Morgunblaðið - 28.03.1982, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.03.1982, Qupperneq 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR í þessum þætti og þeim næsta verða uppskriftir að viðamikilli hátíðarmáltíð, - i tilefni pásk- anna. Á páskamatseðlinum eru fjórir réttir. Eigum við ekki að segja að minna megi það ekki vera á þessari stórhátíð ... Það gildir eins og venjulega, að auð- vitað er ekkert sem mælir á móti því að taka einn og einn rétt úr, en þeir eru samt sem áður hugs- aðir þannig, að þeir fari þokka- lega saman í einni máltíð. Upp- skriftirnar eru fyrir sex. Á páskamatseðlinum í ár er boðið upp á hörpudisk í anís- smjörsósu, lambalæri með fylli- ngu úr sveppum og nýrum, jöklasalat með vínberjum, borið fram með litlum gráðaostpæum, og í eftirrétt er góður og gamal- dags karamellubúðingur. Ef ykkur sundlar við tilhugsunina að bera fram svo margréttaða máltíð, athugið þá réttina snöggvast. Matseðillinn er nefni- lega settur saman með það fyrir augum, að töluvert megi útbúa tímanlega fyrir sjálfa máltíðina. Forrétturinn er fljótlegur, lag- aður á eldavélinni skömmu áður en setzt er að borðum. Lamba- lærið getið þið úrbeinað (já, það er gert til að koma fyllingunni fyrir) daginn áður, eða tveimur dögum áður, fyllinguna getið þið útbúið allt að sólarhring fyrir- fram. Ef það þarf að úrsteina vínberin, getið þið gert það allt að sólarhring áður. Deigið í pæ- ana getið þið búið til sólarhring fyrirfram og eins bakað pæana, þá án ostsins. Ostinn getið þið hrært sólarhring áður en máltíð- in er borin á borð. Karamellu- búðinginn getið þið einnig búið til sólarhring áður en hann er borðaður, og reyndar ekki seinna en um 6 klst. áður en hann er borinn fram, svo hann sé örugg- lega orðinn kaldur, þegar að matmálstímanum kemur. Fyrir þá sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna í elda- mennskunni er óþarfi að taka þetta allt fram, þeir sjá þetta af ærinni reynslu sinni. En ég verð nú eins og yfirleitt að biðja þá reyndu að sýna þolinmæði. Eg reyni að skrifa fyrir þá sem litla reynslu hafa, en eru fullir af áhuga og langar til að spreyta sig. Ef mér tekst það sem ég ætla mér, hafið þið hér (eins og endranær) uppskriftir sem eiga að duga jafnt fyrir reynda sem óreynda. Þeir reyndu lesa þær hratt yfir og útfæra þær síðan eftir sínu höfði. Þeir óreyndu lesa hægt, jafnvel nokkrum sinnum, og þurfa líklega lengri tíma til framkvæmda en hinir — en — þeir ættu samt að geta út- búið einstaka rétti eða alla mál- tíðina, ef þeir kasta sér út í mat- argerðina af einbeitni og áhuga. Það þarf varla að minna á, að árangur umstangsins er víst oftast í samræmi við þá um- þenkingu sem við leggjum í það... Góða skemmtun! Hörpudiskur í aníssmjörsósu Hörpudiskur, þ.e. fiskurinn úr samnefndri skel, er mikið lost- æti, sem á skilið hina mestu at- hygii. Þessi skelfiskur hentar vel í flestar uppskriftir að heitum rækjuréttum, svo þið þurfið ekki endilega að leita að sérstökum hörpudiskuppskriftum. Einkum eru það uppskriftir