Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Stjarnan færist nær 1. deildinni Möi>ulcikar Stjörnunnar á að hljóta sæti í I. deild í handknattleik jukust verulega þejjar félagið sigraói Aftureldingu á heimavelli sínum, Ásgarói, meö 24 mörkum gegn 16 í ga-rkvöldi. I'arf Ntjarnan aóeins aó hljóta eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum til aó tryggja sér sæti í l.deild. Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti, og fyrr en varði var staðan 3—0 fyrir Stjörnuna. Á sama tíma varði Birkir Sveinsson skot úr dauðafæri og vítaskot. Var hann bezti maður vallarins að þessu sinni. Afturelding skoraði ekki Kiinnccke, þjálfari Waterschei. fyrr en eftir um sex mínútur, en eftir níu mínútur hafði UMFA jafnað leikinn, 4—4. Aftur var jafnt 5—5 og 7—7, en þá komst Afturelding yfir, 8—7. Stjarnan jafnaði, en UMFA komst í 9—8, þegar sjö mínútur voru eftir, en síðan skoraði Stjarnan þrjú síð- ustu mörkin og staðan í hálfleik því 11—9 fyrir Stjörnuna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en í þeim seinni seig Stjarnan fljótt fram úr, munaði þar mest um hversu vel liðinu tókst að trufla sóknarleik UMFA með því að koma vel út í vörninni. „LÁRUS Guómundsson veröur snjall mióherji, sannió til. Hann býr yfir miklum hraða, hefur næmt auga fyrir samlcik og leggur hart aó sér. Tækni hans þarf slípunar við, en framtíóin er hans,“ sagði Kiinnecke, þjálfari Waterschei, liösins sem mióherji íslandsmeistara Víkings gekk til liös vió í samtali við belgískt blað fyrir skömmu. Lárus hefur hlotið góða dóma fyrir leiki sína með Waterschei. Hann gerði lánssamning við Wat- erschei fram til vorsins. Að und- anförnu hafa staðið yfir viðræður milli Lárusar og Waterschei um nýjan samning. „Það er aðeins formsatriði að skrifa undir. Samn- ingsuppkast liggur fyrir og nú er ekkert því til íyrirstöðu að skrifa undir og þá til tveggja ára,“ sagði Lárus Guðmundsson Átti UMFA ekkert svar við þessu, og síðar beitti UMFA sama bragði, og varð þá aftur jafnt á með liðunum, þótt of seint væri. Lengst af átti Stjarnan í miklu basli með UMFA, þegar á heildina er litið, en þegar seinni hálfleikur var hálfnaður breyttist staðan úr 16—12 í 21—13 á skömmum tíma fyrir Stjörnuna. MÖRK STJÖRNUNNAR: Eyjólfur 5, Gunnlaugur 5, Magnús 4, Viðar 4 ( 3v.), Eggert 3, Gunnar 2 og Guðmundur 1. MÖRK UMFA: Björn 6 (4v.), Guðjón 4, Ingvar 2, Lárus 2, Magnús 1, Sigurjón 1. UMFN sigraði KR í spenn- andi leik Þaó var mikið skoraó og mikil spenna, er UMFN sigraöi KR 104—100 í úrvalsdeildinni i körfu- knattleik í gærkvöldi, en liöin mætt- ust suóur í Njarðvík. Staðan í hálf- leik var tiltölulega jöfn, 55—51 fyrir IIMFN, og því hafa liðin slakaó lítiö á í stigaskorinu í síðari hálflciknum. Iæikur þessi hafði raunar litia þýðingu, því UMFN hafði fyrir nokkru tryggt sér sigur í úrvals- deildinni, en kannski einmitt þess vegna var leikurinn jafn góður og raun bar vitni. Var viðureignin æsispennandi allt fram á síðustu sekúndu. Danny Shouse var at- kvæðamestur hjá UMFN að vanda, skoraði 31 stig. Gunnar Þorvarðarson skoraði 18 stig og Valur Ingimundarson 15 stykki. Hjá KR bar mest á Stewart John- son, hann skoraði 40 stig, en Jón Sigurðsson, sem átti mjög góðan leik, skoraði 22 stig. Síðan kom Páll Kolbeinsson með 12 stig. „Lárus verður snjall miðherji" — sagði Kúnnecke, þjálfari Waterschei, í samtali við belgískt blað • Alfreó Gíslason fór á kostum í gærkvöldi. í því að mata hann, biðu eftir í hraðaupphlaupum og hvaðeina. Þá voru fyrri félagar hans hjá KA mjög kurteisir að taka hann ekki úr umferð þegar ljóst var í hvurs lags stuði hann var. Alfreð bar af hjá KR, en skammt á eftir kom þó Gísli Felix Bjarnason í markinu. Annars var liðið jafnt og ungur piltur að nafni Guðmundur Al- bertsson vakti athygli. Hjá KA var Aðalsteinn þokkalegur í mark- inu, en