Morgunblaðið - 07.03.1982, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
Stórt hús við Brautarholt.
Skuggalegt. Á þriðju hæð
stendur letrað á hurð:
Saumastofan Kólíbra. Við bönkum
uppá. Stór maður og þrekinn birt-
ist í gættinni og réttir fram
hramminn: Jæja, svo þú hefur
fundið þetta!
Þetta er Jóhannes Jóhannesson.
Hann hefur hreiðrað hér um sig í
ágætri stofu.
Það er ekki bægslagangurinn á
Jóhannesi, sem er eins gott, svo
stór sem maðurinn er vexti.
Það er ekki færibandavinna á
þessu heimili, segir hann: Ég
dunda mér við þessar myndir mín-
ar: Kannski með tíu í takinu í einu
og á nokkrum mánuðum klára ég
kannski þrjár — ef vel gengur. Ég
er nú ekki búinn að fást við þetta
nema í 40 ár, svo það er eðlilegt að
maður sé dálítið seinn! Ég vil ekki
lifa af því að mála. Blessaður
vertu, það er hægur vandi að lifa
af málverkinu. Maður þarf aðeins
að laga sig lítillega eftir markaðn-
um og þá er maður ofaná í lífinu.
En ég kæri mig ekki um það. Ég er
upptekinn af öðru.
En lifibrauðið?
Ja, ég hef nú verið viðloðandi
Listasafnið í mörg ár og svo sel ég
nú alltaf eina og eina mynd. Helst
á Septem-sýningum. Svo gleymist
maður á milli, nema maður rífi
kjaft — eða sé í framboði! Þegar
við Valtýr vorum suður á Italíu
eitt sinn, þá sagði Valli jafnan um
leið og hann opnaði augun á
morgnana: Haltu kjafti, Jóhannes!
Það var ágætt hjá honum — ég
sagði enga vitleysu á meðan. En ég
vil vera sjálfráður að rífa kjaft í
mínum myndum. Það getur eng-
inn bannað mér. Og þar vil ég
helst rífa kjaft. I sambandi við
lifibrauðið, þá man ég eftir
djassmanni sem talað var um í út-
varpið nýlega. Hann elti ekki tísk-
una sá og sagði: Það er allt í góðu
lagi. Það liggur ekkert á. Fólk
kann að meta þetta, sem maður er
að gera, eftir 10—20 ár. Það er
eins í myndlistinni. Nú eru til
dæmis gamlar Septem-myndir,
sem maður málaði kannski fyrir
20—30 árum, nú eru þær orðnar
eftirsóttar. Og það eru myndir
sem maður var hundskammaður
fyrir að mála á sínum tíma. En
auðvitað er æskilegt að geta lifað
af málverkinu ...
Jóhannes þagnar.
Nei, það er andskotann ekkert
æskilegt. Það er hreint út sagt
bölvað! Ég vil engu fórna í mál-
verkinu fyrir afkomuna. Mér
myndi finnast sem ég væri að
svíkja. En hið breiða pöbblíkum
skilur ekki slíkt. Það eru ekki allir
eins og Gunnar í Geysi. Stór-
merkilegur maður! Við ættum hér
góða gagnrýnendur, ef þeir hefðu
ekki nema brot í sér af Gunnari
heitnum. En hvernig er það? Er
ekki annar hver íslendingur far-
inn að mála og halda sýningu?
í húsi listmálara
Morgunblaðið/Emilía
Það er svo sem ágætt — en það er
leiðinlegt að fólkið skuli ekki hafa
meira gaman af því að mála. Það
virðist hafa mestan áhuga á því að
sýna. Og það er slæmt. Guðmund-
ur heitinn Finnbogason sagði að
það væri hollt að mála. Og í þá
daga var nú ekki farið að tala um
stress! En svona þér að segja, þá
veit ég nú ekki hversu hollt það er.
