Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
Kapphlaup um útgáfu á ættbókum hrossa
Hafði unnið að bókinni í þrjá mánuði
er ég frétti af bók Búnaðarfélagsins
— segir Gunnar Bjarnason
Útlit er fyrir að á þessu ári komi út þrjú bindi af ættbókum
íslenska hestsins, annars vegar ritað af Gunnari Bjarnasyni á Keld-
um, fyrrum hrossaræktarráðunaut, og hins vegar eftir Þorkel
Bjarnason á Laugarvatni, núverandi hrossaræktarráðunaut Búnað-
arfélags íslands.
Þegar eru komin út þrjú stór bindi af ritverkinu Ættbók og saga
íslenska hestsins á 20. öld, eftir Gunnar Bjarnason, sem kunnugt er.
Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. Fyrsta bind-
ið er helgað stóðhestum, frá því farið var að skrá ættbækur hjá
Búnaðarfélaginu og fram undir 1970, og í II og III bindi er svo
fjallað um kynbótahryssur. í fjórða bindi, sem væntanlega kemur út
í sumar, verður síðan haldið áfram að rekja stóðhesta, þar sem frá
var horfið í I bindi. Inn á milli, eða með ættbókinni, hefur Gunnar
svo skrifað starfssögu sína sem hrossaræktarráðunautur, og gert að
öðru leyti grein fyrir starfi sínu að málcfnum hrossaræktar hér á
landi síðustu áratugi.
Þorkell Bjarnason vinnur nú að ættbók hesta, og eru tvö bindi
verksins væntanleg á þessu ári. Þar verða teknir fyrir ættbókarfærð-
ir stóðhestar, þeir er skráöir hafa verið eftir 1961, er Þorkell tók við
ráðunautsstörfum af Gunnari.
Gunnar Bjarnason
ræktarráðunautur.
fyrrum hrossa- l>orkell Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur BÍ.
Morgunblaðinu lék forvitni á
að frétta nánar af þessum vænt-
anlegu bókum, sem óhætt mun
að segja að beðið sé með eftir-
væntingu meðal hestamanna og
hrossaræktarfrömuða.
„Undrunarefni hve rösklega
er gengið til verks“
Gunnar Bjarnason sagði, að
þegar væri byrjað að vinna IV
bindi Ættbókar og sögu hjá
Bókaforlagi Odds Björnssonar á
Akureyri. Handrit væri frágeng-
ið að mestu, og vinna í prent-
smiðju gengi vel. Hugsanlega
gæti bókin því komið út nú um
mitt sumar.
Um verk sitt, og þá samkeppni
sem Gunnar virðist nú vera
kominn í við Búnaðarfélagið,
sagði Gunnar að best væri að
hann vitnaði í formála sinn á IV
bindi, en þar segði svo:
„Ritverk þetta um ættir og
sögu islenzka hestsins á líðandi
öld þróast stöðugt áfram, og
hafa hugmyndir mínar og útgef-
enda tekið nokkrum breytingum
eftir breyttum aðstæðum og
viðhorfum á þessum 20 árum
síðan við fyrst fórum að ræða
útgáfu verksins. Ljóst er, að
þetta er orðið vinsælt fræðirit
meðal hestamanna bæði hér-
lendis og erlendis.
