Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.03.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 Berlæraður í 12 stiga gaddi á hálendinu Rabbað við Jón bónda á Skútustöðum við Mývatn l.jósmvnd Mbl. Árni Johnson. Jón bóndi Þorlák.sson á Skútustöóum viÓ Mývatn í góóra vina hópi. „Ég er stoltur af því að vera fæddur Mývetningur, því ekki það, ég hefði ekki kært mig um að vera annað þótt maður ráði því náttúrulega ákaflega lítið sjálfur," sagði Jón Þorláksson bóndi á Skútustöðum í upphafi rabbs okkar einn vetrardaginn fyrir skömmu þegar himinn og jörð runnu saman í eina sæng hvítblámans yfir Mývatni. „Foreldrar mínir og fleiri ættliðir að mestu leyti eru Mý- vetningar og móðir mín í ótal ættliði. Afi minn í föðurætt var hins vegar ekki fæddur hér en að mestu leyti alinn upp. Hann var skagfirskur í aðra ætt, en ey- firskur í hina og það hlýtur að vera nokkuð góð blanda, enda hafa sumir talið Skagfirðinga og Þingeyinga á sömu bylgjulengd, því hvorir tveggja þykja montn- ir. Það var frægt þegar Hún- vetningurinn spurði Jónas frá Hriflu hvor væri montnari, Þingeyingurinn eða Skagfirðing- urinn, og Jónas svaraði: Hún- vetningar." Langaði til að læra pínulítið „Hér hef ég átt heima alla tíð og hef aldrei farið að heiman nema frá nýári og fram á vor, en ég fór í Menntaskólann á Akur- eyri utan skóla til þess að taka gagnfræðapróf og naut ég þar sérstaks velvilja Sigurðar skóla- meistara. Við vorum tveir frændur sem höfðum lítinn tíma en vildum nema og við eyddum rúmum einum vetri í þetta þriggja vetra nám og þurftum vissulega að halda okkur vel við efnið. Okkur langaði til að læra pínulítið og það þótti nokkuð gott að vera gagnfræðingur frá MA. Maður lærði meðal annars til gagns í ensku og stærðfræði- námið var mun meira en frá Laugaskóla til dæmis. Bústærðin í minni bernsku var ekki mikil, 1—2 kýr og örfáar kindur, en þó var þetta upp í 200 kindur og 3 kýr. Flestir höfðu þó tvær kýr og á sumum búum voru menn með geitur. í slíkum tilvik- um voru sumir með eina kú og tíu geitur. Geiturnar hurfu þó með fjárskiptunum hér árið 1945 vegna mæðiveiki, en það vissi enginn um tengslin þar á milli. Jú, ég fékk erfðafestu á einum fjórða af Skútustaðajörðinni, en einn þriðja af prestsjörðinni. Faðir minn var þarna á vegum prestsins, en það var prestslaust í 3 ár. Faðir minn bjó á Skútu- stöðum í 17 ár og við bræðurnir sinntum búinu. Við byggðum svo síðar en skömmu seinna dó bróð- ir minn.“ Getur fremur þvælst í kindunum „Fyrst var ég með 100 fjár, en um 185 rollur á vetrum og kýr var ég alltaf með þar til á síð- asta ári er ég lógaði tveimur kúm. Það er miklu meiri binding að hafa kýrnar þegar maður er farinn að bila í skrokknum. Mað- ur þolir þá illa að vera við mjalt- ir en getur miklu fremur þvælst i kindunum." „Þú stundaðir fjallaferðir áð- ur fyrr.