Það er sko engin skemmtun að
mála. Það finnst okkur ekki sem
þykjumst taka málverkið alvar-
lega. Ef maður heldur að eitthvað
hafi lukkast sæmilega hjá sér,
sem er nú sjaldan, þá varir sú
ánægja bara svo stutt. Það er
meinið. Við listmálarar eigum í sí-
felldu stríði. Og sigrum aldrei,
heldur töpum misjafnlega stórt.
Nú tryllist fiskifluga í loftinu og
við lítum báðir upp.
Hún heldur bara það sé komið
vor, þessi, segir Jóhannes: Það er
skemmtilegt þegar fer að birta.
Það mætti segja mér að það sæist
á myndunum mínum. Hér er
prýðileg birta, ég er á móti suðri,
eins og þú sérð og það er komið
svo að maður getur farið að pota á
léreftið uppúr klukkan átta á
morgnana. Það er orðið svo bjart.
Þú ert með heljar miklar
hljómflutningsgræjur hér hjá
þér?
Já, ég hlusta mikið á tónlist
meðan ég er að fást við málverkið.
Hann sagði nýverið í útvarpið
hann Stefán frá Möðrudal að mús-
ík og málverk væri skylt. Auðvitað
ekki sá fyrsti sem segir það, en
hann hefur á réttu að standa kall-
inn fyrir því. Einu sinni var fræg
sýning á norrænni myndlist í
Rómaborg. Skömmu eftir að henni
lauk fékk ég upphringingu utanaf
Atlantshafi. Þar var þá ítalskur
maður um borð í Gullfossi á leið
til íslands og hann bað mig að
taka á móti sér þegar hann kæmi
til Reykjavíkur. Eg fór niður á
bryggju og tók á móti skipinu og
þessum ítalska manni. Hann
kvaðst hafa séð sýninguna í Róm
og fljótlega spurði hann mig hvort
ég hlustaði mikið á tónlist. Ég
kvað já við því og þá spurði hann
mig hvort ég hefði hlustað á Boris
Guddinof þegar ég málaði tiltekna
mynd á sýningunni. Og svo ein-
kennilega vildi til að það hafði ég
einmitt gert. Mér hefur alltaf
fundist skrítið að hann skyldi
segja þetta maðurinn. Kjarval
hefði sagt að hann væri svo gáfað-
ur!
J.F.Á.
Vonbrigði
Hljóm
otur
EL
3
Finnbogi Marinósson
Journey
Escape
(’BS 85138.
Ekki verður annað sagt en
að Escape, nýjasta breiðskífa
Journey, hafi valdið mér
nokkrum vonbrigðum. Þetta
er 9. plata hljómsveitarinnar
og af henni eru nú þrjú lög
sem heiðra vinsældalista
vestan hafs með nærveru
sinni. Það mætti ætla að
þetta væru nóg meðmæli til
að halda að hér væri góð
plata á ferðinni. En hvað ger-
ist þegar platan er komin á
spilarann og hann farinn að
snúast?
„Don’t stop beliving",
fyrsta lag plötunnar, gefur til
kynna að platan sé þrælgóð.
Lagið er þægilegur rokkari
sem er grípandi og söngur
Steve Perrys gefur laginu
sterkan og sérstakan blæ. En
næstu lög standa hinu fyrsta
langt að baki. Þau eru öll
fremur róleg og höfða rriikið
til lélegs tónlistarsmekks,
eru næstum væmin. Það er
ekki fyrr en búið er að snúa
plötunni við og lagið „Lay it
down“ byrjar að athyglin
vex, en þegar líður á seinni
hliðina er of seint í rassinn
gripið og aðeins eitt annað
lag stendur uppúr, „Dead or
alive". Tvö síðustu lögin falla
svo í sama farveg og flest lög
fyrri hliðar.
