Morgunblaðið - 20.03.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
7
60 ára
afmælishátíð
veröur haldin föstudaginn 26. marz 1982 aö Hótel
Sögu, Súlnasal.
Dagskrá:
Hornaflokkur Kópavogs. Stjórnandi: Björn Guö-
jónsson.
Hátíöin sett.
Guömundur Ólafsson, formaöur. Hátíöarræöa: Hjalti
Pálsson.
Einsöngur: Siguröur Ólafsson. Undirleikari: Garl Bill-
ich.
Kór íslensku óperunnar. Stjórnandi: Garðar Gortes.
Dans: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar.
Húsið opnað kl. 19.00.
Boröhald hefst kl. 19.45.
Miðasala hefst í dag, föstudag, kl. 13 í Félagsheim-
ili Fáks.
Borðapantanir á Hótel Sögu 24. og 25. marz kl.
17—19. Miöar eru afhentir þar á sama tíma.
Hestamannafélagiö Fákur
Páskaferð
Kaupmannahafnar
Dvaliö veröur á Hótel Marienlyst í Helsingör, sem er eitt af
bestu hótelum Danmerkur. Á hótelinu er casino, sundlaug og
gufubaö og góöur veitingastaöur. Skammt frá hótelinu 18 holu
golfvöllur.
Verð frá kr. 5.130.-
Innifalið er: Flugfargjald, flugvallarskattur, flutningur frá/til
flugvallar, .gisting i tveggja manna herbergi með síma og lita-
sjónvarpi, morgunverður og 3 réttaður kvöldveröur.
Ferðaskrffstofan
UTSÝN
Austurstrætí 17, sími 26611.
Kaupvangsstræti 4, sími 22911.
Er þetta ekki páskaferðin
sem þér biöuö eftir?
2 hljómsveitir
leika fyrir
dansi á hverju
kvöldi.
Fararstjóri Útsýnar
tekur á móti
hópnum.
Skipulagið og Gnoðarvogur
Þessi mynd er tekin yfir Miklubraut og Suöurlandsbraut aö Gnoöarvogi. Á
fimmtudaginn felldu vinstri menn í borgarstjórn tillögu sjálfstæöismanna um
aö fresta fram yfir borgarstjórnarkosningar áformum um aö græna svæöiö
fyrir framan Gnoðarvogshúsin veröi lagt undir nýtt hverfi og sniöiö af því í
áttina aö Miklubraut. Ibúar í Gnoðarvogi hafa mótmælt þessum áformum
og á sínum tíma skrifuöu um 9.000 Reykvíkingar undir áskorun á vinstri
meirihlutann um aö falla frá því aö leggja þetta svæöi undir byggö og
heimila íbúöarhús í Laugardalnum. I borgarstjórn lýstu fulltrúar vinstri
manna því yfir, aö þetta væri „lítiö mál“ og þeir heföu þar aö auki meira vit
á því en reykvískur almenningur.
Vér einir
vitum!
Athyglisverðar umræður
fóru fram í borgarstjórn
Reykjavíkur á fimmtudag-
inn, þegar rædd var sú tiF
laga sjálfstæðismanna, aö
frestað yrði fram yfir borg-
arstjórnarkosningarnar í
vor að taka ákvörðun um
þóttingu byggðar við Gnoð-
arvog. f umræðum þessum
kom skýrt fram, hve lítið
vinstri meirihlutanum i
Reykjavík er um það gefið,
að borgarbúar sjálfir láti
mál til sín taka. Umræð-
urnar staðfestu, að það er
ekki fyrir tilviljun, að i tíð
vinstri manna hefur verið
hætt við hverfafundina,
sem hófust i borgarstjóra-
tið Geirs Hallgrimssonar,
heldur er það markviss
stefna vinstri meirihlutans
að stjórna samkvæmt kjör-
orði hinnar nýju stéttar Al-
þýðubandalagsins: Vér ein-
ir vitum.
Sjálfstæðismenn minntu
á það, að á sínum tíma
hefðu 9.000 manns mót-
mælt því með undirskrift
sinni, að byggt yrði í Laug-
ardal og fyrir framan húsin
í Gnoðarvogi. Þessi mót-
mæli hefur vinstri meiri-
hlutinn viljað hundsa.
Hann vill ekki heldur gera
neitt með það, þótt íbúar
við Gnoðarvog telji að sér
vegið með þeim áformum,
sem nú eru á næsta leiti,
eftir að vinstri menn felldu
frestunartillögu sjálfstæð-
ismanna.
Boðskapur vinstri mann-
anna til borgarbúa var í
stuttu máli þessi: — Þið
getið farið í skaðabótamál,
en munuð tapa því, var inn-
takið hjá Sigurjóni Péturs-
syni í Alþýðubandalaginu
og fiokksbróðir hans, Sig-
urður Tómasson, taldi
þetta svo „lítið mál“, að
óþarft væri að hafa áhyggj-
ur af því. Framsóknarmað-
urinn Kristján Benedikts-
son gaf til kynna, að þeir í
meirihlutanum væru betur
dómbærir um það, hvað
Gnoðarvogsbúum væri
fyrir bestu en íbúarnir
sjálfir og tillögurnar, sem
Gnoðarvogsbúar mót-
mæltu væru „bara skrambi
góðar skipulagstillögur“,
eins og Kristján orðaði
það.
