Morgunblaðið - 07.03.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
45
gerði okkur mikið gagn og ég
vann þar eins og hver annar.
Þá er ég búinn að vera 50 ár í
kirkjukór og hef haft ómælda
ánægju af því, en frændi minn,
Jónas Sigurgeirsson á Helluvaði,
er búinn að vera í kring um 65 ár
í kórnum. Hann er áttræður og
syngur nú bassa en var lengi vel
tenór. Kona hans, Hólmfríður
ísfeldsdóttir, er fimm árum eldri
en ég og hefur verið nokkru leng-
ur en ég í kirkjukór Skútu-
staðakirkju. Ég hef mjög gaman
af að syngja sálma en við syngj-
um margt fleira og gerum sitt-
hvað til skemmtunar.
Jú, ég hef alltaf haft gaman af
vísum þó ég hafi ekki ort sjálfur,
hef ekki fundið andann til
hvatningar þó maður hafi hnoð-
að saman eina og eina. Jón Hin-
riksson afi minn var vel hag-
mæltur og móðir mín einnig, en
það var sagt að ég stæði ekki
undir nafni. Ég lærði mikið af
vísum eftir Pétur í Reynihlíð,
allavega vísur. Oft var hlegið að
þeim fyrir hnoð en einnig voru
góðar vísur. Geirfinnur bróðir
minn var kallaður Finnur af
Pétri. Þeir voru einu sinni að
byggja hesthús við gangna-
mannakofa við Nýjahraun, þetta
var 15 hesta hús. Strákur var 15
ára, en Pétur var mikill að
manni. Pétur reiknaði út steina-
fjöldann í bygginguna og það
stóðst. Þeir voru tvær vikur að
vinna þetta verk á meðan þeir
pössuðu féð.“
„Ég er orðinn
angurvær"
„Vísur Péturs þurfa umsögn,
en hér eru nokkrar.
Þó að flísi Finnur stein
furðar dísir eigi.
Brátt á að rísa bygging ein
blakk svo hýsa megi.
Þetta finnst mér góð vísa, en
hér er ein um Finns-nafnið og
Geirfinn:
Þó að gamli garpurinn
gangi nú ekki meira.
Eigum við þó auman Finn
í honum litla Geira.
Hér er ein um það þegar Pétur
beið Geirfinns í kofa:
Ég er orðinn angurvær
út af neyð og tapi.
Finnur horfinn, farnar ær,
fann ég tvær í krapi.“
Vináttan hafin
yfir ríginn
„Jú, oft er mannlífið hér með
tilþrifum. Það var talið að hér
hafi verið menningarlíf fyrr á
árum, enda félagsskapur ýmis-
konar og ungmennafélagið hóf
félagsstarf árið 1904 þótt það
væri ekki stofnað fyrr en 1909.
Það má segja að á milli sveit-
arhluta hafi verið sveitarrígur,
en alltaf hafa þó verið góðir vin-
ir handan þeirrar línu ef línu
skyldi kalla. Metingur og rígur
er að sjálfsögðu fastur liður á
sinn hátt, en vináttan hefur ver-
ið hafin yfir slíkt að langmestu
leyti. Auðvitað hljóma ekki allir
saman en það er gott mannlíf
hér.
Hér var stofnað lestrarfélag
1958 og bókaval kom með því,
skandinavískar bækur lásu
menn hér hiklaust, á dönsku,
norsku og sænsku, þótt þeir
hefðu aldrei lært neitt. Mamma
las til dæmis öll málin hiklaust."
Veiðimadur,
en ekkióður
veiðimaður
„Hér hefur aldrei verið sterk-
ríkt fólk, en það hefur heldur
aldrei átt við verstu fátækt að
glíma og vatnið hefur skilað
mörgum bitanum, það er áreið-
anlegt. Allir gengu á dorg og
margar bröndurnar veiddu þeir
ýmsir. Langafabróðir minn sagði
að Mývetningar hefðu ekki verið
menn með mönnum hér áður ef
þeir hefðu ekki átt silunginn,
Austurfjöll og Jón Sigurðsson
frá Gautlöndum. Jón var ráðrík-
ur, ofstopi á sinn hátt, en fram-
tak hans til Kaupfélags Þingey-
inga er ómetanlegt. Þá hefur sil-
ungurinn alla tíð verið ómetan-
legur og ég hef aldrei vitað til
þess að hér um slóðir hafi farist
maður úr hungri eins og algengt
var víða um land í hallærum.
