Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 20

Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 21 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 7 kr. eintakiö. Ráðherra í vanda Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, er þekktari fyrir margt annað en röskleika í ákvarðanatöku. En þá sjaldan að til ákvarðana dregur hjá þessum ráðherra gerist það með einskonar jarðhræringum, kvikuhlaupum og þjóðmálagosum, þann veg, að allt verður á tjá og tundri í kring um hann. Eftir margra mánaða og missera vangaveltur um staðsetningu steinullarverksmiðju leggur iðnaðarráðherra loks fram tillögu um hana í ríkisstjórn. Hér verður ekki tekin afstaöa til staðarvalsins út af fyrir sig, en bæði plássin eru verðug slíks fyrirtækis. Hitt dylst engum, sem eftirmálin heyrir, að ráðherra hefur enn einu sinni tekizt að klúðra vinnubrögðum svo, að fjaðrafokið þeirra vegna nær langt inn í hans eigin flokksraðir. Garðar Sigurðsson, samflokksmaður iðnaðarráðherra á þingi, seg- ir í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Ég er ekki hissa á nokkrum sköpuðum hlut frá þessum mönnum lengur ...“ — „Þegar Hjörleifur tók til sín borinn og sagði að Orkustofnun væri undir iðnaðarráðu- neyti, út af einhverjum ástæðum, sem ég er ekki klár á, þá talaði hann ekki við mig eða aðra í þingflokknum. Ég frétti þetta í fjölmiðl- um.“ Garðar sagði og, að ráðherra hefði ekki þingflokkinn á bak við sig í steinullarákvörðunum. „Þar hefur engin samþykkt verið gerð í þessu máli,“ sagði þingmaðurinn, og hann hnykkir enn á: „Það verð- ur slegizt við hann,“ þ.e. iðnaðarráðherra, „af fullum krafti." Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hefur sætt vaxandi gagnrýni undanfarið, vegna flestra þeirra stærri mála er undir hann heyra: • Hann hefur dregið fætur í ákvarðanatöku, varðandi virkjunar- kosti, árum saman, og hagaði verklagi svo, er hann mannaði sig seint og um síðir í tillögugerð, að allt ætlar af göflum að ganga í stjórn- arherbúðunum.' • Hann hefur hunzað það meginatriði, varðandi arðsemi nýrra stórvirkjana, að tryggja þeim orkumarkað með tilurð orkufreks iðn- aðar, vegna persónulegra fordðfma og þröngsýni. • Hann grípur til þess, sem utanríkisráðherra kallar „valdníðslu", til að knýja Orkustofnun til að ganga á gjörðan verksamning varð- andi jarðvegskönnun á Helguvíkursvæði, og leitt getur til þess að viðamikil verkefni flytjist frá íslenzkum aðilum til erlendra. • Hvað sem líður réttmæti þeirrar tillögugerðar, að steinullar- verksmiðja skuli fremur rísa á Sauðárkróki en í Þorlákshöfn, sem hér er látið liggja á milli hiuta, er verklag ráðherra slíkt við ákvarð- anatökuna, að gagnrýni veldur langt inn í eigin flokksraðir hans. Tveir þingmenn, sem teljast til stuðningsmanna ríkisstjórnarinn- ar, Garðar Sigurðsson og Eggert Haukdal, hafa bæði í þingræðum og blaðaviðtölum látið orða falla á þann veg um verklag iðnaðarráð- herra, að draga verður í efa, að hann hafi þingmeirihluta á bak við sig sem ráðherra. Þetta hlýtur að vera ráðherranum jafnljóst og öðrum. Spurningin er, hvort hann hafi geð til að hokra áfram við möppudýrabúskap sinn, ef það er í óþökk meirihluta Alþingis? Forsætisráðherra sá ástæðu til að láta utanríkisráðherra í té sérstaka traustsyfirlýsingu úr ræðustól á Alþingi fyrir fáum dögum. Ástæðan var þó sú ein að utanríkisráðherra fylgdi fram einróma þingsályktun Álþingis, eftir réttum valdssviðsreglum, í skjóli aug- ljóss meirihluta bæði þings og