Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 6% skyldusparnaðurinn í neöri deild: Ekki meirihluti fyrir frum- varpi ríkisstjórnarinnar Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal andvígir „ÉG MUN gera allt sem ég get til að dagar ríkisstjórnarinnar veröi taldir, ef þetta verður lagt á,“ sagði Albert Guðmundsson alþingismaður, er Mbl. spurði hann, hvort hann væri stuðningsmaður stjórnarfrumvarps um 6% skyldusparn- að á tekjuskattstofn. „Við Albert erura sammála um að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Skattar eru komnir langt úr hófi fram og þetta bitnar á dugnað- arfólkinu, sjómönnum og fleirum," sagöi Kggert Haukdal aðspurður um hið sama og sagðist hann veröa samstiga Albert í málinu. Albert var mjög harðorður um efni frumvarpsins og sagði: „Ef fólk á ekki að hafa ráðstöfunartekjur sínar til eigin og frjálsra afnota, eftir að það hefur staðið í skilum með öll sín opinberu gjöld, þá mun ég reyna að taka þátt í því að koma þessari ríkisstjórn frá. Ég er alveg harður í þessu. Engin ríkisstjórn má fara ofaní vasa almennings á þenn- an hátt. Nóg er nú samt fyrir. Þeir koma þessu ekki í gegn með mínu atkvæði." Albert var í lokin spurður, hvort hann hefði tilkynnt ríkisstjórninni þessa afstöðu sína. Hann svaraði: „Ég þarf ekki að tilkynna henni eitt eða neitt. Ég er algjörlega frjáls af henni og hef alltaf verið." í sama streng tók Eggert Hauk- dal, er Mbl. ræddi við hann og hann sagði, að ekkert hefði verið rætt um mál þetta við sig. „Ég hef aldrei ljáð þessu máli samþykki." Eggert sagði einnig að þó svo skyldusparnaður- inn ætti að endurgreiðast, þá væri hér um skatt að ræða. Hann sagði siðan: „Skattar eru komnir langt úr hófi fram og þetta bitnar mest á dugnaðarfólkinu, sem vill leggja eitthvað á sig. Þetta er ótækt. Þá leysir þetta lítið þennan húsbygg- ingarvanda. Launaskatturinn átti að renna til hans, en ekki í ríkishít- ina.“ Eins og kunnugt er hafa Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal tryggt ríkisstjórninni meirihluta við afgreiðslu mála í neðri deild Alþing- is með atkvæðum sínum eða hjá- setu, en í deildinni eru auk þeirra 20 stjórnarliðar; stjórnarandstæðingar eru 18. Rikisstjórnin hefur aftur á móti öruggan meirihluta í efri deild, 11 gegn 9. Frumvarp þetta er lagt fram í efri deild. Það bendir því allt til þess, samkvæmt ofangreindum ummælum þeirra Alberts og Egg- erts, að frumvarpið falli á jöfnum atkvæðum í neðri deild, ef afstaða annarra alþingismanna til ríkis- stjórnarinnar ræður atkvæðum þeirra. Suðurland sekkur um 35 mílur norður af Mykines í Færeyjum 25. marz sl. Tíu af ellefu manna áhöfn var bjargað. Sjá fleiri myndir á bls. 3. Ljósmyndari danska eftirlitsskipsins Hvidbjörnen. 10% samdráttur varð í smíði íbúðarhúsa í fyrra í ÞJÓÐHAGSSPÁ segir að bráða- birgðatölur úr byggingarskýrslum ársins 1981 sýni, að smíði íbúöar- húsa hafi dregizt saman til muna. — í haustspá var talið, að samdrátt- urinn gæti numiö um 5%, en nú er Ijóst, að hann hefur orðið töluvert meiri, eða um 10%, segir ennfremur í Þjóðhagsspá. Mestur er samdrátturinn í kaup- stöðum, en þar hefur víða verið mik- ið um íbúðabyggingar undanfarin ár. I ársbyrjun voru íbúðir í smíðum mun færri en um undangengin tvenn áramót en þær voru þó svip- aðar að rúmmáli og áður. Á hinn bóginn var í fyrra hafin smíði færri Póstur og sími: Sótt um 18% hækkun POST- og símamálastofnunin hefur sent beiðni um hækkun á gjaldskrára sínum til samgönguráðuneytisins, en enn befur ekki verið tekin afstaða til þeirra. Farið er fram á 18% hækkun á símagjaldskrá frá og með 1. mai nk. og 18%. hækkun á póstgjöldum frá 1. júní nk. Þá sendi Skipaútgerð ríkisins beiðni til samgönguráðuneytisins í síðasta mánuði, þar sem farið var fram á 20% hækkun á gjaldskrám fyrirtækisins. Samgönguráðuneytið sendi beiðni fyrirtækisins áfram til gjaldskrárnefnar og mælti með því, að hún yrði afgreidd samkvæmt ósk þess. Gjaldskrárnefnd