Morgunblaðið - 07.03.1982, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 4 7
allar bólfestu í líkamanum sjálfum. Það er
sem sé líkaminn sjálfur sem elur af sér
krabbameinið, ef þessi kenning er rétt, en
ekki meinið sem ræðst á líkamann. Þar
sem Interferon er komið úr líkamanum
sjálfum má treysta því til að fá líkamann
til að hætta að éta upp sjálfan sig. Þannig
er hin einfalda röksemdafærsla þessa
máls. Talið er að Interferon efli á ný
ónæmiskerfi líkamans þannig að hinar
eðlilegu varnarfrumur (þessar sem taka
viðbragð þegar aðskotahlutur kemur í lík-
amann) dragist að krabbameinssvæðinu
og ráðist þar á illkynjuðu frumurnar og
leggi þær að velli. Krabbameinsfrumur
virðast undir venjulegum kringumstæðum
draga úr baráttuþreki varnarfrumanna en
Interferonið eflir þær og styrkir þannig að
þær ganga í endurnýjun lífdaganna og
verða hinar herskáustu.
En þar sem krabbameinssjúkdómar eru
eins margvíslegir og þeir eru fjölmargir
þýðir ekki að gera ráð fyrir því að hægt sé
að lækna þá í eitt skipti fyrir öll. Skyn-
samlegra er að beina athyglinni að því
hvernig hægt er að meðhöndla þá. Þær
aðferðir sem tiltækar eru koma að veru-
legu gagni þegar um það er að ræða að
minnka æxli og hefta útbreiðslu þeirra. En
ókostirnir eru hrikalegir. Aukaverkanir
eru margvíslegar og lítt þolanlegar. Þær
valda í senn mjög miklum óþægindum og
veikja líkamann. Lyfin hafa að mörgu
leyti neikvæð áhrif, þau vinna ekki síður á
heilbrigðum frumum en krabbameins-
frumum, og hið sama er að segja um
geislameðferðina sem iðulega er jafnmikil
raun og sjúkdómurinn sjálfur.
Interferon drepur ekkert og það er ekki
geislavirkt. Það er ný tegund krabba-
meinsmeðferðar og henni fylgir enginn
svimi, engin uppköst, engar meltingar-
truflanir og yfirleitt ekkert af því sem
fylgir lyfjameðferðinni. Þar að auki kemur
efnið í veg fyrir að sjúklingurinn veikist af
veirusjúkdómum, en það atriði skiptir
mjög miklu máli þar sem dánarorsök
meirihluta krabbameinssjúklinga eru slík-
ir sjúkdómar. Þetta eitt er ærin ástæða til
að setja Interferon á oddinn.
En hvaða aukaverkanir hefur Interferon
þá? Meginuppistaðan í því er eggjahvítu-
efni og það hefur sín áhrif á líkamann.
Áhrifin eru þau helzt að sjúklingamir
kenna máttleysis og lystarleysis. Eftir að
hafa fengið efnið í viku finna margir sjúkl-
ingar fyrir þróttleysi. Þeir hafa ekki lyst á
mat og hafa ekki áhuga á að taka sér neitt
fyrir hendur. Margir fara í geðlægð og
mók sígur á þá auðveldlega.
Tilraunir með músarunga sem fá Inter-
feron frá því að þeir koma úr móðurkviði
hafa leitt í Ijós, að fái þeir tiltekið magn af
efninu hefur það áhrif á lifrina með þeim
afleiðingum að flestir geispa golunni eftir
um það bil viku.
Lykillinn að þessu virðist vera hversu
mikið af efninu er gefið músarungunum,
en enn sem komið er hefur ekki verið leitt
í ljós hvað það er sem gerist fái þeir of
mikið af þvi.
Önnur spurning sem ekki er búið að
svara varðar áhrif Interferons á Kið nátt-
úrulega varnarkerfi líkamans, en eitt og
annað bendir til þess að efnið geti haft
áhrif á hvorn veginn sem er — allt eftir
því hversu mikið er gefið af því og hvenær
það er — þannig að það dragi úr starfsemi
varnarkerfisins eða örvi það.
Þá hefur komið í ljós að Interferon hef-
ur mjög mikil áhrif á ákveðna tegund
efnakljúfa í lifrinni, einkum þegar ung-
bðrn eiga í hlut. Ekki virðist þetta hafa
skaðleg áhrif á heilsu barnanna, auk þess
sem auðvelt var að færa starfsemi efna-
kljúfanna í samt lag. En sú staðreynd að
of mikið Interferon orsakar alvarlega
lifrarskemmd í músum bendir til þess að
efnið geti haft alvarleg skaðsemdaráhrif á
lifur manna, enda þótt vísbending um slíkt
hafi hingað til aðeins komið fram hjá
ungbörnum.
Afstaðan milli Interferons og einstakra
fruma felur í sér mestu vandkvæðin á
langtímameðferð, um leið og það er hún
sem gefur tilefni til björtustu vonanna um
hlutverk Interferons í framtíðinni. Inter-
feron nær frumunum á sitt vald. Það
virkjar frumurnar, hægir á því að þær
skipti sér og breytir efnasamsetningu
þeirra innbyrðis. Miðað við starfsemi lík-
amans eru þessar breytingar mjög tíma-
bundnar, en regluleg Interferon-gjöf hefur
þó slík áhrif á sumar frumur til lang-
frama. Hvaða óæskilegu aukaáhrif gæti
slík breyting orsakað?