að heitum réttum sem hörpudiskurinn hentar vel i, því hann fæst hrár, frystur, og því þarf ekki að óttast að hann ofsoðni, þegar hann er hitaður, líkt og rækja gerir gjarnan. Anís er fræ anísjurtarinnar. Hún er skyld kúmenjurtinni, og er algeng við Miðjarðarhafið. Ibúar á þeim slóðum nota anís mikið í mat, t.d. í brauð, kökur og fiskrétti. Auk þess búa þeir til áfengi kryddað anís. E.t.v. kannast einhver við franskt Per- nod ... Anískryddað áfengi er gjarnan notað í fiskrétti, t.d. fisksúpur, og þaðan er hugmynd- in að þessum rétti komin, þ.e. að nota anís sem krydd í þennan rétt. Auk þess að nota anís til bragðbætis, er gott að nota franskt vermút, Noilly Prat, eða þurrt sérrí, eða þurrt hvítvín. Og það þarf ekki endilega að grípa til áfengis. Sítrónusafi, aðeins um 1—2 tsk, eða álíka mikið af epiasafa, koma vel til greina. Bragðið af hverjum þessara vökva fyrir sig er vissulega ólíkt og það kemur enginn í stað ann- ars, en allir gefa þeir gott bragð hver á sinn hátt. Ykkur finnst kannski skammturinn af hörpudiskinum ekki stór, en hafið þá í huga, að hér er aðeins um forrétt að ræða og það forrétt að margréttaðri máltíð. Ef þið ætlið ykkur að bjóða upp á tvo rétti þá dugir skammturinn aðeins fyrir um fjóra, og sem léttur aðalréttur með nógu af góðu brauði dugir hann handa 2—3, og þá með eft- irrétti. Með forréttinum er gott að bera fram brauð til að ná ör- ugglega upp allri sósunni. Það er ekki lakara að brauðið sé heima- bakað. Þið getið átt það tilbúið í frysti. Það fer reyndar vel á að bera fram litla skeið með þess- um rétti, ef þið kjósið að sleppa brauðinu, svo hægt sé að njóta sósunnar til fullnustu og sem minnst fari til spillis. Páskamáltíð 500 gr hörpudiskur, þ.e. aðeins fiskurinn úr skelinni, 15 gr smjör, þ.e. litil klípa, 1 tsk anís, steyttur, eða tilbúið duft, 2—3 msk vín, sbr. hér að ofan eða minna af sítrónusafa eða eplasafa, 1 knippi steinselja, finsöxuð, 200 gr kalt smjör, skorið i litla bita 1. Skerið hálffrosinn fiskinn í tvennt hvern bita. Látið hann ekki þiðna svo mikið að safinn fari úr honum, því þar missið þið góðan kraft sem á að fara í sós- una. Bræðið smjörklípuna, um 15 gr, og setjið fiskinn út í. Látið hann nú soðna hægt og rólega, það tekur ekki langan tíma áður en hann er hlaupinn saman og orðinn hvítur í gegn. Lengur á hann ekki að sjóða, því þá verður hann seigur og missir mýktina og áferðina. Það kemur mikið soð af fiskinum, og þið fiskið fiskinn upp úr því. Haldið fisk- inum heitum á meðan þið lagið sósuna. Hellið steyttum anísn- um í soðið og látið það sjóða niður, þannig að fisksafinn brúnist svolítið. Þetta kallast að karamelísera, því soðið verður þykkt og brúnt líkt og karamella og undra bragðmikið. En þið takið eftir, að það að brúna er ekki sama og brenna. 