Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedapril 1982næste måned
    mationtofr
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 14

Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 Stjörnubíó frum- sýnir „Hetjur fjallanna“ Stjörnuhíó hefur hafið sýningar á myndinni „Hetjur fjallanna", sem á fnimmálinu heitir „The Mountain Men“. Er þetta páskamynd Stjörnu- híós í ár. Helztu hlutverk í myndinni leika Charlton Heston, Brian Keith og Vicoria Racimo. Tónlist hefur samið Michael Legrand, en leikstjóri er Richard Lang. í umsögn bíósins segir, að myndin sé „hrikalega spennandi amerísk úr- vaismynd í litum, með úrvalsleikur- um. Þeir börðust fyrir lífi sínu ára- tugum saman i fjalllendi villta vest- ursins og hættur biðu þeirra við hvert fótmál." Myndin er frá Col- umbia Pictures Industries Inc. Árið 1982 norrænt ferðamálaár: Norræna félagið 60 ára í haust „Árið 1982 er norrænt ferðamálaár og mun Norræna félagið ásamt fleiri aðilum hvetja til ferðalaga um Norður- lönd, en það er eina félagið sem haldið hefur uppi stöðug- um hópferðum til Norðurlanda, og eru nú m.a. farnar vikulegar ferðir til Kaupmannahafnar,“ sagði Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins, á fundi með frétta- mönnum, en í ár á Norræna félagið á Islandi 60 ára afmæli, og sérstök hátíðarnefnd er að undirbúa afmælis- hátíðina en félagið var stofnað 20. september 1922. Ferðir Norræna félagsins eru í ár tiltölulega ódýrari en í fyrra, og verða auk ferða til Kaupmannahafnar, Osló, Stokkhólms, Helsingfors og Færeyja, farnar nokkrar leigu- ferðir. Þar á meðal eru ferðir til Finnlands, Þrándheims, Tromsö, Alasunds og Osló og fleiri staða. Farið verður til Narssassuaq um mánaðamótin júlí-ágúst í tilefni hátíðahalda þar vegna þess að 1000 ár eru liðin frá fyrstu ferð Eiríks rauða til Grænlands. Norræna félagið hefur ný- lega sent út félagsbréf þar sem starfsemi félagsins er kynnt og kennir þar margra grasa. Árbók félagsins í ár verður helguð ferðalögum um Norður- lönd, í fyrra fjallaði árbókin um Grænland en árbækurnar er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins. í fyrra var opnuð svæðis- skrifstofa á Egilsstöðum, en svipuðum skrifstofum hefur íLjósm. Emilía) „í ár er norrænt ferðamálaár og munum við bjóða upp á margar tiltölulega ódýrar ferðir til Norðurlandanna." Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins, og Svavar Hauksson, nýráðinn starfsmaður félagsins, á fundi með fréttamönnum. verið komið upp í flestum löndum nema Danmörku, og er ætlað að auka upplýsinga- starfsemi um Norðurlönd. Norræna félagið gengst auk þess fyrir ýmiss konar fræðslustarfi, veitir upplýs- ingar um lýðháskóla á Norður- löndum, í undirbúningi er norrænt námskeið fyrir sam- félagsfræðikennara á vegum félagsins og verður 15 íslend- ingum boðin dvöl á sænsku- námskeiði í Svíþjóð. Einstætt tækifæri Vegna mikillar eftirspurnar um TOYOTA HL- LUX höfum viö fengið nokkra bíla í aukasending\fr% Þeir sem eiga eldri pantanir eru því vinsamlega beðnir um að hafa samband viö sölumenn. TOYOTA wese" Verð frá kr. 138.500.- TOYOTA UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI 8 KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SÍMI 44144 UMBOЮ A AKUREYRI BLAFELL S/F ÓSEYRI 5A — SfMI 96-21090 TOYOTA HI-LUX 4WD Torfærubifreið fyrir íslenska öræfavegi Byggður á sjálfstæðri grind. Fjaðrir ofan á hásingunum. 50 cm. upp fgrind. Driflokur standard. Vél 4 cyl, bensínvél 2000 cc. 121 hp sae. 4ra gíra gírkassi — Tvískiptur millikassi, hátt og lágt drif. Hjólbarðar 205 X16, úlfra mynstur. Tvær palllengdir 180 cm og 218 cm. Bíll sem kemst hvert sem er hvenær sem er. Sýningarbíll í reynsluakstri Hvöt á Hvammstanga: Lýsir stuðningi við staðsetningu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki Mbl. hcfur borist eftirfarandi til- kynning: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Hvatar á Hvammstanga lýsir yfir eindregnum stuðningi við steinull- arverksmiðju í Skagafirði og bend- ir á, að í Norðurlandskjördæmi vestra hefur nær engin uppbygging iðnaðar átt sér stað. Stjórn Verka- lýðsfélagsins skorar á Alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess, að stein- ullarverksmiðja rísi á Sauðárkróki og að Alþingi taki á hverjum tíma fullt tillit til hinna fámennari byggðarlaga í uppbyggingu at- vinnuvega." Ólöf Kolbrún aftur í Sígauna- baróninum 36. og 37. sýning á Sígaunabarónin- um eftir Jóhann Strauss veröa nk. fostudags- og laugardagskvöld 2. og 3. apríl kl. 20.00. Ólöf Kolbrún Harðardóttir er nú komin úr söngferðalagi til Banda- ríkjanna og syngur aftur hlutverk sígaunastúlkunnar Saffiar. í for- föllum hennar sl. helgi söng þýska sópransöngkonan Dorothee Fúrst- enberg hlutverk Saffiar, við feikna- góðar undirtekir áheyrenda. Sígaunabaróninn var frumsýnd- ur 9. janúar sl. Síðan hafa verið 35 sýningar, ávallt fyrir fullu húsi. Hljómsveitarstjóri sýningarinn- ar er Páll P. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 72. tölublað (01.04.1982)
https://timarit.is/issue/118602

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

72. tölublað (01.04.1982)

Handlinger: