Morgunblaðið - 07.03.1982, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
„Ka.sparov færi með sigur af hólmi
í einvígi við Karpov.“
læv Alburt tekur hér við verðlaunum sfnum fyrir sigurinn á Reykjavík-
urskákmótinu.
„Brésnev er besti náungi utan
kerfisins. Maður, sem lifir fyrir
líðandi stund.“
Morgunblaðið ræðir við Lev Alburt, stórmeistara, sem flýði frá Sovétrfkjunum og býr nú í New York:
Karpov teflir aðeins vegna þess
að hann er heimsmeistari í skák
- árangur hans á mótum er afrakstur undirbúningsvinnu og aðstoðarhjálparkokkanna
„Ég er að sjálfsögðu ekki í að-
stöðu til að vega og meta gjörðir
mínar á lífsleiðinni. Hins vegar er
ég sannfærður um að ég breytti
rétt a.m.k. einu sinni. Það var þeg-
ar ég flúði land,“ sagði stórmeistar-
inn sovéski, Lev Alburt, er ég hitti
hann að máli fyrir rúmri viku.
Hann var þá rétt um það bil að
yfirgefa ísland eftir áð hafa borið
sigur úr býtum i Reykjavíkur-
skákmótinu. Alburt er rólegur í
fasi og traustvekjandi. Hann gaf
sér góðan tíma til að útskýra mál
sitt, svo góðan, að maturinn í
Blómasalnum var fyrir löngu orð-
inn kaldur loks þegar hann gat tek-
ið til við að sporðrenna honum.
Eins og eðlilegt má þykja barst
talið fyrst að Boris Gulko, sem
Morgunblaðið ræddi við fyrir
skemmstu í síma. Ég lagði þá
spurningu fyrir Alburt hvernig
kynni hans og Gulko hefðu tekist.
„Ég og Gulko erum mjög góðir
vinir," sagði Alburt. „Ég bjó í
Odessa, en hann í Moskvu. Við hitt-
umst hins vegar oft á skákmótum
og með okkur tókst sterk vinátta.
Gulko er góður drengur og umfram
allt heiðarlegur. Hann er sann-
gjarn og veit það innst inni að hann
getur ekki vænst þess, að vestrænir
skákmenn styðji hann með því að
neita að tefla gegn sovéskum skák-
mönnum. Hann skilur aðstöðu
þeirra og sættir sig við hana.
Kerfið í Sovétríkjunum er ekkert
lamb að leika sér við. Gulko missti
atvinnuna við það eitt að sækja um
brottfararleyfi. Hann hefur því
ekki haft neinar tekjur um langt
skeið og ég get mér þess til að hann
lifi á framlögum vina og vanda-
manna. Slíkt er algengt í Sovétríkj-
unum ef vinir eru í vanda.
I*ráir að komast úr landi
Ég hafði samband við Gulko í
síma um áramótin en var ekki bú-
inn að tala iengi við hann er sam-
bandið var slitið. Þó reyndi ég að
vera eins varkár í orðum og frekast
var unnt. Þess vegna skil ég ekki
hvers vegna Morgunblaðið fékk að
tala við hann óáreitt í drjúga
stund. Kannski hafa þeir ekki vilj-
að móðga íslendinga og Morgun-
blaðið. Það er ekki stórt á vestræn-
an mælikvarða, en engu að síður
stærsta blaðið á ístandi og ísland
hefur umtalsverða sérstöðu innan
skákheimsins.
Það er annars útilokað að átta
sig á sovéska kerfinu. Maður veit
aldrei hvenær hægt er að ná síma-
sambandi og hvenær ekki. Það
virðast hreint engar reglur vera til
um það. Vafalítið myndu yfirvöld
klippa á allar símalínur til útlanda
ef þau gætu það, en það liti svo illa
út út á við.“
— Veistu til þess að Gulko hafi
brotið eitthvað annað af sér en að
sækja um brottfararleyfi, ef hægt
er þá að flokka slíkt undir afbrot?
