Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 Noregun Nýjaata kjarnorkukafbát Bandaríkjamanna hleypt af stokkunum í Groton í Connecticut fyrir skömmu. Bátnum hefur verið gcfid nafnið Albuquerque. Verður Reksten-málið ríkisstjórninni að falli? Oaló, 31. mars. Frá FrétUriUra Mbl. KALDIR vindar næða um norsku ríkisstjórnina þessa dagana og eiga þeir upptök sín í Reksten-málinu eða eftirhreytunum af þvi. I>að er þó einkum verslunarmálaráðherrann, Arne Skauge, sem stjórnarandstað- an beinir spjótum sínum að, og hefur hún nú í bígerð að bera fram van- trauststillögu á hann. Reksten-málið snýst um gjald- þrot skipakóngsins Hilmars Reksten, en við það tapaði norska ríkið næstum einum milljarði norskra kr., um 1,7 milljörðum ísl., og það þótt Hambros-banki í London hefði fullvissað ríkis- stjórnina um að nægar tryggingar væru fyrir lánum, sem Reksten fékk þar gegn norskri ríkisábyrgð. Áður en til gjaldþrotsins kom, höfðu norskir fjölmiðlar hins veg- ar lengi fullyrt, að Hambros-banki segði norsku ríkisstjórninni rangt ERLENT Bretland í stríð gegn Argentínu? London, 31. marz. AP. SPIIRT var að því i dag, miðvikudag, hvort Bretland og Argentína stæðu á barmi styrjaldar út af fimm eða sex Argentínumönnum, sem voru sendir til að sækja brota- járn til eyju er tilheyrir Falklandseyjum. Brezkur þingmaður hefur kallaö þennan síðasta þátt aldargamallar deilu Breta og Argentínumanna um Falk- landseyjar „óperettu" og aðrir tala um leifar frá þeim dögum þegar Bretar sendu fallbyssubáta á vettvang til að leysa vandamál á skjótan og auðveldan hátt. En striðs- hættan er ekki fjarlægur möguleiki. til um lánstraust Rekstens og eignir hans erlendis. Ríkisstjórn Hægri flokksins hefur nú gert dálítið sérstætt samkomulag við Hambros-banka og felst í því, að bankinn greiðir norskum stjórnvöldum nokkur hundruð milljónir nkr. gegn því, að ekki verði höfðað mál á hendur honum. Á þessa málsmeðferð vilja stjórnarandstöðuflokkarnir ekki fallast. Það er Sósíalski vinstriflokkur- inn, sem ætlar að flytja van- trauststillöguna á Arne Skauge, en ekki er víst að Verkamanna- flokkurinn, Vinstriflokkurinn og Framfaraflokkurinn muni styðja hana. Þeir eru þó sammála um það, að verslunarmálaráðherrann hafi ekki sagt allan sannleikann á Stórþinginu og yfirleitt haldið mjög illa á málinu gegn bankan- um. Jafnvel þótt þessir flokkar styðji vantrauststillöguna er ekki þar með sagt, að ríkisstjórnin falli. Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn eru taldir styðja hana í þessu máli, að vísu nokkuð hikandi, en þó má enginn maður bila í þeirra röðum, því að þá eru dagar stjórnarinnar taldir. Hægri flokkurinn ætlar nefnilega að standa með sínum manni og setja stjórnarstólana að veði. Metverð greitt fyrir málverk l/ondon, 31. mars. AP. ÞRJÍJ málverk eftir franska meistara, tvö eftir Toulouse-Lautrec og eitt eftir Matisse, voru í dag seld fyrir geypifé á uppboðum í London og París. Er hér um að ræða metverð fyrir verk eftir þessa málara. A uppboði hjá Sotheby’s í London var fyrra málverkið eftir Lautrec, „Ungfrú May Belfort", sem listamaðurinn gerði árið 1895, selt óþekktum manni fyrir hálfa níundu milljón íslenskra króna og aðeins tveimur mínút- um síðar fór annað verk eftir Lautrec, „La toilette: Le repos du model", á rúma milljón kr. ísl. Kaupandi þess var ókunnur Bandaríkj amaður. Hæsta verð, sem til þessa hafði fengist fyrir málverk eftir Toulouse-Lautrec, var tæp sjö og hálf milljón kr., en það var gefið 1979 fyrir myndina „La grande loge“ hjá Chisties í London. Myndin eftir Matisse, blóma- mynd, sem Drouot-listamiðstöð- in í París bauð upp, var seld fyrir 6,8 milljónir franka eða rúmar 10 milljónir ísl. kr. Ekki er vitað hver seldi eða hver keypti, en franskir listfræðingar höfðu metið myndina á 3—4 milljónir franka. Engir útlendingar voru við- staddir uppboðið þar sem stjórn sósíalista hefur bannað útflutn- ing á frönskum listmunum. Olíuskip brezka sjóhersins var sent til Falklandseyja í dag og get- um er að því leitt að Bretar sendi, eða hafi sent, þangað herskip (sem fái eldsneyti sitt frá olíuskipinu) vegna deilunnar út af eyjaklasan- um. Talsmaður varnarmálaráðuneyt- isins bar þó