdi E1 Salvador-manna sjálfra að leysa deiluna. Staðreynd er að stórveldin leggja sitt af mörk- um til að viðhalda ágreiningn- um.“ Páfi tók einnig undir hvatningu biskupanna um að sem flestir tækju þátt í kosn- ingunum eftir þrjár vikur. Orð páfa og biskupanna í E1 Salv- ador verða ekki skilin á annan veg en þann, en þeir telji áróð- ursstríðið á alþjóðavettvangi spilla fyrir friði í E1 Salvador. Þetta er alvarleg áminning til allra þeirra, sem telja sér það til dæmis til pólitísks fram- dráttar í heimalöndum sínum að hampa borgarastríðinu í E1 Salvador. Hér á þessum stað hefur áður verið spurt af því tilefni: Hvar er umhyggja þessara manna fyrir íbúunum í E1 Salvador? „Vopnin koma frá útlöndum en hinir dauðu eru allir af okkar þjóð,“ hafði páfi eftir Rivera I. Damas, biskupi í höfuðborginni San Salvador. Borgarastríðið í E1 Salvador verður ekki til lykta leitt í átökum milli stjórnmála- manna á íslandi eða annars staðar, þar sem lýðræði ríkir og borgararnir hafa rétt til að láta skoðanir sínar í ljós. í þessum orðum felst alls ekki krafa um að menn láti af um- ræðum um stríðið í E1 Salv- ador, hins vegar skulum við taka undir með Jóhannesi Páli páfa II og biskupunum í E1 Salvador og biðja þess, að þjóðinni sjálfri takist að leiða deilur sínar til friðsamlegra lykta með frelsi til orðs og æð- is. Sýning Einars Hákonarsonar Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er mikið líf að Kjarvals- stöðum þessa dagana, sem ráða má af því, að þrjár myndlistar- sýningar voru opnaðar þar um sl. helgi og ein bættist við um þessa. Er þá allt fullskipað í hús- inu og fjölbreytnin slík, að sjálfsagt er að hvetja fólk til innlits í þetta aðal menningar- muster sjónlista á höfuðborgar- svæðinu. Hér í blaðinu hefur þegar ver- ið fjallað um ágætar sýningar Karls Júlíussonar og Steinunnar Þórarinsdóttur í göngum Kjarv- alsstaða, og nú verður því vikið að framlagi þriðja sýnandans Kinars Hákonarsonar, sem er sýnu viðamest cnda fyllir það allan vestursal. Það munu vera liðin tvö ár síð- an Einar hélt síðast sýningu og þá einmitt í þessum sama sal og má af því marka að maðurinn sé í senn stórtækur og afkasta- mikill. Ekki hafði ég hinn minnsta grun um að sýning væri vænt- anleg frá hendi Einars fyrr en stuttu fyrir opnun hennar, fannst eiginlega flestir líklegri til slíkra athafna en hann. Mað- urinn er í erfiðu og erilsömu starfi skólameistara Myndlista- og handíðaskólans, sem er meira en fullt starf fyrir hina vöskustu menn. Svo sem kunnugt er, dynja ýmsir sviptibyljir á þeim er taka að sér þetta óvinsæla og átakamikla starf og verður svo áfram þar til heildargrundvöll- urinn verður réttlegur fundinn og í lög festur. Andrúmið er þannig langt frá því að vera hið æskilegasta til listrænna af- hafna, sem krefjast mikils tíma og helst ótakmarkaðs næðis. Það er því með nokkrum kvíða að maður nálgast sýningar sem þessa og er viðbúið að þær standist ekki þær miklu kröfur er gerðar eru til manna sem eru í þeim mæli í sviðsljósinu sem Einar Hákonarson er óneitan- lega. Þá er skemmst frá því að segja, að í ljósi allra aðstæðna fer þessi sýning Einars langt fram úr því er fiestir munu hafa búist við, þannig að gerandinn má vel við una og á köflum meira en vel. Menn hugleiði ein- ungis eitt augnablik meðan þeir skoða sýninguna hvað þeir myndu hugsa ef einhver annar en Einar Hákonarson ætti hér hlut að máli. — Það hafa