Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 23
Tvær barnabækur eftir Þröst J. Karlsson ÚT ERU komnar tvær barnabæk- ur eftir Þröst J. Karlsson með teikninfíum eftir Hörpu Karls- dóttur. Önnur bókin heitir „Elt- ingaleikurinn mikli," og segir frá Snata gamla, sem fer með kunn- ingjum sínum í kaupstaðinn þar sem þeir félagar lenda í miklum æfintýrum. Hin bókin nefnist „Rolli í kosningaham" og er tólfta saga Snata gamla. Rolli hefur ákveðið að gefa kost á sér sem for- ingjaefni dýranna. Ekki eru allir á eitt sáttir með það. Bókaútgáfan Letur gefur bæk- urnar út. \l (.1 YSIM. \ slMIW KK 22480 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 Félagsmiðstöðvar gang- ast fyrir danskeppni 2.500 tonn á land um mánaðamót Olafsvík, 4. marz. SJOSOKN hefur verið erfið héðan undanfarnar vikur vegna ótíðar. Afli línuháta hefur verið mjög þokka- legur, en fram að þessu hefur verið lélegur afli í netin. Vonir standa þó til að afli í net sé að breytast til hins betra. Hefur afli netabátanna glæðst síðustu dagana og verið 6—14 tonn eftir nóttina. I.oðna er í fiskinum og bendir það til að nú séu öll skilyrði til að fiskist betur. Svo til allir línu- bátarnir hafa nú skipt yfir á net og atvinna er að aukast. Heildaraflinn var hér í febrú- arlok 2.480 tonn, en var 2.650 á sama tíma í fyrra, en þá voru fleiri sjóferðir að baki. Aflahæsti línubátur er Gunnar Bjarnason með 22o tonn í 25 sjóferðum og næstur er Garðar 2. með 210 tonn, einnig í 25 sjóferðum. Hæsti neta- bátur er Matthildur með 100 lestir í 29 róðrum. Á þessu sést að með- alafli hæsta línubáts er 8,9 tonn í róðri, en var í fyrra 8,5 tonnn. Togarinn Már landaði í fyrra- dag 126 tonnum og Lárus Sveins- son landaði í dag 110 tonnum. Ekki eru góðar horfur með sjóveð- ur á morgun, því veðurspá gerir ráð fyrir stormi á miðunum. Fréttaritari. SHARP rísandi merki Félagsmiðstöðvarnar í Reykjavík efna til „freestyle“-danskeppni næstu tvo lostudaga. Þann 12. mars fara fram undanúrslit í Tónabæ, Bústöðum, Fcllahelli. Þróttheimum og Árseli. Lokakeppnin verður síðan í Tónabæ 19. mars. Freestyle, eða frjáls aðferð eins og heitið hefur verið íslenskað, fel- ur í sér að þátttakendum er frjálst að dansa jassdans, diskódans eða hvaða stíl sem er. Á undanförnum vetrum hefur ætíð verið boðið upp á nokkrar keppnir í Reykjavík. Keppni félagsmiðstöðvanna mun hins vegar vera sú eina í Reykja- vík í vetur sem stendur unglingum til boða að taka þátt í. Ólafsvík: Þátttakendur í keppninni verða að vera á aldrinum 13—17 ára. Keppt verður bæði í einstaklings- og hópdansi. Vegna misskilnings sem orðið hefur við kynningu á keppninni er tekið fram að fleiri en tvo þarf til, til að um hóp sé að ræða. Keppendur eru velkomnir hvaðanæva að af landinu. Nú þeg- ar hafa til dæmis hópar frá Akra- nesi og Keflavík sýnt áhuga á að koma og vera með. Þátttökugjald er ekkert og skráning hafin í öll- um félagsmiðstöðvunum. (Kréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.