Morgunblaðið - 28.03.1982, Page 36

Morgunblaðið - 28.03.1982, Page 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Hvað er það fyrst og fremst, sem við líetum lært af atburðinum í Póllandi? Sama lexían hefur upp undir fjörutíu sinn- um verið löfið meira eða minna greinilega fyrir veröldina á síðastliðnum sextíu og fimm árum, en vesturlandabúar hafa allt- af reynt að sniðganga þessa lexíu og láta t-ins og hún hafi aldrei verið til; reynt að láta sem þeir skildu hana ekki eða þá rangtúlkað hana. Hlustið bara á örfáar af þeim skýring- um, sem við heyrum um þessar mundir! f>ær eru í öllum blæbrigðum, allt frá itarnalegum móðgunartón: „Þeir hafa eyði- lagt jólin fyrir okkur vesturlandabúum" ímeiningin var að minnsta kosti þessi bak við spurningu eina, sem mér barst frá brezku dagblaði) — og allt upp í það að taka á sig myndir dularfullra, svífandi furðusýna: „Herforingjaklíka af suður- amerískri gerð birtist skyndilega á sjón- arsviðinu í Póllandi og hrifsaði til sín völd- in af örmagna kommúnistaflokki." Þessi var sannarlega góður! Þið ættuð bara að reyna það einu sinni að taka völdin frá kommúnistaflokki, sem situr við stjórnvöl ríkisins! Eru einhverjir þeir til, sem nokkurn tíma og nokkurs staðar hefur tekist það? í einföldustu skýringunum er talað um utanaðkomandi íhlutun: „Kreml hefur knúið Jaruzelski til þessa." En séu þvinganir af hálfu Kreml nægileg skýring, er hvorki unnt að draga sovézka herinn né heldur sovézku leyniþjónustuna til ábyrgð- ar fyrir gjörðir sínar, því þessir aðilar unnu verk sín undir þvingunum að ofan. Þá er heldur ekki unnt að gera okkur, það fólk sem fætt er í Sovétríkjunum, ábyrgt. Við berum heldur enga ábyrgð, af því að við vorum einnig beitt „þvingunum" af hálfu Kreml til að gera það sem við gerð- andlega innblásinn af sósíalisma heldur af kristinni trú. Hugmyndafræði kommúnismans er sögð dauð? Áður en hún deyr, mun hún samt hafa ráðrúm til að fara báli og brandi um gjörvallan hinn vestræna heim, leggja hann undir sig og belgja sig út á blóði vesturlandabúa. Hin kommúníska hug- myndafræði er dulúðgur kraftur, sem stríðir gegn öllu réttu eðli. Hún stendur af sér öll náttúruleg, efnahagsleg og félagsleg lögmál. í stað þess að líða endanlega undir lok eins og hún ætti með réttu að gera, hrósar hún sigri. Hún eykst og magnast að styrkleika vegna vanmáttar vesturlanda. Kommúnísk hugmyndafræði er ennþá fær um að lifa af í Sovétríkjunum og í hinu kommúníska Kína. Hún mun stöðugt geta fundið réttan jarðveg til að draga næringu úr. Ár eftir ár í 65 ár, mánuð eftir mánuð hafa vesturlönd ýtt vogarstönginni í sömu átt — í áttina til glötunar, uppgjafar og þjónustusamlegrar undirgefni við komm- únismann. Kynslóð eftir kynslóð Evrópu- búa hefur gerst sek um svik við sjálfa sig í kapphlaupinu eftir makindalegra lífi, meðan ótal milljónir meðbræðra þeirra og meðsystra fyrir austan pólsk-rússneska landamærafljótið Búg voru drepnar eða þeim tortímt með hungursneyð. Alveg á sama hátt sjáum við nú á dögum evrópska friðarsinna á sinu andlega villuráfi önnum kafna við að bregða fæti fyrir stefnu Bandaríkjanna, sem þó virðast fastlega