hlutskipti hans ekki öf- undsvert. Friðjón slapp einnig vel frá sínu, en KA-liðið hafði sýni- lega þverrandi áhuga í leiknum eftir því sem á hann leið. Mörk KR: Alfreð Gíslason 21, 4 fllfreð skoraði 21 mark gegn KA! — og setti nýtt markamet i 1. deild ALFKEÐ Gislason var sannarlega maður leiksins er KR gersigraói KA í síöasta leik beggja liða í 1. deild- inni aö sinni, lokatölurnar 33—20 og geröi Alfreð sér lítið fyrir og skoraði 21 mark i leiknum. Markamet í I. deild og Alfreð skoraði því 109 mörk í 1. deildinni i vetur. Næsta öruggt að hann verður markakóngur eftir sýninguna í gær. Kristján Arason hefur reyndar skorað 91 mark, en má hafa sig allan við ef hann ætlar að skora 18 mörk gegn Víkingi i dag. Við getum verið stuttorðir um gang leiksins, KR náði afgerandi forystu eftir að hafa jafnað leik- inn um miðjan fyrri hálfleik, byrj- un KA hins vegar sterk og foryst- an þeirra framan af. í síðari hálf- leik var bara spurt: Hvað skorar Alfreð mikið? Félagar hans gerðu KR:KA 33—20 víti, Haukur Ottesen 4, Guðmund- ur Albertsson 3, Gunnar Gíslason og Jóhannes Stefánsson 2 hvor og Ragnar Hermannsson eitt mark. Mörk KA: Friðjón Jónsson 7, Sigurður Sigurðsson og Erlingur Kristjánsson 3 hvor, Þorleifur An- aníasson, Guðmundur Guð- mundsson og Kristinn Sigurðsson 2 hver, Jóhann Einarsson eitt stykki. Alfreð brenndi af einu víti og Magnúsi Birgissyni úr KA 'T2S að af leikvelli í 2 mínútur. Markatala Anderlecht var 0—156! Anderlecnt mætir Aston Villa Það er ekki nóg að heita frægu nafni til þ<s.s að ná langt. Það vita þeir sem leika með belgíska áhuga- Breiðablik ADALFUNDUR Styrktarfélags IIBK verður haldinn mánudaginn 22. mars klukkan I7.30. Fundarstaður er safnaöarheimili Kársnessóknar. mannaliðinu Kacing Andcrlcrht. Markatala liðsins var síðast er frétt- ist 0—156. Nýlega tapaði liðið 0—36, en það var litilræöi miðað við vikuna áður, en þá tapaði liðið 0—54. En vikuna þar áður voru mik- il hátíöarhöld hjá leikmönnum And- erlecht. Þá tapaöi liðið aðeins 0—2 og borgarstjóri Anderlerht bauð öll- um í veislu í tilefni dagsins! PÉTUR Pétursson og félagar hjá Anderlecht maúa enska meistaralið- inu Aston Villa í 4-liða úrslitum Evr- ópukeppni mcistaraliöa, en dregið var til umferðarinnar í Ziirich í gær. Kaycrn Miinrhen dróst gegn búlg- arska liðinu CSKA Sofia og því er ekki loku fyrir það skotið að liðin sem til úrslita leika verði bæði með íslenska leikmenn innan sinna vé- banda. Annars drógust eftirtalin lið saman: Evr.keppni meistaraliða: CSKA Sofia — Bayern Múnchen Aston Villa — Anderlecht Keppni bikarhafa: Din. Tblisi — Standard Liege Tottenham — Barcelona UEFA-keppnin: Kaiserslautern — Gautaborg Radnicki Nis — Hamburger SV Fyrri leikir umferðarinnar fara fram 7. apríl, en síðari leikirnir hins vegar tveimur vikum síðar, eða 21. apríl. FC Porto, mótherji Standard Liege í siðustu umferð mun hafa kært leikina á forsend- um sem Mbl. eru ekki kunnar. Er drátturinn því birtur með þeim fyrirvara sem kæran býður upp á. Reykjavíkurmótið í badminton: Loks kom að því að Guðmundur sigraði KEVKJ.AVÍKUR.MÓTH) í badmin ton var haldið í Valsheimilinu við Hlíðarenda nýlega. Keppt var i öll- um greinum í meislaraflokki og A- flokki, en einliða- og tvíliðaleik karla í öðlingaflokki. Keppni féll niður í æðsta-flokki, sem eru kepp- endur 50 ára og eldri. Er langt síðan svo stórt og viðamikið mót hefur ver- ið haldiö í V alsheimilinu. Þar eru aðeins fjórir vellir til að keppa á og það var því ekki fyrr en um kl. 23.00 á laugardagskvöld sem síðustu und- anúrslitaleikirnir voru leiknir. Þá var búið að lcika marga spcnnandi leiki. Sá leikur sem kom hvað mest á óvart var milli Brodda Krist- jánssonar TBR, núverandi íslands- meistara og margfalds sigurvegara á mótum í vetur, og Keynis Guð- mundssonar KR. Broddi vann Keyni mjög naumt í