orðið breytingar á myndstíl gerandans frá síðustu sýningu og í mörgum tilvikum til bóta. Þannig tel ég að margir geti verið sammála því, að átakamestu myndirnar á sýning- unni standi framar bestu mynd- um fyrri sýningar. Litirnir eru ekki eins hvellir og hráir og oft áður og sérstaklr teiknihæfileik- ar Einars njóta sín betur, en ennþá e.t.v. of vel, því hér er ver- ið að mála frekar en teikna. Vafalítið munu hinar stóru myndir gerandans vekja einna mesta undrun sýningargesta og í fyrstu umferð skyggja þær mjög á hinar minni. Það er ekki fyrr en eftir nokkrar yfirferðir, að hinar smærri myndir fara að njóta sín að marki en til fulls njóta þær sín ekki á þessum stað né í þeirri umgerð sem listamað- urinn hefur búið þeim. Fram kemur, að hinar ljóðrænni myndir sýningarinnar njóta sín stórum betur í vandaðri umgerð og er t.d. myndin „Júlínótt" (4) mjög gott dæmi um það. Lítum einungis á mynd nr. 1 og hugsum okkur svipaða umgerð utan um þá mynd og hve ólíkt betur hún myndi þá njóta sín og raunar margar fleiri myndir á sýning- unni. Þessar tvær myndir njóta sm misjafnlega vel, en eru báðar í háum gæðaflokki á sýningunni. Ætti ég að nefna myndir, sem höfðuðu einkum til mín á sýn- ingunni eftir nokkrar heimsókn- ir, þá væru það helst myndirnar „Stúlka" I og II (9 og 14 ), „Um- ræður utan dagskrár (12), „Á Valhúsahæð" (21), „Síðdegisgóð- viðri (33), „Dr. Stefán yfirgefur samkvæmið" (39), „Spekingarn- ir“ (41), „Samtal" (43), „Strák- arnir" (46), og „Kvöldstemning“ (54). — Stúlkumyndirnar eru mjög hressilega málaðar og af áberandi skaphita. Hinar stóru myndir, sem hafa yfir sér undir- tón ísmeygilegrar ádeilu á líð- andi stund, boða máski mestu nýjungina í list Einars Hákon- arsonar. Það er í sjálfu sér vel af sér vikið að mála þessa tegund mynda án þess að ádeilan verði ýkt og óþægilega hrjúf, sem er nær landlægt hérlendis um svip- aðar myndir (12, 21, 39 og 48). Aðrar myndir, sem ég hefi þegar talið upp, vega salt milli þess að vera ljóð- eða myndrænar (mal- erískar). Fyrir utan fyrrnefndar mynd- ir og nokkrar aðrar er það helst til aðfinnslu, að myndir verka nokkuð hráar og ófullgerðar og líkast sem málaðar undir pressu tímahraks. Dregið saman í hnotskurn, þá má Einar Hákonarson sem fyrr segir allvel una við þessa sýn- ingu en ljóst er að hann getur betur, miklu betur, og ég er ekki frá því, að sá árangur sé á bak við næstu hæðir og enda þegar í sjónmáli. j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 6. Sparnadur og jákvæðara viðhorf til atvinnulífsins Atvinnuleysi, sem hrjáð hefur margar þjóðir, á fjölþættar orsak- ir og mismunandi í einstökum löndum. Eitt er það þó og ekki lít- ilvægt sem flestar þjóðir atvinnu- leysis eiga sameiginlegt: vöxt samneyzlu og einkaneyzlu á kostn- að sparnaðar, ekki sízt þess sparn- aðar sem ella hefði komið fram í almennari þátttöku, þ.e. ávöxtun einkasparnaðar, í atvinnurekstri. Þessa orsakaþáttar gætir í vax- andi mæli hér á landi og hann hef- ur verulega veikt undirstöður þess atvinnuöryggis, sem við höfum átt að fagna. Rætur hans liggja m.a. í jarðvegi skattastefnu síðustu rík- isstjórna. Árið 1950 námu skatttekjur hins opinbera, ríkis og sveitarfé- laga, rúmlega 25% af vergum þjóðartekjum. Síðan hefur skatt- heimtan stóraukizt, eins glöggt kemur fram á meðfylgjandi skýr- ingarmynd af þróun íslenzkrar skattheimtu, sem fengin er að láni í stefnuriti Verzlunarráðs