Morgunblaðið - 07.03.1982, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.03.1982, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 43 1941. Síðan fór hann til Banda- ríkjanna og settist í háskólann í Washingtonfylki og útskrifaðist sem skógfræðingur að þrem árum liðnum. A sumrin safnaði hann fræi af ýmsum trjátegundum í Al- aska sem honum þótti líklegar til að geta þrifist hér heima. Margar þessar tegundir hafa þrifist hér vel. Að loknu námi kom Vigfús heim og vann að skógrækt um tíma. Hann var ekki sáttur við fram- kvæmd og þróun mála í sínu starfi og hvarf því aftur vestur þar sem hann stundaði ýmis störf um ára- bil, þar til hann hóf að byggja og selja hús. Þegar hann hafði bol- magn til byggði hann nokkur fjöl- býlishús sem hann svo leigði út. Kona Vigfúsar hét Paula McKinnley og var af skoskum ætt- um. Paula var glæsileg kona, en við hjónin kynntumst henni er þau komu hingað í heimsókn til Is- lands árið 1957, þá nýlega gift og ferðuðumst svo með þeim um Bandaríkin í nokkrar vikur og eig- um því mjög góðar minningar frá þeim kynnum. Paula andaðist 1974 eftir langvarandi veikindi. Vigfús hafði sérstakt yndi af ferðalögum og þá ekki síst hér heima. Að ferðast um hálendið var honum hrein lífsnautn. Hann var fróður um jarðsögu íslands og flóru. Honum var tamt að vitna í íslendingasögurnar varðandi gróður fyrr á tímum og bera sam- an við nútímann. Sömuleiðis var honum ofarlega í huga hvaða leið- ir fyrri tíma menn hefðu notað til ferðalaga yfir hálendið landshluta á milli. Ég sem þetta skrifa varð þeirrar ánægju aðnjótandi að eiga mánaðardvöl á hans heimili í sumar sem leið ásamt Stefáni Helgasyni, uppeldisbróður Vigfús- ar, og Oddnýju Jóhannsdóttur, konu hans. Uffi var uppi snemma á hverj- um morgni, útbjó morgunmatinn eins og best varð á kosið hvort heldur var heima eða í ferðalög- um. Alltaf var hann tilbúinn að sulla í sjó, vötnum eða ám eftir því sem á stóð eða fara í fjallgöngur þar sem hann var jafnan fremstur í flokki. Einnig flaug hann með okkur á vél sinni til ýmissa staða. Sist grunaði okkur þá að svo skammt yrði til kveðjustundar. Hann notaði hvert tækifæri til að koma heim hin síðari ár, einkum til að hitta foreldra sína meðan þau voru á lífi, svo og aðra ætt- ingja og vini. Hann var bundinn ættjörðinni þeim böndum sem aldrei rofnuðu og orð hafði hann á því að á Hofi vildi hann hvíla er hann væri all- ur. Sú ósk hans hefur nú verið uppfyllt, Ingunn systir hans kom heim með öskuna, en hann var brenndur ytra að lokinni fjöl- mennri minningarathöfn. Að Hofi var aska hans jarðsett við hlið for- eldra hans þann 14. febrúar í feg- ursta vetrarveðri að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Sóknarprestinum, séra Sigfúsi J. Árnasyni, vil ég fyrir hönd ætt- ingja þakka virðulega athöfn og þeim hjónum báðum fyrir ógleym- anlegar móttökur. Vinum mínum, Stefáni Helgasyni og konu hans Oddnýju, vil ég einnig þakka alla þeirra fyrirgreiðslu og ræktar- semi. Sömuleiðis fyrir erfis- drykkju er þau héldu á heimili sínu í minningu hins látna. Vigfús naut þeirrar gæfu síðustu æviár sín að eiga að náinni vinkonu Fay Roth frá Alberta í Kanada. Þau áttu svo mörg sameiginleg áhugamál að hún hefur mikils misst við fráfall hans. Ég vil þvi votta henni dýpstu samúð mina svo og Ingunni Jakobsdóttur Black, systur hans, Allan, manni hennar, og börnum þeirra, Krist- ínu og Thomasi, ásamt öðrum ætt- ingjum og vinum. Guð blessi ykkur öll. Ég vil svo að lokum þakka frænda mínum alla samfylgd hérna megin grafar og bið honum allrar Guðsblessun- ar á ótroðnum slóðum. Kinar Helgason Ingunn Black og fjölskylda hafa nú stofnað sjóð til byggingar eili- heimilis fyrir íslendinga búsetta í Kaliforníu í minningu Vigfúsar Jakobssonar. íslendingar, sem setjast að er- lendis, eru þekktir fyrir samheldni sína og sterkt félagslyndi. Islend- ingar og fólk af íslenzkum ættum hér við San Francisco-flóann hafa sýnt þennan eiginleika í ríkum mæli. Fjórtánda janúar þessa árs urð- um við