þjóðar. Sama verður ekki sagt um sum vinnubrögð iðnaðarráðherra, hvorki að því er varðar afskipti af Helguvíkurmálúm né almennt verklag í ráðuneyti hans. Það er mun ríkari ástæða til þess, að forsætisráðherra taki af skarið um traust eða ekki traust hans sjálfs á þeim ráðherranum, sem umdeildastur er, Hjörleifi Guttormssyni. Ólafur Jóhannesson á degi samstöðu með afghönsku þjóðinni: Ástandið alvarlegra nú en nokkru sinni fyrr HÉR FER á eftir yfirlýsing utanrík- isráöherra, Ólafs Jóhannessonar, vegna dags samstöðu með afgh- önsku þjóðinni 21. mars 1982: Ástandið í Afghanistan er nú alvarlegra en það hefur nokkru sinni verið frá því að landið var hernumið hinn 27. desember 1979. Meira en eitt hundrað þúsund sov- éskir hermenn eru nú í landinu og gegna því hlutverki að bæla þar niður allan mótþróa. Fimmti hver íbúi hefur flúið lland frá því innrásin var gerð. ^Dveljast nú 2,5 milljónir afgh- anskra flóttamanna í Pakistan og j 1,5 milljónir í íran, flestir við sára neyð. Hinn 14. janúar 1980 var kvatt saman sérstakt skyndiþing alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna til að fjalla um atburðina í Afgh- anistan. Þar samþykkti yfirgnæf- andi meirihluti þjóða heims álykt- un um tafarlausa brottför erlends herliðs úr landinu. Svipaðar álykt- anir voru síðan samþykktar á all- sherjarþingunum bæði haustið 1980 og haustið 1981 með enn traustari meirihluta en í janúar 1980 og voru deiluaðilar þar jafn- framt hvattir til að leita pólitískr- ar lausnar á vandanum. Þrátt fyrir þessar eindregnu ályktanir Sameinuðu þjóðanna hafa allar kröfur um réttláta lausn á málefnum Afghanistan verið hunsaðar og meðan svo stendur er lítil von til þess að samskipti austurs og vesturs kom- ist í betra horf. Næstkomandi sunnudagur, 21. mars, er hinn gamli þjóðhátíðar- dagur Afghanistan. Þann dag hafa flestar lýðfrjálsar þjóðir Evrópu ákveðið að helga samstöðu með afghönsku þjóðinni. Af því tilefni vil ég lýsa þeirri von minni að sem fyrst verði hrundið í fram- kvæmd ályktunum allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna um pólitíska lausn á málefnum Af- ghanistan, svo að þjóðin geti aftur lifað í friði í landi sínu og flótta- menn snúið til fyrri heimkynna. lltanríkisráðuneytið, Reykjavík, 19. mars 1982. * Samningaráð VSI: Þjóðhagsstofnun leggi legar upplýsingar fyrir Samningaráð Vinnuveitendasam- bands íslands hefur farið þess á leit viö rikissáttasemjara, að hann hlut- ist til um, að Þjóöhagsstofnun athugi nokkur helztu efnahagslegu atriðin í landinu i sambandi við gerð kjara- samninga og leggi niðurstöðurnar fyrir samningsaðila. Þau atriði, sem VSI vill að Þjóð- hagsstofnun leggi fram eru: 1. Hver verður þróun þjóðartekna á mann á þessu ári og hverjar eru horfurnar í því efni fyrir 1983? 2. Hver yrðu áhrif þess á verðlags- þróun og atvinnulíf ef allar al: mennar kröfur og sérkröfur ASÍ og landssambanda þess yrðu sam- þykktar. a) I því tilviki, að gengi krónunnar yrði lækkað til samræmis við þjóðhags- deiluaðila kostnaðarhækkanir vegna kjara- samninga. b) Gengi krónunnar yrði ekki breytt vegna áhrifa kjarasamn- inga. 3. Hver verður kostnaðarþróun á þessu ári í innlendri framleiðslu- starfsemi samanborið við kostn- aðarþróun erlendra samkeppnis- aðila. Verkefnisstjórn um Kísilmálmverksmiðju: Vilja reisa 25—30 þús. t. kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði Iðnaðarráðuneytið vinnur að öflun lagaheimildar til byggingar Iðnaðarráðuneytið er nú að undir- búa lög til að