íslands. Árið 1960, um það bil sem við- reisnarstjórnin kom til sögunnar, er þetta skattahlutfall komið upp í 34% af vergum þjóðartekjum, hef- ur hækkað um 9%. á áratug. Á áratug viðreisnar, 1960 —1970, óx skattheimtan aðeins um 2%, var 36% í lok hans. Síðan kom heldur betur fjörkippur í fyrirbærið, sem hefur numið 44 — 45%. af þjóðar- tekjum hin síðari árin, enda hafa nýskattar og skattaukar, jafvel afturvirkir, og oft skattur ofan á skatt, verið einskonar vörumerki á stjórnarstefnunni. Engin vafi er á því að ríkjandi skattastefna hefur dregið úr arð- samri fjárfestingu og hagvexti, auk þess sem hún hefur mismunað rekstrarformum (sbr. ríkisrekin fyrirtæki). Meginmáli skiptir þó að sá sparnaður, sem lagður er í atvinnurekstur, s.s. hlutabréfa- kaup, nýtur víðs fjarri sambæri- legrar verndar eða kjara og annar sparnaður. Það virðist kappsmál stjórnvalda að gera þennan val- kost í ráðstöfun almannasparnað- ar, til styrktar atvinnuvegum, sem óaðgengilegastan. Stjórnvöld leggja þar að auki vaxandi kapp á að ná til sín því takmarkaða einkafjármagni, sem lifir af hækkandi framfærslukostnað og vaxandi skattheimtu, með sölu ríkisskuldabréfa, sem út af fyrir sig er verjandi samkeppnisleið, ef á jafnstöðugrundvelli væri gagn- vart atvinnuvegunum. Skattprósentan og skatt- stofnarnir Ríki og sveitarfélög, aðallega ríkið, hefur sífellt tekið til sín stækkandi hlut af þjóðarkökunni (þjóðartekjunum) og skilið minna og minna eftir til skipta milli eig- in- eða rekstrarfjar atvinnuvega og ráðstöfunartekna almennings. Skattastefnan, stefnan í verð- lagsmálum og stýring gengismála hafa ýtt undirstöðuatvinnuvegum okkar út í taprekstur, sem þýtt hefur eyðingu eigin fjár og skulda- söfnun. Þetta hefur fyrst og fremst komið niður á tæknivæð- ingu, framleiðniaukningu og vexti atvinnufyrirtækja, en jafnframt þrengt möguleika þeirra á kjara- bótum til starfsfólks. Sú nauðsyn verður sífellt brýnni, að setja opinberri skattheimtu þak sem hlutfall af þjóðartekjum og halda ríkisútgjöldum innan þeirra marka, sem raunveruleg geta þjóðarbúsins leyfir. Stóraukin erlend skuldasöfnun, sem að hluta hefur gengið til að mæta rekstrarhalla atvinnuvega, sem og opinberra þjónustustofn- ana (sem að sveltar hafa verið vegna vísitöluleiksins), hefur bundið þjóðinni þunga framtíð- arbagga, þ.á m. skattabagga. Lán þarf að endurgreiða með vöxtum og kostnaði, jafvel þótt samið sé þann veg að afborgunarlaus séu fyrstu fjögur árin, eins og Ragnari Arnalds, fjármálaráðherra, tókst með risalánið í Lundúnum á dög- unum, en þeim vanda veltir hann yfir á framtíðina og væntanlega aðra ríkisstjórn. Þessi erlenda skuldaaukning hefur opnað augu æ fleiri fyrir nauðsyn innlends sparnaðar og nauðsyn þess að örva þátttöku sparifjáreigenda í atvinnulífinu, m.a. með skatta- legum vegvísum, sem þörf er á að koma upp. Skattheimtupostular tala gjarn- an um tekjutap ríkissjóðs, ef hóf- semd ræður skattastefnu. Þeir eru hinsvegar fáorðari um það tekju- tap hins sameiginlega sjóðs, sem leiðir af stöðnun í atvinnurekstri og verðmætasköpun, þ.e. verulega minni eða rýrari skattstofnum en vera myndu, ef atvinnuvegirnir fengju að þróast eðlilega. Þeir láta sem stærð skattaprósentunnar skipti meira máli en stærð skattstofnanna! Stöðnun og sam- dráttur í atvinnulífi bitnar allt í senn á fjölbreytni atvinnutæki- færa, atvinnuöryggi, tekjumögu- leikum launafólks en endanlega