fyrir miklu og óvæntu áfalli er Vigfús Jakobsson fékk hjartaslag í svefni og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Hann hafði alltaf verið svo sterkur þátttak- andi i okkar félagslífi og hjálp- samur við einstaklinga á meðal okkar og annarra, að það var erf- itt að ímynda sér félagsstarf okkar án hans. Hans hraustlega og unglega út- lit kom okkur til að trúa því að við ættum eftir að njóta félagsskapar hans í mörg ár í viðbót. En skap- arinn var okkur ekki sammála svo að við sitjum nú í hryggð og minn- umst þeirra ánægjustunda sem við nutum með Vigfúsi. Vigfús var fæddur 2. desember 1921 á Hofi í Vopnafirði, sonur hjónanna Jakobs Einarssonar, prófasts, og Guðbjargar Hjartar- dóttur. Vigfús útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1941 og fór síðan til Bandaríkjanna í háskóla. Útskrifaðist hann með „master“-gráðu í skógrækt frá há- skólanum í Washington-ríki (Uni- versity of Washington, Seattle, Washington State). Hann eyddi nokkrum sumrum í Alaska, á sín- um námsárum, og safnaði fræjum af mismunandi trjátegundum þar, með það fyrir augum að gera til- raunir með þessar trjátegundir á íslandi. Hann tók síðan fræsöfn- unina með sér til íslands og vann þar við skógræktir i tvö ár. Síðan fór hann aftur til Banda- ríkjanna og vann við ýmis störf í Washington-ríki, Oregon og Kali- forníu, þangað til að hann kom sér í byggingarframkvæmdir, þar sem hann byggði og seldi íbúðarhús. Flestar hans byggingarfram- kvæmdir fóru fram í Oakland í Kaliforníu, en hann var þó í stutt- an tíma við byggingar í Seattle í Washington-ríki. Hann byggði einnig nokkur fjölbýlishús og leigði út íbúðirnar. Vigfús hafði mikla aðdáun á villtri náttúrunni og ferðaðist víða í Sierrafjöllunum með bakpoka og svefnpoka. Hann var þrautseigur fjallgöngumaður og hafði mikið gaman af skíðaferðum á veturna. í slíkum ferðalögum með honum kom það í ljós að hann var vel lesinn í náttúruvísindum, ekki að- eins í plöntufræði, heldur einnig í dýrafræði og jarðfræði. Eitt af uppáhalds umræðuefn- um Vigfúsar voru Islendingasög- urnar og var þar augljóst að ekki aðeins hafði hann lesið sögurnar spjaldanna á milli, heldur fylgdist. hann vel með síðustu rannsóknum og skýringum frá sögutímabilinu. Flugmaður var hann líka og naut hann þess að fljúga með kunningja og langfara frá Islandi fram og til baka hér á vestur- strönd Bandaríkjanna, í flugvél, sem hann átti. Vigfús var njeð afbrigðum ötull starfsmaður í Islendingafélaginu hér í Norður-Kaliforníu (The Ice- landic Society of Northern Cali- fornia). Hann var oft í stjórn fé- lagsins og formaður þess í mörg ár. Hann var mjög hjálpsamur og trygglyndur maður og kom það sérstaklega fram í þeirri aðstoð, sem hann veitti fólki sem var ný- komið að heiman og þurfti að venjast nýja umhverfinu. Eftir andlát Vigfúsar létu margir leigj- endur hans i Ijósi sömu tilfinn- ingar um hjálpsemi hans og skiln- ing á þeirra vandamálum. Vigfús var giftur Paulu McKinnley, sem dó árið 1974 eftir langvarandi sjúkdóm. Nánustu eftirlifandi ættingjar hans er fjöl- skylda systur hans. Eru þau Ing- unn Jakobsdóttir Black, maður hennar Alan, og börn þeirra Kristín og Thomas. Allir íslendingar á þessu svæði láta í ljósi sína einlægustu samúð með fjölskyldunni og öðrum ætt- ingjum vegna andláts Vigfúsar. Ingvar Olafsson, Livermore, Kalifornía. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Alúðar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför GUDRUNARHELGADÓTTUR fré ísafirði. Valgeröur Stefánsdóttir, Aöalsteinn Jónsson, Sigríöur Stefénsdóttir, Karl Guðmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegustu þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, JOHANNSAGNARSJÓHANNSSONAR, Tunguvegi 48, Hrefna Bjarnadóttir, dastur, tengdasynir og barnabðrn. Hulda Þórðardótt- ir - Minningarorð Fædd 7. mar.s 1910 Dáin 27. janúar 1982 Hulda Þórðardóttir, sem lengst ævi sinnar bjó að Veltusundi 3 í Reykjavík, andaðist í Landakots- spítala 27. janúar sl. Hún var jarð- sungin