Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1982 Minning: Helgi Tryggvason bókbandsmeistari Fæddur 1. mars 1896. Dáinn 20. mars 1982. Á gamlársdag 1933 brann prestssetrið að Hofi í Vopnafirði og þar með hið fágæta bókasafn Einars prófasts Jónssonar. Þá strengdi tengdasonur séra Einars, Helgi Tryggvason, þess heit að verja því, sem eftir væri ævi sinn- ar í að safna og bjarga frá glötun öllum þeim blöðum, tímaritum og bókum, sem hann gæti yfir kom- ist. Við þetta heit hefur Helgi Tryggvason staðið. Hefur ævistarf Helga þannig orðið tvíþætt. Ann- ars vegar bókasöfnun og bóksala, en hins vegar bókband og bók- bandskennsla. Bókasöfnun er þolinmæðisstarf. Þegar ég fyrst kynntist Helga fyrir tæpum tveimur áratugum hóf hann þegar að hjálpa mér um eitt og annað, sem mig vanhagaði um í safn mitt. Ekki kom allt á stundinni, sem ég hafði óskað eft- ir. T.d. tók það Helga ellefu ár að koma saman fyrir mig Jarðabók Árna og Páls, en 16 ár beið ég eftir einu blaði í Akureyrar-Iðunni. En flest tókst Helga samt að útvega að lokum, því viljinn til hjálpar var sterkur og minnið einstætt. En verulega kynntist ég eigi Helga, fyrr en fárviðris laugardag einn, er Helgi hafði flutt verslun sína að Amtmannsstíg 2. Veðrið var svo vont, að enginn kom í búð- ina í tvo tíma. Viðraði því ágæta vel til samræðna, en illa til við- skipta. Þarna átti ég tvær un- aðsstundir með Helga, sem ég mun aldrei gleyma. Helgi var gæddur einstæðri frásagnarsnilld, þar sem aldrei var djúpt á hinu ríka skopskyni, er honum var meðfætt. Sagði hann mér margt frá lífshlaupi sínu allt frá bernskuárunum á Vopnafirði til dvalar sinnar að Villingadal í Eyjafirði, en þangað hafði hann verið lánaður í kaupavinnu sumarið 1915. Hann var í vega- vinnu fram í Eyjafirði, er neyð- arkall barst frá Villingadal. Veik- indi á heimilinu, en heyskap ólok- ið. Helgi brást eigi trausti vega- verkstjórans. Hann bjargaði heyskap heimilisins það sumarið. Þannig varð allt líf Helga Tryggvasonar, sífellt að leysa vanda annarra, hvort heldur var vandamanna eða vandalausra, en sjaldnast spurt um daglaun að kveldi. Hjálpsemi Helga við bóka- safnara varð með sama hætti og hann reyndist Villingadals- mönnum. Síðustu árin hafði hann verslun sína opna á laugardögum frá 10—15. Þar skapaðist með ár- unum nokkuð sérstætt andrúms- loft. Stöðugur straumur bókasafn- ara að vitja um hitt og þetta, sem þeir höfðu falað, eða að skoða ný söfn, er borist höfðu. Sigríður dóttir Helga og maður hennar Sindri Sigurjónsson studdu Helga með ráð og dáð hin síðari ár við afgreiðslu á Amtmannsstígnum, einkum eftir að heilsu Helga fór að hraka. Ingigerður, kona Helga, bjó jafnan út hinn ríkulegasta kost fyrir laugardagana, kaffi í ótal brúsum og meðlæti eins og best gerist, enda prófastsdóttir frá Hofi, þar sem húsráðendur voru stórveitulir að fornum sið. Sátum við vinir Helga oft lang- tímum saman yfir veitingum þess- um og var þá margt spjallað við Helga og fjölskyldu hans, sem gjarnan leit við á Amtmanns- stígnum á laugardögum. Man ég eftir fjórum ættliðum þar í einu. Fyrir alla hjálp Helga og fjöl- skyldu hans, svo og einstæða gestrisni vil ég nú þakka fyrir hönd okkar þaulsetumanna að Amtmannsstíg. Ég var lengi í vandræðum