Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 24

Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 krabbameinssjúkdómum. Hann var 54 ára að aldri, kvæntur og þriggja barna faðir. Það má leiða getum að því, að Sophia hafi ávallt borið í brjósti ríka þrá til að ná sér niðri á Ponti, og um þetta leyti hafi hún verið staðráðin í því að taka annan fram yfir hann. Þarna var kominn maður, sem hafði náð langt á sínu sviði, ekki síður en Ponti, og var auk þess meiri tilfinninga- maður en hann og meira spennandi í róm- antísku tilliti. En hvað svo sem fyrir Sophiu vakti, gerði hún uppskátt um sam- band sitt við Baulieu sumarið 1981. Þá birtust í blöðum um heim allan myndir af þeim tveim á leið út úr íbúð í úthverfi Parísar. Sagt hefur verið, að innan tveggja mán- aða frá því að fundum þeirra Sophiu og læknisins bar saman hafi hún farið til Ponti og sagzt vilja binda enda á hjóna- band þeirra. Vinir hennar sögðu blaða- mönnum, að hún hefði á engan hátt reynt að leyna því, hvernig komið var. Hún hafi gert það fyllilega ljóst, að hún vildi fá frelsi til að hitta lækninn þegar hún óskaði þess. Ponti varð mikið um þessa ákvörðun konu sinnar, en sagt er að hann hafi fallizt á skilnað í þeirri trú að ástríða konu sinn- ar í garð læknisins myndi dvína, og hún myndi koma aftur til hans. I samtali okkar Sophiu sagði hún m.a.: „Ég vona að þú munir ekki skrifa um hin lagalegu vandamál eða sögusagnirnar þar um.“ En slíkt loforð gat ég ekki gefið, þar eð þau mál voru á hvers manns vitorði og allt samtal okkar yrði til einskis, ef hún skýrði ekki frá því, hvernig málum var í raun réttri háttað. Omögulegt að búa við framhjáhald Þegar ég ræddi fyrst við Sophiu Loren hafði hún liklega aldrei gefið manni sínum nokkra ástæðu til afbrýðisemi, og er ég minntist á ótryggð í hjónabandi við hana, brást hún ókvæða við. Hún sagði að ómögulegt væri að búa við framhjáhald, og það væri yfirleitt alltaf karlmaðurinn, sem héldi framhjá. Síðan bætti hún því við með áherzlu, að héldi gift kona framhjá manni sínum, hlyti það að tákna, að ekki væri allt með felldu í hjónabandi þeirra. En þegar við áttum tal saman nú fyrir skömmu spuiui ég Loren, hvort hún liti nú öðrum augum á þessi mál. Hún svaraði: „Nei, ég er alveg sama sinnis og áður. Ótryggð í hjónabandi ætti ekki að eiga sér stað. Ef karl eða kona fer að halda fram- hjá, táknar það áreiðanlega, að ástin í hjónabandinu er að deyja út. Ef hjón elska hvort annað í raun og veru, þá eiga þau allan heiminn. Þau þurfa ekki á öðrum að halda.“ I júlí sl. lokuðu þau hjónin ríkmannlegri íbúð sinni í Páris. Ponti greip til þeirra vopna, sem ein voru tiltæk, þ.e. barnanna. Hann krafðist þess að fá að flytjast með þau til Sviss. Nú segja Loren og Ponti bæði, að þau hafi flutzt til Sviss til þess að synir þeirra ættu kost á sem beztri mennt- un. Eigi að síður kom þessi krafa Pontis Sophiu í mjög erfiða aðstöðu. Ef hún byggi áfram í París til að vera samvistum við dr. Baulieu, ætti hún á hættu að einangrast og missa forræðið yfir sonum sínum. Ef hún flyttist hins vegar til Genfar með Ponti til að halda áfram eðlilegu sambandi við drengina, þyrfti hún að vera á stöðugum faraldsfæti milli Parísar og Genfar til að halda áfram sambandi sínu við dr. Baul- ieu. Þá hermdu fréttir að allt umtalið um ástarsamband Sophiu og læknisins gæti komið honum í koll og gert að engu frekari framavonir hans í starfi. Þar að auki hafði dr. Baulieu greinilega ekki tekið ákvörðun um, hvort hann ætti að leggja allt í sölurn- ar og þar með hjónaband sitt til þess að halda áfram sambandi sínu við Sophiu Loren. Afstaða Yolande Baulieu, eiginkonu læknisins, hefur líklega gert Sophiu ennþá erfiðara um vik, því að konan hefur sýnt furðanlegt umburðarlyndi. Hún ku hafa sagt eftirfarandið við fréttamenn: „Ef fólk segir að maðurinn minn standi í ástarsambandi við Sophiu Loren þá hlýt ég að líta á það sem heiður fyrir hann, því að hún er stórfengleg kona.“ Á krossgötum í lífinu Sophia Loren er nú 48 ára að aldri og virðist vera komin að erfiðum krossgötum í lífi sínu. Þótt hjónabandsár hafi ekki verið sérlega hamingjurík og hún hafi ver- ið í tilfinningalegu svelti að því er virðist, var allt slétt og fellt á yfirborðinu og lífið gekk sinn vanagang. Nú er því ekki að heilsa lengur og við Sophiu blasir óvissa um það hvað framtíðin ber í skauti sér Charlia Chaplin og Sophia. henni til handa. En þessi óvissa veldur henni engum sálarkvölum. Hún virðist vona, að þetta nýja skeið, sem runnið hef- ur upp fyrir henni, færi henni hamingju og þá kvenlegu auðlegð, sem hún hefur að mestu farið á mis við um dagana. „Þér hlýtur að vera farið að líða eins og tatarakonu,” sagði ég við hana. „Þú ferðast stað úr stað.“ „Já,“ svaraði hún. „En ég held að ég sé á réttri braut. Ég vona það og reyni líka að beita skynseminni. Samt hlýði ég tilfinn- ingum mínum umfram allt. Ég geri það sem ég vil gera.“ Ég minnti hana á, hvað hún hafði sagt við mig fyrir fjórum árum. „Þá sagðistu vera mjög þolinmóð kona, og ef þú álitir eitthvað vera mikils virði, værirðu fús til að þjást dálítið, til að öðlast það sem þú vildir." Hún svaraði um hæl: „Nú er ég fús til að þjást mikið. Ég er mjög þolinmóð kona. Ég

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.