Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 HCC/nAfífí e 1962 Univtrwl Prttt Syndic«t»_____________________ t,Écj hefái getab orÖiS„Urug<ú /Mheimur, en þeir voru ekkí byrjob'rá yeim - íer^um þá." Nei, nei, hann hefur ekkert harið á mér, heldur er hann að reyna að hætta að reykja! Með morgunkaffinu Petta er svindl. — Þinn hestur þarf ekki að hera knapa! Hvernig ætlar þú að snú- ast við þessum vanda? H.Kr. skrifar: „Nokkur blaðaskrif hafa orðið í framhaldi af sjónvarps- þætti þar sem rætt var við ungt fólk á Hallærisplani. Hér verður fæst af því rakið, þó að fróðlegt hafi verið að fylgjast með viðbrögðum og ummæl- um. Fyrr var oft í koti kátt, sagði Þorsteinn. Það er ekkert nýtt við það að krakkar vilji hittast og njóti þess að koma saman. Svo hefur alltaf verið. Annað væri óeðli. Sú hneigð er engin meinsemd. Þegar sjónvarpið flutti okkur viðtal við unglingana á planinu, mátti heyra að þeir kunna ýmsir að gera kröfur eins og foreldrarnir. Þær voru misjafnlega orðaðar en m.a. á þessa leið. Okkur vantar stað þar sem við getum notið vímunnar í friði. Hér er þess krafist að krakkarnir fái sínar drykkju- krár eins og fullorðna fólkið hefur. Vímuefnin eru ákjósanleg í hugum þessara unglinga. Þar er víman eftirsóknarverð. Hvað getur svo borgin gert fyrir þessi börn? Hvernig á hún að snúast við þessum vanda? Margt getur hún gert en tvennt skal hér nefnt. Annað er það að hafna vímuefnunum þegar hátíð er haldin og einhverju fagnað. Það kostar ekki neitt nema góðan vilja. En þó væri ungl- ingunum sýnt að borgarfull- trúar vorir telji sig engin vímuefni þurfa til að eiga glaða stund og halda hátíð. Og það væri mikils virði. Annað sem borgin getur gert er að styðja starf þeirra sem vinna með börnum og unglingum að bindindismál- um. Það kostar peninga en slík fjárfesting borgar sig. Sú fjár- festing er arðvænleg. Bindindi er gróðalind. Þetta getur borgin gert, þó ræðst framhaldið einkum af því hvernig almenningsálitið vérður og hvað við gerum hvert fyrir sig og öllsömul. Hvernig ætlar þú að snúast við þessum vanda á komandi dögum?" Vil að fólk geri sér grein fyrir hættunni Húsmóðir skrifar: „Ég spyr heldur að leikslok- um en vopnaviðskiptum, því að allt fer eftir uppskerunni. Franco hrakti kommúnistana á Spáni frá völdum eftir tveggja ára stríð og stjórnaði í 40 ár. I dag er lýðræði á Spáni og matur þar svo mikill og ódýr, að hagsýnar húsmæður koma heim klyfjaðar mat og ellilífeyrisþegar drýgja tekjur sínar með því að dvelja á Spáni á vetrum. Fyrir 40 árum afhentu kommúnistar í Póllandi og hinum leppríkjunum Stalín yfirráðarétt yfir löndum sín- um til eilífðarnóns. Hvað láta svo Rússar hugruðum Pólverj- um í té? Þeir fá þeim her- foringjastjórn i staðinn fyrir mat og mannréttindi. Hungrið fylgir kommúnismanum eins og skeggið hökunni. Ég heyri svo Brezhnev aldrei nefndan, að ég hugsi ekki til þeirra 6'/2 millj. bænda, sem hann lét verða hungurmorða. Er þetta ekki svipuð tala og gyðinganna sem brúni sósíalisminn sendi í gasofnana. Ég hló þegar Émile Zola var látinn segja með sælubros á vör: „Bráðum verða engin landamæri til í veröldinni." Hvað skyldu þeir vinirnir, hann og Tolstoj, hafa hugsað ef þeir hefðu séð mann skotinn við Berlínarmúrinn? Skyldu þeir hafa viljað vera forstjór- ar í Gulaginu og skyldu þeir vilja núna vera verkstjórar í Síberíu, halda Suður-Víetnöm- um að verki og borga þeim svo 40% af kaupinu, en halda 60% eftir handa Rússum? í skrif-. um sínum hvöttu þeir ekki til pólitískra ofsókna og frelsis- skerðingar. Karl Marx vildi gera verkamenn frjálsa með manndrápum, en menn mundu hvað hafðist upp úr blóðbað- inu í frönsku byltingunni og hundsuðu Marx. Með hagkerfi Adam Smiths fengu svo verkamennirnir rétt sinn smátt og smátt án skipulagra manndrápa. Réttindin voru svo tekin af þeim í rússnesku byltingunni og þrífast hvergi þar sem kommúnistar ráða. Mér ferst eins og gömlu konunni, sem flutti mál sitt svo vel á rússnesku, að Steinn Steinarr skildi hvert orð. Hún var að segja honum frá því, að allt hefði verið betra hjá Niku- lási öðrum. Sonur hennar varð þess vegna að taka hana úr umferð og afsaka hana við Stein með því að segja að þetta væri hennar „rórill". Menn voru ekki sendir til Rússlands til þess að segja svo sannleikann um Stalín, enda hefði það ekki orðið stefnunni til málsbóta eða til að fegra hugsjónirnar. Mitt rórill er eins og gömlu konunnar hans Steins. Ég vil að fólk geri sér grein fyrir hættunni af þessari helstefnu, — jafnvel þótt Þjóðviljanum þyki það vera afskiptasemi." m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.