Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 16

Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 „Fram í sviðsljósið“ er nefnist „Being There". þýðingu Björns Jónsson kvikmynd og tók Bíó opnaði. Þettavar síðasta hefur myndin líka vakið íslenzka heitið á skáldsögu Jerzy Kosinskis, sem á ensku Bókin kom út í fyrra í bókaklúbbi Almenna bókafélagsins í ar. Eftir þessari bók, sem hefur vakið mikla athygli, var gerð höllin í Breiðholti hana til sýningar þegar kvikmyndahúsið mynd sem leikarinn Peter Sellers lék í áður en hann dó. Og mikla athygli. að minnsta kosti, gekk enda með blásýruhylki í vasanum. 20. des- ember 1957 stígur hann á land í New York, án þess að kunna orð í ensku. Hann er 24ra ára gamall og í 2 dollara í eigu sinni. Bandaríkjamenn hafa enga þörf lyrir enn einn ljósmyndarann. .'losinski byrjar á því að skrapa áta, gera hreint á börum, vera inkabílstjóri svarts braskara (sá jini hvíti í Harlem) og loks trukk- abílstjóri. Á meðan lærir hann ensku og skrifar 1960 grein um sálfræði skriffinnskunnar, sem hann nefnir „Framtíðin er okkar, félagar". Hann vekur strax at- hygli og það hvetur hann til að skrifa um sama efni, bókin „Engin þriðja leið“ verður til þess að les- veruleikann. Því hver stund getur orðið sú síðasta, áður en maður missir þetta allt.“ Söguhetja hans, George Levanter, í sögunni „Blind Date“, sem er orðaleikur og mætti þýða hvort sem er með Stefnumót við ókunnugan eða Stefnumót við blindan eða jafnvel Stefnumót án dagsetningar — lýsir sér einmitt sem „fjárfestara" í lífinu. I þessari skáldsögu segir vinur auðugrar eiginkonu Levanters: „Maður veit ekkert um fortíð þína, Georg. Þú kemur vel fyrir. En maður hlýtur að spyrja sjálfan sig hvort þú sért ekki að gera þér þetta að atvinnu." I þeim tilgangi að gefa konu sinni og vinum lykil að fortíð, sem hann gat engan veginn vitað um, ásamt „Óþekkti félaginn". Fyrir hana fær hann bandarísku Con- court-bókmenntaverðlaunin. í öll- um hans bókum má finna vissan frumlegan frásagnarmáta, allt aftur að „Ástríðuleiknum“, sem er hvöss og miskunnarlaus kross- gáta. Nokkurs konar frammúr- stefnulegt, fyndið og óþolandi stefnumót við dauðann, kynlífið og miskunnarlaust lífið. Undan- tekning er þó bókin „Fram í sviðsljósið", sem Hal Ashby notaði í kvikmynd sína með Peter Sellers í aðalhlutverkinu. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes und- ir nafninu „Velkominn, herra Chance", en það er einmitt mynd- in sem við eigum nú kost á að sjá í Bíóhöllinni. Kosinski hefiir Peter Sellers í hlut- verki Chance átt mörg kennileg Kosinski, sem þyx. :r>n af merkilegri rithöf- undum okkar tíma, hefur átt sérkennilegt lífshlaup. í nýlegri grein, sem um hann var skrifuð í franska blaðið Express, er hann kallaður í fyrirsögn kúreka- existentialistinn, eins og hann hefur sjálfur lýst sér í háði. Sann- leikurinn er sá, að hann hefur aðeins 46 ára gamall í rauninni gengið í gegn um mörg og marg- vísleg lífshlaup, eins og það er orðað í greininni í Express sem byggt er á hér. í Bíóhöllinni í Breiðholti er nú verið að sýna kvikmyndina, sera gerð var eftir sögu Kosinskis „Fram í sviðsljósið", en hún hefur verið þýdd á islenzku og kom út hjá Almenna bókafélaginu. Þetta var síðasta myndin sem Peter Sellers lék í. Jerzy Kosinski er fæddur 1933 í Lodz í Póllandi. Móðir hans var píanóleikari og faðirinn málfræð- ingur, bæði rússneskir útflytjend- ur. Hann var ekki nema sex ára gamall, þegar seinni heimsstyrj- öldin skall á. Þá var hann sendur upp í sveit til að forða honum frá hættum. Þar hraktist þetta dökka barn á húð og hár með svörtu aug- un þorp úr þorpi, grunaður um að vera gyðingur eða sígauni. Barinn, niðurlægður, hundeltur af bænd- afólkinu lærði hann frumatriðin í þeirri list að bjarga sínu eigin skinni meðal úlfa. Hann var eins og fuglarnir, sem bændur í Ukra- inu voru vanir að fanga og máluðu í æpandi litum, áður en þeir slepptu þeim aftur. Fuglasamfé- lagið er alveg jafn ósátt við allt sem er frábrugðið sem mannfólkið og drepur því þennan