“ „Já, fjallaferðirnar settu svip á, um skeið höfðum við ær okkar austan við Nýjahraun og þar þarf röska smalamenn. Þegar mæðiveikin kom upp í sveitinni, kom hún fyrst upp á bæ í Reykjahlíð og sennilega í einni á einnig á Skútustöðum sama haust. Það var tekin ákvörðun um að reyna að forðast samgang í austur- og suðurafrétt og við sunnanmenn urðum að hætta að fara austur fyrir. Sveitinni var í raun skipt. Ég hafði verið oft á ári á þessu svæði ásamt bróður mínum og var mjög vel kunnugur þar. Síð- ast vorum við þar veturinn 1941, en fyrir fáum árum fór ég í göngur fyrir nágranna minn, tveggja daga göngur og það var forvitnilegt að koma aftur á svæðið. Eg get fullyrt eftir þá för að gróðurinn er ekki í aftur- för á Glæðum og Stykkjum. Ég tel að gróðurinn þar hafi marg- faldast, líklega tífaldast. Ég tel gott að vita þetta, því þarna er um æði stórt svæði að ræða með margfalda aukningu á gróðri miðað við þá rýrnun sem hefur verið í Borgarmel, en hann hefur þó færst norður." Villingsskjátur og fálstyggdarflennur „Jú, jú, það rættist vel úr öll- um þessum fjallaferðum? Við vorum í Herðubreiðarlindum og Grafarlöndum og víðar og oft þurftum við að vaða Grafar- landaá í krapa og grunnstingul. Grunnstingull var þegar krapaði í botn og heldur meira neðan til, en þetta gerði okkur ekkert til. Einu sinni hljóp ég þarna lengi berlæraður í nóvember í 12 stiga frosti. Ég klæddi mig úr til þess að bleyta ekki fötin. Ég hljóp þarna í klukkutíma ber og sama gerði félagi minn. Hann fór 13 ferðir yfir Grafarlandaá, en ég 8 ferðir. Við bundum síðan féð saman á hornunum í eina kippu. Ég var búinn að koma tveimur yfir þegar ég lenti í miklum elt- ingaleik. Þetta voru villings- skjátur og fálstyggðarflennur. Eina missti ég við skör í ánni, en ég var þarna með besta fjárhund sem ég hef vitað um, misseris- gamlan hvolp og hann náði flennunni. Ég var búinn að hlaupa hana uppi áður, því ég var frár á fæti, en missti hana aftur þegar ég ætlaði að lúta yfir hana i grýttu hrauninu. Ég réði illa við mig vegna kulda og doða í hnjánum. Þetta var oft slark- samt á köflum. Við höfðum tjald með okkur og maðurinn sem var með mér bar ávallt með sér dúnsæng en betra varð ekki á kosið. Þetta sama kvöld kól menn á Þeystareykjum, þeir hafa verið blautir og ekki gætt þess að halda fötunum þurrum. Við sauðbundum hverja kind fyrst, bundum alla fætur, en þurrkuðum okkur siðan áður en við leystum þær á fótum og bundum þær saman á hornun- um, sjö kindur sneru enni að enni. Þannig voru þær bundnar yfir nóttina, en síðan tókum við til við reksturinn. Einu sinni fór ég með Fjalla-Bensa á heiðar, en ég held að hann hafi farið 30—40 ferðir upp í Grafarlönd. Hann var skeytingarlaus, bæði um sig og aðra, meðalmaður á hæð, þrekinn, en hafði það mest til síns ágætis í þessum ferðum að hann var skeytingarlaus og hafði þá skoðun að hann myndi alltaf rétta sig við ef hann gerði skyssu og það gekk þannig. Sig- finnur á Grímsstöðum var hins vegar ófreskur í ratvísi, það var langt frá því að vera eðlilegt hvað hann var ótrúlega ratvís. Fjalla-Bensi var áræðinn og hafði það með seiglunni, við vor- um talsvert saman í tíu ár, frá því að ég var 10 ára. Hann var mér yfirleitt góður, kallinn." Rúmlega hálfa öld í kirkjukór „Áhugamálin? Þau voru nú öll tengd búskapnum, en ég starfaði mikið í ungmennafélaginu mér til mikillar ánægju. Félagið Brídge Arnór Ragnarsson Afsláttur á flugfari hjá Flugleiðum Þættinum hafa borist ýmsar upplýsingar frá Bridgesambandi íslands um afslátt í innanlands- flugi Flugleiða vegna keppnis- ferða spilara og fara þær hér á eftir: I. Flugferðir Jóhann D. Jónsson, deildar- stjóri, hefur staðfest, að í keppn- isferðum á vegum BSI muni keppendur njóta „ÍSÍ-kjara“, þ.e. u.