til baka frétt um að kjarnorkuknúnum kafbátum vopn- uðum venjulegum tundurskeytum hefði verið skipað að sigla til Falk- landseyja. Fréttir herma að nokkur argent- ínsk herskip séu á þessum slóðum og brezk blöð segja að kjarnorku- knúni kafbáturinn „Superb", sem er búinn 20 venjulegum tundur- skeytum, hafi siglt frá Gíbraltar til Falklandseyja fyrir nokkrum dög- um. Helzti kosturinn við kafbát er sagður sá að fyrir argentínska sjó- herinn sé hann „falin ógnun." „Daily Express“ segir að talið sé að í kafbátnum sé flokkur manna úr sérþjálfaðri sveit konunglega brezka landgönguliðsins, SBS (Special Boat Service). Samkvæmt óstaðfestum fréttum hefur brezka stjórnin einnig sent tundurspilli eða freigátu vopnaða eldflaugum til eyjanna. Eina skip brezka sjóhersins á Falklandseyjasvæðinu er ískönn- unarskipið „Endurance", sem hefur um borð tvær Lynx-þyrlur búnar eldflaugum og flokk landgönguliða. Utanríkisráðherra Breta, Carr- ington lávarður, lýsti því yfir að ástandið „gæti orðið hættulegt". „The Times“ sagði að yfirlýs- ingar Carringtons í Lávarðadeild- inni og Richard Luce aðstoðarut- anríkisráðherra í Neðri málstof- unni sýndu ljóslega að brezka stjórnin væri reiðubúin að beita valdi ef ekki reyndist unnt með diplómatískum ráðum að eyða þeirri hættu sem Falklandseyjum stafaði frá Argentínu. Denis Healey, talsmaður Verka- mannaflokksins í utanríkismálum, kallaði tilraunir stjórnarinnar til að leysa deiluna „kjánalegar og máttlausar". „Þessi aflóga ísbrjótur („Endur- ance“) hefur ekki roð við þeim fimm eða sex herskipum, sem Arg- entínumenn eru að senda á svæðið, vopnuð eldflaugum," sagði Healey. „Daily Mail“ hvatti til harðari aðgerða: „Argentínsku þjóðskrum- ararnir og samvizkulausir brota- járnskaupmenn þeirra vilja stofna til ófriðar." Deilan spannst út af því að Argentínumenn sendu menn til eyjunnar South Georgia til að rífa gamla hvalveiðistöð í brota- járn. . Leynihreyfing Sama í Noregi: Búin til að beita vopnum og ofbeldi vegna Alta (tslo, 31. mars. Frá fretUritara Mbl. NORSKA lögreglan telur, að í landinu starfi leynileg hrcyfing Sama, sem ákveðin sé í að stöðva virkjunarframkvæmdir í Alta-ánni hvað sem það kosti, jafnvel með vopnum og ofbeldi ef ekki vill betur. Fyrir tæpri viku fengu Norðmenn dálitla nasasjón af vinnubrögðum þessarar leynilegu hreyfingar en þá reyndu þrír menn árangurslaust að sprengja í loft upp brú yfir Alta- ána með sprengiefni, sem þeir höfðu stolið frá norska hernum. Við sprenginguna slösuðust tveir þeirra og annar svo alvarlega að taka varð af honum annan handlegginn. „Ég fékk skipun um það frá mönnum, sem ég ekki þekki, að sprengja upp brúna,“ sagði sá Sam- anna, sem meira slasaðist, við yfir- heyrslur lögreglunnar í gær og ekki kvaðst hann hafa þekkt þann söku- naut sinn, sem komst á brott. Norska lögreglan telur, að í leyni- hreyfingu Samanna séu um 20 manns og að þeir eigi sér stuðn- ingsmenn í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Kínverjar hóta í vopnasölumálinu IVking. 31. mars. AP. XINHUA-fréttastofan kínverska gaf í dag í skyn, að ríkis- stjórnin hefði til athugunar að kveðja heim sendiherra sinn i Bandaríkjunum ef vopnasala til Formósumanna yrði ekki stöðvuð. Þessi frétt er skýrasta vísbend- ingin enn sem komið er um þær aðgerðir, sem Kínverjar eru til- búnir að grípa til vegna fyrirhug- aðrar vopnasölu til Formósu, en kínverska stjórnin lítur á hana sem íhlutun í innanríkismál sín og á eyjuna sem hérað í Kína. Samskipti Kínverja og Banda- ríkjamanna hafa verið fremur stirð undanfarið vegna þessa máls en þeim síðarnefndu er einnig gef- ið það að sök að hafa ekki sam- þykkt nógu greiðlega sölu á há- þróuðum tæknibúnaði til Kína. Kínverjar segja klaufaskap Bandarikjamanna í utanríkismál- um standa í vegi fyrir breiðfylk- ingu gegn Sovétstjórninni, sem þeir segja mestu ógnunina við heimsfriðinn nú um stundir. Símamynd—AP. Fran.skur öryggisvörður stendur vörð við dyr eins húss ísraelska sendiráðsins í París. Þrír menn vopnaðir vélbyssum hófu skothríð að húsinu en flýðu í bifreið, eftir skamma hríð. Tveir franskir öryggisverðir sluppu naumlega úr skotárásinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.