upphækkaðri oddalotu og má segja að þar hafi hin marg- umtalaða meistaraheppni hjálpað upp á sakirnar. Þá var einnig hörku- leikur milli Guömundar Adolfssonar TBR og Sigurðar Haraldssonar Val, en Sigurður virðist nú vera líkiegur til að blanda sér aftur í topp- baráttuna, eftir nokkra hvíld í badmintonlcik. IJrslitaleikir voru síðan leiknir á sunnudag. í meistaraflokki karla, einliðaleik, Iéku til úrslita Broddi Kristjánsson TBR og Guð- mundur Aldolfssón TBR. Sigraði Guðmundur í þeim leik, sennilega langþráður sigur því þeir hafa leikið til úrslita undanfarin mót og hefur Broddi alltaf unnið mjög naumt. Kristín Magnúsdóttir og Elísabet Þórðardóttir léku til úr- slita í meistaraflokki kvenna. Vann Kristín örugglega. Hún varð þrefaldur sigurvegari á þessu móti, sigraði einnig í tvíliða- og tvenndarleik. Þau eru orðin býsna mörg mótin, þar sem hún hirðir öll verðlaun án þess að hafa mikið fyrir því. I A-flokki börðust menn um sæti í meistaraflokki, þar var Ari Edwald í nokkrum sérflokki, enda sigraði hann þrefalt á mótinu. Önnur úrslit eru sem hér segir: Meislaraflokki: Kinliðaleik karla: Guðmundur Adolfsson TBR sigr- aöi Brodda Kristjánsson TBR. Tvíliðalcik karla: Guðmundur Adolfsson TBR og Broddi Kristjánsson TBR sigruðu Sigfús Æ. Árnason TBR og Har- ald Kornelíusson TBR. Einliðaleik kvenna: Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Brodda Elísabetu Þórðardóttur TBR. Tvíliðaleik kvcnna: Kristín Magnúsdóttir TBR og Kristín B. Kristjánsdóttir TBR sigruðu Hönnu L. Pálsdóttur TBR og Lovísu Sigurðardóttur TBR. Tvenndarleik: Broddi Kristjánsson TBR og Kristín Magnúsdóttir TBR sigr- uðu Harald Kornelíusson TBR og Lovísu Sigurðardóttur TBR. A-flokki: Einliðaleik karla: Ari Edwald TBR sigraði Óskar Óskarsson TBR. Tvíliðaleik karla: Ari Edwald TBR og Snorri Ingv- arsson TBR sigruðu Jón Sigur- jónsson TBR og Óskar Óskarsson TBR. Einliðaleik kvcnna: Guðrún Júlíusdóttir TBR sigraði Berglindi Jónasdóttur. Tvíliðaleik kvenna: Guðrún Júlíusdóttir TBR og Guð- rún Gunnarsdóttir TBR sigruðu Kristínu Magnúsdóttur TBR og ELínu H. Bjarnadóttur TBR. Tvenndarleik: Ari Edwald TBR og Elín H. Bjarnadóttir TBR sigruðu Snorra Ingvarsson TBR og Guðrúnu Júlí- usdóttur TBR. Stórleikur í blakinu í DAG kl. 14.00 leika í íþróttahúsi Hagaskólans lið Þróttar og ÍS í und- anúrslitum bikarkeppninnar. Leikir þessara liða í vetur hafa allir vcrið mjög spennandi og skemmtilegir og má búast við að svo verði einnig í dag. Þróttur hefur unnið allar viður- eignir liðanna í vetur þó oft hafi munað litlu og er skemmst að minn- ast síðasta leiks en þá þurfti að leika í 2 klst. og 17 mín. áður en úrslit fengust. Það lið sem sigrar í dag leikur úrslitaleikinn í bikarkeppn- inni við sigurvegarann úr leik Bjarma og Samhygð/ÍBV. Strax að leik Þróttar og fs lokn- um leika sömu lið í fyrstu deild kvenna og verður þar örugglega hörkuleikur eins og svo oft i kvenna- blakinu í vetur. SUS Leika með sorgarborða VÍKINGAR munu leika með sorg- arbönd er liðið mætir FH í úrslita- lcik 1. deildarinnar i handknattleik í Hafnarfirði í dag. Eru borðarnir til minningar um Jón Gunnlaug Sig- urðsson, sem lést í bílslysi í vikunni. Jón lék um árabil með meistara- flokki Víkings, en hætti árið 1978, er hann gerðist sveitarstjóri á Fá- skrúðsfiröi. Unglingaþjálfarar fá styrki frá ISI Framkvæmdastjórn ÍSÍ hcfur ákveðið að tillögu unglinganefndar ÍSÍ að veita þremur þjálfurum eða lciðbeinendum á sviði unglingaþjálf- unar styrki til að sækja námskeið erlendis á þessu ári, að upphæð krónur 5000 hvern. Væntanlegir umsækjendur um þessa styrki skulu vera starfandi fyrir íþrótta- og ungmcnnafélög, hér- aðssambönd eða sérsambönd innan ÍSÍ. Sérstök umsóknareyöublöð liggja frammi á skrifstofu ÍSÍ og er umsóknarfrestur til 21. apríl á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.