Morgunblaðið - 07.03.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 07.03.1982, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 íslendingar eiga sinn fulltrúa { safninu. Hér er eitt verka Errós. Skúlptúrinn, sem í mínum augum líkist einna mest trommusetti. POMPIDOU-SAFNH) í PAHÍS: Þar mætast allar mögulegar listastefnur undir sama þaki Frá (>nnti Nisscl.s, rrt'llanianni Mlil. í París: Margir Parísarbúar létu í ljós óánægju sína á þeim tíma er ákveðið var hvar Pompidousafnið skyldi standa. Einnig voru inenn ekki að öllu sáttir, er þeir komumst að raun um hvaða tilgangi safnið ætti að gegna. Hvers vegna að byggja nýtt hús, er við höfum það fyrir? „Pen- ingasóun," sögðu menn. Þannig var að í upphafi ákvað franska stjórnin að gefa ákveðna fjárupphæð, sem renna ætti til menningarlegra nota, og skiptast á milli allra borga og smábæja í Frakklandi. Myndu þannig allir nóta þessarar fjárhæðar. En ráða- menn skiptu um skoðun og ákváðu að reist skyldi ein bygging á höf- uðborgarsvæðinu þ.e.a.s. í París sjálfri. Autvitað urðu utanbæj- armenn óánægðir. Parísarbúum þótti byggingin ekki falleg, né heldur falla inn í þetta gamal- gróna hverfi, sem er eitt það elsta í París. Til þess að hægt yrði að reisa safnið, þurfti að ryðja burtu heilli götu sem hét Quincanpoix, ein frægasta vændiskvennagata Parísarborgar. Sumir glöddust, en aðrir ekki, og sjálfsagt hafa ein- hverjir séð eftir sínu franska Grjótaþorpi. I dag sjáum við þarna stóra ný- tískulega byggingu, sem lítur út fyrir að vera byggð úr rörum. Safnið stendur fyrir sínu, sem vel hugsuð menningarmiðstöð og allt- af er fullt úr úr dyrum. Er inn er komið blasir við manni stærðar spjald sem hangir í loftinu af Pompidou sjálfum, fyrrum Frakklandsforseta, en hann var frumkvöðull þess að húsið var byggt. Byggingin sjálf samanstendur af sex hæðum. Neðanjarðar er „Ircam" þar sem samhæfing tón- listar og hljóðeðlisfræði fara fram, en einnig eru þar rannsókn- ir hvað varðar tónsmíðatækni hljóðfæra, mannsraddar og svo frv. Sýningar fara fram í safninu allt árið. Þessa dagana er sýning um París frá árinu 1937—1957 að Ijúka. Þetta er fróðleg sýning og öllu vel skipulega komið fyrir. Annars þarf nokkra daga til að skoða sýninguna vel til hlítar. Kvikmyndir eru í gangi allan dag- inn, sem sýna hörmungar stríðs- áranna, og var ekki laust við að um mann færi hrollur að þeim loknum. Við, sem höfum aldrei haft stríðið, hungrið, kuldann og óöryggið fyrir utan dyrnar hjá okkur eigum erfitt með að skilja slíkt. í safninu er að finna listaverk frægra listamanna, eins og Pic- asso, Dali, og síðast en ekki síst íslendingsins Erró. Það var reglu- lega ánægjulegt að finna verk eft- ir Islending í safninu, þau mættu gjarnan vera fleiri. Auðvelt er fyrir foreldra að koma með börn sín í safnið, þar sem gæsla er á staðnum. Þar finna börnin bóka- safn við sitt hæfi og leikherbergi sérstaklega hönnuð fyrir börn. Eitt fullkomnasta bóka- og plötu- safn sem völ er á hefur húsið að geyma og einnig er hægt að læra öll tungumál þar, meira að segja íslenskuna! Hvað þeir eru margir sem leggja stund á íslensku þar veit ég ekki, en hinsvegar veit ég um þrjá Englendinga og tvo Fransmenn. Það er svo sannarlega þess virði fyrir ferðamenn, sem koma til Parísar, að skrifa Pompidousafnið á minnislistann. En það er ekki einungis safnið sjálft sem vekur athygli, heldur einnig svæðið fyrir framan safnið, sem er venjulega þegar veður leyfir, fullt af allskon- ar listamönnum og málurum sem reyna að veiða vegfarendur til að láta mála sig. Ofast falla ferða- mennirnir fyrir slíkum freisting- um. Tónlistarmenn, einn eða fleiri, spila saman, söngvarar, dansarar og látbragðsleikarar, menn sem gleypa eld, liggja á glerbrotum eða teinum og upprennandi fakírar skemmta áhorfendum. Aðrir kom með stól undir hendinni og halda ræður. Þar ber einna mest á Agu- igui Mona, ritstjóra Le Mona Freres. Þessi maður er vel kunnur Parísarbúum fyrir margar snjall- ar ræður. Líruleikarar láta sig aldrei vanta, og menn koma upp allskonar skúlptúr um svæðið. Eitt eiga allir þessir listamenn sameiginlegt, við áhorfendur lát- um af hendi rakna einn eða tvo franka til þeirra. Einhvern veginn verða þeir að lifa, og sjálfsagt er enn í dag hægt að finna fátæka listamenn í París. Til gamans vil ég geta þess að þennan dag, sem ég lagði leið mína í safnið, sá ég þennan skúlptúr sem myndin er af. Er ég hafði lengi velt því fyrir mér hvað þetta væri nú eiginlega eða hvort þetta ætti að tákna eitthvað ákveðið, vék ég mér að listamann- inum og spurði hvað þetta væri. Hann leit á mig og sagði að það væri alveg augljóst. Ég leit rann- sakandi augum á verkið og sagði: „Þetta kemst næst því að vera trommusett." Listamaðurinn hrópaði upp yfir sig, og baðaði út öllum öngum (hann var franskur), og ég sá ekki betur en hann færi bara að gráta, svo ég hraðaði mér í burtu. En um leið henti ég tíu frönkum í hattinn hans, og er ég sneri mér við sá ég ekki betur en að ofurlítið bros hefði færst yfir andlitið á honum. Eitt verka Picassos á safninu. I.átbragðsleikur á torginu fyrir framan safnið. » wti m m-m tá *i —Aii m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.