Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 48
í,Tii á ritstjórn og skrifstofu: 10100 jltMQgpmiltitafrft FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 Síminn á afgreiðslunni er 83033 ItttirjjunWaínfc Páll Pétursson um Blönduvirkjunarsamningana á Alþingi. Böðlað áfram með óeðlilegum hætti Bændum hótaö, hreppsnefndarmenn hundeltir og leigu- liðum hins opinbera sagt hvernig þeir ættu að haga sér PÁLL Pétursson, formaöur þingflokks Framsóknarflokksins, sagði m.a. í umræðum á Alþingi í gær, að Blöndusamningunum hefði verið „böðlað áfram með óeðlilegum hætti, heimamenn beittir miklum og óeðlilegum þrýstingi, einstakir hreppsnefndarmenn hundeltir, skuldugum bændum hót- að, leiguliðar hins opinbera látnir vita hvern veg þeir ættu að haga sér“, svo fátt eitt sé nefnt af ummælum hans. í framhaldi af þessum ummælum formanns þingflokksins urðu harðar deilur um Blönduvirkjunarmálið. Þess má geta að á þingflokksfundi Framsóknarflokksins, sem haldinn var síðdeg- is í gær, var ekki minnst einu orði á Blönduvirkjun, en eins og kunnugt er er beðið með afgreiðslu málsins í ríkisstjórninni þar til samþykkt þingflokksins liggur fyrir, en ráðherrar Framsóknarflokksins höfðu farið fram á að þess yrði beðið. Páll sagði það óvenjulegt að ráðherra væri jafnframt formað- ur í stórri ríkisstofnun, en Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra er stjórnarformaður í RARIK, sem er samningsaðili við viðkomandi hreppa í tengslum við Blöndu- virkjun. „Þetta er í raun og veru samningur landbúnaðarráðherra við nokkra kjósendur í kjördæmi hans,“ sagði Páll. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra mótmælti harðlega þeim ásökunum sem Páll Pétursson hafi borið á fjarstadda aðila um blekkingar, falsanir og áróður, en hér ættu í hlut annars vegar samninganefnd ríkisins og hins vegar fagaðilar, sem unnið hafi að kostnaðarlegum samanburði á virkjunarkostum, þ.e. Orkustofn- un og verkfræðistofa Sigurður Thoroddsen. Þá vísaði Pálmi því á bug sem staðleysu að beitt hafi verið óeðlilegum þrýstingi. Eyjólfur K. Jónsson tók til máls í lok umræðnanna. Hann sagði í niðurlagi ræðu sinnar að finna mætti úrlausn i máli þessu á grundvelli samningsins sem gerð- ur hefði verið. Náðst hefði fram að miðlunarrýmið yrði miðað við 220 gígalítra til að byrja með. Hvað varðaði stækkun lónsins síðar meir, ef til þess kæmi, sýndist sér ríkið siðferðilega, ef ekki lagalega, bundið við að leita samþykkis við- komandi sveitarstjórna á ný og mætti þá endurskoða málið. Fágætt íslenzkt umslag á uppboði í Sviss AFAR sjaldgæft umsiag með íslensku frímerki verð- ur á uppboði í Sviss 27. og 28. apríl nk. Umslagið sem hér um ræðir er sent frá Seyðis- firði til færeysks kaup- manns, Mortensen að nafni. Á umslaginu, sem er mjög heillegt, er 1. prentun 16 aura merkis frá 1876, brúnt að lit. Merkið er ógallað og lítur vel út en það snýr öfugt á umslaginu. Samkvæmt upplýsingum uppboðs- fyrirtækisins er umslagið metið á 3—6 þúsund svissneska franka eða jafnvirði 16—32 þúsund íslenzkra nýkróna. Utanríkisráðherra um utanríkismálasamþykkt miðstjórnar flokks síns: Samþykkt í hugsunarleysi „INDRIUI á Fjalli sagði í lands- kunnri vísu: Öllum getur yfirsést, einnig þeim á Fjalli. — Það sem segir um varnarliðið i stjórnmála- ályktuninni, að það hafi afskipti af innanlandsmálum er að mínum dómi á algjörum misskilningi byggt. Menn hafa samþykkt þetta án þess að gera sér fulla grein fyrir hvað þeir voru að samþvkkja," sagði Olafur Jóhannesson utanríkisráöherra er Mbl. spurði hann álits á stjórnmála- ályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var um helgina, og sagt var frá í Mbl. í gær. Ólafur var ekki viðstaddur um- ræður og afgreiðslu stjórnmála- ályktunarinnar á sunnudag sökum embættisanna. Hann sagði það rétt vera sem Helgi H. Jónsson fréttamaður hefði sagt á fundin- um um afskipti hans af tilurð draganna um utanríkismál og haft er eftir honum í frétt Mbl. í gær. Ólafur sagði í því tilefni: „Það er rétt sem Helgi segir. Ég sá drögin áður en þau voru stytt, gerði við þau athugasemdir sem ég tel að hafi verið komið til móts við. Þetta með afskipti varnarliðsins er á einhvers konar misskilningi hyggt, enda var því bætt inn í á fundinum sjálfum og hefur verið samþykkt í hugsunarleysi. Allan þann tíma sem ég hef verið utan- ríkisráðherra hafa þeir aldrei haft eða reynt að hafa nein afskipti af innanlandsmálum." Utanríkisráðherra sagði í lokin aðspurður um yfirlýsingar Hákon- ar Hákonarsonar um að ályktunin væri vantraust á hann sem ráð- herra: „Ég vil nú ekki skilja þetta sem neitt vantraust á mig, en Há- kon er góður vinur minn og hefur viljað kveða sterkt að orði. Um önnur ummæli vil ég ekki tjá mig frekar." Garðávextir á markaðinn ÍSLKNZKIK garðávextir eru nú að koma-á markað í fyrsta sinn á þessu vori og er þar um að ræða agúrkur og salat, að sögn Níelsar Marteinssonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Kílóið af agúrkum kostar nú 42 krónur, en sl. vor kostaði hvert kíló 27 krónur. Hækkunin milli ára er því um 55,5%. Kassinn af salati, sem er svokaliað höfuðkál, kostar nú 120 krónur, en hann kostaði 76,50 krónur sl. vor. Hækkunin milli ára er um 56,9%. Níels sagði, að næstu garðávextir á markaðinn væru steinselja og kínakál, sem væntanlegir væru í aprílmánuði. Hins vegar væri þess ekki að vænta, að tómatar kæmu á markaðinn fyrr en í maímánuði. Flugleiðir: Hætta við kaup á Boeing 737 „VID höfum látið strika okkur út af þessum lista hjá Boeing-verksmiðjun- um, m.a. með hliðsjón af þeirri flug- málastefnu, sem virðist vera í uppsigl- ingu hér á landi," sagöi Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort Flugleiðir væru hættir við áform um kaup á Boeing 737-200-þotum, en félagið var á lista hjá Boeing- verksmiðjunum, án þess þó að um skuldbindingar væri að ræða hjá aðil- um. Arnarflug var ennfremur á um- ræddum lista og sagði Halldór Sig- urðsson, sölu- og markaðsstjóri fé- lagsins, að Arnarflug hefði fallið út af þessum lista, þar sem umsókn fé- lagsins hefði ekki verið endurnýjuð. „Við sáum ekki ástæðu til þess, að vera á þessum lista, þar sem hægt er að fá fjölmargar svona vélar bæði nýjar og notaðar á markaðnum, vegna þess ástands, sem ríkir í flugmálum heimsins," sagði Halldór ennfremur. „Þetta breytir því hins vegar ekki, að við teljum Boeing 737-200 vera þá vél, sem bezt hentar til áætlunar- flugs milli íslands og Evrópu, sagði Halldór ennfremur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.