með bókband. Helgi leysti einnig þann vanda. Tveir synir Helga eru bókbindarar, Einar og Halldór. Helgi kom mér í samband við þá feðga Einar og Ragnar, sem ráku verkstæði saman. Fyrst batt Ragnar fyrir mig, en síðan Einar eftir að Ragnar fluttist til Akur- eyrar. Helgi var snillingur í bók- bandi, útskrifaður frá Sophusi Sörensen, bókbandsmeistara í Kaupmannahöfn. Það er fagnað- arefni, þegar snillin gengur í arf mann fram af manni. Merkið stendur, þótt maðurinn falli. Mér þótti innilega vænt um Helga Tryggvason. Ég óska honum far- arheilla í fullri vissu þess, að hon- um verður fagnað við andans fögru dyr: „Dyggi þjónn, gakk inn til fagnaðar Herra þíns.“ Blessuð sé minning Helga Tryggvasonar. Leifur Sveinsson Á jafndægri að vori 20. þ.m. andaðist að heimili sínu Helgi Tryggvason, bókbandsmeistari á 87. aldursári. Hann lést eftir langa og erfiða sjúkralegu eða frá miðju sl. sumri. Við, sem stöndum honum nærri, syrgjum eftirminni- legan mann, elskulegan og traust- an í hvívetna. Ætíð var hann reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir fjöl- skyldu sína og vini hvernig svo sem á stóð fyrir honum. Við syrgj- um hann, en erum jafnframt sátt við brottför hans til æðri heima og um leið líkn þrauta hins sjúka. Harmur okkar og söknuður sem við berum í hjörtum við fráfall hans stafar af því að við virtum hann og unnum honum heilshugar og við varðveitum yndislegar minningar um samverustundir í gegnum árin. Söknuður gefur okkur til kynna að eitthvað fagurt og gott sé liðið hjá, sem maður hafi notið ríkulega meðan það var. Helgi var fæddur hinn 1. mars 1896 að Torfastöðum í Vopnafirði. Hann var elstur barna Tryggva Helgarsonar, Guðlaugssonar bónda á Haugsstöðum í sömu sveit, og konu hans, Kristrúnar Sigvaldadóttur frá Skoruvík á Langanesi. Þegar Helgi var 12 ára gamall slasaðist faðir hans það al- varlega að þau hjón urðu að hætta búskap og leysa upp heimilið. Börnunum var komið fyrir hjá vinum og vandalausum að undan- skildu því yngsta, sem var með móður sinni. Helga var komið fyrir í Möðrudal á Efrafjalli, lengst uppi á öræfum Islands í um 80 km fjarlægð frá foreldrum og systkinum. í Möðrudal var hann frá 1908 til 1913. Þá fór hann til Seyðisfjarðar í sjóróðra jafnframt sem hann stundaði nám við ungl- ingaskólann þar. Veturinn eftir var hann við nám í Gagnfræða- skólanum á Akureyri en sökum fjárskorts gat ekki orðið framhald á þeirri braut, þótt hann hefði mikla löngun til þess. Vorið 1916 er Helgi kominn aft- ur í Möðrudal, en úr því lá leiðin til bernskustöðvanna í Vopnafirði. Hann var um hríð í Syðri-Vík hjá móðurbróður sínum, Karli Sig- valdasyni, en vorið 1918 réðst hann sem ráðsmaður til séra Ein- ars Jónssonar prófasts að Hofi í Vopnafirði. Þar kynntist hann konuefni sínu, Ingigerði, dóttur prófastshjónanna og giftust þau 2. júní 1921. Ég veit að betri lífsföru- naut hefði Helgi ekki geta hlotið, svo traust, ástrík og heilsteypt kona sem hún er. Kom það ekki síst fram í veikindum hans hve æðrulaus og yfirveguð hún var við sjúkrabeð hans til hinstu stundar. Hún umvafði hann ástríki og skilningsríkri mildi, sem hún á svo mikið af til að miðla öðrum, sem þurfandi eru. Helgi og Ingigerður eignuðust sex börn sem öll eru