afbrigðilega einstakling. Níu ára missti Kos- inski, sem var orðinn óður af skelfingu, málið. Eftir stríð fann hann aftur foreldra sína, heima- borg sína Ixidz, öryggi og — í kjölfar slyss sem hann varð fyrir á skíðum — fékk hann málið aftur. En til þess eins að lenda í öðru stríði, ennþá harðúðugra og lang- vinnara en hið fyrra, í þetta sinn gegn sameignarsamfélagi, sem ekki kunni að meta sjálfstæða hugsun hans og einstaklings- hyggju eða vopn hans, sem snemma höfðu verið brýnd í ósigr- um. En maður gengur ekki beint framan að miðstýringarríkinu. Kosinski nemur því félagsfræði við vísindaháskólann, verður skíðaleiðbeinandi við háskóla, doktor og aðstoðarprófessor og notar sér svo flækjur og þyngsli skrifstofuræðisins til að flýja. Þar sem hann er orðinn kunnur Ijós- myndari á hann að launum rétt á að halda sýningar. Einnig á hann aðgang að ríkisprentsmiðjunum. Kosinski býr sér því til fjóra þykjustu-ættingja, menntaða vís- indamenn með fína titla á bréfa- hausnum og opinbera stimpla og „skrifast" í tvö ár á við þá. Semur bæði spurningarnar og svörin. Og þegar hann er búinn að koma sér liðlega fyrir í Flokknum, nælir hann sér í vegabréf til að fara til Bandaríkjanna, til að nema innan ramma stofnunar, sem hann hefur líka búið til. Þessi reynsla, sem hann upplifði á flótta sínum úr myrkraherberg- inu, lýsir hann í rauninni í bókinni „Flugstjórnarklefinn". Með því hætti hann á 15 ára fangelsisvist andi frá Weiston, Virginíu, skrifar honum þakkarbréf í hrifningu sinni. Þau hittast, giftast og Kos- inski, sem alltaf hefur dáð verk Stendhals, fær þar með þann draum sinn uppfylltan að ganga í spor söguhetjunnar Julien Sorels. Hann verður nefnilega ástfang- inn af Mary Hayward Weir, ekkju Ernest T. Weir og erfingja stál- bræðsla upp á einn milljarð doll- ara, fjórðu stærstu samsteypunn- ar í Bandaríkjunum. Jerzy Kosinski fellur nú allt í einu í hlut líf, sem hvorki Stend- hal né Scott Fitzgerald hlotnaðist nokkurn tíma. Hann hefur einka- flugvél, lystisnekkju og eigin hús út um allan heim. Því skyldi hann ekki undir þessum kringumstæð- um horfa á tilveruna með augum þátttakandans í leiknum? „Þetta er ekki „líf“ heldur augnablik, skref," segir hann, „og það verður að njóta og fjárfesta í hverju augnabliki, hverju stefnumóti við skrifar Kosinski einmitt „Skræp- ótti fuglinn", sem á að vera frá- sögn af hinni skelfilegu, kveljandi æsku hans á ótilteknum stað í Austur-Evrópu. Samstundis er hann orðinn frægur um allan heim. En fólk á erfitt með að skilja hann. Á Vesturlöndum er honum borið á brýn að lýsa of miklum hrottaskap, sem þykir ótrúlegur. Því svarar Kosinski: „Þvert á móti, ég hefi haldið mig við sannleikann." I Austur-Evrópu er sýnum hans aftur á móti líkt við hjarðljóð í samanburði við raunveruleika þýzku fangabúð- anna á nazistatímanum. En þar er hafnað ofsafengnum kynferðislýs- ingum í verkinu, sem ekki sýna landa hans í neitt fögru ljósi. Jafnvel haldið fram að hann eigi björgun sína að þakka komu Rauða hersins, sem hann svo lýsi af slíkri fyrirlitningu. Önnur skáldsaga hans nefnist „Skrefin", sem sennilega er hans besta verk, Hvort sem Jerzy Kosinski nefn- ir söguhetjur sínar Tarden, George Levanter eða Fabian, þá verða skáldsögur hans alltaf með sjálfsævisögulegum blæ. Eins og söguhetja hans, George Levanter, hefur Kosinski í raun og veru hitt Svetlönu Alliluyevu, dóttur Stalins, sem bjó í Prince- ton. Og hann hefur sjálfur farið um Sviss í fylgd með Charles Lindberg. Einnig var franski Nób- elsverðlaunahafinn Monod einka- vinur, og þeir fylgdust að fram að andláti hins síðarnefnda í maí 1976. Og alveg eins og söguhetjan Iævantar, þá átti höfundurinn stefnumót við vini sína heima hjá Sharon Tate í Beverly Hills 8. ág- úst 1969. Hann var að koma frá París en missti af flugvélinni til Los Angeles. Og hann gisti í New York um nóttina til að bíða eftir farangrinum sínum, sem hafði lagst afsíðis. Þannig slapp hann nóttina þá frá morðárás Charles sér- líf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.