Morgunblaðið - 07.03.1982, Page 48

Morgunblaðið - 07.03.1982, Page 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 Ekkert skip til kolmunna- veiða án styrks KNN er óráðið hve mörg íslenzk skip rcvna kolmunnaveiðar á sumri kom- anda, en síðastliðið sumar stunduðu fi skip veiðarnar um lengri eða skemmri tíma. I*á fenuu skipin styrk til veið- anna af fé því, sem varið er til tilrauna veiða, en að sögn Jóns Arnalds ráðu neytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu hefur ekki enn verið ákveðið um styrkveitinjru til þeirra skipa, sem áhuj>a hafa á kolmunnaveiðum í sumar. Norðmenn og Islendingar hafa nú náð samkomulajji um gagnkvæmar kolmunnavciðar og á yfirstandandi ári er Norðmönnum heimilt að veiða 20 þúsund tonn af kolmunna í ís- lenzkri lögsögu og íslenzkum skipum er heimilt að veiða önnur 20 þúsund tonn í norskri lögsöjju. Þeir útgerðarmenn og skipstjórar hugsanlegra kolmunnaskipa, sem Morgunblaðið hefur rætt við, sejjja, að engan veginn sé hægt að fara til þessara veiða án einhverra styrkja, sökum þess hve veiðarnar hafi geng- ið treglega undanfarin ár og hversu hráefnisverðið sé lágt. Sögðu þeir að engin útgerð myndi taka ákvörðun um slíkar veiðar fyrr, en fyrir lægi hver stefna sjávarútvegsráðuneytis- ins væri í þessum efnum. Hagsmunaaðilar kolmunnaveiða komu saman til fundar í Reykjavík fyrir nokkrum dögum og var þá rætt um hugsanlegar veiðar í sumar. Sögðu menn eftir þann fund, að mik- il breyting þyrfti að verða á hráefn- isverði til hins betra og að veiðarnar þyrftu einnig að ganga miklu betur en undanfarin ár, ef hægt ætti að vera að stunda þessar veiðar án styrkja. GATT: Vafasamt aÖ \% toll- afgreiðslugjaldið samrýmist samningum l'KÁ l.marz sl. þurfa innflytjendur að jjreiða 1% tollafgreið.slugjald af öllum innflutningi til land.sins. Cjaldið er 1% af tollverði vörunnar, eða menn greiða 50 krónur í lágmarksjjjald af vörum, sem kosta 5.000 krónur eða minna og 200 krónur af vörum, sem kosta mcira. Þessi breyting hefur valdið mörg- um innflytjendum miklum vandræð- um, þar sem mikil vinna liggur í að breyta tölvuforritum fyrir tollút- reikninga. Um er að ræða þrjá möguleika eins og áður sagði. Þá þykir mörgum heldur hart að greiða 50 króna lágmarksjjjald ef þeir td. taka einn ísskáp úr tollvöru- geymslu, en þá greiða menn í flest- um tilfellum mun hærri prósentu en 1%. Árni Árnason, framkvæmdstjóri Verzlunarráðs Isiands, sagði að Verzlunarráðið hefði haft samband við GATT, Alþjóðasamtök um tolla- mál, sem hefur aðsetur sitt í Genf í Sviss, og þeir teldu mjög vafasamt, að þetta 1% tollafgreiðslugjald sam- rýmdist samningnum um tollamál, sem Islendingar eru aðilar að. Nýr vaxta- útreikningur til umræðu „ÞAD hafa engar ákvarðanir verið teknar ennþá," sagði Jóhannes Nor dal, scðlabankastjóri, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort breytinga væri að vænta á vaxtaút- reikningi, en samkvæmt ákvæðum Olafslaga, sem tóku gildi að nýju um síðustu áramót, skal endurskoða vaxta- ákvarðanir á þriggja mánaða frcsti. „Málin hafa hins vegar verið til athugunar að undanförnu milli okkar og ríkisstjórnarinnar, en eng- ar ákvarðanir verið teknar. Menn eru ennþá að meta stöðuna og gögn- in, sem fyrir liggja," sagði Jóhannes Nordal, seðlabankpstjóri ennfremur. Verðhrun á álmarkaði nær 45% á 18 mánuðum fyrra nam 208 milljónum - tap ISAL í AKKOMA íslenzka álfélagsins hf. í fyrra var hin langversta í sögu fyrir tækisins. Tapið nam 208 milljónum króna eða 20,8 milljörðum gamalla króna. Kr tapið 28,7% af veltu, en hún var 726 milljónir í fyrra. Mesta tap áður var árið 1975 eða 12% af veltunni það ár. Þetta kemur m.a. fram í sam- tali við Kagnar S. Ilalldórsson for stjóra ISAL í Morgunblaðinu í dag. í viðtalinu kemur fram að margar ástæður eru fyrir hinni slæmu af- komu ÍSAL í fyrra, m.a. verðhrun á álmarkaðnum. Núverandi álverð er á bilinu 1.100—1.200 dollarar tonnið en fór hæst í 2.000 dollara fyrir 18 mánuðum. Er þetta nær 45% lækk- un. í Straumsvík hafa safnast fyrir mun meiri birgðir en venjulega eða fimmfalt meiri birgðir en ef ástand- ið væri eðlilegt, 20 þúsund tonn á móti 4 þúsund tonnum. Afkastageta í áiiönaði er nú um 11,7 milljónir tonna á ári en vegna samdráttar í álnotkun hefur þurft að draga úr framleiðslu sem nemur 2,5 milljónum tonna eða 22% af af- kastagetu. Horfur á álmarkaðnum eru óljósar. Þá kemur fram í viðtalinu