Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
103
Vid vii/um fara
ad fljúga,
en okkur vantar
vaengi
Flugvélarnar
samgöngntee
tiðarinnar
l jpí
*má
hin fyrsta í heiminum. Seinna átti
ég eftir að leita fyrir Norðurlandi,
ýmist í leitarflugi eingöngu eða að
við svipuðumst eftir síld í farþega-
fluginu. Yfirleitt var leitað í
300—500 metra hæð yfir sjó, og
sáust síldartorfurnar sem dökk-
brúnir blettir á sjónum, og þegar
nær kom, sást síldin vaða.
Það var ætlazt til mikils af
okkur í síldarleitinni. Við áttum
að sjá hvort torfurnar væru ufsi
eða síld. Bátarnir köstuðu sjálfir
oft á ufsa og rifu allar nætur. Kom
fyrir að þeir sögðu okkur hafa vís-
að þeim í ufsann. Við létum þá
vita af síld með því að kasta út
sérstökum flotholtum sem inni-
héldu síldarskeyti, svona rétt eins
og við værum að senda flösku-
skeyti. Bátarnir höfðu ekki tal-
stöðvar, aðeins nokkrir togarar.
Það voru allir ánægðir með leit-
arflugið, þar til átti að borga. Það
var þrasað hvenær við skyldum
byrja á morgnana, sumir vildu
klukkan þrjú, aðrir klukkan fimm
o.s.frv. Greitt var fyrir síldarleit-
arflugið með því að 10 aura skatt-
ur var tekinn af hverju máli eða
tunnu af herpinótarsíld og sett í
sérstakan sjóð.
Nauðlending
Síldarleitin gekk jafnan snurðu-
laust, ef nauðlending út af Skaga-
firði í júlí 1931 er undanskilin. Það
losnaði skrúfa á innsogsventli,
hann stóð út með þeim afleiðing-
um að eldur kviknaði í blöndungn-
um. Það var strekkingur af norð-
austri og haugasjór fyrir flugvél.
Við vorum heppnir, Björn Olsen
vélamaður og ég, lentum á einni
öldunni, hoppuðum og settumst
svo á þeirri næstu. Rak okkur síð-
an í fimm stundir, komum upp að
landi við Selvík á Skaga, þar sem
komið var út á bátum til okkar. Á
rekinu lömdu vængirnir öft öld-
una, en betur fór en á horfðist um
tíma. Fengum við að sofa á gólfinu
í Selvík, sem var torfbær, en vél-
inni höfðum við lagt við stjóra á
víkinni. Gerðum við við bilunina
næsta dag og héldum ferð okkar
áfram.
Nú, þetta haust hættum við svo
að fljúga. Þá var kreppan komin í
algleyming og allt í helvítis ves-
eni. Eg var skuldum vafinn eftir
flugnámið, sem kostaði 20 þúsund
krónur. Útvegaði Alexander mér
stöðu hjá Háskólahappdrættinu.
Alexander var stórkostlegur mað-
ur, langt á undan sinni samtíð. En
hann var ekki fjármálamaður,
hann var ídealisti mikill, og þetta
flug okkar leið ef til vill eitthvað
fyrir það. Það var svo seinna sem
ég fór að fljúga aftur, þegar Flug-
félagið, sem stofnað var upp úr
Flugfélagi Akureyrar, réði allt í
einu yfir tveimur flugvélum. Þetta
var með þeim dugnaðarforkunum
Agnari Kofoed-Hansen og Erni Ó.
Johnson, á árunum 1940, ’41 og að
hluta til 1942. í millitíðinni flaug
ég þó Klemminum við og við, eins
og við höfum svolítið rætt um.“
— En hvernig vildi það til, Sig-
urður, að þú hófst flugnám?
„Það er út af fyrir sig hægt að
hafa langt mál um það. Það var
um haustið 1928, þegar ég var
sendiherra í íslandsbanka, eins og
sendlar voru kallaðir í þá daga, að
auglýsing birtist í blöðum, þar
sem tilkynnt var, að ríkisstjórnin
væri tilbúin að styrkja einn mann
til flugnáms og þrjá til náms í
vélfræði. Mér fannst engin fram-
tíð í því fyrir ungan strák að verða
bankastarfsmaður, svo þarna
fannst mér mitt tækifæri komið,
og sótti um. Um sumarið höfðum
við félagarnir Sverrir Bernhöft,
æskuvinur minn og vinur mikill
alla tíð, Friðþjófur Johnson og ég
farið í hringflug yfir bæinn með
Junkers F-13 flugvélinni. Það var
mikil upplifun, og var maður jafn-
an spenntur að sjá flugvélina lyfta
sér af ytri höfninni.
Ég var hálfpartinn búinn að
gleyma þessu öllu saman þegar ég
fæ símhringingu í bankann einn
góðan veðurdag. Þar var sjálfur
Alexander Jóhannesson kominn,
og biður hann mig að koma til sín
í Vonarstræti 4 klukkan hálfníu
um kvöidið, það sé í sambandi við
umsóknina. Hjartað í mér tók
stóran kipp, annars væri maður
ekki normal. Auk mín mættu
fimm aðrir hjá Alexander þetta
kvöld, þar á meðal einn loftskeyta-
maður, Ólafur Jónsson, Óli radíó,
sem síðar varð yfirloftskeytamað-
ur hjá Loftleiðum. Mér leist nú
ekkert á þetta, taldi möguleika
mína litla, og ekki bætti úr skák,
þegar ég frétti, að kvöldið áður
hefði annar álíka hópur verið til
viðtals hjá Alexander.
