Morgunblaðið - 07.03.1982, Page 26
2 g MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
Vinsældalistar
England — Litlar plötur
1. ( 1) TOWN CALLED MALICE — PRECIOUS/Jam
2. ( 6) THE LION SLEEPS TONIGHT/Tight Fit
3. (17) CENTERFOLD/J Geils Band
4. (11) LOVE PLUS ONE/Haircut One Hundred
5. ( 3) SAY HELLO, WAVE GOODBYE/Soft Cell
6. ( 2) GOLDEN BROWN/Stranglers
7. ( 4) MAID OF ORLEANS/OMD
8. (12) I CAN’T GO FOR THAT/Hall and Oates
9. (36) ’T AIN’T WHAT YOU DO/Fun Boy Three
10. (31) SEE YOU/Depeche Mode
England — Stórar plötur
1. ( 1) LOVE SONGS/Barbra Streisand
2. (35) DREAMING/Ýmsir listamenn
3. ( 2) PEARLS/Elkie Brooks
4. ( 3) ARCHITECTURE AND MORALITY/OMD
5. (23) ENGLISH SETTLEMENT/XTC
6. ( 5) NON STOP EROTIC CABARET/Soft Cell
7. ( 4) DARE/Human League
8. (12) PRIVATE EYES/Hall and Oates
9. ( 7) DEAD RINGER/Meatloaf
10. ( 6) FRIENDS OF MR. CAIRO/Jon and Vangelis
Bandaríkin — Litlar plötur
1. ( 1) CENTERFOLD/J. Geils Band
2. ( 5) OPEN ARMS/Journey
3. ( 3) 4 SHAKE IT UP/Cars
4. ( 6) THAT GIRL/Stevie Wonder
5. ( 2) I CAN’T GO FOR THAT/Hall and Oates
6. (11) I LOVE ROCK’N’ROLL/
Joan Jett and The Blackhearts
7. ( 4) PHYSICAL/Olivia Newton-John
8. (10) MIRROR, MIRROR/Diana Ross
9. ( 8) SWEET DREAMS/Air Supply
10. (13) WE GOT THE BEAT/The Go Go’s
Bandaríkin — Stórar plötur
1. ( 1) FREEZE-FRAME/J. Geils Band
2. ( 3) HOOKED ON CLASSICS/
Royal Philharmonic Orchestra
3. ( 2) ESCAPE/Journey
4. ( 4) 4/Foreigner
5. ( 6) PRIVATE EYES/Hall and Oates
6. ( 5) TATTOO YOU/Rolling Stones
7. ( 8) GHOST IN THE MACHINE/Police
8. ( 9) BEAUTY AND THE BEAST/The Go Go’s
9. ( 7) FOR THOSE ABOUT TO ROCK/AC/DC
10. (10) PHYSICAL/Olivia Newton-John
John Hall og Daryl Oates gera þaö gott á breiðskífulistunum
beggja vegna Atlantsálanna.
Kóngur maura-
þúfunnar vinsæll
Adam yfirmaur hefur í nógu aö snúast
Adam vinur okkar Ant, kon-
ungur mauraþúfunnar, er
hreint út sagt meö ólíkindum
vinsæll. Hann og flokkur hans
voru þeir, sem stálu senunni
gersamlega í útnefningu
brezka tónlistartímaritsins
Music Week fyrir framlag þeirra
á síðasta ári. Er niðurstaðan
byggð á bresku sölu- og vin-
sældalistunum.
Plata mauranna, Kings of the
Wild Frontier, var kjörin plata
ársins í fyrra og tvö lög af henni,
Stand and Deliver og Prince
Charming, voru í 2. og 3. sætinu
yfir vinsælustu lög ársins. Enn-
fremur voru þeir maurar sölu-
hæstir allra í Englandi í fyrra —
jafnt á stórum plötum sem og
litlum. Á hæla þeirra kom Stebbi
skjálfandi „Shakin’ Stevens” og í
þriöja sæti kom Mannlega deild-
in (Human League). Sá flokkur
var einnig útnefndur sá efni-
legasti i Englandi.