afla heimildar til bygg- ingar 25—30 þú.sund tonna kísil- málmverksmiðju sem verkefnis- stjórn, er iónaöarráðherra skipaði fyrir einu ári, hefur nú lagt til að verði reist á Reyðarfirði. Leggur verkcfnisstjórnin til að undirbúningi og framkvæmdum verði hagað þann- ig að verksmiðjan geti tekið til starfa 1. apríl 1985. I niðurstöðum nefndarinnar kemur fram, að reiknað er með 130 manna starfsliði við kísil- málmframleiðsluna og að mann- virki verði mjög svipuð og hjá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, en þó 35% minni að umfangi. Reiknað er með að tekjur slíkrar verksmiðju verði um 220 millj. kr. á ári, en vinnu- laun um 32 millj. kr. Stofnkostn- aður verksmiðjunnar er áætlaður 747 millj. kr. Stofnkostnaður hafnarmann- virkja er lauslega áætlaður 29,5 millj. kr. og stofnkostnaður vatnsveitu 10—15 millj. kr. Hráefni til kísilmálmfram- leiðslu eru kvarts, kol, koks, kurl og rafskaut og telur verkefnis- stjórn að hráefnin séu auðfengin, enda hefur hún fengið tilboð í öll hráefni og viljayfirlýsingar um langtímasamninga um hráefnis- sölu. Hráefnaflutningar á ári fyrir 25 þúsund tonna verksmiðju eru um það bil 130 þúsund tonn og skapast þar möguleikar fyrir ís- lenzk skipafélög. Biskup Frehen óskar systur Gabrielh) til hamingju, en i gær voru liðin 50 ár frá því hún gekk í reglu St. Jósefssystra. Ljósm. kax. Systir Gabriella á Landakoti: Hefur starfað í 50 ár í reglu heilags Jósefs Fimmtíu ár voru í gær liðin frá því að systir Gabriella gekk í reglu heilags Jósefs og hefur hún mest- an þann tíma varió starfsævi sinni hérlendis, á St. Jósefsspítala i Landakoti. Við biskupsnus.su í Landakotskirkju i. gær var þessa áfanga minnst og að henni lokinni buðu systurnar til móttöku í bú- stað sínum við Bárugötu, þar sem systur Gabriellu voru færðar heillaóskir. En hver cr systir Gabriella? Hana þekkja flestir starfsmenn á Landakoti og margir sjúklingar sem þar hafa legið. Mbl. heimsótti hana á Bárugötuna og bað um við- tal: „Nei, ég er ekkert fyrir það að tala við blöðin, ég kann ekkert á það — það er ómögulegt." Trúlega ekki í fyrsta sinn sem hún sat við sinn keip. Hinar systurnar á Bárugötunni hvöttu hana til að ræða við blaðamenn, en allt kom fyrir ekki. Hún leit á þær stórum augum og tók þetta sem stríðni. Þetta var fráleitt. Við spjöllum samt, en hver setning endaði jafn- an: „Nei, ég kann ekkert að tala við blöðin. Ég skal tala við þig þegar ég verð áttræð. Hvenær? Ég segi það ekkert." Lái henni hver sem vill. Hún gekk í reglu St. Jósefs fyrir 50 árum og hún vill fá að þjóna Guði og mönnum í kyrr- þe.V- Systir Gabriella kom til íslands 1937 og starfaði hún sem skurð- stofuhjúkrunarkona á Landa- kotsspítala. Ekki hefur hún alveg sleppt hendinni af spítalanum eft- ir að systurnar seldu hann, því nú seinustu árin hefur hún hellt upp á könnuna í kaffistofunni í turn- inum. Og systurnar sakna spítal- ans og starfsfólkið saknar þeirra. Ekki væri það systur Gabriellu að skapi að fjölyrða um starf hennar á Landakoti öll þessi ár, en seint munum við sem landið erfum gera okkur fullljóst hvert framlag St. Jósefssystra hefur verið til heil- brigðismála landsins. Við biskupsmessu í Landa- kotskirkju í gærmorgun minntist Hinrik Frehen, biskup, þessara tímamóta í lífi Gabriellu. — Þið skuluð heldur heiðra heil- agan Jósef, hafði Gabriella sagt, en í gær var dagur heilags Jósefs. Biskup Frehen minnti á texta Orðskviðanna þar sem segir: „Væna konu hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perla.