Gáfnapróf
Þarna vorum við látnir þreyta
eins konar gáfnapróf og voru
þrautirnar fjórar. Ein prufan var í
því fólgin, að lesin var upp lang-
loka úr fornritum og við áttum að
endursegja þetta og fengum til
þess ákveðinn iíma. Ég hafði allt-
af verið slæmur í sögu, svo mér
leist ekkert á þetta, en hygg að
þessi prufa hafi farið fyrir ofan
garð og neðan hjá okkur flestum.
Þá vorum við látnir draga línu í
takt við taktmæli, áttum að
mynda slaufu milli tveggja strika
á blaði. Ég var búinn að ná góðum
takti þegar allt í einu dúndra við
þrjú skammbyssuskot úr næsta
herbergi, en það var víst ætlunin
með þessum látum að sjá hver i
færi út af laginu. Auðvitað sást
skotið í línunni, en ég ytti hausn-
um til og hélt áfram og missti ekki
taktinn. Hvort þetta hefur haft
mikið að segja, skal ég ekki full-
yrða um, en þegar við fórum, var
okkur engu lofað og tekið skýrt
fram, að þetta hefði bara verið til-
raun, sem við skyldum ekki leggja
frekar upp úr.
Ég fór heim, og sagði móður
minni, að mér fyndist ég ekki hafa
staðið mig of vel í þessu prófi. Síð-
an labba ég niður í bæ, að Nýja
bíói, hitti þar Sverri, sem bjó í
Vonarstræti 4, sama húsi og Alex-
ander. Hann segir mér, að Alex-
ander hafi komið upp til sín
skömmu eftir prófið og sagt sér,
að hann mætti segja mér að ég
hafi orðið hlutskarpastur á próf-
inu. Það munu hafa verið 26—28
sem sóttu um, en af þeim heltust
margir fljótt úr lestinni, því þeir
voru taldir of gamlir.
Alexander mælir síðan með því
við ráðuneytið, að mér verði veitt-
ur styrkurinn. Þá tekur við lækn-
isskoðun hjá Guðmundi Thorodd-
sen, Gunnlaugi Einarssyni og
Kjartani Ólafssyni læknum, og út
held ég með gamla Goðafossi 3.
október 1928. Fyrst um sinn bjó ég
í Berlín hjá þeim Friðrik Dungal
og Bergi Gíslasyni, sem síðar varð
mikill frammámaður í fluginu og
er enn. Og ég komst fljótt inn í
málið, hafði góða undirstöðu úr
Landakotsskóla, þar var góð
kennsla, einkum í tungumálum, en
reikningur var þar lélegur, enda
kunnu kellingarnar ekkert að
reikna, enda gerðu þær allt ókeyp-
is og þurftu ekki á honum að
halda, hann var ekki þeirra mál.
Ég hóf síðan flugnám í Böbling-
en 14. nóvember og fór mitt fyrsta
einflug 6. desember, eftir 2:40
stundir með kennara. Kláraði ég
helminginn af einkaflugmanns-
prófinu í Böblingen, en afganginn
í Wúrzburg, þar sem ég lauk A-
prófi 26. marz 1929. Þá var það
fyrir orð og áhrif einhvers þýzks
skrattakolls, að ég fór til Neustadt
í Holstein til sjómennskunáms, en
í byrjun ágústmánaðar kem ég til
Warnemúnde og þar lýk ég einka-
flugmannsprófi á sjóflugvél um
miðjan september. Hef þar at-
vinnuflugmannsnám, flaug þar
rúma tíu þúsund langflugskíló-
metra, en lýk svo atvinnuflug-
mannsprófi í List á Sylt í Norður-
sjónum 30. maí 1930. Daginn eftir
hélt ég til Kaupmannahafnar og
næ að fá pláss á gamla íslandinu
og er kominn heim um miðjan
júní.
Walter
keðjureykti
Eftir heimkomuna flaug ég tvo
til þrjá túra með Neumann út á
land, en fyrsta flug mitt sem flug-
stjóri fór ég 27. júní. Það var í því
fólgið að ég lenti fimm sinnum á
ytri höfninni fyrir Walter, sem
skoðaði mig í kíki og keðjureykti á
meðan. Hann hefur víst verið
ánægður kallinn, því samdægurs
flýg ég sjö ferðir með farþega á
Alþingishátíðina, og fimm ferðir
daginn eftir. Hinn 30. júní fór ég
síðan mitt fyrsta flug út á land
sem flugstjóri, til Isafjarðar og til
baka. Mér eru farþegarnir í þeirri
ferð alltaf minnisstæðir. Það voru
Guðmundur Grímsson, dómari í
Norður-Dakóta, Islendingur er
frægur varð í Bandaríkjunum er
hann kom því til leiðar að tekið
var mildar á hegningarföngum í
Georgíu-ríki, en þeim hafði verið
misþyrmt, einnig Reginald Orrcut,
umboðsmaður fyrir Linotype-
setjaravélar hér á landi, og Ág-
ústa Hallgrímsson, dóttir séra
Friðriks Hallgrímssonar. Samtals
tók ferðin fram og til baka um
fimm stundir.
Það er náttúrulega mikið vatn
runnið til sjávar frá því ég var að
basla í fluginu fyrir rúmri hálfri
öld. Það var peningaleysið sem
gerði út af við okkur, en síðar
komu til skjalanna harðduglegir
menn, sem rifu flugið upp og síðan
hafa unnizt margir stórsigrar þótt
ekki hafi vindar alltaf blásið hag-
stætt. Það er von mín og ósk, að
íslendingar eigi í framtíðinni eftir
að taka enn betur á móti þessari
skynsamlegu samgöngutækni,”
sagði Sigurður Jónsson, fyrsti
flugmaður íslendinga, að lokum.