Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 142. þáttur
í bréfi Páls (hinu sjötta til
mín) kennir margra grasa sem
fyrr. Þar kemur m.a. fyrir til-
vitnun, þar sem skakkt er farið
með orðasambandið að falla í
Ijúfa löð. Orðtak þetta merkir að
eitthvað gengur eins og í sögu
eða að fullt samkomulag hafi
verið með mönnum, ef sagt væri
t.d. að allt hefði fallið í ljúfa löð
með þeim.
Kvenkynsorðið löð (ef.laðar)
hefur tvenns konar merkingu,
huglega og hlutlega. í fyrra lagi
merkir það gestrisni eða alúðleg-
ar viðtökur. Egill Skallagríms-
son sagði í Höfuðlausn að Eirík-
ur konungur blóðöx hefði boðið
sér löð. I Hávamálum segir að
gesti sé þörf „þerru og þjóðlað-
ar“. Gesturinn þarf á alúðlegum
viðtökum að halda, ef vel á að
vera.
Löð er einnig verkfæri, með
mismunandi stórum götum, og
var hún bæði notuð við vírgerð
og naglasmíð, svo og til þess að
gera mátulega víð göt á þynnri
flöt. Lýsingarorðið ljúfur (frum-
merking kær) gefur mér til
kynna að orðasambandið að falla
í Ijúfa löð sé fremur dregið af
huglegri merkingu orðsins löð en
hinni hlutlegu. En ekki er loku
skotið fyrir að þess konar lík-
ingamál sé hér notað sem komið
væri af verkfærismerkingunni.
Löð virðist óhjákvæmilega
dregið af sögninni að laða =
lokka, draga að sér. Af þeirri
sögn myndaði Steingrímur Thor-
steinsson nýyrðið laðan í frægri
braghendu sinni um Sigurð
Breiðfjörð. Það orð sýnist mér
lítt hafa komist ínn í orðabækur.
Steingrímur kvað:
Hans á tungu ljóðið lék svo létt og glaðan.
Auðug ríkir yndis laðan
i þvi besta sem að kvað hann.
Illa kann ég þeirri breytingu,
þegar orðið ýmiss er nú þrásinnis
gert að lýsingarorði og stig-
breytt samkvæmt því. I bréfi
Páls (VI.,2) var tilfært dæmi úr
dagblaði, þar sem segir að fólk
hafi í hverju skúmaskoti verið
við hin ýmsustu störf. Orðið ým-
iss er í minni málvitund óákveðið
fornafn og stigbreytist ekki. En
rétt er að viðurkenna að mörkin
milli lýsingarorða og fornafna
geta verið mjög óskýr, ekki síður
en mörkin milli lýsingarorða og
atviksorða. Menn fara í föt og úr
þeim eftir atvikum. En slíkt tal á
ekki við, þegar menn fara á
skauta eða skíði eða af þeim. í
blaði mátti fyrir skömmu lesa
þessa álappalegu málsgrein:
„Það vantar betri lýsingu og
bekk eða skúr þar sem fólk getur
setið meðan það fer úr og í
skautana."
Menn fara á skauta, eru á
skautum og taka þá af sér. Menn
fara á skíði, eru á skíðum og taka
af sér skíðin. Enn vil ég vara við
þeirri málfátækt sem lýsir sér í
notkun sagnanna að skauta og
skíða. Það er í stíl við ómyndina
að funda og ámóta svipmikið og
sagt væri að maðurinn hefði
hestað um sveitina og bílað um
veginn. Menn hlaupa á skautum
og renna sér eða ganga á skíðum.
Mikill ruglingur virðist nú upp
kominn í notkun sagnanna að
vinna og sigra. Menn geta unnið
spil, unnið leiki, unnið mót,
o.s.frv., en menn sigra andstæð-
inga sína með ýmsum hætti í
ýmiss konar viðureign. í blaði
hér nálægt mér má sjá þá frétt,
að Margeir (Pétursson) hafi
sigrað allar sínar skákir. Hann
sigraði ekki skákirnar, hann
vann þær. En hann sigraði mót-
herja sína í þeim öllum.
Þegar nær dregur páskum og
hvarvetna blasa við nafnalistar
fermingarbarna, vaknar jafnan
mikill áhugi á nafngiftum og
merkingu, útbreiðslu og uppruna
ýmissa mannanafna. Eg hef all-
oft undanfarið verið spurður um
kvenmannsnafnið Ýr. Frá því er
að segja, að þetta nafn er tekið
úr náttúrunnar ríki, svo sem
Erla, Björk, Lóa eða Rakel
(hebr.=ær). Ýrr er í gömlu ís-
lensku máli haft um kvendýr
úr-uxans. Orðið beygðist svo:
Ýrr, utn ýri, frá ýri, til ýrar. Ein-
sætt þykir mér að halda þessari
beygingu nú, en það er fyrst hina
síðustu áratugi, að meybörn
hafa verið skírð þessu dýrsheiti.
