Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
mmrnn
- 198? Umvtrm Prm Syndicile
„O, Lofa&o mér! Ég \of<x cxö ég .skal
ekki klú&ra. (^vi eins og
&i"Sast
4sí er.
... að hugga hana
þegar snjókarlinn
hennar bráönar.
w__
Með
morgunkaffinu
Afsakið ónæðið, ég er fulltrúi rex-
og pex-deildarinnar vegna kvart-
ana yfir ónæði af völdum fólks
sem býður varning til kaups!
HÖGNI HREKKVÍSI
Kæri Velvakandi.
Nýlega birtist í dálkum þínum
pistill, þar sem höfundur kveðst
efast um, að heilsusamlegt sé
fyrir konur að gangast undir
fóstureyðingu. Bréfritarinn hef-
ur ærna ástæðu til að velta
vöngum yfir þessu, því að lækn-
ar hafa vissulega sýnt fram á, að
tjón getur hlotizt af þessari að-
gerð, bæði sálrænt og líkamlegt.
Utlendur læknir hefur skýrt
svo frá, að árið 1970 hafi 100
þúsund löglegar fóstureyðingar
verið framkvæmdar í Tékkóslóv-
akíu. Af þessum hópi kvenna
hlutu 20—30 prósent varanlegan
skaða (komplikasjónir). Jafn-
framt jókst fósturlát um 30—40
prósent vegna veiklunar í leg-
hálsi. Legið átti erfitt með að
halda (nýju) fóstri eftir að móð-
irin hafði áður gengizt undir
fóstureyðingu.
I norskri rannsókn kom í ljós,
Fóstureyðingar:
Orlagarík ákvörðun á fyrstu
mánuðum meðgöngutímans
að þrjár til fjórar af hundraði
kvenna, sem gangast undir lög-
lega fóstureyðingu, verða ófrjóar
(barnlausar).
Vitað er að margar konur
verða barnshafandi aðeins einu
sinni á ævinni. Það ættu konur
að hafa hugfast, ef þeim dytti í
hug að láta eyða fóstri.
Spyrja má með réttu, hvort
tveir til þrír fyrstu mánuðir
meðgöngutímans séu heppilegur
tími til að taka svo örlagaríka
ákvörðun sem að láta eyða
fóstri. Flestar eðlilegar konur
kannast við þunglyndi og aðra
andlega erfiðleika á þessum
tíma. Síðar róast þær og gætu þá
haft allt aðrar skoðanir á málum
en í byrjun meðgöngunnar.
Einnig ber að hafa í huga, að
athuganir hafa sýnt, að því meiri
sem sálrænir erfiðleikar konunnar
eru, því alvarlegri verða sálrænar
afleiðingar þess að gangast undir
fóstureyðingu, þótt lögleg hafi ver-
ið.
Það er vægast sagt vafamál,
að fóstureyðing sé lausnin, ef
þunguð kona er óróleg á taugum.
/Etla má, að það sé miklu meira
sálrænt álag að gangast undir
fóstureyðingu en bera barn und-
ir belti og fæða það með eðli-
legum hætti. Ég hef fyrir satt,
að þetta hafi einmitt sýnt sig:
Fóstureyðing reynir mjög á and-
lega líðan konunnar.
Stundum óttast fólk, að kona
verði afhuga barni, sem verði
„óvelkomið", ef hún fær ekki
fóstureyðingu. Þetta var kannað
í hópi 151 konu. Þrettán þeirra
kváðust ekki finna neina móð-
urkennd gagnvart börnum sín-
um. Hinar sögðu, að þeim þætti
vænt um börn sín. Konur vita
vissulega ekki alltaf hug sinn,
fyrr en barnið er fætt.
Til eru þeir, sem halda því
fram, að hætta sé á, að konur
stytti sér aldur, ef þær fái ekki
fóstureyðingu, sumar hverjar.
Ég veit ekki betur en að til
skamms tíma hafi verið mjög
auðvelt að fá fóstureyðingu, t.d.
bæði í Ungverjalandi og Japan
og að svo sé ennþá, þar hafi fóst-
ureyðingar jafnvel verið hvað
mestar í heiminum — en samt
eru sjálfsmorð meðal kvenna
einna tíðust í þeim löndum!
Danskur kvenlæknir hefur
sagt: „Þegar sumar konur hafa
fengið löglega fóstureyðingu,
vaknar í huga þeirra ný spurn-
ing, sem þær geta ekki ýtt frá
sér. Það er ekki hlutverk mæðra-
hjálparinnar eða ríkisstjórnar-
innar að greiða úr samvizku-
flækjum, heldur kirkjunnar. Það
er ekki heldur verkefni okkar
læknanna að létta áhyggjum af
fráskildu konunni, af því að hún
hefur gifzt aftur og getur ekki
eignast börn með núverandi eig-
inmanni sínum, vegna þess að
hún varð ófrjó, er hún fékk sið-
ustu fóstureyðingu, og uppskurð-
ur mistókst, þegar reynt var að
opna aftur báðar eggrásirnar."
Nú á dögum er barizt mjög
gegn vímugjöfum og hvers konar
óhollustu, en fólk hvatt til að lifa
heilbrigðu lífi. Ástæðan er sú, að
maðurinn sjálfur er svo mikils
virði, að hverjum og einum ber
að vernda sig fyrir tjóni og efla
heill sína á allan hátt. Fóstur-
eyðingar finnast mér brjóta í
bága við þetta heilbrigða viðhorf
til mannlifsins.
En hörmulegust er sú lítils-
virðing, sem fóstrinu sjálfu er
sýnd.
Lesandi
Stöndum vörd um
Laugarnestang-
ann — og þá fáu
útsýnisstaði sem
enn hefur ekki
verið spillt
Sonja hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: „Mig langar til að
þakka og taka undir grein Þórar-
ins Björnssonar um verndun
Laugarnestangans, sem birtist í
Morgunblaðinu 30. þ.m. Þórarinn
vekur athygli á því í grein sinni,
að Laugarnestanginn er einn af
fáum útsýnisstöðum hér í Reykja-
vík sem ekki er búið að spilla. Eins
og kemur fram í greininni er ákaf-
lega vinsælt að ganga þarna út á
tangann og njóta útsýnisins, enda
á fólk ekki í marga staði að venda,
svo marga útsýnisstaði er búið að
eyðileggja.