„Nei, hann hefur ekkert brotið af
sér. Hins vegar er hann meðhöndl-
aður eins og menn, sem slíkt hafa
gert að mati yfirvalda. í Sovétríkj-
unum er það mjög algengt að svipt
menn síma og það hefur verið gert
við Gulko. Það bjargar miklu að
mikill fjöldi fólks hefur framfæri
sitt af ríkinu og þar af leiðandi er
ákaflega auðvelt að stjórna því.
Með því að bæta örlitlu við launin
er fólk „keypt“ og eins er algengt að
því sé hegnt með því að skera laun
þess niður án nokkurra haldbærra
skýringa. Algeng hegningaraðferð
er að færa fólk aftar á biðlistann
yfir íbúðir. Biðtíminn er langur og
með einu pennastriki er hægt að
valda heilli fjölskyldu miklum
óþægingum.
Sovésk íþrótta- og skákyfirvöld
gætu hæglega hjálpað upp á sak-
irnar ef vilji væri fyrir hendi. Það
myndi gleðja Gulko óumræðilega
að heyra frá fólki, t.d. ef það sendi
honum úrklippur og eitt og annað,
sem gæti veit honum upplýsingar
um gang skákmála í heiminum.
Það var eðlilegt að hann nefndi að-
eins nafn konu sinnar er hann var
inntur eftir því hvort hann vissi um
fleiri, sem væru í svipaðri aðstöðu
og hann sjálfur. Hann vildi eðlilega
ekki koma félögum sínum í klípu
með því að nefna nöfn þeirra á
nafn.“
Iiugleiddi Dótta 16 ára
Við skiptum um umræðuefni og
ég beindi talinu að Alburt sjálfum.
Hversu gamall var hann þegar
hugmyndin um flótta skaut fyrst
upp kollinum?
„Ég man það nú ekki svo glögg-
lega, en ég gæti trúað því að ég hafi
ekki verið meira en 16 ára gamall
þegar ég hugleiddi flótta fyrst. Ég
var þá í kunningjahópi, sem m.a.
beitti sér fyrir mótmælaaðgerðum.
Við félagarnir vorum alltaf að gera
okkur vonir um utanaðkomandi
hjálp eða þá að bylting yrði gerð
innanlands. í því tilliti mændum
við á KGB eða herinn. Fólki fannst
þessar hugmyndir okkar vera
óraunsæjar, en það er hreint ekki
útilokað að hægt sé að breyta kerf-
inu.
Svo við víkjum aftur að flótta
mínum var hann skipulagður með
löngum fyrirvara. Ég bað um hæli
sem pólitískur flóttamaður í
V-Þýskalandi þar sem ég vissi að
ekki yrði gert neitt veður út af
slíku þar. Flóttamenn, sem biðjast
hælis, eru daglegt brauð þar í landi.
Ég átti að keppa á móti þar en bað
um hæli áður en mótið hófst til
þess að framkvæmdin yrði auðveld-
ari.
Ég hafði vit á því að forðast alla
pólitíska vefi í Sovétríkjunum, en
það er hreint ekki svo auðvelt, skal
ég segja þér. Ég var mikið notaður
af ríkinu til ferðalaga erlendis þar
sem ég kenndi, t.d. skák. Ég var
ágætlega mælandi á ensku og var
því óspart notaður. Hvernig sem á
því stóð var ég sendur aftur og aft-
ur þrátt fyrir þá staðreynd að ég lét
aldrei vel af búsetunni í Sovét-
ríkjunum. Ég meira að segja lét
mig hafa það, að gagnrýna eitt og
annað í stjórnkerfi landsins, en það
var látið óátalið.
Svo kom sá dagur að ég hugsaði
með mér að kominn væri tími til að
gera eitthvað róttækt. Það má vel
vera að flótti minn hafi komið sér
illa fyrir einhverja í Sovétríkjun-
um, en hinu er ekki hægt að neita,
að fjöldi manns gladdist vegna þess
að þeim fannst ég hafa gert eitt-
hvað fyrir sig. Eitthvað, sem al-
múginn á ekki kost á sjálfur, en
gerði hikstarlaust ef tækifæri gæf-
ist.