hefur hins vegar enn ekki tekið afstöðu í mál- inu. Þegar ráðuneytið hefur tekið af- stöðu til beiðni Póst- og símamála- stofnunarinnar verður málið sent gjaldskrárnefnd til um fjöllunar eins og venjulega. íbúða en árið áður og hefur byrjun- um farið fækkandi þrjú ár í röð. Því má ætla, að íbúðir í smíðum í árslok 1981 hafi verið mun færri en í árs- byrjun og fyrirliggjandi verkefni við íbúðabyggingar þeim mun minni. Engin einhlít skýring virðist vera á því hvers vegna dregið hefur úr íbúðabyggingum að undanförnu, en nefna má nokkra þætti. í fyrsta lagi hefur víða verið mikið byggt undan- farin ár, og hefur á ýmsum stöðum tekizt að mæta að miklu leyti þörf fyrir íbúðarhúsnæði. í öðru lagi kann lóðaskortur að hafa dregið úr nýsmíði í hráð. Um tekjubreytingar má segja, að reynsla liðinna ára bendi til þess, að umsvif við smíði ibúðarhúsa séu háð tekjum að veru- legu leyti. Kaupmáttur ráðstöfun- artekna er talin hafa aukizt um 3% á mann á árinu 1981 eftir rösklega 1% samdrátt 1980 og 1,5% aukningu árið 1979. Því virðist ólíklegt, að tekjuþróunin hafi dregið að marki úr íhúðabyggingum í fyrra þótt ekki hafi hún ýtt undir þær. Á hinn bóg- inn má vera, að sú breyting, sem orðið hefur á fjármagnsmarkaði nokkur undanfarin ár, hafi dregið úr íbúðabyggingum. Kjörum banka- lána og lífeyrissjóðslána hefur verið gjörbreytt og þessi lán eru nú full- verðtryggð og bera jákvæða raun- vexti. Seyðisfjörður: Stálu um 1.500 kg af saltfiski TVEIR menn voru handteknir á Húsavík í fyrrinótt og var flogið með þá til Seyðisfjarðar í gær- morgun eftir að upp komst um saltfiskstuld á Seyðisfirði á fimmtudagskvöldið. llm 1500 kíló af saltfiski fundust í bilskúr á Seyðisfirði og mun útflutnings- verömæti fisksins nema eitthvað um 50 þúsund krónum. Mennirn- ir voru staddir á Húsavík þegar fiskurinn fannst i bílskúrnum og voru þeir handteknir þar og sendir til Seyðisfjarðar um morg- uninn. Mennirnir, sem eru um tví- tugt, hafa viðurkennt að hafa stolið saltfiski frá Fiskvinnsl- unni á Seyðisfirði. Undanfarinn hálfan mánuð hafa þeir farið nokkrar ferðir að nóttu til í Fiskvinnsluna og hnuplað salt- fiski. Hvernig þeir ætluðu að koma fiskinum í verð er hins vegar á huldu. Brezkur ævintýramaður: Segir að sex ís- lenzkir málaliðar berjist í Líbanon BREZKUR ævintýramaður, Michael „Rocco“ Ryan, heldur því fram í við- tali við Mbl., að sex íslenzkir mála- liðar berjist nú við hlið kristinna fal- angista í Líbanon. Hann segist hafa ráðið 63 vestræna málaliða til Liban- on að undirlagi ísraela. Hann neit- aði að gefa upp nöfn íslendinganna, sem hann segir vera málaliða i Líb- anon. Michael „Rocco" Ryan hefur verið málaliði og rekur nú lífvarðafyrir- tæki í Lundúnum. Mbl. sneri sér til nokkurra aðila, þeirra á meðal Francois Jabre, aðalræðismann ís- lands í Líbanon, en hann býr í hverfi kristinna í Beirut. Jabre sagði, að sér væri ekki kunnugt um, að mála- liðar berðust við hlið falangista og taldi ólíklegt, að íslenzkir menn væru í landinu án vitundar hans. Sjá: „Sex íslenzkir málaliðar berj- ast við hlið falangista" í miðopnu. Borgarráð: 139 lóðum úthlutað BORGARRÁÐ úthlutaði i gær 139 byggingarlóðum í Reykjavik. Hér er um að ræða 124 lóðir á Ártúnsholti og eru þær lóðir fyrir einbýlishús. 15 raöhúsalóðum var úthlutað og þær eru í Huðurhliðum. Þeir sem lóðir hlutu á Ártúnsholti voru með 96 stig eða fleiri, eftir svokölluðu punktakerfi, þar af voru 92 umsækjendur með 96 stig, en þeir voru dregnir út úr hópi 125 umsækj- enda með sama stigafjölda. Af þeim sem sóttu um lóðir í Suð- urhliðum voru 11 með fleiri stig en 96 og hlutu því lóðir sjálfkrafa. Hin- ir fjórir sem lóðir hlutu voru dregn- ir út. Ennfremur voru dregin út nöfn 15 aðila sem eru næstu rétthafar á ein- býlishúsalóðum á Ártúnsholti og 2ja, sem næstu rétthafa í Suðurhlíð- um. Nöfn þeirra sem fengu úthlutað lóðum eru á miðopnu blaðsins i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.