Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 39 fclk í fréttum Yfirbugaður... + Nýverið brjálaðist maður nokkur á strætum Bern í Sviss og skaut úr skammbyssu á vegfarend- ur. Áður en lögreglan kom á vettvang, tókst hug- rökkum ungum manni að afvopna manninn rétt sem hann kastaði mæðinni og hlóð byssuna til nýrra ódæðisverka. Sýnir myndin hvar sá hug- rakki hefur læðst að hinum brjálaða manni og nær yfirhöndinni i viðureigninni við hann. Komu þá fleiri vegfarendur til hjálpar og héldu vitfirringn- um föngnum uns lögreglan, í fullum skrúða, mætti loksins á vettvang ... Frá striti og amstri + Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hvílir sig hér frá striti og amstri dagsins með konu sinni, Nancy, á Cobblers Cove-ströndinni í Barbados. Reagan dvaldi þar stuttan tíma nýverið i leyfi og hitti meðal annars fornan vin, nefnilega leikkonuna Claudette Colbert... COSPER Ertu búinn að týna mömmu? jahérna, hvernig lítur mamma þín út? Döttir Reagans leikur í Bleika pardusinum + Dóttir Ronald Reagans, Banda- ríkjaforseta, Patty, mun leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd um Bleika pardusinn. Myndin mun heita „Bölvun Bleika pardusins" og þar verða einnig David Niven og Herbert Lom í aðalhlutverkum ásamt Ted Wass. Blake Edwards mun leikstýra myndinni, svo sem fyrri myndum um Bleika pardusinn, en nú er enginn Peter Sellers. Patty Reagan er 29 ára gömul og hefur valdið föður sínum óþægind- um með glannalegum yfirlýsingum um kjarnorkuvopnakapphlaupið. Hún hefur mætt ýmsu andstreymi á leikarabrautinni og varð til dæmis nýverið að hafna stóru hlutverki í mynd með Robert de Niro, af þvi það átti að kvikmynda þá mynd í Sovétríkjunum. Þá fór Patty að ráð- um móður sinnar um að hætta við að leika í djörfu leikriti, sem ber nafnið „Key Exchange". Patty kom til Lundúna fyrir nokkru í Jumbó-þotu undir nafninu „frú Keegan" og fylgdu henni hvorki meira né minna en 15 öryggisverðir. Stór, svartur bíll frá bandaríska sendiráðinu beið hennar við flug- völlinn og fór Patty bakdyramegin í hann og svo var ekið á brott í lög- reglufylgd. Patty undirbjó þátttöku sína í myndinni um Bleika pardus- inn í þessari Lundúnaferð, en kvikmyndatakan mun fara fram í Valencia á Spáni. Ritskoðun í Reykjavík eftir Ólaf Hauksson Stjórnmálaskoðunum til vinstri er stundum lýst þannig að þar komi fram löngun til að hafa vit fyrir öðrum. Ritskoðun er af sama toga spunniri. Ýmsar hvatir verða til þess að jafnvel besta fólk vill beita ritskoðun til að koma í veg fyrir að eitthvað berist til almenn- ings. Ritskoðun á prentuðu máli er óheimil hér á landi samkvæmt stjórnarskránni. Þegar stjórn- arskráin var samin, þekktust ekki aðrir fjölmiðlar en blöð og bækur. Ef stjórnarskráin væri samin í dag mundi hún án efa ná til allra fjölmiðla, þ.m.t. blaða, bóka, sjón- varps, útvarps, leikhúss og kvik- mynda. Enn þann dag í dag eiga margir erfitt með að átta sig á því að hinar ýmsu tegundir fjölmiðla eru ekkert annað en tæki til að koma einhverju á framfæri við almenn- ing. Þótt stjórnarskráin taki sér- staklega til banns við að ritskoða prentað mál, þá er tilgangurinn með banni við prentfrelsi sá að hverjum manni verði kleift að tjá hugsanir sínar. Þegar stjórn- arskráin var samin höfðu menn aðeins prentað mál til að koma hugsunum sínum á framfæri. Nú eru tæki til fjölmiðlunar aðeins fleiri. I Ijósi þessa kemur það spánskt fyrir sjónir að starfsmaður Kvikmyndaeftirlitsins skuli leyfa sér að ritskoða kvikmyndina „Rokk í Reykjavík" með því að banna öllum yngri en fjórtán ára að sækja myndina, vegna þess að í henni er hlegið að vandamáli al- varlegs eðlis. Við fyrstu sýn mætti halda að ritskoðarinn væri á móti gríni. En svo er ekki. Ritskoðarinn telur að- eins að hætta