Andmæli
sjálfstæð-
ismanna
Þau Birgir ísl. Gunnars-
son, Elín Pálmadóttir,
Magnús L. Sveinsson,
Markús Örn Antonsson
Ólafur B. Thors og Páll
Gíslason fiuttu mál sjálf-
stæðismanna í borgar-
stjórninni. Öllum varð
þeim tíðrætt um þá lítils-
virðingu sem vinstri
mönnum væri tamt að sýna
borgarbúum við stjórn
Reykjavíkur. Það væri
óeðlilegt, að jafn viðkvæmt
deilumál og þetta væri
„keyrt í gegnum" borgar-
stjórn, þegar aöeins þrír
fundir hennar væru eftir
fram að kosningum. Hins
vegar væru vinstri menn
með þessu að reyna að
klóra í bakkann fyrir að-
gerðarleysi sitt í skipu-
lagsmálum og þar af leiö-
andi skort á byggingarlóö-
um. Fyrir kosningar ætti að
úthluta lóðum á hinu um-
deilda svæði.
Það kom fram i máli
sjálfstæðismanna, að þá
sýndust vinstri menn njóta
sín best og framsóknar-
menn og kratar vera hlýön-
astir Alþýðubandalaginu,
þegar valdinu væri beitt
með mestu offorsi. í þessu
máli væri vilji borgarbúa
að engu haföur heldur
hann brotinn á bak aftur
með valdi. Hvers vegna var
Alþýðubandalagið að flytja
stjórnkerfistillögur um
hverfanefndir og samráð
við borgarbúa í borgar-
stjóm? spurðu sjálfstæð-
ismenn. Af hverju sýnir
það ekki samráðsvilja sinn
við borgarbúa í verki í
þessu máli? Við þessum
spurningum fengust engin
svör í borgarstjórn Reykja-
víkur á fimmtudag. Við at-
kvæðagreiðshina lutu
framsóknarmenn og kratar
skipunarvaldi kommúnista,
enda hafði Sigurður Tóm-
asson haft í hótunum við
þá úr ræðustóli, en á fundi
á vegum flokks síns, Al-
þýðubandalagsins, fyrir
skömmu líkti Sigurður
framsóknarmönnum og
krötum í borgarstjórninni
við „fiökkuhunda", sem
fengið hefðu skjól hjá
kommum.
Steingrímur
og Páll
Vegna fullyrðinga um
það, að hér í blaðinu hafi
verið rangt eftir Steingrími
Hermannssyni, formanni
Framsóknarflokksins, haft
um vitneskju hans og und-
irritun samkomulags vegna
Blönduvirkjunar, er rétt aö
minna menn á það, sem
gerðist á þingflokksfundi
framsóknarmanna þann
sögulega dag, mánudaginn
15. mars. Undirritun
Blöndusamninga fór fram
klukkan 18 þann dag.
Þennan sama dag hófst
þingflokksfundur fram-
sóknar klukkan 16. Morg-
unblaðið hefur spurt Pál
Pétursson, formann þing-
flokks framsóknarmanna,
að því, hvort Steingrímur
hafi skýrt frá undirritun
Blöndusamninga á þing-
fiokksfundinum. Páll svar-
aði: „Nei hann gerði það
ekki upphátt fyrir undirrit-
unina."
Komin út á íslensku í þýðingu Guðbergs Bergssonar.
Don Kíkóti er eins og kunnugt er einn af dýrgripum heimsbókmenntanna — sagan um
vindmylluriddarann sem geröi sér heim bókanna aö veruleika og lagöi út í sína
riddaraleiðangra á hinu ágæta reiðhrossi Rosinant ásamt hestasveininum Sansjó
Pansa til þess aö frelsa smælingja úr nauöum, — leita sinnar ástmeyjar og eyjarinnar
fyrirheitnu.
Leiðangrar þeirra tvímenninga viðsvegar um Spán hafa síðan haldiö áfram að vera
frægustu feröir heimsins og ennþá er sagan um þá Don Kíkóta og Sansjó Pansa aðalrit
spænskra bókmennta. Er því vonum seinna aö fá þetta sígilda rit út á íslensku.
Don Kíkóti er upphafsrit í nýjum bókaflokki sem Almenna bókafélagiö er aö hefja
útgáfu á. Nefnist hann Úrvalsrit heimsbókmenntanna og má ráöa af nafninu hvers
konar bækur forlagið hyggst gefa út í þessum flokki.
Almenna Bókafélagið,
Austurstræti 18, sími 25544.
Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 73055,