Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
Siglufjörður:
Geysilegir erfiðleikar
vofa yfir í atvinnumálum
— segir Kolbeinn Friðbjarnarson formaður Verkalýðsfélagsins Vöku
„UTLITID í atvinnumálum hér er
afar tvísýnt og miklar blikur á Infti.
Hér vofa yfir alveg geysilegir erfid-
leikar bæði í sambandi við atvinnu
og fjármál bæjarfélagsins. I>að að
sagt hafi verið upp kauptrygginga-
samningum hjá Pormóði ramma er
aðeins smámál miðað við það sem
blasir við, ef ekkert verður að gert,“
sagði Kolbeinn Friðbjarnarson
formaður Verkalýðsfélagsins Vöku í
Siglufirði, er Mbl. spuröi hann hver
Stórtækir þjófar á
bak við lás og slá
FYKIK skömmu handtók lögreglan i
Keykjavik stúlku á ferð að næturlagi
og hafði hún gítar í hönd. Við yfir-
heyrslur viðurkenndi hún innbrot í
llljóðfæraverzlunina Kín. Daginn
eftir viðurkenndi hún fyrir KLK að
hafa brotizt inn á nokkra staði í
Keykjavík ásamt pilti nokkrum.
Hann var handtekinn á þriöjudag og
hefur verið úrskurðaður í gæzlu-
varðhald til 3. apríl fyrir mörg inn-
brot á skömmum tíma.
Þann 22. marz brauzt hann inn í
Útilíf í Glaesibæ og stal þaðan
þremur haglabyssum. Sama dag
braust hann ásamt stúlkunni inn í
Járn og gler að Hverfisgötu 46 og
stálu þau járnsög, sem þau svo
notuðu til þess að saga í sundur
járnrimla í gluggum veitingahúss-
ins Klúbbsins. Þau unnu þar mikið
tjón, brutu upp bari til þess að
komast í áfengi óg tóbak. Einnig
stálu þau tónhausum úr hljóm-
plötutækjum.
Á föstudag brutust þau inn í
söluturninn Hárið í Grímsbæ við
Efstaland og stálu þaðan á milli
10 og 15 kartonum af vindlingum
og einnig peningum. Einnig brut-
ust þau inn í söluturn Bústaðabúð-
arinnar við Hólmgarð og höfðu á
brott með sér vindlinga. Loks
brutust þau inn í Hljóðfæraverzl-
unina Rín og stálu þaðan tveimur
gíturum.
TF-GRÓ flutti konu og ungbarn
til nyrsta bæjar á Ströndum
I gær, miðvikudag, fór minni
þyrla Landhelgisga-slunnar í nokk-
uð óvanalega flugferð, er hún flaug
með konu og ungbarn frá Keykja-
vík og allt norður að Munaðarnesi,
nyrsta bæ í byggð á Ströndum.
Um þessar mundir er engum
fært síðasta hluta leiðarinnar á
landi, en unnt hefði verið að
fljúga með áætlunarvél frá Arn-
arflugi norður í Gjögur, en síðan
hefðu konan og barnið orðið að
velkjast í trillubáti úr Trékyll-
isvík og yfir í Ingólfsfjörð, að
Munaðarnesi. Þetta þótti lækn-
um óráðlegt. Leitaði konan því
til Landhelgisgæslunnar og var
beðið eftir flugveðri í tvo daga,
en um klukkan ellefu fyrir há-
degi á miðvikudag var farið í
loftið í Reykjavík. Lent var við
Staðarskála í Hrútafirði og og
tekið eldsneyti sem Landhelgis-
gæslan geymir þar og einu sinni
varð þyrlan að lenda aukalega
vegna dimmviðris og bíða þess
að gæfi til loftferða. En ferðin
gekk annars mjög vel og kom
þyrlan í bæinn síðdegis sama
dag, eftir að hafa skilað móður
og barni heim til sín á þetta
nyrsta byggt ból á Ströndum.
staöan væri í atvinnumálum þar, en i
frétt Mbl. í gær var sagt frá þvi, að
hundrað manns hefði verið sagt upp
kauptryggingu hjá frystihúsinu
Þormóði ramma í Siglufirði.