Smekkur manna og viðhorf
breytist mjög í þessu efni frá
einum tíma til annars. Nú þykir
t.d. ekki við eiga að skíra sveina
Hrút, Gölt eða Grís, þótt fínt
þætti fyrr meir. Njáls saga vakti
svo sterklega í vitund þjóðarinn-
ar öldum saman, að ekki höfðu
menn kjark til þess, eða löngun,
að láta syni sína heita sömu
nöfnum og helstu óþokka sög-
unnar: Mörður, Hrappur,
Skammkell og Þjóstólfur. Nú
hafa menn sýnt af sér þann
hreystivott að skíra Mörð og
Hrapp, en ekki veit ég enn dæmi
þess að íslenskir sveinar hafi á
seinni árum fegnið nöfn
Skammkels og Þjóstólfs, enda
eru þau miklu lakari í sjálfum
sér heldur en hin.
Ég hef lesið mér til mikillar
ánægju pistla þeirra Helga Hálf-
danarsonar og Hrólfs Sveinsson-
ar um íslenskt mál. Er ég þess
fullviss að svo hafa lesendur
þessa þáttar einnig gert. Báðir
eru þeir svo skemmtilegir og
snjallir höfundar að greinar
þeirra mætti taka í þætti sem
þessa til þess að vera fyrirmynd-
ir góðs stíls. Ágreiningur mætti
hins vegar verða um sumt það
sem fram er haldið. Víst mun
það rétt hjá Hrólfi Sveinssyni,
að ekki er alltjent mikill eða
skjótur árangur af umvöndunum
okkar, sem teljum okkur þess
umkomna að leiðbeina öðrum
um málfar. Margsinnis hef ég
gert atlögu að svonefndum
staglstíl, én þegar ég glugga í
Pálsbréf enn, sé ég að ekki vant-
ar nýleg dæmi úr blöðum.
Staglstíllinn á að vísu að hafa
eitt sér til ágætis. Ekki á að fara
milli mála um hvað rætt sé. En
svo kyndugur getur hann orðið,
að varla skilst hvað fyrir höf-
undi vakir. Nokkur dæmi úr
bréfi Páls (VI., 3—10):
1) „Var byrjað á því sl. sumar að
nota afgangslýsi á eldsneyt-
isgeyma hjá Lýsi og var þá
aðallega notað afgangslýsi."
2) „Meðferð og lögun brauðsins
er mjög vandmeðfarin."
3) „... drjúgum tíma til að skila
verkinu sem best til skila."
4) „... hvers vegna fólki er ekki
leyft að flytja inn dýr leyfis-
laust.“
5) „... þegar töluverður hluti af
föstu starfsliði gengur af
starfsliðinu."
I síðasta þætti var getið veiku
sagnarinnar bella (belldi—bellt)
= beita eða bregða fyrir sig. Rétt
er að nefna þá einnig sterku
sögnina að bella = gjalla, skella,
glymja. Hún er nú heldur fátíð
orðin, beygist bella, ball, bullum,
bollið. Níels Jónsson skáldi
(1782—1857) kvað þessa áhrifa-
miklu og eftirminnilegu vísu, er
hann varð vitni að því, að fang-
inn glæpamaður, sem fluttur var
milli staða, mataðist með sýslu-
manni og öðru fyrirfólki:
Bestía Satans stóð við stall,
strembnura fyllt glæpasúr.
Réttarins lúður greitt við gall,
greiddi frá augum dúr.
Skálki forþénað brigsli ball
brjósfylgsnum mannkyns úr.
Andskotinn vitnar einsamall:
Ísleifur var mér trúr.
P.S. Ekki verður hjá því kom-
ist að biðjast afsökunar á
prentvillum í síðasta þætti.
Sumar voru svo meinlegar, að
við lá að merking málsins rask-
aðist.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu
mig á 75 ára afmæli mínu þ. 24. mars sl.,
meö heillaóskum, gjöfum og heimsóknum á
Reykjalund.
Guö blessi ykkur öll.
Þórunn Siguröardóttir
Einbýlishús til sölu
Fokhelt einbýlishús á Selfossi til sölu.
Uppl. í síma 93-2697 eftir kl. 19.00 á kvöldin.
Sjóefnavinnslan hf.:
Fimm tilboð
í jarðvinnu
og undirstöður
Þann 23. mars sl. voru opnuð til-
boð í ja'ðvinnu vegna athafnasvæðis
og undirstaða bygginga sem Sjó-
cfnavinnslan hf. reisir á Reykjanesi
í sumar. Fimm tilboð bárust. Lægst-
bjóðandi var Ellert Skúlason hf.,
Njarðvík, kr. 453.000 og var því til-
boði tekið og hefur fyrirtækið þegar
hafið verkið.
Hin tilboðin voru: Vörðufell hf.,
kr. 890.000, Eyjólfur og Vilhjálm-
ur hf. og Borgarverk hf., kr. 1
785.000, Krafla hf„ kr. 890.000,
Heiðar Guðmundsson og Sigurjón
Jónsson kr. 1.120.000. Kostnaðar-
átælun nam kr. 991.0C-0.
Sjóefnavinnslan hf. efndi til
forvals á verktökum vegna bygg-
ingar 2000 fm pönnuhúss. Alls eru
það sjö fyrirtæki sem lýst hafa
áhuga sínum á verkinu, segir í
frétt frá Sjóefnavinnslunni.
Raðhús til sölu
á Eskifirði. 100 fm íbúöir með 30 fm bílskúr. Seljast
fokheldar. Frágengnar aö utan. Glerjaðar með úti-
hurðum, eöa tilbúnar undir tréverk. Afhendast á
tímabilinu nóv. 82—febr. 83.
Uppl. í síma 97-6464.
Makaskipti
4ra herbergja íbúð óskast í skiptum fyrir glæsilega
3ja herbergja íbúð á 10. hæð í háhýsi í Sólheimum.
(3ja herbergja rúmgóð íbúð kæmi til greina).
Tilboð óskast sent á afgreiöslu Morgunblaösins fyrir
24. þ.m. merkt: „Makaskipti — 6088“.
Til sölu í Hveragerði
Húsið Reykjamörk 12 í Hveragerði er til sölu. Uppl. á
staðnum á morgun sunnudag frá kl. 13.00 til 16.00
eöa í síma 99-4288.
Tilboð óskast.
Opiö í dag
Spóahólar — 6 herb.
5 svefnherbergi, ásamt bílskúr. Suöursvalir.
Þverbrekka — 5 herb.
5 herb. á 3. hæð. Utborgun 700—750 þús.
Hamarsbraut Hafn. — Nýuppgert
Rúmlega 100 fm á 2 hæöum. 3ja—4ra herb. 2 svefnherbergi i etdra
járnklæddu timburhúsi.
Hringbraut — Hafn.
Mjög góö 3ja herb. í þríbýli. Stór lóö. Bílskúrsréttur. Ca. 90 fm.
I Verð 800 þús.
Laugarnesvegur — 4ra herb.
3 svefnherbergi 100 fm. Verö 850 þús. Laus í júní.
Gamli bærinn — Góð 4ra herb.
rúmlega 100 fm meö stórum suöursvölum. Verö 850—900 þús.
Grettísgata — 3ja herb.
Vönduö 3ja herb. íbúö viö Grettisgötu, 90—95 fm. Nýjar innrétt-
ingar. i 3ja hæöa steinhúsi á miöhæö. Verö 800 þús.
Einstaklingsíbúö — Snæiand
Góö einstaklingsíbúð á jaröhæö við Snæland. Verö 430 þús. 30 fm.
Leifsgata
3ja herb. íbúð, 86 fm. Verð 680 þús.
Grettisgata
3ja herb. ibúö í tvíbýli meö sér inngangi. 75 fm í gömlu steinhúsi.
Verð 670 þús.
Þórsgata — Selst t.b. tróverk
3ja herb. íbúö. ibúðin er 1 svefnherbergi, 2 stofur í fjórbýlishúsi.
Bílskýli fylgir. Afhendist seinni partinn í sumar. Teikningar á
skrifstofunni. Verð 830 þús. Útborgun samkomulag.
Hæðarbyggð Garðabæ — Tilbúið u. tréverk
3ja herb. íbúö i tvíbýli, 80 fm. Verö 700 þús. Allt sér.
Risíbúð — Gamla bænum
4ra—5 herb. risíbúö viö Vitastíg. 90 fm. Sór hiti. Á 4. hæö i
steinhúsi. Verð 750 þús.
Vesturberg — 4ra—5 herb.
4ra—5 herb. á 2. hæö í 4ra hæöa fjölbýlishúsi, 115 fm. Verö 900
þús.
Holtsgata — Risíbúð
3ja herb. 75 fm. Verð ca. 680 þús.
Verðmetum eignir samdægurs.
HÚSEIGNIN