Þaö er margt, sem fylgir
frægöinni, annaö en álag og
áhyggjur. Á meöfylgjandi mynd-
um má sjá hvar sjálf Elísabet
drottning tekur í spaðann á yfir-
maurnum á mikilli skemmtun
sem haldin var í Lundúnaborg
eigi alls fyrir löngu. Þar var m.a.
rakin í stuttu máli saga rokksins
sl. 25 ár. Á milli þeirra Betu og
Adams er söngkonan Lulu
skælbrosandi.
Á hinni myndinni sjáum viö
Adam yfirmaur með annarri
mjög svo frægri, en ekki eins tig-
inborinni persónu, Liza Minelli
heitir hún, og ekki ber á ööru en
Adam meö fjaöraskrautið falli
henni vel í geö. — SSv.
Tvennir tón-
leikar hjá
Þrumuvagninutn
Þrumuvagninn heldur tvenna
tónleika í næstu viku. Þeir fyrri
verða í svonefndu Reykholi þeirra
menntskælinga viö Sund á miö-
vikudag kl. 20.30 og daginn eftir
treöur flokkurinn upp í Kvenna-
skólanum. Þrumuvagninn lék viö
góöar undirtektir á Óöali á fimmtu-
dagskvöld. Greinilegt er aö sterk
frammistaða hljómsveitarinnar á
afmælishátíö FÍH hefur fært henni
byr undir báöa vængi, eöa ættum
viö kannski aö segja aukiö loft í
hjólbarðana. — SSv.
Enn ein safnplatan á
leiðinni frá Steinum
Ozzy Osbourne er stöðugt í frétt-
unum.
fyrirtækinu. Krefjast þeir
greiöslna fyrir tillegg þeirra á nýju
plötu Osbourne, Diary of a Mad-
man. Eitthvað mun hafa staöiö á
þeim til þessa.
— O —
ABBA-kvartettinn var fyrir
skemmstu harölega gagnrýndur í
Sovétríkjunum er myndin ABBA
The Movie var sýnd þar. Voru
skötuhjúin sökuö um að vera
ruddaleg, hræsnisfull og ofan á
allt legöu þau áherslu á aö pen-
ingar skiptu öflu máli í lífinu. Ekki
þarf að taka þaö fram aö árás
þessi er vafalítiö fram komin
vegna þátttöku ABBA i Reagan-
þættinum um Pólland. Rússinn
gefur sig ekki.
— O —
Sandur af plötum frægra tón-
listarmanna og hljómsveita er
væntanlegur á næstunni. Má þar
nefna Peter Gabriel, Blondie,
Mike Oldfield, Jona Lewie, UFO,
Fun Boy Three, svo þaö helsta sé
tínt fram.
Nú mun vera væntanleg enn
ein safnplatan frá Steinum. Fyrir-
tækið hefur þegar sent frá sér
a.m.k. einar þrjár slíkar og hafa
þær fallið í góðan jarðveg, ekki
hvað síst vegna lágs verðs.
Plata Bodies
kemur á mánudag
PLATA Bodies, sem menn geröu
sér vonir um, að kæmi í verslanir á
fimmtudag, taföist örlítið einhverra
hluta vegna. Veröur hún hins vegar
væntanleg á mánudag ef aö líkum
lætur. Eftir því sem tryggar heim-
ildir herma er hér um frísklegt
framtag aö ræða.. Þá mun plata
Þursaflokksins vera á leiöinni nú
þessa dagana og síðar er von á
breiöskífu Egósins.
— SSv.
Eftir rúmlega viku mun landslýö-
ur eiga von á tveggja plötu albúmi,
sem ber nafniö Beint í mark. Á
þessum plötum er aö finna mörg af
vinsælustu lögunum í dag, bæöi
íslensk og erlend. Á meöal flytj-
enda eru Madness, Human Leag-
ue, Mezzoforte, Start, Leo Sayer,
Júnann Helgason, Specials, OMD
og fleiri.
Þá mun vera aö vænta plötu
meö Valla og Víkingunum innan
skamms. Leynd hefur hvílt yfir
þessum upptökum, en hór mun
vera á feröinni lítil plata. Annaö
lagiö a.m.k. er af sænskum ættum,
Oaa hela natten, og heitir á ís-
lensku Uti alla nóttina. Einhver
læddi því aö okkur aö Start-
flokkurinn heföi sést sniglast í
nágrenni viö hljóöveriö á sama
tíma og upptökur fóru fram.