Ætlunin var fyrir tveimur ár-
um að ljúka ritverkinu með
þriðja bindi og hafa þar með í
lokin nákvæma nafnaskrá fyrir
hross og menn, og skyldi hún
gerð fyrir öll bindin þrjú. Þá
kom í Ijós, að bókin yrði allt of
stór, og var þá rætt um að gefa
út sérstakt hefti með nafna-
skránni. Þá komst á dagskrá hjá
okkur sá möguleiki að gefa út
fjórðu bókina, þar sem teknir
yrðu með allir stóðhestar, sem
ég fyndi upplýsingar um í opin-
berum gögnum fram til ársins
1981. Þetta varð ofan á, og byrj-
aði ég verkið í október síðast
liðnum. Rg lýsi hrossunum í bók-
inni með mínum eigin orðum að
mestu, en styðst við einkunna-
gjafir og lýsingar dómnefnda,
sem þó var nokkuð örðugt að
nota á stundum, t.d. þegar ekki
var samræmi milli einkunna-
gjafar og umsagnar. Þá tók ég
upp þá nýjung að lýsa „arfgerð"
stóðhestanna, sem á erlendu
Nokkrar gæðingshryssur af hinum
kunna rauðblesótta stofni i Kirkju-
bæ á Rangárvöllum. — Kirkjubæj-
arhrossunum verða meðal annars
gerð skil í IV bindi Ættbókar og
sögu ísl. hesksins á 20. öld eftir
Gunnar Bjarnason.
Kom mjög á óvart að frétta af
væntanlegri bók Gunnars
segir Þorkell Bjarnason
máli er kallað „genetisk kombin-
ation“, en það er atriði, sem
margir velta fyrir sér og hafa
spurt mig um.
Þetta hefur verið vandasamt
verk og ekki auðunnið, því að
víða þurfti að afla aðfanga til
þess. Aðrir hafa reynt að koma
þessu í verk á síðastliðnum fimm
árum, en það hefur ætíð strand-
að. Hins vegar eru upplýsingar
bókarinnar nauðsynlegar öllum
þeim, sem við hrossakynbætur
fást í landinu. Þá er ættfræðin
einnig þannig gerð, að ræktend-
ur íslenskra hrossa erlendis hafi
af henni gagn í störfum sínum.
Bókin kemur samtímis út á ís-
lenzku og á þýzku í þýðingu Pét-
urs Behrens.
Auk ættbókarinnar og nafna-
skrár hef ég í bók þessari kafla
um erfða- og kynbótafræði og
yfirlit yfir ættstofna innan ís-
lenzka hestakynsins. Ég reyni að
gera kynbótafræðina aðgengi-
lega almenningi og styðst að
miklu leyti við kennsluefni, sem
ég ritaði í Búfjárfræði mina, sem
gefin var út árið 1966 og notuð
var til kennslu í bændaskólun-
um, en ég kenndi þessa náms-
grein á Hvanneyri í rúma tvo
áratugi.
Þegar ég hafði unnið að þessu
verki í eina þrjá mánuði bárust
mér af því fréttir, að Búnaðarfé-
lag íslands hefði ákveðið að gefa
út ættbók undir ritstjórn
hrossaræktarráðunautsins fyrir
sömu stóðhesta og ég var byrjað-
ur að safna upplýsingum um.
Þetta varð mér undrunarefni því
að ekki var svona rösklega geng-
ið til verks meðan nefnd manna
á vegum Landssambands hesta-
mannafélaga vann í þessu árum
saman í samráði við ráðu-
nautinn, en það verk bar ekki
árangur. Nokkru seinna óskaði
tímaritið Eiðfaxi eftir að fá upp-
lýsingar frá Búnaðarfélaginu
(ráðunautinum) til að koma á
prent skrá yfir dæmda kynbóta-
hesta, sem framhald af fyrstu
bók minni, Ættbók og sögu I,
sem kom út árið 1968. Þetta verk
reyndist einnig örðugra viðfangs
en búizt hafði verið við, og var
hætt við það.
Þegar Búnaðarfélag íslands
hafði gefið það frá sér árið 1960
að gefa út ættbók fyrir hross eft-
ir handriti mínu, ákvað Prent-
verk Odds Björnssonar á Akur-
eyri að taka á sig áhættuna, en
ég ræddi fyrst við þá vorið 1962.
Fyrsta bókin kom svo á markað
haustið 1968. Vegna anna dróst
fyrir mér að gera fleiri handrit.