“ Sagði hann einkenna Gabriellu látleysi og þjónustu- lund og í starfi sínu í 50 ár hefði hún látið Drottin vaxa í sér og hjörtum annarra manna. Starfsfólk Landakots og aðrir gestir heimsóttu systurnar á Bárugötuna eftir messu og voru Gabriellu færðar hamingjuóskir og gjafir. Dr. Bjarni Jónsson fyrr- um yfirlæknir hafði þar orð fyrir læknum. Greindi hann m.a. frá fyrsta fundi þeirra systur Gabri- ellu í þorrabyrjun 1941, þá er hann var nýkominn heim eftir framhaldsnám ytra: „Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir að hafa stigið fæti á land, var að heimsækja Landakot. Læknaherbergi var í gamla spít- alanum, sem nú er horfinn og ská- hallt á móti því var lítið herbergi fyrir sótthreinsun. Við opnar dyr á litla herberginu stóð ung systir, lítil og grönn. Ég spurði hvort „Tante Braun“ væri komin og gekk að læknaherberginu, en hún snaraðist á eftir og ætlaði að koma mér í skilning um að utan- sveitarmenn ættu ekkert erindi þangað. Henni var vorkunn. Á leiðinni heim hafði ég safnað al- skeggi og var það sjaldgæft þá. Tveir menn skörtuðu slíkri and- litsprýði í Reykjavík, Matthías Einarsson og Oddur stérki. Hefir henni væntanlega fundist ég bera meiri svip af Oddi en Matthíasi. En þegar ég opnaði dyrnar á læknaherberginu gall við óp frá „collegunum“ og þótti henni þá sýnt að ég myndi ekki allsendis ókunnur á þeim bæ. Aldrei síðar í fjóra tugi ára reyndi hún að leggja stein í götu mína, en oft hefir hún rutt úr vegi hindrunum, sem hefðu getað orðið að fótakefli og á það ekki við um mig einan heldur alla lækna spít- alans og sérlega þá sem fengist hafa við handverk. Ég hefi unnið á spítölum og skurðstofum í þremur þjóðlönd- um og hvergi hitt skurðstofu- hjúkrunarkonu, sem ég kysi frek- ar til samvinnu en þessa fíngerðu konu, sem ætlaði að stugga mér frá þegar við vorum bæði ung.“ í lok ræðunnar tjáði dr. Bjarni systur Gabriellu þakkir lækna og landsmanna allra og afhenti henni, sem þakklætisvott frá læknum, farseðil til Rómar, Jerú- salem eða Betlehem, eða þeirrar suðurgöngu er hún óskaði og gæti notað að vild þegar henni hentaði. Þá talaði einnig Logi Guðbrands- son, framkvæmdastjóri Landa- kotsspítala og færði henni frá öðru starfsfólki spítalans farar- eyri til suðurgöngunnar. Einnig flutti Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, kveðjur sínar og heilbrigðis- stjórnarinnar. jt. Fjölmenni var við biskupsmes.su í Landakotskirkju og tóku kirkjugestir í hönd systur Gabriellu í messulok. Dr. Bjarni Jónsson (á miðri mynd) fyrrum yfirlæknir á Landakotsspitala talaði fyrir hona læknanna, sem færðu systur Gabriellu að gjöf farmiða til suðurgöngu eins og dr. Bjarni komst að orði. Blessuð virðingin Alþingis! Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð hrópuðu ýmsir upp, að nú væri virðingu Alþingis borgið. í þessum pólitíska talkór var forsætisráðherra. En hvernig er svo blessaðri virðingunni farið? Jú, Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, upplýsir, að annað aðalmál líðandi stundar, Blönduvirkjun, hafi ekki verið rætt í þingflokki Framsóknarmanna og Garðar Sigurðsson, þing- maður Alþýðubandalags, upplýsir, að hvorki samningsmál Orku- stofnunar og verktaka á Helguvíkursvæði né staðsetning steinullar- verksmiðju hafi verið rætt í þingflokki Alþýðubandalagsins. Þar með er eina forsenda ríkisstjórnarinnar, hin meinta virðing fyrir Alþingi, brostin. Stjórnarfarsleg ábyrgð Við verðum í senn að lifa í sátt við land