Ekki veit ég hvað veldur að
hljómsveit eins og Journey
sendir frá sér eins máttlausa
plötu og „Escape". Hljóm-
sveitin getur gert betur og
hefur sýnt það. Að vísu verð-
ur að taka tillit til að þeir
spila amerískt rokk en samt
verður það ekki betra nema
því fylgi kraftur og ánægja.
í stuttu máli er hægt að
segja að platan sé ærið mis-
jöfn, annað hvort kraftmikil
og skemmtileg eða þung-
lamaleg og hræðilega leiðin-
leg.
FM/AM.
„Hef sungið mikið frá
því ég var krakki“
- spjallað við Katrínu Sigurðardóttur
KATRÍN Sigurðardóttir heitir
ung söngkona, og píanóleikari
reyndar líka, frá Húsavík, sem
leikur eitt af aðalhlutverkunum
í söngleiknum „Meyjarskemm-
an“, sem frumsýndur verður í
lok næsta mánaðar. Hennar
tónlistarnám hófst á Húsavík
fyrir Iti árum. Hún kom suður
til Keykjavíkur 16 ára að aldri
og hóf nám í píanóleik við
Tónlistarskóla Reykjavíkur. En
hvað kom til að hún fór að læra
að syngja?
„Til þess að ljúka námi sem
tónmenntakennari," sagði
Katrín Sigurðardóttir í sam-
tali við blm. Morgunblaðsins,
„þarf vissa undirstöðumennt-
un í söng. Þar af leiðandi
þurfti ég að sækja söngtíma í
Tónlistarskólanum. Smám
saman náði áhuginn á söngn-
um yfirhöndinni. Söngurinn
höfðaði meira til mín. Af
hverju veit ég ekki. Kannski
það að mér finnst hann per-
sónulegri. Ég hef alltaf sungið
mikið frá því ég var krakki og
man að það var mikið grín
gert að mér því mér lá svo
hátt rómur.
Eftir námið í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur fór ég aftur
til Húsavíkur og kenndi þar
við tónlistarskólann og barna-
skólann. Jafnframt því fór ég
suður einu sinni í mánuði í
söngtíma til hennar Þuríðar
Pálsdóttur söngkonu. Eftir
tvö og hálft ár fór ég alfarið
suður að læra söng við
Söngskólann í Reykjavík, og
vann þar með, við undirleik.
Þaðan útskrifaðist ég í fyrra
sem söngkennari."
Svo fórst þú út að læra.
„Já, ég fór út til Svíþjóðar
og var í Stokkhólmi að læra
hjá Karin Langebo. Hún söng
Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós,
sem sett var upp í Þjóðleik-
húsinu hér um árið.“
Hvenær komstu til íslands
aftur?
Katrín Sigurðardóttir
„Það er mánuður síðan ég
kom að utan. Mér var sent
bréf út til Stokkhólms þar
sem mér var boðið að prufu-
syngja fyrir Meyjarskemm-
una. Ég sló til og því fór sem
fór.“
Varðst þú undrandi þegar
þú hafðir verið valin?
„Já, undrandi og ánægð.
Það var spennandi að taka
þátt í prufunni, en svo kom
kvíðinn eftir á. Ég hef aldrei
tekið þátt í neinu svona.“
Hvert er þitt hlutverk í
söngleiknum?
„Ég leik Hönnu nokkra
Tchöll, en hún er dóttir
hirðglermeistarans í Vín.
Hann á þrjár dætur og er hún
yngst þeirra. Söngleikurinn er
að nokkru byggður upp á
sannsögulegum atburðum og
lýsir þáttum úr lífi tónskálds-
ins Schuberts, þar sem Hanna
kemur mikið við sögu.“
Hvernig manneskja er
Hanna?
„Hún er glettin og gáskafull
ung Vínarstúlka. Tilfinn-
ingarík, kannski."
Eruð þið líkar?
„Nei. Við erum uppi á ólík-
um tíma og þar af leiðandi
höfum við ólík sjónarmið,"
sagði Katrín að lokum.