sé á að unglingar fái ranga mynd af sniffi, vegna þess að í myndinni er hlegið að því. Ritskoðarinn vill með öðrum orð- um ekki að fólk yngra en fjórtán ára fái þá röngu hugmynd að sniff sé eitthvað grín. Næsta skref ritskoðarans verð- ur kannski að fá Morgunblaðið til að hætta að birta skopmyndir Sig- munds af stjórnmálamönnum. Stjórnmál eru jú grafalvarleg, og skopmyndir af stjórnmála- mönnum grafa aðeins undan virð- ingu fólks fyrir þeim. Ekki má gera Huldu Valtýsdótt- ur upp vondan hug í þessu máli. Henni gengur eflaust gott eitt til. Umhyggja hennar fyrir ungling- unum fer ekki á milli mála. En ritskoðun er bara ekki rétt aðferð. Það er misbeiting á valdi. Reyndar ætti Hulda alls ekki að hafa þetta vald. Ef sannleikurinn er óþægi- legur og getur haft slæmar afleið- ingar, þá verður að hafa það. Rit- skoðun á sannleikanum gerir að- eins illt verra. Sniff er vandamál meðal hóps unglinga, og aðrir unglingar vita mætavel af því hvað sniff er. Ef Hulda Valtýsdóttir heldur að grín um sniff í kvikmyndinni „Rokk í Reykjavík” verði til þess að allir unglingar á landinu fari að sniffa, þá er hún að gera úlfalda úr mý- flugu. Hún getur á engan hátt réttlætt ritskoðun með þessum ótta sínum eða umhyggju. Við fyrstu sýn virðist það kannski ekki skipta sköpum hvort yngri en fjórtán ára fái að horfa á „Rokk í Reykjavík.“ Aðrar kvikmyndir eru bannaðar yngri en tólf ára, fjórtán ára eða sextán ára, án þess að mikið veður sé gert út af því. Þar virðist helst ráða mat um það hvort klám, ofbeldi eða viðbjóður gangi út yfir boðleg mörk þessara aldurshópa. í „Rokk í Reykjavík" er ekki verið að sýna klám, ofbeldi eða annan viðbjóð. Það að banna myndina fólki yngra en fjórtán ára er ekki vegna barnaverndarsjónarmiða, heldur er það hreinræktuð rit- skoðun. Ritskoðarinn sættir sig ekki við hvernig sniff er með- höndlað í myndinni, og því skal banna hana yngri en fjórtán ára. Tjáningarfrelsið er of verðmætt til að ritskoðun af þessu tagi verði þoluð. Þar að auki má ekki heldur gleyma því að ákvörðun ritskoðar- ans er áfall fyrir fjárhagslega af- komu kvikmyndaframleiðandans. Síðustu sýning- ar á „Uppgjörinu“ „HELDUR lítið hefur farið fyrir far- andleiksýningu Þjóðleikhússins, Uppgjörinu, í fjölmiðlum i vetur, en engu að síður er nú búið að sýna þetta verk yfir 65 sinnum víðs vegar á vinnustöðum og í skólum við af- bragðs undirtektir og Ijóst að þetta framlag til árs fatlaðra mælist vel fyrir og hefur reynst tímabær hug- vekja,“ segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. „Jafnan hafa spunnist athyglis- verðar umræður eftir sýningarn- ar, en verkið sjálft forðast alla predikun og leitast við að segja einfalda sögu og sýna líf og sam- skipti tveggja mannvera. Onnur persóna verksins er í hjólastól en hin ekki og stærsta spurningin sem leiksýningin vek- ur er sú hvor persónanna sé fötl- uð. Þetta kann að virðast einkenn- ileg spurning, en í samhengi verksins er hún fullkomlega rök- rétt. Hver er fötlun okkar hinna sem ekki erum bundin við hjóla- stól, eða á einhvern hátt hömluð samkvæmt lagalegri skilgrein- ingu? Sýning þessi fékk á sínum tíma einkar lofsamlega dóma og viðtök- ur og eftirspurn sýnir að hún á við okkur brýnt erindi. Nú er ákveðið að þessum sýningum ljúki og verð- ur ein sýning, síðasta sýningin, opin öllum almenningi á Litla sviði Þjóðleikhússins nú nk. mið- vikudagskvöld og hefst kl. 20.30. Leikendur í sýningunni eru Edda Þórarinsdóttir og Guðmundur Magnússon, leikstjóri er Sigmund- ur Örn Arngrímsson, tónlist er eftir Karólínu Eiríksdóttur, en Gunnar Gunnarsson samdi verkið í samráði við aðstandendur verks- ins. En, eins og áður sagði, síðasta sýning verður miðvikudag 21. apr- íl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.