Fólk í Sovétríkjunum er reiðubú-
ið að taka mikla áhættu til að kom-
ast úr landi. Ástandið þar er ákaf-
lega svipað því sem er í Austur-
Þýskalandi þar sem fjöldi manns
lætur árlega lífið í flóttatilraunum
sínum yfir Berlínarmúrinn. Það
aftrar fólki ekki frá því að reyna,
frá því að skilja jafnvel ailar sínar
eigur eftir og slíta öll tengsl við
ættingja heima fyrir. Þráin í frels-
ið er svo mikil. Með hjálp vestur-
landabúa er hægt að hjálpa fólk-
inu, sem er í raun ekkert annað en
þrælar úrelts kerfis. Fyrr eða síðar
munu ráðamenn reka sig á þá stað-
reynd að þeir eru komnir í blind-
götu og ekki verður lengur haldið
áfram á sömu braut. En á meðan
svo er ekki er utanaðkomandi hjálp
nauðsynleg."
Kerfið er ekki alvont
— Hvernig er kerfið og ráða-
menn þess í reynd?
„Það er í rauninni ógjörningur að
ætla að útskýra það fyrir utanað-
komandi fólki. Menn verða að hafa
verið búsettir í Sovétríkjunum til
að eiga möguleika á að skilja
eitthvað í því. Til fulls verður það
þó aldrei skilið, þó ekki væri nema
vegna þeirrar staðreyndar að
brestirnir í því eru svo margir T.d.
er hagfræði þess svo úrelt að efna-
hagur landsins stefnir í glötun með
sama áframhaldi.
Ég get ekki sagt, að 'kerfið sé al-
slæmt. Vissulega er það ómannúð-
legt í alla staði og útilokað að rata
um vegu þess. Flestir embætt-
ismanna þess eru sáróánægðir með
stöðu sína. Staðreyndin er hins
vegar bara sú að þeir rata ekki um
ranghala kerfisins og geta þar af
leiðandi ekki veitt sér neina björg.
Þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir
eiga að stíga, hvað þá heldur hinn
almenni borgari. Ég ber alls ekki
hatur í brjósti til yfirmanna kerfis-
ins, ég kenni í brjósti um þá. Þeir
eru aðeins hlekkur í keðjunni og
geta ekkert aðhafst. Fjöldi þeirra
eru prýðismenn en geta ekki losnað
þrátt fyrir einlægan vilja. Brésnev
er t.d. besti náungi utan kerfisins.
Maður, sem lifir fyrir líðandi
stund. F’innst gaman að borða góð-
an mat og drekka gott vín. Það er
hins vegar kerfið, sem gerir hann
að þeirri ófreskju, sem hann er. Ég
veit ekki nema hann myndi verða
einskonar Kennedy ef hann væri í
handarískum stjórnmálum en ekki
sovéskum. Aðstæður eru allar svo
ótrúlega ólíkar."
— Hefurðu orðið var við að reynt
sé að sverta nafn þitt í heimalandi
þínu eftir að þú flúðir land?
„Nei, það hefur ekki verið gert
svo ég viti, en hins vegar hefur
nafn mitt verið strlkað út úr skák-
bókum og ég var t.d. ekki á listan-
um, sem birtur var í Sovétríkjun-
um, yfir 60 bestu skákmenn heims.