2. Nú hellið þið víninu í, eða þeim vökva sem þið notið, og skafið vel upp ailan safann af pönnunni. Bætið nú köldum smjörbitunum í pönnuna, um fjórðungi í fyrstu umferð. Nú á að þeyta smjörið, það er gott að nota gaffal eða handþeytara, saman við heitan safann á pönn- unni um leið og það bráðnar. Þá fáið þið ljósa og ógegnsæja sósu. Bætið svo afganginum af smjör- inu við í um þremur umferðum og síðast saxaðri steinseljunni. Bragðið á, kryddið frekar ef þarf. Sósan má nú ekki bíða lengi og alls ekki á miklum hita. Hafið snör handtök og jafnið fiskinum á diska fyrir hvern og einn. Bezt er að diskarnir séu heitir, svo fiskur og sósa komist vel heit á borðið. Þeytið safa, sem rann af fiskinum meðan hann stóð, saman við sósuna. Hellið sósunni yfir fiskinn og berið fyrir matargestina, sem þegar eru setztir við borðið. Þessi réttur á nefnilega ekki að bíða eftir gestunum. Hins vegar er allt í lagi að gestirnir hinkri stundarkorn við eftir matnum við borðið. Þið hafið örugglega eitthvað að ræða um ... Eg nefni að sósan eigi að vera þykk og rjómakennd. Ef svo fer, að smjörið bráðnar um of og sós- an verður eins og kryddsmjör, þá eru ekki hundrað í hættunni. Þar hafið þið samt sem áður gott kryddsmjör með þessum ágæta hörpudiski, sem við eigum kost á, þökk sé Stykkishólmsbúum o.fl. Fer ekki vel á að uppskriftin sé tileinkuð þeim?! Fyllt lambalæri Þá er komið að lamhalærinu. Það er úrbeinað og fyllt með nýrum og sveppum. Hörfið ekki frá, þó ykkur líki ekki nýru. Þau gefa réttinum aðeins milt bragð, en alls ekki beinlínis nýrna- bragð. Og ekki má gleyma svepp- unum, þeir gefa ljúfan keim. Hugmyndin er runnin frá Frakklandi, en annars tíðkast svipuð fylling víða. Með kjötinu er gott að bera fram bakaðar kartöflur og blað- sellerí, skorið í strimla og látið mýkjast í smjöri. Selleríið nýtur sín bezt, ef það er ekki látið mauksjóða. Sellerí og gott brauð með er yfrið nóg meðlæti. Annað nýtt grænmeti kemur einnig vel til greina. En hafið ekki meira en eina eða tvær tegundir með- lætis með. Einfaldleikinn er kjörorðið. Þó matseðillinn sé miðaður við sex, er kjötið yfirdrifið fyrir átta. En það er einnig ágætt að bera það á borð fyrir færri og eiga svo í kalda máltíð næsta dag, ekki satt... 1 stórt lambalæri, gjarnan hátt í 3 kg 1. Látið lærið þiðna um nótt í kæliskáp og síðan standa í 3—5 sólarhringa í kæliskápnum. Tak- ið það út og látið standa á borði í um 'á—1 sólarhring áður en það er matreitt. Ég get alveg lof- að ykkur því, að kjöt sem er tek- ið svona snemma úr frysti og látið jafna sig vel fyrir mat- reiðslu er allur annar matur en þegar það er snöggþítt og steikt samtímis. Jafnvel á þessum tíma árs verður kjötið nánast eins og nýtt við þessa meðferð ... 2. Úrbeinið kjötið eins og sýnt er á myndinni. Notið beittan, frem- ur lítinn hníf. Látið hann renna eftir beininu, já, skrapið það, og þá veitist ykkur þetta létt... ✓ —> 1 pm* Be'ifö stÍN 0&,H€g L'L4. .. HVGRio iö 6t(O tU UG63A i L&l- 10 U ■ 4Ö 5ICEJ2A Héí- RWM C&oiou stH i þ*-& LAri-9 (-lAJÍFflUO ftXWÁ toorO yggulL fAAJkjfí álCEÚ0 5UY&6ÖU hB'UiU • Ö*0 QL tíOucuíT- fOT 40 LeGóoun í EFSTW -A eoDAoun tfkst yucud /U) <2_A A ú©!J6oD!M- 3. Þá er það fyllingin: Smjörklípa, 4 lambanýru, I laukur, lítill, 200—300 gr nýir sveppir, helzt ís- lcnzkir, 1—4 hvítlauksrif, eftir smekk, (1 msk koníak, brandi eða viskí) 1 Lsk rósmarín og 1 Lsk timjan, eða aðrar þurrkaðar jurtir eftir smekk ■/2 knippi steinselja, ef þið náið í nýja nýmalaður pipar 1 msk brauðmylsna. 