þ.b. 50% afsláttur. Þessi far- gjöid eru nú, fyrir ferð fram og til baka til Reykjavíkur: Akureyri kr. 580. Egilsstaðir kr. 769. Isafjörður kr. 544. Hornafjörður kr. 612. Vestmannaeyjar kr. 387. Til þess að spilarar njóti þess- ara fargjalda þarf að koma til skriflega staðfesting BSÍ hverju sinni, en þá gilda þau líka alfar- ið. 2. Helgarpakkar vegna íslands- móts Vegna komandi verðhækkana er ekki enn tímabært að fá verð á „helgarpökkum" vegna ís- landsmóta, en mjög sennilegt er, að þá verði hægt að fá. Þetta þarf að athugast um miðjan marz. 3. Framkvæmd BSÍ ætti að staðfesta fargjaldakjörin skriflega við Flugleiðir. Síðan þarf að kynna þetta fyrir félagsmönnum og benda á að þetta á eingöngu við um Bikarkeppni. BSÍ þarf ávallt að hafa milligöngu og bezt er að gera það fyrir fram. Bridgefélag Sauðárkróks Laugardaginn 28. febr. var spilaður aðaltvímenningur fé- lagsins með þátttöku 18 para. Spilaður var barometer og spiluð voru 3 spil milli para. Eftirtalin pör náðu yfir með- alskor: stig Einar Svansson — Skúli Jónsson 81 Alda Guðbrandsdóttir — Jón Sigurðsson (gestir) Kristján Blöndal — 56 Bjarki Tryggvason Reynir Pálsson — 51 Stefán Benediktsson (gestir)46 Halldór Jónsson — Gunnar Pétursson 35 Árni Rögnvaldsson — Jón Jónasson 32 Garðar Guðjónsson — Páll Hjálmarsson 32 Magnús Friðbjörnsson — Ingi Tryggvason 18 Þorsteinn Þorsteinsson — Páll Þorsteinsson 15 Gunnar Þórðarson — Björn Guðnason 14 Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokið 38 umferðum í að- altvímenningskeppni félagsins og eru Jón og Símon enn með forustuna, en næstu pör hafa nálgast þá talsvert. Síöasta mið- vikudag tóku Guðmundur og Jakob mikinn sprett og skutust upp í annað sæti. Er nú útlit fyrir hörkubaráttu um efstu sætin í mótinu, en röð efstu para er þessi: Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 436 Guðmundur Hermannsson — Jakob R. Möljer 380 Sigurður Sverrisson — Þorgeir Eyjólfsson 371 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 369 Guðlaugur Jóhannsson — Örn Arnþórsson 324 Guðmundur Pétursson — Hörður Blöndal 299 Karl Logason — Vigfús Pálsson 272 Björn Eysteinsson — Guðbrandur Sigurbergsson255 Óli Már Guðmundsson — Runólfur Pálsson 217 Friðrik Guðmundsson — Hreinn Hreinsson 201 Síðustu fimm umferðirnar verða spilaðar í Domus Medica nk. þriðjudag (ath. breyttan spiladag) kl. 19.30 stundvíslega. BSR — Bæjarleiðir — Hreyfill Einu kvöldi er ólokið í baro- meterkeppni bílstjóranna og er staða efstu para þessi: Ellert Ólafsson — Kristján Jóhannesson 267 Guðmundur Magnússon — Kári Sigurjónsson 201 Guðjón Guðmundsson — Hjörtur Elíasson 125 Jón Sigurðsson — Vilhjálmur Guðmundsson 124 Jón Magnússon — Skjöldur Eyfjörð 111 Guðlaugur Nielsen — Sveinn Kristjánsson 103 Síðasta umferðin verður spil- uð mánudagskvöld í Hreyfils- húsinu og hefst kl. 20. Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 4. marz hófst barometerkeppni hjá TBK, 22 pör taka þátt í keppninni að þessu sinni. Eftir 5 umferðir er staða efstu para: Björn Karlsson — Jens Karlsson 55 Árni Magnússon — Jón Ámundason 30 Helgi Einarsson — Gunnlaugur Óskarsson 28 Sigfús Árnason — Jón Páll Sigurjónsson 26 Næstu umferðir verða spilað- ar á fimmtudag í Domus Medica og hefst keppni kl. 19.30. Bridgedeild Víkings Úrslit í barometerkeppni Vík- ings urðu þessi: Viðar Óskarsson — Agnar Einarsson 157

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.