Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 91 — Minnisstædar ferðir? „Margs er að minnast frá þess- um árum. Haustið 1936, að mig minnir, þegar færð var orðin erf- ið, það var komið fram í október, sótti ég farþega í Hrútafjörð og aetlaði með þá til Akureyrar. Þeg- ar leið á daginn byrjaði að snjóa svo við brugðum á það ráð að gista á Blönduósi. Leiðindaveður var komið þegar við lögðum af stað að morgni, komin norðanhríð svo ófært var talið til Akureyrar. Ég brá því á það ráð að halda til Sauðárkróks. Þar létum við fyrir- berast um nóttina, en að morgni var allt orðið kolófært og ljóst að ekki kæmist ég með farþegana til Akureyrar og illt var að þurfa að sitja uppi með bílinn á Sauðár- króki yfir veturinn. Skip var þá statt á Sauðárkróki og brugðið var á það ráð að senda farþegana með því til Akureyrar. En ég varð eftir á Sauðárkróki og leist heldur illa á blikuna. Ein- sýnt var að ekki kæmist ég til Akureyrar, en taldi möguleika á að komast suður. Um kvöldið hitti ég Karl Friðriksson, vegaverk- stjóra, en hann var þá staddur á Sauðárkróki eins og ég og með 17 manna vegavinnuflokk og fýsti að komast suður. Vonlaust var talið að komast vestur yfir Vatnsskarð og til Blönduóss, en Karl lagði hart að mér að freista þess að kómast yfir Skarðið og síðan suður. Við ákváðum að freista þess að brjót- ast vestur yfir Skarðið og lögðum af stað morguninn eftir. Okum inn Skagafjörð en þegar kom að Víðimýri var kolófært þegar í fyrstu brekku. Vegurinn var niðurgrafinn og snjóþungur og einsýnt að hann kæmust við ekki. Við urðum því að moka okkur leið upp á Skarðið utan vegar og menn Karls hófust handa. Verkfæri þeirra voru skóflur og þeir tóku til óspilltra málanna, mokuðu og ýttu á víxl og upp á Skarðið kom- umst við þegar leið að kvöldi. í sneiðingunum, þar sem venjan var að fara niður, var mikil fönn og ljóst að þar myndi ófært niður. Við brugðum á það ráð að aka norður hábunguna og komum þar sem er Þverárdalur og vegurinn liggur nú um. En niður var bratt og eina ráðið sýndist vera að fara bara beint af augum og láta kylfu ráða kasti. Mennirnir röðuðu sér á bílinn, sem var 18 manna Stude- baker, og lagt var niður snar- bratta brekkuna. Billinn ruddi snjó á undan sér, þannig að aldrei varð mikil ferð á honum. Þannig komust við í Bólstaðarhlíð og Langidalur tók við, sem var talinn illfær. Við höfðum samband við Blönduós og menn lögðu upp til móts við okkur. Með skóflum mokuðu þeir sig austur á bóginn og við vestur og til Blönduóss komumst við klukkan tvö um nóttina. Daginn eftir var komið sæmilegt veður og ferðin til Reykjavíkur gekk greiðlega. Önnur haustferð er mér minn- isstæð. Eftir að hafa brotist við illan leik frá Blönduósi á tveimur bílum með um 40 manns urðum við að skilja bílana eftir á Grjót- áreyrum á Öxnadalsheiði og ganga í Bakkasel. Daginn eftir héldum við að bílunum, en sáum að vonlaust var að reyna að hreyfa þá þann daginn. Þá var hörkufrost og við komum þeim ekki í gang. A þriðja degi komum við bílunum í Bakkasel og á fjórða degi til Akureyrar með aðstoð leiðangurs, sem kom á móti okkur. Vegir voru niðurgrafnir og strax og snjóaði urðu þeir ófærir." — Þú hættir akstri til Reykjavík- ur 1939. „Danskur maður hafði haft um- sjón með varahlutaverslun BSA, en Kristján hafði umboð fyrir Ford-bíla. Daninn fór af