Kolbeinn sagði að uppsögn
kauptryggi ngarsam n i ngan na
hefði ölast gildi í gær og að ekki
yrði unnið þar frá deginum í gær
og fram að helgi. Vinna hæfist þar
samt sem áður á mánudag. En um
hinar slæmu atvinnuhorfur á
staðnum og reyndar á Raufarhöfn
einnig sagði Kolbeinn: „Það er í
fyrsta lagi vegna þeirra takmark-
ana sem fyrirséðar eru á loðnu-
veiðum. Það er alveg ljóst, að ef
ekki verður heimiluð nein veiði á
loðnu á þessu ári, þá þýðir það
„katastrófu" í atvinnumálum. í
öðru lagi hefur rekstur lagmetis-
iðjunnar Sigló-síldar gengið ákaf-
lega illa og við höfum ekki neina
vissu fyir því að það takist að
koma þeim rekstri á réttan kjöl.
Menn eru óttaslegnir yfir því að sá
rekstur kunni að stöðvast."
Kolbeinn sagði að i Siglufirði
byggðist atvinnulífið að mestu á
stórum en fáum atvinnufyrirtækj-
um. Menn væru því mjög kvíðandi
fyrir framtíðinni. Hann sagði síð-
an: „Menn gera sér grein fyrir
þessum vanda og stjórnvöldum
hefur verið gerð grein fyrir hon-
um. Hvað út úr viðræðum um
vandann kemur veit enginn, en
það er ljóst að þetta er ekki ein-
göngu vandi okkar. Hvað varðar
loðnuna er hún málefni sem varð-
ar þjóðina alla og ef fram heldur
sem horfir hlýtur það að tákna
stórkostlegt áfall fyrir þjóðar-
búið.“
Hús Framkvæmdastofnunar við Kauðarárstig. Það verður sýnt almenn-
ingi i dag milli kl. 10 og 14 og munu forráðamenn annast leiðsögn og
skýra frá starfseminni.
Framkvæmdastofnun
sýnir almenningi
stórhýsi sitt í dag
STJÓRN Framkvæmdastofnunar
ríkisins hefur ákveðið að sýna al-
menningi hið nýja stórhýsi stofn-
unarinnar við Rauðarárstig milli
klukkan 10 og 14 í dag, fimmtu-
dag. Jafnframt verður gestum boð-
ið að þiggja veitingar og er ekki að
efa að almenningur, þ.e. eigendur
hússins, kunni að meta það.
Eins og mönnum er kunnugt
hefur staðið nokkur styrr um
þessa byggingu og sumum fund-
izt að þar væri meiri íburður en
góðu hófi gegndi hjá opinberri
stofnun. Þessi gagnrýni var
rædd á síðasta stjórnarfundi
Framkvæmdastofnunar og voru
stjórnarmenn þeirrar skoðunar,
að hún væri ekki á rökum reist.
Kom fram tillaga um að sýna
húsið almenningi þar eð stofn-
unin hefði ekkert að fela. Var
tillagan samþykkt með þorra at-
kvæða en tveir voru á móti.
Gestum verður sýnd bygging-
in, skrifstofur, leikfimisalur,
saunabað og aðrar vistarverur
hússins, auk þess sem gefnar
verða nákvæmar upplýsingar
um úthlutun úr byggðasjóði.
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði:
Framboðslistinn samþykktur
samhljóða í fulltrúaráðinu
Tillaga Hafrannsóknarstofnunar:
Hámarksafli síldar
verði 50 þús. tonn
Hafrannsóknarstofnun hefur lagt
fram tillögur um hámarksafla og til-
högun síldveiða árið 1982. í þessum
tillögum er m.a. mælst til þess að
hámarksafli verði ekki meiri en 50
þúsund tonn.
Að sögn Jakobs Jakobssonar var
tiltölulega minna veitt í fyrra en
gert var ráð fyrir. Ætti það því að
koma okkur til góða í ár.
ADALFUNDI Félags starfsmanna
stjórnarráðsins, sem haldinn var í
gærdag, var frestað, eftir að stjórn
félagsins hafði lagt fram tillögu um
úrsögn úr BSKB.
Ákveðið var, að atkvæðagreiðsl-
an skyldi fara fram í dag og lýkur
henni klukkan 18.00. Síðan verður
að boða til framhaldsaðalfundar
innan fimm vikna.
Málið hefur verið til umræðu í
Jakob sagði einnig að berg-
málsmælingar hefðu verið gerðar
á sumargotssíldarstofninum, og
bentu þær til þess að ennþá væru í
honum tveir góðir árgangar. Hefði
stofninn náð sér mjög vel eftir það
hrun sem varð á seinni hluta 7.
áratugarins og fyrri hluta þess 8.
Því telja fiskifræðingar að óhætt
sé að leyfa veiði 50 þúsund tonna
af síld í haust.
vetur og í janúarmánuði fór fram
skoðanakönnun meðal starfs-
manna stjórnarráðsins um
hugsanlega úrsögn úr BSRB.