ákveðin í að veita kommúnismanum mót- spyrnu. Evrópumenn óska ekki eftir að notfæra sér sinn eiginn styrk, heldur setja allt sitt traust og von á utan að komandi kraftaverk, á einhvern stórglæsilegan af- gerandi árangur af hinum þokukenndu samningaviðræðum við kommúnista. Alexander Solsjenitsyn: Pólland er einungis enn eitt dæmið um — allt frá árinu 1918 með dyggri að- stoð sovézku leynilögreglunnar ... að framkvæma aftökur, að hvolfa bátum þéttsetnum lifandi mannverum, að koma á fót þrælkunarbúðum handa milljónum á milljónir ofan af fólki, að útrýma íbúum heilla landsvæða í svo hrikalega stórum stíl, að mannkynssagan hefur aldrei kynnst neinu þvílíku áður. Öfl að utan Það er svo sem hægt að andmæla þessu á mjög hlutlægan hátt og segja, að sjálft Kreml geti einnig sér til afsökunar bent á öfl, sem komu utan að: bent á þau hundruð þúsunda erlendra stríðsfanga eftir fyrri heimsstyrjöld, sem gafst tækifæri til að þjóna lund sinni með þvingunum í fram- andi landi. Kommúnisminn er vissulega aldrei feiminn við að skella skuldinni á öfl, sem koma utan að, en það væri vanvirð- andi og haldlaus blekking að láta sér slíka skýringu nægja. Að kommúnistum skuli hafa tekist að styrkja svo völd sín í Rúss- landi, á Kúbu og í Eþíópíu er vegna þess, að þeir hafa í þessum löndum getað fundið nægilega marga sjálfboðaliða til þess að leika hlutverk böðlanna, meðan aðrir landsbúar stóðu aðgerðarlausir hjá. Og það er hægt að gera þá alla saman ábyrga — alla með tölu, nema þá sem fórnuðu lífi sínu með því að veita mót- spyrnu. „Þvinganir frá Kreml?" Gott og vel. En hvers vegna hafa þá Jaruzelski, pólsku herlögreglumennirnir, pólsku hermenn- irnir — hvers vegna hafa þeir beygt sig allir fyrir skipunum frá Kreml? Hvernig stóð á því, að á svipstundu var til staðar hálf milljón reiðubúinna aðstoðarmanna? Af þeim hartnær fjörutíu skiptum, sem lexían hefur verið flutt, er pólska lexían að því leyti frábrugðin hinum, að hér er um að ræða fyrirmyndar þjóð að því er varðar styrk pólskrar þjóðarvitundar, einingu innan þjóðarinnar og vammleysi — þjóð svo fastlega samantvinnuð af straumum í þjóðarsögu og kristinni trú, að ekkert ætti að geta sundrað henni. En samt var hægt að kalla á vettvang nægilega marga kommúníska skósveina í Póilandi. Meðal þeirra Pólverja, sem þessa dag- ana láta í ljósi sárustu reiði, eru ef til vill fáeinir, sem lögðu gjörva hönd á að út- rýma pólska hernum árið 1945. Alveg eins og finna má meðal fórnarlambanna við at- burðina í Prag árið 1968 heilmarga af þeim sem aðstoðuðu svo ötullega með hrifningu sinni við að koma kommúnism- anum á laggirnar í Tékkóslóvakíu árið 1945 eins og til að hæða þá flóttamenn, sem óttuðust Sovétríkin. Mesta ógn tuttug- ustu aldarinnar Það er því þetta, sem við getum lært: sú hætta, sem vofir yfir mannkyninu á tutt- ugustu öld, stafar ekki frá þessu landinu eða hinu, stafar ekki af þessari eða hinni þjóðinni, af þessum eða hinum leiðtogan- um. Hún stafar frá hinum illu öflum í umheiminum, sem hafa tekið sér bólfestu í kommúnismanum. Um sextíu og fimm ára skeið hefur kommúnisminn, að mestu leyti óhindraður, þrammað sína