okkar og umhverfi og á gæðum þess og gögnum. Þær nytjar, sem þjóðin hefur af landi sínu, þýða sumar hverjar nokkra röskun á umhverfi, sem sárindum veldur. Ábyrgð af þessari röskun verða viðkomandi stjórnvöld að axla. Hvort heldur sem er heiðaland í A-Húnavatnssýslu, lóð undir Seðlabanka, hamrabrún við Helguvík, útitafl á Torfunni, eða annað slíkt, er það borgarmálaforysta og ríkisstjórnarforysta, þar sem Alþýðubandalag er í öndvegi, en ekki hið „vonda íhald“, sem ber hina stjórnarfarslegu ábyrgð á líðandi stund. Yfirlitssýning á myndum Ragnheiðar heitinnar Ream Kagnheióur heitin Ream að storlum. YFIRLITSSÝNING á verkum Ragnheiðar heitinnar Jónsdóttur Ream verður opnuð á Kjarvalsstöð- um í dag, laugardaginn 20. mars. Að sögn Donalds Ream, eiginmanns Ragnheiðar, verða 107 verk á sýn- ingunni, 80 olíumálverk og 27 teikn- ingar, skissur og klippmyndir. I sýningarskrá rita Hjörleifur Sigurðsson og Aðalsteinn Ing- ólfsson um verk Ragnheiðar. Þar kemur fram að landslagið skipar veglegan sess í myndum hennar. Þó hafði Ragnheiður þróað sinn eigin stíl og mætti aðeins í fáum tilvikum greina áhrif frá öðrum íslenskum landslagsmálurum í verkum hennar. Einnig ber lita- meðferð Ragnheiðar glöggt vitni um hæfileika hennar á sviði myndlistar. Hjörtur segir m.a. að liturinn hafi verið undirstöðu- hljómur í myndum hennar. Ragnheiður, sem var dóttir Jóns Halldórssonar, fyrrverandi aðalgjaldkera Landsbankans, hóf myndlistarnám við Ameríska há- skólann í Washington árið 1954. Það var upphafið að langri Bandaríkjadvöl, sem hefur án efa mótað hana sem listamann. Þar tók hún þátt í fjölda einka- og samsýninga. Til marks um at- hafnasemi Ragnheiðar ytra má nefna að hún setti á stofn gallerí ásamt nokkrum bandarískum myndlistarmönnum til að koma verkum sínum og annarra á fram- færi. Ragnheiður settist að hér á landi ásamt manni sínum 1969. Upp frá því tók hún að halda sýn- ingar á verkum sínum hérlendis. Hún tók einnig virkan þátt i haustsýningum FÍM og öðrum samsýningum. Ragnheiður var öldungis Á myndinni er Donald F. Kcam við nokkur verka Ragnheiðar Ream. atorkusöm í félagsmálum meðan hennar naut við. Átti hún m.a. drjúgan þátt í undirbúningi myndlistarsýninga hér og erlend- is meðan hún sat í sýningarnefnd. Ennfremur átti Ragnheiður um skeið sæti í listráði Kjarvals- staða. Það má geta þess að Jón Hall- dórsson og Donald Ream standa að þessari yfirlitssýningu sem stendur yfir til 4. apríl nk. Giselle: Per Arthur Segerström tekur við af Helga Tómassyni ÁTTUNDA .sýningin á ballettinum Giselle verður í Þjóðleikhúsinu na'stkomandi þriðjudagskvöld, 23. mars, en uppselt hefur verið á allar sýningamar til þessa. Sænski dans- arinn Per Arthur Segerström tekur þá við hlutverki Albrechts hertoga af Helga Tómassyni. Ilansar Seger- ström einungis fjórunt sinnum. Ilann hcfur áður komið til íslands, en hann var gestur Þjóðleikhússins og íslenzka dansflokksins í desem- bermánuði 1976. Per Arthur Segerström fæddist í Stokkhólmi 1952 og stundaði dansnám við Konunglega sænska listdansskólann, þar sem kennarar voru meðal annarra Raymond Frachetti og Rosella Hightower. Segerström varð ineðlimur Kon- unglega sænska ballettsins við óperuna í Stokkhólmi árið 1970, þá aðeins 18 ára, og varð sólódansari þar árið 1974. Sérgrein Seger- ström eru klassískjr ballettar og undanfarin ár hefur hann verið aðaldansari ballettsins við Stokk- hólmsóperuna. Per Arthur Segerström.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.