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar gerðu það svo að verkum, að
fyrrgreind úrsagnartillaga var
lögð fram á aðalfundinum í gær.
Hyggjast starfsmenn stjórnar-
ráðsins síðan starfa í sjálfstæðu
félagi, án tengsla við nokkur
heildarsamtök.
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna i Hafnarfirði samþykkti lista
Sjálfstæðisflokksins vegna bæjar-
stjórnarkosninganna í maí sam-
hljóða, en í fyrsta sæti er Árni Grét-
ar Finnsson, hæstaréttarlögmaður. í
öðru sæti listans er Sólveig Ágústs-
dóttir, húsmóðir, þriðja sæti skipar
Kinar Þ. Mathiesen, framkvæmda-
stjóri, fjórða sæti Ellert Borgar Þor-
valdsson, fræðslustjóri, og i fimmta
sæti er Haraldur Sigurðsson, verk-
fræðingur.
í 6. sæti er Ása María Valdi-
marsdóttir, kennari, 7. sæti Páll
Kristján Karkwon
V. Daníelsson, viðskiptafræðing-
ur, 8. sæti Torfi K. Kristinsson,
viðskiptafræðingur, 9. sæti Magn-
ús Þórðarson, verkamaður, 10.
sæti Þórdís.-Albertsson, húsmóðir,
11. sæti Guðjón Tómasson, fram-
kvæmdastjóri, 12. sæti Þorleifur
Björnsson, skipstjóri, 13. sæti
Guðrún Ola Pétursdóttir, fram-
kvæmdastjóri, 14. sæti Hermann
Þórðarson, flugumferðarstjóri, 15.
sæti Hjálmar Ingimundarson,
húsasmíðameistari, 16. sæti Mar-
grét Flygenring, húsmóðir, 17.
BOKAKLÚBBUK Almenna bókafé-
lagsins hefur hafið útgáfu á úrvali úr
íslenskum smásögum 1847—1974. Rit-
stjóri verksins er Kristján Karlsson,
sem sér einnig að mestu leyti um val
smásagnanna. Gert er ráð fyrir að smá-
sögur íslenskra höfunda komi út i
þremur bindum.
Fyrsta bindi smásagnasafnsins er
nýkomið út, annað bindið kemur út
seinna á þessu ári og þriðja bindið
fyrri hluta árs 1983.
í þessu fyrsta bindi Smásagna-
safnsins eru sögur eftir 19 höfunda
auk formála eftir ritstjóra verksins
og stutts æviágrips höfundanna.
sæti Jóhann Guðmundsson, verk-
stjóri, 18. sæti Skarphéðinn
Kristjánsson, bifreiðastjóri, 19.
sæti Valgerður Sigurðardóttir,
húsmóðir, 20. sæti Jóhann G.
Bergþórsson, verkfræðingur, 21.
sæti Guðmundur Guðmundsson,
sparisjóðsstjóri, og 22. sæti Stefán
Jónsson, forstjóri.
Listinn var eins og áður sagði
samþykktur samhljóða í fulltrúa-
ráðinu, en í Hafnarfirði fór ekki
fram prófkjör vegna skipanar list-
ans.
Sögurnar í bindinu eru þessar:
(irasaferó eftir JónaN Hallgrímsson, Fölxkvi
eftir l*orj»ils gjallanda, (>rímur kaupmaður eftir
(iest l'álsson, Nýi hatturinn eftir Stephan (i.
Stephansson, Björn í (ierðum eftir Jónas Jónas-
son fri llrafnagili, Sigurður mállausi eftir l»or
stein Krlingsson, Marjas eftir Kinar II. Kvaran,
Bolladómar eftir Theodoru Thoroddsen, ValH-
hreiðrið eftir Kinar BenedikUwon, íslenskt
heljarmenni eftir J. Magnús Bjarnason, (ieiri
húsmaður eftir (iuðmund l'riðjónsson, Á fjör-
unni eftir Jón Trausta, Munaðarleysinginn eftir
Theódór Kriðriksson, Fáninn eftir lluldu, Anga-
langur eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi,
l»gnöldur eftir Sigurð Norðdal, Dúna Kvaran
eftir (.uðmund Kamban, Kitlur eftir llelga
lljörvar og Frómir ojj ófrómir eftir (iunnar
(iunnarsson.
Sögunum er raðað í bindin eftir
útgáfuárum sagnanna.
Ganga stjórnarráðs-
starfsmenn úr BSRB?
Urval íslenzkra
smásagna í 3 bindum
Kristján karlsson ritstýrir verkinu fyrir Bókaklúbb AB