Morgunblaðið - 07.03.1982, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
Prestsskipti á Þingvöllum:
um slíka er að ræða. En ég vil
gjarnan vera honum innan
handar um ráð, óski hann eftir
þeim. En mín von er sú, að eftir-
maður minn verði fær um að efla
þann þátt til muna, er snýr að
námskeiðahaldi fyrir kirkjunnar
fólk.
Fleiri möguleikar á
Þingvöllum en bara að
messa yfir þessum 50
Hvers vegna valdir þú Þing-
velli, 50 manna sókn, til starfs-
Nú um síðustu áramót urðu
prestaskipti á Þingvöllum. Ei-
ríkur Eiríksson lét af embætti
fyrir aldurs sakir, en í hans
stað var ráðinn Heimir
Steinsson, skólastjóri Skál-
holtsskóla. Er hann um þessar
mundir að taka við því starfi
og setja sig inn í það. Vegna
þessara tímamóta var Heimir
tekinn tali eg fyrst inntur eftir
því, hvort hann væri ánægður
eftir 10 ára starf við Skál-
holtsskóla, og hvort þær vonir,
sem hann hafði í öndverðu,
hafi rætzt?
— Já, ég er eftir atvikum
ánægður. Kom hingað með það
fyrir augum að koma þessari
stofnun á fót. Var það ónumið
land í því tilliti, og byrjaði þetta
verk algjörlega frá rótum. Hefur
tekizt á þessum 10 árum að
koma fyrsta áfanga Skálholts-
skóla á leiðarenda. Sett voru lög
um skólann og hús byggt. Skól-
inn hefur starfað og sýnt hann
getur lifað, starfað með ýmsum
hætti sumar jafnt sem vetur.
Þessi áfangi hefur tekizt og sé í
vissum skilningi á enda, og kom-
ið að næsta áfanga. Ég get talið
mig vera eftir atvikum ánægðan
með það, og reyndar fyrir
margra hluta sakir mjög ánægð-
an.
Mínu ætlunarverki
hérna lokið
Hver er helzta ástæða þess, að
þú vilt fara frá Skálholti núna?
— Ástæðan er þessi, að ég leit
alla tíð á Jætta sem tímabundið
verkefni. Ég tók það að mér sem
slikt, og ætlaði að vinna það
þannig. Mitt verkefni var að
koma þessum skóla á laggirnar,
skapa þennan skóla, láta hann
verða til. Nú er hann orðinn til,
þá er rétt að annar og yngri
maður taki við.
En ef þú hefðir ekki fengið
Þingvelli eða horfið héðan um
þessi tímamót, hefði það breytt
einhverju í starfi skólans?
— Ég er nú i rauninni búinn
að vera undanfarin misseri að
svipast um eftir tækifæri til að
skipta um starf. Ef þessi mögu-
leiki hefði ekki komið upp, þá
hefði ég leitað fyrir mér annars
staðar. En um starf skólans þá
finnst mér, að vel hafi tekizt til
um vetrarstarfið. Hins vegar
hefur sumarstarf hér færzt i
vöxt, með ráðstefnum námskeið-
um og fundahaldi ýmiss konar,
innan vébanda íslenzku þjóð-
kirkjunnar. Mér er það efst í
huga núna, að sá þáttur eflist og
verði efldur til muna. Hér rísi í
kjölfar þessa lýðháskóla, sem nú
er risinn, eins konar kirkjuleg
akademía yfir sumarið. Gæti
hún uppfyllt þær vonir, sem
einnig bjuggu í hugum fjöl-
margra í upphafi, auk vonanna
um kirkjulegan lýðháskóla.
Hvað er það helzt, sem þú
leggur eftirmanni þínum þyngst
á hjarta?
— Ég vil nú vera tiltölulega
sagnafár um það, því svona
starfsemi byggist ákaflega mikið
á þeim manni sem fyrir henni
stendur og því samverkafólki,
sem honum tekst að fá til liðs við
sig hverju sinni, konu hans, ef
Þingvallafjölskyldan, Dóra og Heimir, ásamt börnum sínum, Arnþrúði og Þórhalli.
í þessari stöðu á lleimir oft eftir að vera í framtíðinni á Þingvöllum. Hér er hann að sýna nemendum í Skálholtsskóla kennileiti á Þingvöllum.
Heimir Steinsson
akurs, maður ekki eldri en
þetta?
— Það er nú ýmislegt sem
þarna kemur til. Úr því þú minn-
ist á þessa 50 manna sókn, þá
vona ég nú, að gott vinfengi megi
takast á milli mín og allra
þeirra, sem þar búa. Við megum
ekki gleyma því, að hvar sem 2
eða 3 eru saman komnir í mínu
nafni, þar er ég mitt á meðal,
segir frelsarinn sjálfur. Sálar-
heill þessara 50 manna er ekki
minna verð en sálarheill 50 þús-
unda í sjálfu sér. Síðan eru
margar hliðar á þessu máli. Það
eru möguleikar á margs konar
kirkjulegu starfi þarna, sem tek-
ur til víðari og stærri hóps, held-
ur en þarna er að finna. Það vita
allir, að Þingvellir eru þjóðar-
heimkynni, ekki siður en heim-
kynni þeirra sem eru þar heimil-
isfastir. Það er gjarnan fjöl-
menni á ýmsum tímum árs. Því
skyldi ekki mega efla þar ein-
hvers konar kristnihald með
þátttöku fleiri aðila heldur en
þeirra, sem eru búsettir á Þing-
völlum. Þetta starf er einnig
þjóðgarðsvarðarstarf, og ber við-
komandi að sinna hvoru tveggja,
því fólki, sem þarna býr, og þeim
sem þangað koma.
Ég vil að Þingvellir haldi
áfram að vera og verði í vaxandi
mæli kirkjustaður í vitund
þeirra fjölmörgu, sem þangað
koma haust, vor og sumar. Ég á
mér ýmsa drauma um fram-
kvæmd þessa máls. Mér finnst
að sumu leyti þetta embætti
þarna á Þingvöllum vera próf-
steinn á það samfélag ríkis og
kirkju, sem hér er við lýði í land-
inu. Þingvellir eru helgur staður
í vitund allra. Þætti mér ákaf-
lega vænt um það, ef hinn
kirkjulegi tónn þeirrar helgi
gæti orðið sem tærastur. Hinn
kirkjulegi dráttur þeirrar mynd-
ar, sem þarna er uppteiknaður,
gæti orðið sem skýrastur á kom-
andi tíma, eins og hann hefur
verið alla tíð. Þingvallakirkja er
eins konar hjarta Þingvalla. En
Þingvellir eins konar hjarta
landsins. Og þarna er Guð
áþreifanlegur með einhverjum
hætti í umhverfinu öllu. En í
kirkjunni bezt. Vona ég, að það
mannlíf, sem yfirleitt þróast á
Þingvöllum sumar og vetur, geti
að einhverju leyti fundið kirkj-
una og helgihaldið sem sinn
samnefnara.
Hér við bætist auðvitað hreint
persónulegt. Ég hef lengi þráð
altarið að nýju. Lengi þráð að
tilbiðja Guð í hans helgidómi.
Ég kem í helgidóminn að tilbiðja
Guð ásamt þeim, sem þangað
koma. Fyrir hönd þeirra, sem
koma mér í hug, þegar ég legg
leið mína þangað. Fyrirbæn í
Hefí lengi þráð
altarið að nýju
- segir Heimir Steinsson nýráðinn Þingvallaprestur