Hann var byggður á ELO-stigum
og upplýsingum frá FIDE. Nafn
Victors Korchnoi var hins vegar
þar að finna, sennilega vegna þess
eins að hann var nýlega búinn að
etja kappi við Karpov um heims-
meistaratitilinn í skák. Þetta, að
strika nöfn manna út úr bókum og
skrám, er eitt fjölmargra heimsku-
para kerfisins. Hver maður sér
hversu heimskt þetta er. Hins veg-
ar virðist ekki nokkur vegur að
breyta því.“
Karpov teflir
stöðu sinnar vegna
Talið barst að styrkleika bestu
skákmanna heims og eðlilega bar
heimsmeistarann Anatoly Karpov
fyrst á góma. Alburt tók snögglega
viðbragð. „Karpov teflir ekki vegna
þess að hann hafi svo mikinn áhuga
á skák nú orðið, heldur vegna stöðu
sinnar. Hann er orðinn heims-
meistari og hefur það afar gott í
Sovétríkjunum sem slíkur."
Ég bað Alburt eðlilega að út-
skýra þetta nánar.
„Vissulega er Karpov mikill
skáksnillingur, ég er ekki að segja
það. Hann ásamt þeim Kasparov og
Korchnoi eru næstir í röðinni á eft-
ir undramanninum Bobby Fischer.
Það kemst enginn með tærnar þar
sem hann hefur hælana. Karpov
byggir velgengni sína gífurlega
mikið á tugum ef ekki hundruðum
aðstoðarmanna. Hann hreinlega
lifir eftir forskrift vísindamanna
og sérfræðinga. Hann nærist og
sefur eftir þeirra fyrirmælum.
Karpov er í rauninni heilt fyrir-
tæki. Árangur hans í mótum er ár-
angurinn af undirbúningsvinnu og
aðstoð hjálparkokka hans. Gott
dæmi um þetta er mótið í Buenos
Aires núna. Karpov var með óvenju
fáa aðstoðarmenn með sér og ár-
angurinn var í samræmi við það.
Hann er hættur að kunna að vinna
almennilega. Hann hefur vanist á
það svo lengi að geta tekið lífinu
með tiltölulega mikilli ró, jafnvel í
stórmótum.
Ég tel hinn 19 ára gamla Kasp-
arov vera betri skákmann en Karp-
ov. Eftir tvö ár á ég ekki von á að
nokkur nái að standast honum
snúning. Ef þeir tefldu einvígi
núna, hann og Karpov, án nokkurra
aðstoðarmanna, er ég ekki í nokkr-
um vafa um að Kasparov færi með
sigur af hólmi. Honum hefur hins
vegar verið haldið mjög í skefjum
og það er enginn annar en Karpov,
sem stendur fyrir því að hann fær
ekki að tefla mikið erlendis. Karp-
ov er hygginn og veit á hverju hann
á von. Vald hans er hins vegar svo
mikið nú að hann ræður því sem
hann vill ráða innan skák-
hreyfingarinnar sovésku í nafni
heimsmeistaratitilsins."
Þrátt fyrir að tími Alburts væri
naumur sýndi han engin merki
óróleika. Flugvélin átti að fara eft-
ir rúma tvo tíma, en hann gaf sér
tíma til að leggja áherslu á það,
sem hann taldi mikilvægast fyrir
vesturlandabúa að skilja.
„Fólk verður að fá rétta mynd af
því, sem er að gerast handan við
járntjaldið. Það má ekki fella dóm
yfir öllum Sovétmönnum. Það er
kerfið, en ekki fólkið, sem gerir það
að verkum að hlutirnir eru eins og
þeir eru í dag. Fólkið er aðeins
þrælar kerfisins. Kerfið er ger-
samlega úr sér gengið og ráðamenn
eru að vakna til vitundar um það. Á
síðari árum hafa þau aðeins slakað
á krumlunni, en ekki nema vegna
brýnnar nauðsynjar. Sovétríkin
verða að halda góðum viðskipta-
tengslum við vestræn ríki og í því
augnamiði hafa þau t.d. boðið
hljómlistarmönnum að spila þar.
Það er eitt dæmið um að kerfið er á
undanhaldi. Það er hægt að breyta
því og gera lífið þannig að unnt sé
að lifa því án þess að búa við stöð-
ugan ótta. En sú breyting verður
ekki án hjálpar frá vesturlanda-
búum,“ sagði læv Alburt.
— SSv.