sigurgöngu um veröldina. Og sú þjóð er ekki til í Evrópu, sem ekki er fús til að leggja fram nægi- legan fjölda af böðlum og gefast svo upp skilyrðislaust. Við skulum taka Vestur-Þýzkaland þessa dagana sem dæmi: Vestur-Þjóðverj- ar eru rétt í þann veginn að leggjast mar- flatir á kviðinn frammi fyrir kommúnism- anum, og þar verður engin nauðsyn á að fá til aðstoðar ausur-þýzka pólitíska útsend- ara. Og Frakkland? Um langt skeið hefur kommúnistaflokkurinn, studdur milljón- um kjósenda, starfað algjörlega opinskátt, án þess að fara á nokkurn hátt leynt með þær fyrirætlanir sínar að leggja heims- kommúnismanum til allan þann mannafla, sem þörf yrði á og nota þarf. Og í löndum eins og Italíu, Spáni og Stóra-Bretlandi verður í hverju fyrir sig unnt að grípa til ennþá fleiri tiltækra manna, þegar þörf krefur. Hið nýja í lexíunni er ekki „þvinganir frá Kreml" heldur sú staðreynd, að mannkynið er ekki undir það búið og alltof vanmáttugt þegar á ríður að snúast til varnar gegn illræði kommúnismans, sem fer léttilega með að standa af sér og hand- járna sérhverja vitiborna hugsun. Lexían frá Póllandi Hin ægilega staðreynd er ekki „þvingan- irnar frá Kreml", heldur sú fengna full- vissa, að gjörvallt mannkynið — við öll sömul — að við látum vegna vitsmunalegs sljóleika og andlegs vanmáttar lokka okkur niður í þá gröf, sem kommúnisminn hefur grafið handa okkur. Núna er það svo undurauðvelt að láta í ljósi síðbúna samúð sína með Pólverjum, vona að þeim muni aftur takast að varpa af sér okinu, vona að þeim takist áfram að halda aftur af sókn kommúnismans í Evr- ópu. Það verður ekki hjá því komist að spyrja sjálfan sig af hverju bandamenn hrundu Póllandi (sem og Búlgaríu og Rúmeníu) af jafn miklu hirðuleysi í arma kommúnism- ans árið 1946. Hvað er svo sem nýstárlegt við innrás Sovétríkjanna í Afghanistan, úr því að Lev Trotskij skrifaði á hátindi veld- is síns jafn gjörla og grannt um að „leiðin til Berlínar liggi um Afghanistan", og úr því að Lenin gat, á meðan hann enn bjó í Svisslandi og vann þar að 1911-dagskrá sinni, séð það fyrir, að byltingarherir hans (sem voru ekki einu sinni til í þá daga) myndu marséra inn í Indland? Jú, heimskommúnisminn kemur í hverju einasta landi stöðugt fram sem fulltrúi valds að utan. Lærdómurinn af pólska dæminu hefur af þeim ástæðum svo miklu meiri þýðingu, að jafnvel Pólverjar með allri sinni ástríðuþrungnu frelsisást, jafn- vel Pólverjum með áína brennandi þrá eft- ir sjálfstæði — einnig þessari þjóð kom kommúnisminn á kné. Engin vestræn þjóð hefur megnað að byKKja upp með sér sambærilega getu til mótspyrnu. Þess vegna drynur hinn pólski desember líkt og sorgargöngulag fyrir þá Evrópu, sem á árunum 1917—1982 láðist að láta sér skiljast þá hættu, sem ógnar hennar eigin tilveru. Rauður loginn brennur Nú á dögum er það álitið mjög við hæfi að ala á tálvonum um að „hin kommúníska hugmyndafræði sé dauð“, að hún hafi far- ist við hinar válegustu kringumstæður. En ó nei, sú hugmyndafræði logar enn nægi- lega glatt til þess að leggja gjörvallan heiminn undir sig. Það er allt, sem bendir í þá átt. Bréshnév og Jaruzelski voru ekki