Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 Stjörnubíó frum- sýnir „Hetjur fjallanna“ Stjörnuhíó hefur hafið sýningar á myndinni „Hetjur fjallanna", sem á fnimmálinu heitir „The Mountain Men“. Er þetta páskamynd Stjörnu- híós í ár. Helztu hlutverk í myndinni leika Charlton Heston, Brian Keith og Vicoria Racimo. Tónlist hefur samið Michael Legrand, en leikstjóri er Richard Lang. í umsögn bíósins segir, að myndin sé „hrikalega spennandi amerísk úr- vaismynd í litum, með úrvalsleikur- um. Þeir börðust fyrir lífi sínu ára- tugum saman i fjalllendi villta vest- ursins og hættur biðu þeirra við hvert fótmál." Myndin er frá Col- umbia Pictures Industries Inc. Árið 1982 norrænt ferðamálaár: Norræna félagið 60 ára í haust „Árið 1982 er norrænt ferðamálaár og mun Norræna félagið ásamt fleiri aðilum hvetja til ferðalaga um Norður- lönd, en það er eina félagið sem haldið hefur uppi stöðug- um hópferðum til Norðurlanda, og eru nú m.a. farnar vikulegar ferðir til Kaupmannahafnar,“ sagði Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins, á fundi með frétta- mönnum, en í ár á Norræna félagið á Islandi 60 ára afmæli, og sérstök hátíðarnefnd er að undirbúa afmælis- hátíðina en félagið var stofnað 20. september 1922. Ferðir Norræna félagsins eru í ár tiltölulega ódýrari en í fyrra, og verða auk ferða til Kaupmannahafnar, Osló, Stokkhólms, Helsingfors og Færeyja, farnar nokkrar leigu- ferðir. Þar á meðal eru ferðir til Finnlands, Þrándheims, Tromsö, Alasunds og Osló og fleiri staða. Farið verður til Narssassuaq um mánaðamótin júlí-ágúst í tilefni hátíðahalda þar vegna þess að 1000 ár eru liðin frá fyrstu ferð Eiríks rauða til Grænlands. Norræna félagið hefur ný- lega sent út félagsbréf þar sem starfsemi félagsins er kynnt og kennir þar margra grasa. Árbók félagsins í ár verður helguð ferðalögum um Norður- lönd, í fyrra fjallaði árbókin um Grænland en árbækurnar er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins. í fyrra var opnuð svæðis- skrifstofa á Egilsstöðum, en svipuðum skrifstofum hefur íLjósm. Emilía) „í ár er norrænt ferðamálaár og munum við bjóða upp á margar tiltölulega ódýrar ferðir til Norðurlandanna." Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins, og Svavar Hauksson, nýráðinn starfsmaður félagsins, á fundi með fréttamönnum. verið komið upp í flestum löndum nema Danmörku, og er ætlað að auka upplýsinga- starfsemi um Norðurlönd. Norræna félagið gengst auk þess fyrir ýmiss konar fræðslustarfi, veitir upplýs- ingar um lýðháskóla á Norður- löndum, í undirbúningi er norrænt námskeið fyrir sam- félagsfræðikennara á vegum félagsins og verður 15 íslend- ingum boðin dvöl á sænsku- námskeiði í Svíþjóð. Einstætt tækifæri Vegna mikillar eftirspurnar um TOYOTA HL- LUX höfum viö fengið nokkra bíla í aukasending\fr% Þeir sem eiga eldri pantanir eru því vinsamlega beðnir um að hafa samband viö sölumenn. TOYOTA wese" Verð frá kr. 138.500.- TOYOTA UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI 8 KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SÍMI 44144 UMBOЮ A AKUREYRI BLAFELL S/F ÓSEYRI 5A — SfMI 96-21090 TOYOTA HI-LUX 4WD Torfærubifreið fyrir íslenska öræfavegi Byggður á sjálfstæðri grind. Fjaðrir ofan á hásingunum. 50 cm. upp fgrind. Driflokur standard. Vél 4 cyl, bensínvél 2000 cc. 121 hp sae. 4ra gíra gírkassi — Tvískiptur millikassi, hátt og lágt drif. Hjólbarðar 205 X16, úlfra mynstur. Tvær palllengdir 180 cm og 218 cm. Bíll sem kemst hvert sem er hvenær sem er. Sýningarbíll í reynsluakstri Hvöt á Hvammstanga: Lýsir stuðningi við staðsetningu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki Mbl. hcfur borist eftirfarandi til- kynning: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Hvatar á Hvammstanga lýsir yfir eindregnum stuðningi við steinull- arverksmiðju í Skagafirði og bend- ir á, að í Norðurlandskjördæmi vestra hefur nær engin uppbygging iðnaðar átt sér stað. Stjórn Verka- lýðsfélagsins skorar á Alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess, að stein- ullarverksmiðja rísi á Sauðárkróki og að Alþingi taki á hverjum tíma fullt tillit til hinna fámennari byggðarlaga í uppbyggingu at- vinnuvega." Ólöf Kolbrún aftur í Sígauna- baróninum 36. og 37. sýning á Sígaunabarónin- um eftir Jóhann Strauss veröa nk. fostudags- og laugardagskvöld 2. og 3. apríl kl. 20.00. Ólöf Kolbrún Harðardóttir er nú komin úr söngferðalagi til Banda- ríkjanna og syngur aftur hlutverk sígaunastúlkunnar Saffiar. í for- föllum hennar sl. helgi söng þýska sópransöngkonan Dorothee Fúrst- enberg hlutverk Saffiar, við feikna- góðar undirtekir áheyrenda. Sígaunabaróninn var frumsýnd- ur 9. janúar sl. Síðan hafa verið 35 sýningar, ávallt fyrir fullu húsi. Hljómsveitarstjóri sýningarinn- ar er Páll P. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.