frá Dómkirkjunni 9. febrú- ar af frænda sínum sr. Óskari J. Þorlákssyni. Árla morguns, föstudaginn 22. janúaar mætti Hulda eins og hún var vön til vinnu á bókbandsverk- stæðinu í Brautarholti 28, en þar var vinnustaður hennar síðustu árin. Samstarfsfólk Huldu grun- aði ekki að þessi föstudagur yrði síðasti samverudagurinn, enda þótt öllum mætti vera ljóst, sem þekktu hana, að hún var ekki heil heilsu hin síðari ár. Hulda var fædd í Reykjavík 7. mars 1910 og hefði því í dag orðið sjötíu og tveggja ára. Móðir henn- ar var Rannveig Sverrisdóttir, ættuð úr Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu, en hún og sr. Óskar J. Þorláksson, fyrrum dómkirkjuprestur, voru systkina- börn. Faðir hennar var Þórður Magnússon, bókbindari, sem lengi var verkstjóri í bókbandi ísafold- ar. Hálfsystkini Huldu, börn Þórð- ar, eru þrjú á lífi, Lilja og Geir, búsett í Reykjavík og systir í Danmörku. Hulda ólst upp með móður sinni og voru þær mæðgur mjög sam- rýndar. Þær bjuggu saman alla tíð, en Rannveig lést 1961. Þegar Hulda var sjö ára flutti hún með móður sinni í hús Thorvaldsensfé- lagsins að Veltusundi 3 og bjóð þar æ síðan. Móðir hennar gerðist húsvörður og tók Hulda við því starfi. Félagskonur Thorvaldsens- félagsins kunnu vel að meta ósérplægni og trúmennsku Huldu. Það kom greinilega í ljós á útfar- ardegi hennar, þegar félagið heiðraði minningu hennar að lok- inni athöfn í Dómkirkjunni með því að bjóða kirkjugestum til erf- isdrykkju að Hallveigarstöðum. Sautján ára að aldri mun Hulda hafa byrjað að vinna í bókbandi, fyrst i Félagsbókbandinu en síðan í bókbandi Hóla, sem þá var til húsa í Þingholtsstræti 27. Þar vann hún í rúmlega tuttugu ár. En þegar Bókbandsstofan örkin var stofnuð og breytingar urðu á að- setri Hóla, réðist Hulda þangað og hóf vinnu hjá Örkinni í mars 1974. Það er ómetanlegt fyrir hvert fyrirtæki að hafa fólk í vinnu, sem hægt er að bera traust til og kann tök á verkefnum sínum. Þetta á ekki síst við um nýtt fyrirtæki, sem á alla velgengni sína og fram- tíð undir trúmennsku og dugnaði starfsfólksins. Það var því mikið lán fyrir Örkina, þegar Hulda, ásamt fleiru vönu og duglegu fólki, réðist til þessarar nýju bókbandsstofu. Hulda var einstaklega kappsöm og dugleg til vinnu. Hún mat mik- ils að fólk sýndi árvekni og heið- arleik í starfi, enda var hún sjálf gædd þeim eðliskostum í ríkum mæli. Hún var dul og einræn að eðlisfari, en þrátt fyrir það átti hún auðvelt með að blanda geði við vinnufélaga sína og skapa glaðværð og létt andrúmsloft á vinnustað. Ávallt var hún með þeim fyrstu til vinnu á morgnana og hún bar hag fyrirtækisins sem hún vann hjá fyrir brjósti og vildi veg þess sem mestan. Nú hefur Hulda Þórðardóttir lagt upp í þá ferð, sem okkur öll- um er búin. Samstarfsfólkið kveð- ur hana með þakklæti í huga. Megi blessun guðs fylgja henni og leiða í ljós æðri tilverusviða. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Elíasson. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför MAJOR SVÖVU GfSLADÓTTUR. Svava Eyland, Elíaa Elíasaon, Jenný Eyland, Reynir Þorleifsson, Béra Helgadóttir, Ómar Sæmundsson, Þorsteinn Eyland, barnabarnabörn og systkinabörn. + Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúö viö fráfall og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur. ömmu og langömmu, ÖNNU SVEINSDÓTTUR, Miótúni 90. F.h. aöstandenda Sigríöur Oddsdóttir, Þórarinn Oddsson. Sendiráð Bandaríkjanna, Laufásvegi 21 og Menning- arstofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16 veröa lokuö eftir hádegi, mánudaginn 8. marz, vegna jaröarfarar Guðrúnar M. Ingimundardóttur Humphreys + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, petrInar GUDNÝJAR NIKULÁSDÓTTUR, Félkagötu 20 b. Ómar Magnússon, Anna Steingrímsdóttir, Hafsteinn Magnússon, Gróa Guöjónsdóttir, Þórunn Magnúsdóttir, Halldór Vigfússon, Sigríöur J. Alexander, Frank Alexander, Jón Magnússon, Kristrún B. Hélfdanardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.