Vatnið hefur lengi verið lífæðin
hér, oft meiri en nú að vísu, því
ég tel að um ofveiði hafi verið að
ræða í því og illan grun hef ég
um að eitthvað komi nú í það frá
verksmiðjunum sem spilli því.
Ég tel óvarlega farið í þessum
efnum og mætti taka þar á
miklu fastari tökum.
Jú, ég tel mig veiðimann og
mest hef ég veitt ásamt öðrum
manni um 600 silunga á fyrir-
drætti, nánar tiltekið veiddum
við 585 silunga í 15 dráttum.
Veiðimaður er ég, en ekki óður
veiðimaður, ég vil ekki ganga of
nærri stofninum."
Grein: Árni Johnsen
Kristín Guðlaugsdóttir
— Kristján Pálsson 79
Björn Friðþjófsson
— Jósteinn Kristjónsson 72
Árni Valsson
— Pálmi Oddsson 60
Ólafur Jónsson
— Daníel Jónsson 57
Meðalskor 0
Afmælishóf
Bridgefélags
Reykjavíkur
Að loknu afmælismóti Bridge-
félags Reykjavíkur laugardaginn
13. mars nk. heldur félagið af-
mælishóf í Kristalsal Hótels
Loftleiða og hefst það með
borðhaldi kl. 20.30. Veislustjóri
verður Gylfi Baldursson. Krist-
inn Bergþórsson syngur einsöng
við undirleik Sigfúsar Halldórs-
sonar, Jakob R. Möller rekur
nokkra þætti úr sögu félagsins á
siðari árum og afhent verða
verðlaun fyrir afmælismót fé-
lagsins. Að lokum leikur
hljómsveit Hreiðars Ól. Guð-
jónssonar fyrir dansi. Gestir
samkomunnar verða hinir
þekktu erlendu gestir, sem hér
verða á Bridgehátíð 82 í boði fé-
lagsins og Flugleiða.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Domus Medica þriðjudaginn 9.
mars frá kl. 18.30. Gamlir og ný-
ir félagar eru eindregið hvattir
til að fjölmenna á hófið.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Nú er aðeins einu kvöldi ólokið
í stóra barometernum hjá deild-
inni og er staða efstu para nú
þessi:
Jón G. Jónsson
— Magnús Oddsson 719
Jóhann Jóhannesson
— Kristján Sigurgeirsson 592
Bergsveinn Breiðfjörð
— Tómas Sigurðsson 522
Kristófer Magnússon
— Ólafur Gíslason 482
Guðjón Kristjánsson
— Þorvaldur Matthíasson 472
Ása Jóhannsdóttir
— Sigríður Pálsdóttir 387
Halldór Helgason
— Sveinn Helgason 374
Ólafur Valgeirsson
— Ragna Olafsdóttir 364
Benedikt Björnsson
— Magnús Björnsson 336
Yngvi Guðjónsson
— Halldór Jóhannesson 299
Síðustu loturnar verða spilað-
ar á fimmtudaginn í Hreyfils-
húsinu kl. 19.30 stundvíslega.
Hér sést lítill hluti þeirra fjölmörgu og ólfku seglbáta frá sýningunni í Bella Center.
Allt sem þarf
til siglinga
Guðný Bergsdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn
NÝLEGA var haldin geysistór al-
þjóðleg bátasýning { Bella Center í
Kaupmannahöfn. Auk allra teg-
unda segl- og vélbáta, var þar að
fínna hinn margvíslega útbúnað er
slíkir bátar þurfa, vélar hverskon-
ar, senditæki og annan tækniút-
búnað, björgunarútbúnað og svo
auðvitað fatnað fyrir sjómenn.
Auk hins nauðsynlega björg-
unarvestis, sem í dag finnast
ótal margar tegundir af, var á
sýningunni að finna t.d. regn- og
gúmmífatnað og galla, einnig
vatnsþétta heilgalla, frakka og
jakka, peysur, skyrtur og buxur,
svo og nýtískulegan sportklæðn-
að bæði fyrir karla og konur. ör-
yggið er framar öllu til sjós,
hvort sem átt er við frístunda-
sjómenn eða atvinnusjómenn.
Hlýr, en jafnframt léttur og
þægilegur klæðnaður, sem ekki
hindrar hreyfingar sjómannsins
um borð, er nauðsynlegur hvort
sem um er að ræða togarasjó-
mann eða seglbátssjómann.