og verst á skatttekjum hins opinbera. Þessvegna má úthald skatt- heimtunnar ekki ganga svo á skattstofnana, tekjumöguleika fólks og fyrirtækja, að flokkist undir „rányrkju". Skattastefna, sem ýtir undir framtak og aukin umsvif í þjóðar- búskapnum, yrði hinsvegar sáning í frjóan jarðveg og gæfi öllum aukna uppskeru, eftir eðlilegan vaxtartíma, einnig ríki og sveit- arfélögum á svið skatttekna. Hvad verdur um launin okkar? I annarri skýringarmynd úr stefnuriti Verzlunarráðs Islands, sem hér er tíunduð, er sýnt, hvern- ig rúmlega helmingur launaliðar hjá íslenzku fyrirtæki verður að tekjum hjá því opinbera. Eftir- stöðvar til skattfrjálsrar einka- neyzlu hjá starfsfólki er minni- hluti launakostnaðarins. Þessi sundurliðun hlýtur að verða launþegum umhugsunar- efni. Stefna ríkisvaldsins gagnvart atvinnurekstri, sem það kallar sjálft „núllstefnu“, þ.e. að rekstur- inn hangi á horrim, stenzt ekki einu sinn í framkvæmd, enda hafa veigamiklir þættir undirstöðuat- vinnuvega okkar verið reknir með verulegum halla um langa hríð. Er ekki tímabært fyrir launþega að hugleiða, hvort þessi stefna sam- ræmist raunverulegum hagsmun- um þeirra í bráð eða lengd? Er það t.d. launþegum í hag að sporna gegn fleiri og fjölþættari HVAÐ VERÐUR UM LAUNIN ÞÍN? Launatengd gjöld I Til stéttarfélags lífeyrissjóös og í beina skatta Óbeinir skattar Eftirstöövar til skattf rjálsrar einkaneyslu 150 þús. Heildarkostnaóur fyrirtækis vegna starfsmanns á árinu 1981 VERZLUNARRAÐ ISLANDS Myndin sýnir launakostnaö fyrirtœkis vegna starfsmanns og sam- setningu ársluna launþegans. Meira en helmingur launaliöarins veróur aö tekjum hjá þvl opinbera. 1970 1975 1980 atvinnutækifærum, sem fylgja hljóta í kjölfar grósku hjá at- vinnuvegunum? Er það starfsfólki í hag að íslenzk fyrirtæki geta yf- irleitt ekki varið neinum fjármun- um í rannsóknarstörf, sem víða um veröld gefa góðan arð í vinnu- hagræðingu, framleiðniaukningu og betri rekstrarútkomu? Er það þeim í hag, sem sækja þurfa batn- andi starfs- og launakjör í hendur fyrirtækja, að þannig er búið að atvinnurekstri, að hann rís ekki einu sinni undir sjálfum sér við óbreyttar rekstraraðstæður, sbr. skuldasöfnun í ýmsum atvinnu- greinum? Er það almenningi hag- stætt, að halda íslenzkum at- vinnuvegum í þeirri úlfakreppu, að verðmætasköpun og þjóðar- tekjur, sem í raun ráða lífskjörum í landinu, verða afgerandi minni en efni stóðu og standa til? Nei, slík stefna stríðir gegn hagsmun- um launþega og þjóðarheildarinn- ar, þegar grannt er gáð. Það er mál að kasta fyrir borð á þjóðarskútunni þeim úreltu stefnuvitum Alþýðubandalagsins, sem vísa veginn í núverandi ríkis- stjórn. 28.000 starfa í iðnaði Matthías Bjarnason, alþingis- maður, mælti nýlega fyrir tillögu til þingsályktunar, sem þingmenn úr öllum flokkum nema Alþýðu- bandalagi flytja, til stuðnings ís- lenzkum iðnaði. Megintilgangur tillögunnar er að styrkja rekstr- arstöðu og markaðshlutdeild ís- lenzks iðnaðar, sem átt hefur í vök að verjast, en 28.000 einstaklingar hafa enn lifibrauð af iðnaðarstörf- um — og er þó fiskiðnaður undan- skilinn. h’rá sjónarmiði atvinnuör- yggis skiptir því verulegu máli að ekki komi til frekari samdráttar í iðnaði og að vörn verði snúið í sókn. Flutningsmenn vilja láta kanna ýmsar leiðir, svo sem: 1) niðurfell- ingu ýmissa opinberra gjalda til lækkunar á kostnaði, 2) endur- skoðun á raforkuverði innlendum iðnaði í hag, 3) opinberum inn- kaupum verði að öðru jöfnu beint til innlendrar framleiðslu, 4) að- flutningsgjöld af framleiðniauk- andi vélum og tækjum, þ.