einir um að axia ábyrgðina á þróun mála í Póllandi: við hlið þeirra standa þeir Deng Xiaoping, Pol Pot, Castro, leiðtogarnir í Nicaragúa, Marchais hinn franski og jafn- vel Berlinguer og Carillo, já, þeir líka, al- veg sama, hve mikið þeir hamast núna við að taka þátt í opinberum mótmælaaðgerð- um. Því það er einmitt þeirra hugmynda- fræði, sem með sínum þungu skrefum er í óðaönn að mola niður Pólland. Og látum okkur bara játa, að þessi hugmyndafræði er bara alls ekki svo framandi fyrir jafn- aðarmenn, sem að vísu bera fram hávær mótmæli vegna atburðanna í Póllandi. Dauði hugmynda- fræðinnar Hugmyndafræðin að baki sérhverri út- gáfu af kommúnisma byggist á hinu kúg- andi valdi ríkisins. Látið ykkur ekki skjátlast: Solidarno’s’c í Póllandi var ekki Blindni vestur- landabúa En það eru bara ekki til nein kraftaverk til bjargar hinum villuráfandi sálum. Samningaviðræður við kommúnista hafa aldrei borið neinn jákvæðan árangur fyrir vesturlönd, en hafa hins vegar alltaf endað með ósigri þeirra. (Það eru þó til tvær áberandi undantekningar frá þessu: Aust- urríki naut á sínum tíma persónulegs at- beina Khrúsjtjovs sjálfs. Og hvað varðar bannið við að sprengja atómbombur í and- rúmsloftinu, þá var það afleiðing af varn- arviðbrögðum manna um gjörvallan heim.) Allar samningaviðræður frá því í Genúa (1922), þessar í Jalta, í Helsingfors og allt til þeirra, sem núna standa yfir í Genf, allar þessar samningaviðræður hafa aldrei borið annan árangur en að villa um fyrir vesturlandabúum — og stuðla að og tryggja á þennan hátt framgang kommún- ismans. Þær vonir, sem bundnar eru samninga- viðræðum þessa stundina, eru allar fá- fengilegar og gagnslausar. Vestræn lýð- ræðisríki eru sjúklega áfjáð í tálsýnir og blekkingar. Þeir menn hljóta að vera blindir, sem vænta gagnlegra niðurstaða af samningaviðræðum við miskunnarlaus- an andstæðing. Undanlátsemi vestur- landa, sem er bein afleiðing þriggja ára- tuga þróunar í álfunni, á rætur sínar að rekja til sjálfrar undirstöðu Evrópu og máttarstólpa hennar. Eins og vestræn þjóðfélög koma fyrir sjónir í dag — með efnishyggju sína og sívaxandi neyslu, vax- andi andúð á vinnu, vaxandi skemmtana- fíkn, með kjarnafjölskyldu, sem er á góðri leið með að tortíma sér, með eiturlyfja- notkun sína, guðleysi sitt og hermdar- verkastarfsemi — þá hafa þau þegar sóað lífskrafti sínum og glatað sínum andlega styrkleika. Vestræn ríki geta ekki lifað af í þess konar ástandi. Og sósíalismi, stefna jafnaðarmanna, er langan veg frá því að vera nokkur lausn; hún er miklu fremur önnur gerð af sömu illu rótum runnin. Kúguð þjóðlönd munu vitanlega halda áfram að gera uppreisnir hér og þar, og aðeins einstaka sinnum munu þau geta sýnt fram á góðan árangur, sem kostað hefur býsnin öll af blóði. En ef vesturlönd byggja allar sínar vonir á slíkum tilvikum, eins og reyndin er nú á dögum, þá stefna þau hraðbyri í voðann. Von allra lifandi mannvera á okkar jarðarhnetti getur aðeins að finna í hjört- um þeirra, í því að treysta og styrkja eigin sál, felst í því að upphefja hin sönnu verð- mæti lífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.