— SSv.
Rokkað við
Austurvöll
Undarleg þvermóöska
dyravaröa Borgarinnar
Það var mikið rokkað
beggja vegna viö Austurvöll á
fimmtudagskvöld. f Óðali
vældi í öllum fjórum hjólum
Þrumuvagnsins og á Borginni
tróðu Spilafífl og Bodies upp.
Undirritaður hélt fyrst á
Borgina til aö berja Bodies
augum. Ekkert varð úr því af
ástæðum, sem koma í Ijós hér
á eftir. Það voru Spilafífl, sem
hófu dagskrána og meö slíkum
bravúr að viðstaddir vissu vart
hvaðan á þá stóö veðriö. Fram-
andi tónlist fjórmenninganna
heltók áheyrendur og voru viö-
tökurnar í samræmi við það.
Greinilegt að Spilafíflin eru
engin fífl, heldur drengir sem
eru aö gera verulega góöa
hluti. Frískleg sviösframkoma
Sævars Sverrissonar, söngv-
ara, ágætis Ijósa-show svo og
öruggur flutningur geröi fram-
lag þeirra eftirminnilegt í meira
lagi.
Frá Borginni var tekið á rás
út á Óðal til aö berja Þrumu-
vagninn augum. Þótt Hlaðan
viröist e.t.v. ekki vera ýkja
ákjósanlegur staður til að troða
upp í tókst Þrumuvagninum að
ná góðu „sándi” og var allt
annað aö heyra til flokksins en
á Borginni forðum þegar undir-
ritaður bölsótaöist sem mest
yfir þeim. Rétt er að benda
sjónvarpseigendum á þátt í
sjónvarpinu í kvöld, sunnudag,
frá FlH-hátíöinni þar sem
Þrumuvagninn stal senunni
með sterku framlagi.
Ætlunin var aö fjalla einnig
um frammistöðu Bodies á
Borginni, en því varð ekki viö
komið vegna þvermóösku
dyravarða hússins. Þótt hingaö
til hafi þaö ekki tíökast, þurfti
undirritaður aö greiða sig inn á
tónleikana, og er í sjálfu sér
ekkert að því aö styrkja
hljómsveitirnar. Ég fór hins
vegar fram á þaö aö fá miöa til
að komast inn aftur er ég yfir-
gaf húsið til að skreppa yfir á
Óðal, svo ég þyrfti ekki aö
greiða mig inn ööru sinni. Þaö
var ekki meö nokkru móti
hægt. Ég sætti mig ekki viö aö
tvíborga mig inn á sömu tón-
leikana og því varð ekkert úr
því aö ég heyrði í Bodies.
— SSv
Finnur kominn
á kreik á ný
Finnur Jóhannsson, fyrrum
söngvari hljómsveitarinnar Cab-
aret, hefur nú aö nýju pússaö
raddböndin og er tekin til viö aö
syngja meö Akranesflokknum Tí-
brá.
Finnur er ekki eini fyrrverandi
meölimur Cabaret í hljómsveitinni.
Valgeir Skagfjörö er helsta drif-
fjöður hennar og semur flest lög
Tíbrár. Tíbrá hefur undanfariö æft
stíft og nýveriö lék flokkurinn í Sig-
túni viö góöar undirtektir. Hafa
þeir sexmenningar hug á að festa
lög sín í plast áöur en langt um
líður.
Ný plata frá
Purrki Pillnikk
Purrkurinn er iöinn viö kolann
um þessar mundir. Þó hljóm-
sveitin hafi enn ekki starfað í eitt
ár hafa þeir nú þegar gefiö út
eina litla og eina stóra plötu.
Og ekki nóg meö þaö. Þeir fé-
lagar hafa nýlokið viö aö hljóðrita
stna þriðju plötu. Hún hefur aö
geyma u.þ.b. 13 lög og var tekin
upp í hljóöveri Þursanna, Grettis-
gati.
Ef allt gengur aö óskum ætti sú
plata aö koma út í næsta mánuöi
og þá ná þeir því aö gefa út þrjár
plötur á 12 mánaöa tímabili. Ekki
svo lítil afköst þaö.