Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 11 Svar við opnu bréfi Davíðs Sch. Thorsteinssonan Hækkun erlendra skulda 2,7 millj. kr. á dag en ekki 10 millj. kr. Eftir Tómas Árnason viðskiptaráðherra Ég taldi óhjákvæmilegt að leiðrétta villandi upplýsingar, sem Davíð Sch. Thorsteinsson gaf á ársþingi iðnrekenda um erlenda skuldasöfnun og notkun erlendra lána. í opnu bréfi til mín, sem Morgunblaðið birti í gær, gefur Davíð Scheving þá skýringu, að hann hafi stuðst við tölur úr mánaðarriti Seðla- banka íslands frá því í febrúar 1982. Þær tölur eru hins vegar miðaðar við mismunandi gengi bandaríkjadollara eins og það var í septemberlok bæði árin 1980 og 1981. Enda þótt þær séu í sjálfu sér réttar eru þær ekki sambærilegar, því að gengi doll- arans hækkaði á þessum 12 mánuðum um 46,4%. Segjum svo, að engin ný lán hefðu verið tekin á þessum tíma og heldur ekki eldri lán endurgreidd, þá myndu samt erlendar skuldir hafa af þessum ástæðum einum hækkað í íslenskum kr. úr 4.990 millj. í 7.319 millj. kr. Sam- kvæmt þeim tölum, sem Davíð byggir fullyrðingar sínar á, hækkuðu erlendu lánin í 8.319 millj. kr. Á sambærilegum grundvelli nam því hækkunin á umræddum tíma 1.000 millj. kr. eða 2,7 millj. kr. á dag, en ekki 10 millj. kr. eins og Davíð hefur haldið fram. Hér hefur því Davíð orðið á mikil skyssa, væntanlega óvilj- andi að gleypa hráar tölur, án þess að átta sig á, að þær væru ekki sambærilegar vegna geng- isbreytinganna. Þetta fannst mér nauðsynlegt að leiðrétta. Ég benti einnig á þá rang- færslu Davíðs, að erlendu lánin fari að verulegum hluta til neyslu. Davíð svarar þessu með því að vitna í ummæli sjávar- útvegsráðherra, um að við höf- um tekið erlend lán til að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum. Sú regla gildir, að heim- ildir til erlendrar lántöku eru 26933 A AAAAAAAAAiSiiSiSiAAAAA A A A A A SAFAMÝRI 4ra—5 herbergja ca. 117 A fm íbúö á efstu hæð í blokk. * Mjög falleg íbúö. Laus ^ strax. Bílskúrsréttur. * ENGIHJALLI & 4ra herbergja ca. 113 fm A íbúö á 4. hæö. Ný falleg A $ íbúö. Selst aöeins í skiptum Á ^ fyrir 2ja—3ja herbergja ^ A íbúð. æ, $ LINDARGATA A 2ja herbergja ca. 70 fm A V samþykkt íbúö í kjallara £ Verö 540.000. * VANTAR A 4ra herbergja íbúö, t.d. l ,, A Neðra-Breiöholti eöa Hraun- A & bæ. Góöar greiöslur. * A VANTAR A & A & 4ra herbergja íbúö í Hafnar- & A firði. * VANTAR A 2ja—3ja herbergja íbúöir í A & Breiöholti og Hraunbæ. § A Einnig i Kópavogi. Smarkaðurinn a A A A A A A A A A A A A A A A $ Hafnarstr. 20. s. 26933, 5 línur. ^ (Nýja húsinu vid Lækjartorg) ^ Daníel Arnason, lögg. ^ fasteignasali. AAAAAAAAAAAAAAAAAA A A A A Tómas Árnason ekki veittar vegna vaxta- greiðslu, en að sjálfsögðu hefur í vissum tilfellum orðið að lengja lánstíma, sem oft er of stuttur miðað við eðlilega arðsemi framkvæmdanna eða endingu fjárfestingarvaranna. Þannig hafa t.d. lán vegna kaupa á flutningaskipum, sem veitt hafa verið til 5 ára, verið lengd þar eð ekki er hægt að ætlast til þess, að hægt sé að greiða þau að fullu á svo skömmum tíma. Slík framlenging breytir hins vegar alls ekki fjárfestingarlánum í neyslulán, eins og Davíð virðist vera að gefa í skyn í svari sínu. Loks vil ég endurtaka það, sem ég sagði á fundi Kaup- mannasamtakanna þegar ég ræddi þessi mál: „Þótt ég hafi leiðrétt fullyrð- ingar Davíðs, vil ég ekki gera lítið úr þeirri hættu, sem er samfara háum erlendum skuld- um. Það er eitt brýnasta verk- efni Islendinga að minnka verð- bólguna og auka þar með inn- lendan sparnað til nota við nauðsynlegar framkvæmdir þjóðarinnar." A A A A A A A A A A A A A A A Á A FERMINGARGJÖFIN í ÁR ER FRÁ Frábær hljómflutn- ingstæki er full- nægja ströngustu kröfum: Verö kr. 16.600 System 31H m jbft ukh ce COLBVSYSTEM Verð kr. 14.500 Verð kr. 11.700 System 15H g|4<nAim: pr, jlqv svstem] Verð kr. 8.500 Afím. HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR HVERFISGOTU 103 SIMI 25999 Benidorm Beint leiguflug Góöir cjististaðir ATH.: OKKAR VERÐ BROTTFARARDAGAR: 2/6, 23/6, 14/7, 4/8, 25/8, 15/9. FERÐASKRIFSTOFAN NOATUNI 17. SÍMAR 29830 og 29930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 72. tölublað (01.04.1982)
https://timarit.is/issue/118602

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

72. tölublað (01.04.1982)

Aðgerðir: