Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 VerH Höskuldar Björnssonar á Kjarvalsstöðum Höskuldur Björnsson LAUGARDAGINN 17. apríl kl. 14.00 veröur opnuð sýning á verk- um Höskuldar Björnssonar, þeirra er enn eru í eigu fjölskyldu hans. í ár verða 75 ár liðin frá fæð- ingu Höskuldar Björnssonar og af því tilefni er efnt til þessarar sýningar. Höskuldur Björnsson var fæddur 26. júlí 1907 að Dilksnesi í Hornafirði og lést 2. nóvember 1963. Höskuldur lærði teikningu hjá Ríkharði Jónssyni myndhöggvara veturinn 1925—1926. Hann naut einnig tilsagnar Jóns Stefánsson- ar listmálara 1928—1931. Lengst af dvaldist Höskuldur í Austur-Skaftafellssýslu, þangað til hann fluttist búferlum til Hveragerðis, þar sem ekkja hans, Hallfríður Pálsdóttir, býr enn. Eftir lát eiginmanns síns breytti hún vinnustofu hans í notalega kaffistofu, þar sem gestir geta virt fyrir sér handbragð lista- mannsins. Þar getur að líta það sem helst einkenndi Höskuld Björnsson: rómantískar fugla- og landsiagsmyndir auk mynda af gömlum byggingum, svo nokkuð Veigar Óskarsson. sem vann að upp- selningu verkanna á Kjarvalsstöðum ásamt J<ini l>óris; syni, heldur hér á sjálfsmynd sem Höskuldur gerði á sínum (ima. Ljósm. Mbl. Kav sé nefnt. Auk verkanna úr vinnu- stofunni verður fjöldi annarra, sem ekki hafa verið sýnd áður. Alls verða um 150 myndir á sýningunni, sem lýkur 2. maí nk. Ráðstefna um öryggi og afvopnun í Reykjavík Fyrir frumkvæði nemendasam- bands Norska varnarmálaháskólans fer nú fram hér í Reykjavík ráð- stefna um öryggi og afvopnun á norðursvæði Atlantshafsbandalags- ins í Evrópu. Þátttakendur í ráð- stefnunni eru um 50 frá Danmörku, Noregi og íslandi auk fulltrúa her- sljórna NATO i Norður-Evrópu og á Norður-Atlantshafi. Grethe Værnö, þingmaður frá Osló, er ráðstefnustjóri og setti hún ráðstefnuna með ræðu á fimmtudagskvöldið en í gærmorg- un, föstudag, flutti Ólafur Jóhann- esson, utanríkisráðherra, ávarp við upphaf umræðna. Lagði ráð- herrann áherslu á, að samhliða því sem íslendingar gerðu þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar væru til aö tryggja öryggi sitt, styddu þeir um leið allar skyn- samlegar hugmyndir um afvopnun og vígbúnaðareftirlit, enda væri hér um eitt og sama markmið að ræða. Að loknu ávarpi utanríkisráð- herra tók Paul H. Speer, flotafor- ingi hjá Atlantshafsherstjórn NATO í Norfolk, til máls og skýrði hernaðarstöðuna á Atlanshafi. Sir Anthony Farrar-Hockley, yfir- hershöfðingi Norðurherstjórnar NATO, sem bækistöðvar hefur í Kolsás, skammt frá Osló, flutti er- indi um stöðuna á því svæði, sem herstjórn hans nær til og varnir þess. Síðdegis í gær flutti svo Björn Bjarnason, blaðamaður, er- indi um öryggismál íslands. Allir þessir ræðumenn svöruðu fjöl- mörgum spurningum ráðstefnu- gesta. Ráðstefnunni verður fram hald- Bláskógar með afmælis- sýningu HÍtSCAGNAVERZLUNIN Bláskógar á 10 ára afmæli um þessar mundir, og í tilefni af afmælinu gengst verzlunin fyrir húsgagnasýningu á morgun, sunnudag kl. 13—18 og alla næstu viku, á verzlunartíma. Á sýningunni verður kynnt ný lína í húsgögnum, sem verzlunin hóf fyrir nokkru að selja. Eru það aðal- lega dönsk og vestur-þýzk húsgögn, sígild nýtízku húsgögn, eins og eig- endur verzlunarinnar orða það. Verzlunin var nýlega stækkuð og eru húsgögn sýnd í 600 fermetra húsnæði, en alls hefur verzlunin yfir að ráða 1000 fermetra húsnæði und- ir starfsemi sína í Ármúla 8. Aðaleigendur Bláskóga eru Bjarni Olafsson og Kjartan Kjartansson. ið nú um helgina. I dag, laugardag, er ráðgerð ferð til Keflavíkur- flugvallar, þar sem kynnt verður starfsemi varnarliðsins. Þá mun Ib Faurby, framkvæmdastjóri dönsku öryggis- og afvopnunar- nefndarinnar, flytja erindi um stefnu Norðurlandanna í örygg- ismálum og þau viðfangsefni, sem bera mun hæst á þessum áratug. Á sunnudag verða afvopnun- armál sérstaklega til umræðu og mun þá Gunnar Gunnarsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, fjalla um kjarnorkuafvopnun, og Haraldur Ólafsson, dósent, fjalla um starf Sameinuðu þjóðanna að afvopnun. Ráðstefnunni lýkur á mánudag með umræðum um nýja kosti í af- vopnunarmálum. Málshefjandi verður Sverre Lodgaard frá frið- arrannsóknastofnuninni SIPRI í Stokkhólmi. 'SMJ jl Sir Anthony Farrar-Hockley flytur er- indi sitt á ráðstefnunni um öryggi og afvopnun, sem nú er haldin i Keykja- vík. Séð yfir ráðstefnusalinn í Hótel Sögu. (Ljósm. EBB). Viö sýnum á Akureyri Laugardaginn 17. apríl frá kl. 10-17 Bifreiðaverkstæðinu Bláfelli sf Óseyri 5a. Komið og skoðið SAAB - spyrjið sölumennina út úr og kynnist SAAB af eigin raun með því að prufukeyra. TÖGGURHF. UMBOÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.