við Ragnar að heildartekjur Islendinga af álverinu frá því að það tók til MAKGIJK áhugamaðurinn um laxvcið- ar hefur verið tvístígandi síðustu vik- urnar vegna ótta um slakt laxvciðisum- ar eins og verið hefur tvö síðustu sum- ur. Kætist spádómar Teits Arnlaugs- sonar, Hskifræðings hjá Veiðimála- stofnun, ætti sumarið þó að geta orðið allgott, en í samtali við Mbl. sagðist hann reikna með meiri laxagengd í ár um allt land í sumar, en verið hcfur undanfarin ár. Teitur tók það þó fram. starfa nema 3.400 milljónum króna eða 340 milljörðum gamalla króna. Framkvæmdir við hreinsitæki í álverinu eru á lokastigi. Þær hafa verið mjög dýrar, kostað 360 milljón- ir króna. að crfitt væri að spá um slíka hluti og því miður hefði reynslan af spádómum undanfarin ár ekki verið traustvekj- andi. „Seiðaástand í ánum er betra núna heldur en var eftir vorkuldana 1979,“ sagði Teitur. „í fyrra og hittifyrra vorum við að súpa seiðið af þessum vorkuldum og þeir voru hluti af skýringunni á lítilli laxveiði 1980 og 1981. Hvort þau áhrif eru liðin frá Ragnar segir það sína skoðun, að ef ÍSAL væri ekki með samning við Alusuisse, sem tryggði sölu á allri framleiðslu fyrirtækisins, væri það nú komið í þrot eða hefði þurft að leita á náðir ríkisins. Sjá: „Tekjur íslendinga af álver inu sem frá upphafi nema 3.400 milljónum króna" á bls. 20. vitum við ekki nákvæmlega, en við eigum þó von á því, að laxveiðin auk- ist í sumar miðað við síöustu ár. Síð- asta sumar var mikið af smálaxi í ánum og því má búast við, að stærri lax komi inn í veiðina í sumar. Smá- laxinn er erfiðara að segja til um, en þó held ég, að við eigum von á betri smálaxaári og þó sérstaklega stór- laxasumri í sumar,“ sagði Teitur Arnlaugsson, fiskifræðingur. Spáir allgóðu laxveiðisumri /erid var að taka netin um borð í Sigurð í Reykjavíkurhöfn í gær. Ljosm..- Mbi. Kmílía. Ánægjulegt að nýr starfsvett- vangur er fundinn fyrir skipið - segir Agúst Einarsson AFLASKIPIÐ Sigurður RE 4 kom í fyrrakvöld til Keykjavíkur frá Akur- eyri eftir breytingar, sem gerðar voru á skipinu hjá Slippstöðinni hf. Und- anfarin ár hcfur Sigurður eingöngu verið búinn til nóta- og flotvörpu- veiða, það er að segja til veiða á loðnu og kolmunna, en nú hefur Sig- urði verið breytt í netabát og fer hann til veiða með þorskanet frá Keflavík, en þar á Sigurður að lcggja upp, á mánudaginn. Sigurður mun nú vcra stærsti netabátur í heimi, en skipið er madt 914 rúmlestir að stærð. Stærstu skip, sem fram til þessa hafa stundað þorskveiðar með net, eru í kringum 500 rúmlestir, en fram til þessa hefur það verið talið illmögulegt að stunda þorskvciðar með net á svo stórum skipum. Ájjúst Einarsson, framkvæmda- stjóri hjá Hraðfrystistöðinni hf. og ísfelli hf., sagði í samtali við Morg- unblaðið að breytingarnar á Sig- urði hefðu tekizst mjög vel. Væru menn ekki sízt ánægðir með allt fyrirkomulag, sem er skipulagt af þeim Haraldi Ágústssyni skip- stjóra á Sigurði og Bolla Magnús- syni skipatæknifræðingi. Útbúnað- ur um borð í Sigurði er að nokkru frábrugðinn því, sem fram til þessa hefur verið um borð í neta- bátum. Yfirleitt eru netin lögð út af bakborðslunningu bátanna, en á Sigurði verða netin dregin aftur á skut og lögð þaðan. „Ástæðan fyrir því að við fórum út í þessar breytingar á skipinu er sú, að fyrirsjáanlegt er að á næst- unni verða loðnuveiðar ekki stund- aðar nema í mesta lagi 2 til 3 mán- uði á ári og það var hvorki hægt að bjóða áhöfn né útgerð skipsins upp á svo stutt úthald," sagði Ágúst Einarsson. „Breytingarnar á skip- inu eru tiltölulega ódýrar, að mað- ur tali ekki um ef miðað er við það, sem nýr netabátur kostar í dag. Samningur var gerður við Slippst- öðina á Akureyri þann 22. janúar síðastliðinn og var Sigurður kom: inn til Akureyrar hinn 25. janúar. I samningi stóð að skipið ætti að vera tilbúið hinn 3. marz og stóðst það upp á dag. Ennfremur stóðst tilboð Slippstöðvarinnar í verkið nákvæmlega. Sýnir þetta best hvers íslenzkar skipasmíðastöðvar eru megnugar þegar þær leggja sig fram, ekki sízt þar sem ljóst er að verkið hefði ekki verið unnið ódýr- ar né fljótar erlendis,“ sagði Ágúst. Þá sagði Ágúst að Sigurður hefði sinn ákveðna þorskkvóta, sem og önnur loðnuskip. Það væri ánægju- legt að nýr starfsvettvangur væri fundinn fyrir þetta mikla happa- skip. Sigurður er nú 20 ára gamall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.