Dönsk fyrirtæki hafa um ára-
bil staðið framarlega í röð þeirra
fyrirtækja sem framleiða fyrsta
flokks klæðnað fyrir sjómenn og
framleiðslan hefur hlotið lof á
alþjóðlegum markaði.
Hér yrði of langt mál að telja
upp allar nýjungar, er fram
komu á þessu sviði á umræddri
sýningu, en ein af þessum nýj-
ungum er frá fyrirtækinu
RUKKA í Roskilde, sem kynnti
nýja „seríu“ er hlotið hefur
nafnið Race. Þar á meðal er heil-
galli í nýju en margreyndu efni,
sem er vatnsþétt, en tryggir þó
um leið að líkaminn getur „and-
að“. Gallinn fæst í mörgum lit-
um.
í Race-seríunni eru einnig
margar tegundir björgunar-
vesta, meðal annars eitt er kall-
ast „Off-shore“ og er bæði létt,
þægilegt og lítur vel út. Það fæst
í mörgum litum og heftir hvergi
hreyfingar iíkamans.
Lítið danskt fyrirtæki, „Sea
Stoes“, frá Frederikssund kynnti
nýja tegund úlpu eða frakka,
„Tensons Himalaya- og Norður-
sjávar-frakkinn“ eins og hann
hefur verið kallaður. Frakkinn
er með áfastri hettu, er hægt er
að draga saman og breiður kant-
ur á henni varnar að snjór/sjór
komi í andlit mannsins. Frakk-
inn er með mörgum ásaumuðum
vösum, einnig á ermum og lokast
bæði með rennilás og hnöppum.
Þrátt fyrir þykktina er hann
léttur og hentugur við vinnu t.d.
um borð í skipi/báti.
Tískuklæðnaðurinn er í hinni
hefðbundnu „sailor-línu“, þ.e.a.s.
mest í dökkbláu og hvítu og t.d.
þverröndóttar peysur og blússur
í þeim litum.
Sýningaraðilar voru um 600
frá rúmlega tuttugu löndum, er
sýndu framleiðslu sína í Bella
Center. Auðvitað er verðið eins
ólíkt og allar þær tegundir báta
sem þarna voru, t.d. kostar ódýr-
asta róðrar-kænan tæplega 1000
dkr. Og svo var dýrasta snekkjan
með öllum nýjasta siglingarút-
búnaði, viðarinnréttingum og
Tensons Himalaya- og Norðursjávarfrakkinn, nefnist þessi hlýi klæðn-
aður, sem um leið er þó léttur og hentugur til útivinnu.
Þetta er hið vinsæla seglbretti,
„sailboard“, íþrótt sem á vaxandi
vinsældum að fagna á Norðurlönd-
um. Heimsmeistarinn, Daninn
Tim Agesen, sýnir hér listir sínar í
rúmlega 20 metra langri laug, er
sett var upp í tilefni sýningarinnar.
Blástursvél ein mikil sá um, að
nógur vindur væri í seglinu!
þægilegustu húsgögnum, full-
komnu eldhúsi, baðherbergi og
svefnplássi fyrir 6—8 manns,
hátt upp í milljón danskra
króna. Óg svo allt þar í milli.
Framfarir á sviði tækninnar
eru gífurlegar og þá ekki síst á
sviði senditækja. Danska fyrir-
tækið SP RADIO kynnti t.d. nýtt
tæki fyrir minni báta. Nefnist
það Sailor VHF og er gert fyrir
55 alþjóðlegar VHF-rásir. Utan-
borðsvélar frá Volvo, Mercury og
fleiri öðrum þekktum fyrirtækj-
um, eru orðnar svo fullkomnar,
litlar og þægilegar, en um leið
sterkar, að svo til hver sem er
getur sett þær í gang og stjórnað
þeim.
„Wind-surfing“ er íþrótt sem á
vaxandi vinsældum að fagna um
alla Evrópu og er þá sérstaklega
átt við seglbrettin eða „sail-
boards". Allt sem til þarf er
svolítill vindur og svo er hægt að
standa á seglbrettinu, stýra því
og sigla um, en auðvitað helst
nálægt ströndum! Það eru nú
þegar fjölmargir segl-brettis-
klúbbar á Norðurlöndum og á
margumræddri sýningu sýndi
ungur Dani listir sínar á slíku
bretti. Hann nefnist Tim Ágesen
og er tvöfaldur heimsmeistari á
seglbretti, auk þess Evrópu-
meistari, Norðurlandameistari
og danskur meistari.