á lífi og full- orðið fólk. Þau eru Sigríður f. 1921, húsfreyja í R., Einar f. 1922, bókbandsmeistari í R., Vigfús f. 1925, húsgagnameistari, búsettur í Kaliforníu, Halldór f. 1927, bók- bandsmeistari, Selfossi, Jakob f. 1930, garðyrkjubóndi í Gufuhlíð, Árn. og Kristinn f. 1939, korta- gerðarmaður í R. Barnabörn eiga þau 22 og 25 barnabarnabörn. Að ráði tengdaföður síns lærði Helgi bókband. í fyrstu nokkurn tíma hjá Gunnlaugi Sigvaldasyni, bókbindara og kaupmanni á Vopnafirði, en árið 1928 fór hann til Reykjavíkur og var nemandi Runólfs Guðjónssonar, bók- bandsmeistara í Safnahúsinu. Seinna, eða árið 1933, lauk Helgi svo sveinsprófi í iðn sinni frá bókbandsvinnustofu í Kaup- mannahöfn og eftir námskeiðs- dvöl við Teknologisk Institut. Helgi og Ingigerður fluttust al- Bróöir okkar, PÁLLPÁLSSON frá Söndum í Meðallandi, lést í Landspitalanum, þriöjudaginn 30. mars. Systkinin. Móöir mín og tengdamóöir, JÓNÍNA H. JÓNSDÓTTIR, Lindargötu 49, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 2. april kl. 1.30. María Bergmann, Björgvin R. Þorgeirsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall SNORRA STURLUSONAR. Sigríður Þorvaröardóttir, Sígurjón Jónsson, Halldór Snorrason, Sígurveig Sæmundsdóttir, Guðrún Snorradóttir, Ragnar B. Björnsson, Elísabet Snorradóttir, Finnbogi Helgason, Agnes Snorradóttir, Magnús Snorrason. Emilía Kristjánsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÞÓR NARFASON, Stekkjarholti 1, Akranesi, er andaöist í Sjúkrahúsi Akraness 27. marz, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju, laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Sjúkrahús Akraness njóta þess. Guöný Tómasdóttir, Narfi Sigurþórsson, Tómas Sigurþórsson, Guðrún Árnadóttir, og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, KJARTANS HELGASONAR, fyrrverandi skipstjóra, dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. Guöríöur Sigurbog Finnsdóttir, Garöar Kjartansson. t Einlægar þakkir fyrir hlýhug og samúö við andlát eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, KRISTVINS GUÐMUNDSSONAR, húsasmíöameistara, Gunnarsbraut 34. Sigríöur Hallsdóttir, Ellen Kristvíns, Birgir Jónsson, Svana Kristvins, Erlingur Jónsson, Lórens Rafn Kristvinsson, Jórunn Alexandersdóttir, Ómar Örn Kristvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir allan þann hlýhug og samúö sem okkur var sýnd viö andlát og útför fööur míns, sonar okkar, stjúpsonar, bróöur og mágs, GARÐARS INGA REYNISSONAR, Aóalgötu 2, Keflavík. Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu okkur styrk og hjálp. Eysteinn örn Garóarsson, Hulda Garóarsdóttir, Böóvar Valdimarsson, Rósa Reynisdóttir, Leó S. Reynisson, Steinunn Reynisdóttir, Einar örn Reynisson, Reynir örn Leósson, Erla Sveinsdóttir, Smári Ragnarsson, Edda Reynisdóttir, Linda Reynisdóttir, og systrabörn. farin frá Hofi árið 1931 og settust fyrst að í Reykjavík í Mosfells- sveit en tveimur árum seinna eru þau sest að í Reykjavík og hann farinn að starfa að iðn sinni á bókbandsvinnustofu Gutenbergs. Þar vann Helgi til ársins 1943. Kennari við bókbandsdeild Hand- íða- og myndlistaskólans í Reykja- vík varð hann árið 1946 og því starfi sinnti hann þar til á sl. sumri að heilsa hans