landi brott og ég tók við starfi hans og einnig starfaði ég á bílaverkstæð- inu. Þar með var ferðum mínum með farþega um íslenzkar veg- leysur lokið og skömmu síðar sótti ég um starf í lögreglunni og nýtt tímabil ævi minnar tók við,“ sagði Gísli Ólafsson. H.Halls. mörkum til þess að vélin verði sérlega sparneytin, en samt aflmikil. Já hinn nýji Mazda 929 er eins og sniðinn fyrir nú- tímafólk, rúmgóður, spar- neytinn og nýtiskulegur i útliti og að tæknilegri gerð. Hafið samband við sölu- menn okkar sem veita fús- lega allar nánari upplýsing- ar. Nýr Mazda 929 Mest seldi bíllinn á Islandi BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99. Nýr Mazda 929 þáttaskil í hönnun lúxusbíla. Af hverju ? Nútímahönnun fyrir nútímafólk Hinn nýji Mazda 929 er hannaður og smíðaður í anda þeirrar stefnu Mazda, að beita skuli nýjustu tækni og hagkvæmni í framleiðslu til þess að búa til bila, sem henti kröfum kaupenda sem best. Aðeins er notað það nýj- asta í tækni og hönnun, ásamt bestu hráefnum. Og það sem er mest áríð- andi; hver einasti hlutur, hvert einasta stykki er reynt og þrautreynt til að tryggja það að eigandinn njóti sem mestrar ánægju af bílnum. Fjaðrakerfi Fjöðrunin cr þannig gerð að hún verði sem mýkst, án þess þó að góðir aksturs- eiginleikar tapist, eða hleðslugeta minnki. Langar PcPherson gorma- fjaðrir eru að framan og nú er það nýjung að fjöðrun á afturhjólum er einnig sjálf- stæð með gormum. Jafnvægisstangir eru bæði að framan og aftan, til þess að hafa bílinn sem stöðug- astan í beygjum og þykkir gúmmípúðar hindra að fjöðrunin slái saman á slæmum vegum. Diskahemlar á öllum hjólum Að geta stöðvað bílinn fljótt og vel er ekki síður áríðandi en að hann komist áfram. Hinn nýji Mazda 929 er með diskahemla á öllum hjólum, eflaust eitt besta hemlakerfið, sem völ er á. Diskar á framhjólum eru kældir með loftraufum, þannig að þeir ofhitna ekki, jafnvel við neyðar- hemlun. Hemlakerfið allt er af nýrri gerð, bæði léttara og sterk- byggðara og gefur betri hemlun en áður. Jöfnunar- loki jafnar hemlunarátaki milli fram og afturhjóia eftir hleðslu bílsins, og nýtt efni í bremsluklossum eyk- ur endinguna að mun. Nákvæmt tannstangarstýri í Mazda 929 er tannstang- arstýri, er talið er gefa bestu og nákvæmustu stýr- issvörun, sem völ er á. Það er Iykillinn að tilfinn- ingu ökumannsins fyrir veginum. Auk þess að auka stórlega öryggi, þá er tannstangar- stýrið einnig mjög sterk- byggt. Tveir hjöruliðir eru á stýrisleggnum til að mýkja stýrisátak og enginn titringur finnst í stýri, þegar bílnum er ekið hratt á misjöfnum vegum. Vökvastýri er fáanlegt í all- ar gerðir Mazda 929. Það er gætt þeim eiginleika að gefa mismunandi mikið hjálparátak eftir því hve vél bílsins snýst hratt. Þannig er stýrisátakið jafnt án tillits til hraða bílsins. Þetta er mikilvægt atriði, þar sem ökumaðurinn missir því aldrei tilfínningu fyrir veginum. Aflmikil og sparneytin vél Góð vélarorka og spar- neytni geta farið saman. Þetta sannast í hinum nýja Mazda 929. Vélin er 4ra strokka, vatns- kæld, með yfirliggjandi knastás, tveggja hólfa blöndungi, ,,hemi” sprengirými og 5 höfuðleg- um. Allt þetta leggur sitt af .ifii V11113 i i4l 13 ‘ í \ íníöni'iin^ | jj? % nunatii ij wají 1» 11 le mu .1 nfinnfi ,nni i1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.