Arin liðu og ekkert gerðist ann-
að en það, sem frá var sagt um
viðleitni LH og Eiðfaxa. Þá
ákvað forlagið á Akureyri að
halda áfram, þar sem frá var
horfið og koma á markað fram-
haldi bókar minnar og byggja á
þeim prentuðum heimildum, sem
til voru í landinu um sýnd og
dæmd hross. Það hefði verið
mun auðveldara að fást við
þetta, ef upplýsingarnar hefðu
árlega verið birtar í Búnaðarrit-
inu, eins og faglegar upplýsingar
um aðrar búgreinar, en svo var
ekki. Niðurstöður hrossasýninga
hafa að jafnaði birzt víða, bæði í
tímaritum og dagblöðum, en að-
allega í „Hestinum okkar".
Það hefði verið gagnlegra mál-
efninu, að Búnaðarfélagið hefði
nú tekið heldur til útgáfu fram-
hald ættbókar fyrir hryssur, því
að bækur mínar ná aðeins til
hryssna nr. 3500, eða fram að
1970. Síðan hafa verið dæmdar
og skráðar um 1500 hryssur, en
það er ríflegt efni í bók.“
Kynbótafræði,
ættstofnar, ættbók
Efnisyfirlit hins væntanlega
IV bindis sagði Gunnar einnig
liggja fyrir, og gæti það gefið
nokkra hugmynd um hvað væri á
ferðinni í þessum hluta Ættbók-
ar og sögu íslenska hestsins á 20.
öld:
1. Formáli.
2. Lítil kynbótafræði.
A. Sögulegt yfirlit.
B. Skyggnzt um í heimi frumunnar.
C. Eiginleikar.
D. Eðlisbreytingar.
E. Mendelslögmál og áhrif kona.
F. Arfgengi.
G. Litaerfðir hrossa.
H. Hreinrækt.
I. Stofnrækt.
J. Skyldleikarækt.
K. Kynblöndun.
3. Ættstofnar innan íslenzka hesta-
kynsins.
A. Svaðastaða-stofninn.
I. Kolkuós-línan.
II. Axlarhaga-línan og Hofs-
staða-linan.
III. Kirkjubæjarlínan.
B. Hornafjarðar-stofninn.
I. Árnanes-línan.
II. Skugga-línan.
C. Hindisvíkur-stofninn.
D. Geitaskarðs-ættin.
E. Stokkhólma-ættin.
F. Brúnkollu 41-ættin frá Kirkju-
4. ÆTTBÓKIN.
A. Stóðhestar í ættbók Búnaðar-
félags íslands (665—951).
B. Nokkrir stóðhestar með sér-
númerum.
C. Útfluttir stóðhestar.
I. Ættbókarfærðir stóðhestar,
útfluttir.
II. Utfluttir stóðhestar með sér-
númerum."
400 hestar í
tveimur bindum
Ættbók sú, er unnið er að hjá
Búnaðarfélaginu, er að því leyti
ólík Ættbók og sögu Gunnars, að
þar er fyrst og fremst um að
ræða ættbók um 400 stóðhesta,
en ekki farið útí að segja starfs-
sögu Þorkels né birt efni skylt
sjálfri ættbókinni á líkan hátt og
Gunnar boðar í formála IV bind-
is, og hefur áður birst í fyrri
bindum verksins.
„I þessari ættbók Búnaðarfé-
lagsins verða um það bil 400
stóðhestar," sagði Þorkell
Bjarnason í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins. „Þetta
verða væntanlega tvö bindi, og
þá um 200 hestar í hvoru. Þetta
eru hestar, sem skráðir hafa ver^
ið eftir 1961, það er stóðhestar
með ættbókarnúmerum 562 til
um það bil 950. Vinna við þetta
gengur nú nokkuð vel, og ætti
fyrra bindið að geta komið út
áður en árið er hálfnað, og hitt
fyrir árslok," sagði Þorkell.
„Með mér í þessari vinnu er
Jón Steingrímsson, sem vinnur