leyfði ekki lengra úthald. Hann var þá á átt- ugasta og sjötta aldursári. Kennsludagar hans á viku voru þá fjórir og viðvera hans að jafnaði frá kl. 14 til 22 og kennslustofur á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Jafnframt kennslu- og bók- bandsstörfum stundaði Helgi um- fangsmikla bóka- og tímaritasöfn- un og mun sá þáttur í ævistarfi hans halda nafni hans á lofti um ómæld ár. Árið 1941 lá leið mín af tilviljun um garð Helga og Ingi- gerðar. Það fór svo að úr þeim garði er ég ekki farinn enn, því dóttir þeirra hjóna varð eiginkona mín. Ég sótti lífshamingju mína og minna til Helga og Guð biessi hann fyrir þá gjöf. Við tengdabörn Helga og af- komendur okkar þökkum hand- leiðslu hans og þann umvefjandi kærleika sem við öll nutum í svo ríkum mæli frá honum, allar stundir. Við biðjum algóðan Guð um styrk til handa Ingigerði og börnum hennar. Sindri Sigurjónsson Það mun hafa verið 1946, eða á frumbýlisárum Myndlista- og handíðaskóla íslands, að Lúðvig Guðmundsson, skólastjóri og stofnandi skólans, fékk Helga Tryggvason, bókbindara, sem kennara að skólanum. Var það eitt af mörgum gæfusporum, sem Lúð- vig tók til þess að efla áhuga á listmennt og góðu handverki hér á landi. Skólinn átti við mikla byrjunar- örðugleika að stríða og varð skóla- stjórinn þá oft að treysta á þá menn, er stóðu með honum við uppbyggingu skólastarfsins. Helgi var einn af þeim, sem lagði metn- að sinn í að reyna að gera alltaf betur en hægt var, brýndi fyrir nemendum sínum vandvirkni og smekkvísi umfram allt. Helgi var kennari í bókbandi hér við skólann í 35 ár til 85 ára aldurs, sem mun vera einsdæmi hér á landi. Hann varð að láta af störfum í fyrra, er heilsan bilaði. Einar, sonur hans, tók þá kennsluna að sér ásamt nokkrum fyrrverandi nemendum Helga. Fyrir fjórum árum, er undirrit- aður gerðist skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskóla Islands, tókst góð vinátta milli okkar Helga, sem hélst meðan hann lifði. Áhugi hans og lífskraftur var með ólíkindum, enda var starfs- andinn á bókbandsnámskeiðum skólans lifandi og áhugi nemenda hans mikill. Oft gekk ég fram á fólk við dyrnar á bókbandsstof- unni, sem var að bíða eftir að kennslustund hæfist hjá Helga. Enda var það oftast svo við innrit- un, að færri komust að en vildu. Bókband er ein elsta deild skól- ans, og þar svífur hinn sérstæði andi bóka og bókamanna yfir vötnunum. Sama fólkið sækir þau námskeið oft ár eftir ár og kyn- slóðabil þar er óþekkt hugtak. Helgi var landskunnur safnari bóka og tímarita, og var það ekki síst sá hafsjór af fróðleik um bæk- ur, sem fólk sótti í hjá honum, og fór það sjaldan erindisleysu, því að Helgi vildi hvers manns vanda leysa. Fyrir okkur samverkamenn Helga í Myndlista- og handíða- skóla Islands var hann fyrirmynd dugnaðar og elju, ávallt gott til hans að leita, traustur og hrein- skilinn. Nú, þegar Helgi Tryggvason hefur kvatt þennan heim í góðri elli og lánsamur með merkan lífs- feril, er efst í huga mínum þakk- læti til hans fyrir frábærlega vel unnin störf í þágu skólans. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína, fáir koma í stað Helga Tryggvasonar. Einar Ilákonarson, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.