4. Bræðið smjörið á pönnu. Tak- ið himnuna utan af nýrunum og skerið þau í litla bita. Saxið laukinn smátt. Hreinsið svepp- ina, skerið neðan af fætinum ef þess þarf og sneiðið þá. Skerið hvítlaukinn í litla bita. Setjið þetta allt á pönnuna og látið nýrun stikna í gegn. Ef þið notið vín, hellið því yfir þegar nýrun eru gegnumsteikt. Bætið krydd- inu í. Áthugið að fyllingin á alls ekki að brúnast. Sáldrið brauðmylsnu yfir, ef fyllingin er mjög blaut og látið hana sjóða svo hún þorni aðeins. Látið fyll- inguna kólna áður en hún er sett í kjötið. Rétt áður en hún er sett í kjötið, blandið þá saxaðri steinselju í fyllinguna, ef þið notið þá jurt. 5. Setjið ofninn á 275°. H-EÍ. Bg a© STltoGA TAOoSTöiö(>LUH HS0FC.AM ÖPÍVJU oe CCÍMA TVC.ÍC.. TAUO- ÍTDM&luDum Þc'nac A Myptýpoi. Lt£c0 i LA&JLJU . . 6. Setjið fyllinguna inn í lærið, þar sem opið er. Stingið tann- stönglum í brúnina meðfram opinu og bregðið garni um, þannig að þið reimið fyrir gatið. Herðið vel á, svo gatið lokist sem þéttast. Setjið lærið á rist yfir fat eða ofnskúffu og setjið það inn í heitan ofninn. Látið nú kjötið vera inni í um 15 mín., snúið því þá við og látið það stikna í aðrar 15 mín. Slökkvið þá á ofninum og látið kjötið vera inni í um 30 mín. Eftir þennan tíma er kjötið að öllum likindum rautt innst. Ef þið viljið hafa það meira steikt, þarf það að vera um 5—10 mín. lengur í ofninum áður en það er slökkt á honum. En athugið, að þó kjötið sé rautt innst, er hægur vandi að skera sneiðar af þynnsta hluta kjötsins og fá þar gegnumsteikt- ar sneiðar. Þannig geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Já, og allir verða að fá eitthvað af fyllingunni á diskinn sinn. Sker- ið kjötið i sem þynnstar sneiðar. Þannig nýtur það sín betur. Nei, það er engin sósa með þessu kjöti. En það kemur heil- mikill safi af kjötinu við steik- ingu og eins þegar það er skorið. Af því getur hver og einn tekið sér, það gefur réttinum firna gott bragð ... Ég er þeirrar skoðunar að salti sé ofaukið í mat. Smjör gef- ur t.d. salt í matinn. Hafið saltstauk á borðinu, þá getur hver bjargað sér. Við snúum okkur svo að seinni hluta máltíðarinnar í næsta blaði... Leiðrétting Það hefur vonandi enginn glæpzt á að útbúa sykurjukkið, sem uppskrift var að í síðasta þætti. Þar hafði komið inn 500 gr af sykri í staðinn fyrir skyr og sykur var þannig nefndur tvisvar. Hið rétta er auðvitað, að í skyrkremið eru aðeins notuð 175 gr af sykri, sem réttilega stendur, en 500 gr af skyrinu. Já, þið skuluð ekki halda að það sé aöeins skyrbragð af kreminu, þrátt fyrir svo mikið skyr. Bragðið er afskaplega fínlegt og einkar ljúft að mati ýmissa sælkera, og einnig þeirra sem annars fara sér rólega í köku- málum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.