Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
37
Stjörnuspekin
og nýju merkin
Til Velvakanda.
Vegna greinar þeirrar, er birtist
í Morgunblaðinu hinn 5. mars,
langar mig að segja nokkur orð.
Eg er mikill áhugamaður um
stjörnumerki og hugsanleg áhrif
plánetanna og annarra þátta á
mótun skapgerðar einstaklinga,
jafnvel örlög. Ég hef stúderað
þetta hátt og lágt, rýnt í frægt
fólk, lifandi og liðið, og athugað
fólk í umhverfi mínu. Hef ég kom-
ist að raun um, að fólk getur verið
merkilega líkt, og ég get á stund-
um sagt um í hvaða merki viðkom-
andi er fæddur, aðeins af útliti
hans og útgeislan. En þetta á við
um hin nýju stjörnumerki.
Eitt er það, að fólk er ótrúlega
lengi að taka við sér, jafnvel þó að
það sjái og heyri sannleikann.
Stjörnumerkin hafa breyst sökum
ýmissa eðlisfræðilegra þátta í
geimnum, og afstaða jarðar gagn-
vart þeim hefur breyst, eins og
Þorsteinn Sæmundsson stjarn-
fræðingur benti á. Langar mig því
til að sýna, hvernig afstaðan hefur
breyst.
Það er talað um að sólin gangi
inn í tiltekið stjörnumerki á til-
teknum tíma, og út úr því aftur á
öðrum tilteknum tíma. Sagt er að
sólin gangi inn í Hrútsmerkið 20.
mars og út úr því aftur 19. apríl.
Þetta er alrangt. Sólin gengur inn
í Hrútsmerkið 19. apríl og út úr
því aftur hinn 13. maí samkvæmt
nýjustu útreikningum háskóla- og
vísindastofnana, enda eru stjörnu-
spekingar farnir að miða útreikn-
inga sína við hin nýju stjörnu-
merki. Hér á eftir fylgir skrá yfir
nýju merkin.
Hrútur 19. apríl — 13 maí.
Naut 14. maí — 20. júní.
Tvíburar 21. júní — 20. júlí.
Krabbi 21. júlí — 10. ágúst.
Ljón 11. ágúst — 15. sept.
Meyja 16. sept. — 29. okt.
Vog 30. okt. — 20. nóv.
Sporðdreki, 21. nóv. — 29. nóv.
Naðurvaldi 30. nóv. — 17. des.
Bogamaður 18. des. — 19. jan.
Steingeit 20. jan. — 16 febr.
Vatnsberi 17. febr. — 11. mars.
Fiskar 12. mars — 18. apríl.
Eins og fólk sér, þá hefur eitt
merki bæst í hóp stjörnumerkj-
anna sem mynda dýrahringinn.
Merkin hafa færst til, svo og elem-
entin: vatn, jörð, eldur og loft. Við
könnun hefur komið fram, að til
dæmis í Ljónsmerkinu eru tiltölu-
lega fáir leiðtogar miðað við önnur
merki, svo sem Naut, Meyju og
Steingeit. I Hrútsmerki komu
fram margir listamenn og svo
framvegis. Niðurstðan var sú, að
fólk fætt á tilteknum tíma sam-
svaraði betur hinum nýju merkj-
um heldur en hinum gömlu.
Þannig hefur, eftir að farið var
að nota nýju merkin, fengist ná-
kvæmari útreikningur og styrkari
stoðum rennt undir þessa
skemmtilegu grein. En fólk verður
að vara sig á því að dæma fólk og
flokka, þegar það veit um fæð-
ingardag þess. Það eru ekki bara
merkin sem ráða, heldur einnig
pláneturnar og risandi merki.
Þorgeir Árnason
Foröast gjald-
þrot — ekki
forða því
Kæri Velvakandi!
í Morgunblaðinu þann 12. þ.m.
stendur þessi feitletraða fyrirsögn
á bls. 18: „Flugleyfi notað til að
forða gjaldþroti". Mitt álit er að
blaðamenn ættu að leiðrétta mál-
villur af þessu tagi, hvaðan sem
þær koma. Hér hefði átt að
standa: Flugleyfi notað til að forð-
ast gjaldþrot" — eða þá að koma í
veg fyrir það.
Með þökk fyrir birtinguna.
A.M.
/ Vvli'ukanda
f i/rir ,W áriun
Góds viti
*
IDAG er 20. marz. Þá er jafn-
dægri á vor, nótt og dagur jafn-
löng. Eftir tíðinni, eins og hún hef-
ir yfirleitt verið í marz, gæti verið
áliðnara vetrar.