á m. tölv- um, verði felld niður, 5) úttekt verði gerð á styrktar- og stuðn- ingsaðgerðum í helztu viðskipta- löndum okkar í þágu þarlends iðn- aðar, 6) gert verði átak til að hvetja til framleiðslu innanlands á vörum, sem nú eru eingöngu inn- fluttar. Matthías tíndi til ýmis lær- dómsrík dæmi, en hér verður að- eins minnzt á örfá þeirra: • Viðgerðum og nauðsynlegri endurnýjun skipastóls á að beina í ríkari mæli að innlendum skipa- smíðastöðvum. Þrátt fyrir stærð fiskiskipastólsins verður aldrei um algera stöðvun í endurnýjun, en henni á að jafna á langan tíma. Enginn mun þeirrar skoðunar að leggja eigi niður innlenda skipa- smíði, enda myndi það kosta mik- ið, bæði í auknu atvinnuleysi og aftur í uppbyggingu síðar. VERZLUNARRAO ISLANDS • Gengisstýring síðustu ára hefur nær lagt að velli íslenzkan húsgagnaiðnað, sem búa þurfti við 50—60% innlendar kostnaðar- hækkanir á ári hverju, á sama tíma sem röng gengisskráning lækkaði verð innfluttra sam- keppnisvara. • Um langt árabil hefur mikill hluti mjólkurumbúða verið fram- leiddur erlendis, þótt hér innan- lands sé til staðar þekking og framleiðslugeta til að annast þetta verkefni. Ríkisvaldið greiðir niður mjólkina, en gengið er fram hjá umbúðaiðnaðinum. • Talið er að árið 1980 hafi ver- ið notaðar 52 milljónir „tetra- pakka“ í umbúðir og áætluð nýt- ing eftir tvö ár sé 60 milljónir. Hér er fullkomin verksmiðja, Kassa- gerð Reykjavíkur, sem þessari framleiðslu getur sinnt, í stað þess að flytja umbúðirnar inn, sagði Matthías. • Hefja þarf herferð til að hvetja íslendinga til að kaupa að öðru jöfnu innlenda framleiðslu, og styrkja þann veg íslenzkt at- vinnuöryggi. í þessu efni mættu HEILDAR SKATTHEIMTA Myndin sýnir innheimtu skatta til ríkis og sveitarfé- laga í hlutfalli viö vergar þjóö- artekjur. Meö sömu aukningu á skatt- heimtu opinberra aðila má gera ráð fyrir 75% skatthlutfalli áriö 2000. Athuganir sýna, aö vaxandi hlutfall skattheimtu leiöir til stöðnunar í framleiöni, minnk- andi þjóðartekna og atvinnu- leysis. Áratugurinn 1970—1980 er réttilega nefndur tímabil ört vaxandi ríkisumsvifa. forsjármenn ríkis, ríkisstofnana og sveitarfélaga vísa veginn. • Hvaða vit er í því, sagði Matthías, að ríkisvaldið efni til himinhárra aðflutningsgjalda á vélar og tæki til iðnaðar, ef það kostar í leiðinni samdrátt í ís- lenzkum iðnaði, sem rýrir ýmsa aðra skattstofna ríkisvaldsins? Matthías sagði ennfremur efn- islega: Hinu neita ég að trúa að sjávarútvegur eigi ekki eftir að bæta enn við sig nokkrum mann- afla og sömuleiðis fiskvinnslan, sem orðið getur fjölþættari. En fyrst og fremst þurfum við að efla iðnaðinn, samhliða hefðbundnum atvinnugreinum, og vera opin fyrir nýjum iðjugreinum, því at- vinnulífið, framleiðslan, er undir- staða alls annars, ekki sízt al- mennra lífskjara, og gildir þá einu hvort þau koma fram í einka- neyzlu eða félagslegri þjónustu, svokallaðri, s.s. heilbrigðisþjón- ustu, fræðslukerfi, almannatrygg- ingum eða menningarmálum ým- iskonar. Kostnaðarþátturinn er ævinlega endanlega sóttur til at- vinnulífsins, verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum og viðskipta- kjara út á við, sem þjóðartekjun- um ráða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.