Einn er sá eiginleiki efnisins sem menn
hafa áhyggjur af, sem sé að það virðist
draga úr myndun mergsins í beinunum. í
mergnum myndast blóðkornin og efni sem
bægir frá sýkingu blóðsins. Þegar Inter-
feron kemur til skjalanna dregur úr æxlun
mergfrumanna. Það sama gerist reyndar
við lyfjagjöf og það í meiri mæli. Þetta
getur valdið því að sjúklingur sem fær Int-
erferon verður ónýtari við að verjast sýk-
ingu, auk þess sem hætta er á blóðleysi þar
sem færri rauð blóðkorn myndast í mergn-
um en ella.
Þegar sjúklingur hefur fengið Interfer-
on í tiltölulega vægum skömmtum og með-
ferð síðan verið hætt hafa öll slík einkenni
horfið í þeim rannsóknum sem hingað til
hafa verið gerðar, en enginn veit með vissu
hversu lengi þau mundu láta á sér bera ef
sjúklingurinn fengi mikið af efninu.
Þegar allt kemur til alls verða þessir
neikvæðu möguleikar ekki til þess að
draga úr vonum manna varðandi Interfer-
on. Þvert á móti. Á sama hátt og þeir sem
móta hernaðarstefnu verða að kynna sér
hvert smáatriði í sambandi við kjarnorku-
sprengjur komast vísindamenn ekki hjá
því að taka til gaumgæfilegrar athugunar
hvert smáatriði i sambandi við öll efni sem
þeir vilja koma í gagnið. Við ákveðnar
kringumstæður getur allt verið lífshættu-
legt. Tilteknir annmarkar efnis eins og
Interferons gefa vísbendingu um hugsan-
leg vancjamál sem það kann að valda, veita
mikilvægar leiðbeiningar um notkun þess
og benda á hinn æskilega jafnvægispunkt
hámarksnotagildis og hámarksöryggis.
Kari Cantell, finnski vísindamaðurinn
sem hefur lagt hvað mest af mörkum á
sviði Interferon-rannsókna, er í senn
bjartsýnn og varkár þegar rætt er um „
neikvæð áhrif Interferons:
„Það er ekki útilokað að aukin notkun
Interferons leiði í ljós ýmislegt sem kann
að koma óþægilega á óvart. Hvenær sem
efnið er notað gegn sjúkdómi sem það hef-
ur ekki verið notað gegn fyrr er ástæða til
sérstakrar aðgæzlu. I hverju tilfelli þarf
að vega og meta kosti og ókosti þess að
nota Interferon, rétt eins og gert er með
önnur lyf. Ævinlega hlýtur slíkt mat að
grundvallast á eðli sjúkdómsins sem ætl-
unin er að vinna á. Bæði kvefsótt og
hundaæði eru veirusjúkdómar. Vörtur, svo
dæmi sé tekið, myndar líkaminn án utan-
aðkomandi áhrifa. En þegar um það er að
ræða að taka áhættu í viðureign við þessa
sjúkdóma er mjög mismunandi hversu
mikla áhættu er verjandi að taka. Þótt
undarlegt megi virðast virðist þetta aug-
ljósa atriði ekki hafa verið tekið nægilega
til greina þegar rætt er um frumusam-
setningu í sambandi við Interferon-fram-
leiðslu. I náinni framtíð verður Interferon
ekki notað eins og bóluefni í heilsuvernd
almennings. Það verður notað i baráttunni
gegn alvarlegum sjúkdómum sem þegar
eru farnir að herja á einstaklinga.”
Hingað til hefur mest verið rætt og ritað
um Interferon sem krabbameinslyf, en
mikilvægi þess í baráttu við veirusjúk-
dóma er samt sem áður ekki síður fyrir
hendi. Efnið heftir athafnasemi hverrar
einustu veiru sem tilraunir hafa verið
gerðar með, en visindamenn eru samt á
einu máli um að miklu ýtarlegri rannsókn-
ir verði að fara fram áður en hægt verður
að meta til fulls notagildi efnisins í barátt-
unni við veirusjúkdóma.
(HaiinHd: Th« N*w York Tlmaa Magazin*)
ÚRVALS FERÐAKYNNING í BROADWAY SUNNUDAGINN 14. MARZ
Vista so'' . ar i sumar Q 31• a9
27 •—-
—-—
2 vikur
eöípáskaterö«to»xa8 ^^ ^27 ..(i,
z'-apr »> 09 25'ma' ..ölskvwunnar.
Aöeins .rdaqar- 8- & _ slaöur
Br0tt1arada9 sep^ber . ^
17. aqa^ unga to\KS_jJ^----- ^ ap*1'
o^da9at ; ^aösiranö-
Ibiza
11 óaga 09'J rnel °9Aqo __—
—
_——" _ «
_—-— # rq 2n*wr*2 573 -
„3 aptt' 4 0*ter'we,t'C°r%erö'rákr-
, Viö 9°
,«terö
aö yoú.
UMBODSMENN ORVAL
UM ALLT LAND VID AUSTURVOLL SÍMI 26900