Einhver vorhugur hefir líklega
fylgt auglýsingunni, þar sem til-
greind voru á annað hundrað
sumarblómafræ, sem á boðstólum
væru. Verður hún að teljast góðs
viti, þó að varla springi út fíflar
undir bæjarveggnum að sinni.
Vinsælasta félag á íslandi
UNDANFARNA daga hefir 6.
landsþing Slysavarnafélagins
setið á rökstólum í Reykjavík.
Líklega nýtur Slysavarnafélagið
meiri vinsælda en nokkur annar fé-
lagsskapur á landi hér, og það er
engin furða. Mannslífin eru þó,
hvað sem tautar og raular, dýrm-
ætust, svo að allir, sem reyna að
varðveita þau, gegna veglegu hlut-
verki.
Félagið er nú á 25. árinu, og hefir
veitt þúsundum manna í sjávar-
háska meiri og minni aðstoð.
bi*SS
um á öld
ÞAÐ er ekki ófróðlegt að vita að
danska slysavarnafélagið átti
aldarafmæli fyrir skömmu. Á und-
anförnum hundrað árum hafa sjó-
mennirnir, sem skipa sveitir þess,
bjargað hvórki meira né minna en
12.000 manns úr sjávarháska.
Þar á móti hafa 54 björgunar-
menn iátið lífið við björgun, og er
það furðulág tala, þegar þess er
gætt, að björgunarbátunum er
helzt ekki ýtt úr vör nema þegar
veður er svo vont, að stór skip
verða að leita lands.
Fyrr á öldum
GAMLAR sagnir herma, að
fólkið á vesturströnd Dan-
merkur, hafi síður en svo allt af
lagt eins mikið í sölurnar fyrir er-
lenda sæfarendur. Sagt er, að fyrir
mörgum öldum hafi þeir verið
tældir upp í sandana með því að
sveifla til ljóskerum, svo að eins liti
út og skip lægi fyrir akkerum í
vari.
Slysið var óumflýjanlegt, ef sæ-
farendurnir létu blekkjast. Ósvik-
inn desembergarri færði mörgu fá-
tæku heimili gleðileg jól í þá daga.
Öfugmæiið um heiminn
EN hvað sem sannleiksgildi þess-
ara sagna líður, þá er hitt þó
víst, að í fátækum þorpum fluttu
prestarnir bæn af stólnum, sem
kemur nútímamönnum spanskt
fyrir sjónir. Þeir báðu ekki beinlín-
is um skipreika, en hétu á forsjón-
ina, að skipstrand yrði „á þessum
slóðum“, ef til þess kæmi á annað
borð.
Heimur versnandi fer segjum við
stundum. Sem betur fer er það
bölvuð vitleysa.
Megrunarnámskeið
Vegna mikillar eftirspurnar hefst nýtt 12 vikna megr-
unarnámskeiö 24. marz (bandarískt megrunarnám-
skeiö sem hefur notiö mikilla vinsælda og gefiö mjög
góöan árangur). Síöasta námskeið vetrarins.
Upplýsingar og innritun í síma 84204.
Kristrún Jóhannsdóttir,
manneldisfræðingur.
Húsafriöunarnefnd
auglýsir hér meö eftir umsóknum til húsafriöunar-
sjóðs, sem stofnaöur var meö lögum nr. 42/1975, til
að styrkja viðhald og endurbæta húsa, húshluta og
annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt
eöa listrænt gildi. Umsóknir skulu greinilega bera
meö sér til hvers og hvernig umsækjandi hyggst
verja styrk úr sjóönum. Skulu umsóknum fylgja eftir-
talin gögn og upplýsingar:
a. Uppmælingar, dagsettar og undirskrifaöar.
b. Ljósmyndir.
c. Upplýsingar um nánasta umhverfi.
d. Sögulegar upplýsingar sem unnt er aö afla, s.s.
aldur mannvirkja, nöfn arkitekts, smiös og eig-
enda fyrr og nú.
e. Greinargerö um framtíöarnotkun.
f. Greinargerð um fyrri breytingar ef gerðar hafa
veriö.
g. Teikningar af breytingum ef ráðgeröar eru.
h. Kostnaöaráætlun um fyrirhugaöar framkvæmdir
ásamt greinargerö um verktilhögun.
Umsóknir skulu sendar Húsafriöurnefnd, Þjóöminja-
safni íslands, Reykjavík, fyrir 1. september nk.
Húsafriðunarnefnd.
Samvinnuskólinn
BIFRÖST
SKÓLI
FYRIR
ÞIG?
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 10. JÚNÍ
Umsóknareyðublöð fást i kaupfélögum, Fræðslu-
deild Sambandsins, fræðsluskrifstofum og ýmsum
skólum.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU