Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 Argentínskír hermenn sitja að snæðingi i stöðvum þeirra í Falklands- eyjum, sem þeir tóku herskildi 2. apríl sl. Hin opinbera fréttastofa i Argentínu, Telam, dreifði myndinni en aðrir hafa ekki leyfi til mynda töku á eyjunum. ap Útlit fyrir mikil verkföll í Noregi fMó, 16. april. AP. J Osló, 16. apríl. AP. ÚTLIT er nú fyrir að til verk- falls komi hjá 53.000 starfs- mönnum í norskum málm- iðnaöi frá og með mánu- dagskvöldi nk. ef ekki tekst að finna lausn á deilum þeirra við atvinnurekendur um kaup og kjör. Ef svo fer munu þúsundir annarra manna missa vinnuna og hafa vinnuveitendur búið fólk undir það. Tilraunir sáttasemjara norska ríkisins, Björns Haug, hafa til þessa verið árangurslausar en málmiðnaðarmenn krefjast 13% launahækkunar en hafa aðeins fengið boð um 6,5%. Um helgina munu formenn samtakanna gera úrslitatilraun til að komast að samkomulagi. Samningar við önnur verka- lýðsfélög virðast einnig í sjálf- heldu, t.d. við flutningaverka- menn, ökumenn langferðabíla og strætisvagna og flugumferðar- stjóra. Þeir síðastnefndu hafa boðað verkfall frá og með nk. þriðjudegi. Samtök verkamanna í olíuiðnaði, þeirra sem starfa á flutninga- og farmskipum, hafa hótað að slíta viðræðum við eig- endur skipanna en útgerðarmenn- irnir segja, að verkamennirnir fari í raun fram á tvöföldun launa. Ef málmiðnaðarmenn fara í verkfall er búist við að aðrir komi strax í kjölfarið, þau félög, sem áður eru nefnd og auk þess starfsmenn á hótelum og veitinga- húsum og prentarar, sem gera ekki ósmáar kröfur þó að þeir séu betur launaðir en sambærilegar starfsstéttir. Samningaviðræður við starfsmenn ríkis- og bæja í Noregi eru nú nýhafnar. Gyðingur handtek- inn á Rauöa torginu Fjölmenn mótmæli í miðborg Varsjár Var.sjá, 16. apríl. Al*. LÖGREGLAN í Varsjá beitti í dag gjallarhornum til að tvístra hópi 500 manna, sem komu saman á „Sigurtorg- inu“ í borginni til að minnast þess, að fjórir mánuðir voru liðnir frá því aö 9 námu- verkamenn létu lífið í átök- um við hermenn. Lögreglan þurfti aðeins að Sendiherra Frakka, Louis Dela- mare, var myrtur í september í fyrra, enginn hefur lýst ábyrgð- inni á hendur sér. Þá hafa líbönsk yfirvöld upplýst, að núverandi sendiherra hafi haft samband við þau vegna morðhótana. Tveir sendiráds- starfsmenn myrtir Ib irút, Líhanon, 16. apríl. Al*. FRANSKIIR sendiráðsstarfsmaður og kona hans voru myrt í íbúð þeirra i vesturhluta Líbanon í gærkvöld. Hefur morðunum verið lýst af talsmanni sendiráðsins sem „hreinni og klárri hryðjuverkastarfsemi". Sendiráðsstarfsmaðurinn, Guy Cavallo, og kona hans, Caroline, sem var ólétt, voru skotin í höfuð- ið. Hjónin áttu von á gestum til kvöldverðar. Þykir það sjálfsögð venja að fá blóm send á undan slíkum heimsóknum. Virðist svo sem morðingjarnir hafi villt á sér heimildir undir því yfirskini að þeir væru að koma með blóm. Uppljóst varð um morðin er gestirnir sáu blóðslóð á ganginum. Enginn virðist hafa orðið var við morðingjana né heyrt skothvelli. Cavallo var einn fárra starfs- manna sendiráðsins, sem ekki var viðriðinn stjórnmálatengsl af neinu tagi og þótti mjög hlédræg- ur. Síamstvíbur- ar aðskildir IVking, 16. apríl. Al*. SÍAMSTVÍBIJRAR voru í dag að- skildir á sjúkrahúsi í Shanghai. Voru þeir fastir saman á bringu. Var að- eins ein lifur í þeim, óeðlilega stór. Skurðaðgerðin heppnaðist vel og eru síamstvíburarnir sagðir úr allri hættu eftir fjögurra stunda langa aðgerð. Tvíburarnir fæddust 1. mars.sh ogihafA d&fnað'eðlilégá1" síðan. .muáol (>& mttenöl. ðánio>l nota gjallarhornin einu sinni. Mótmælendurnir lögðust á hnén og báðust fyrir í stutta stund áður en þeir fóru hver í sína áttina. Þá gerðu kennarar og nem- endur hlé á skólastörfum í 15 mínútur á meðan þeir skrifuðu undir skjöl þar sem mótmælt var afsögn vinsæls rektors við háskólann í Varsjá. Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að skerða ferðafrelsi landsmanna til mikilla muna í samanburði við það sem tíðk- aðist í fyrra. Verða ekki einu sinni leyfðar hópferðir út úr landinu. Þá hafa yfirvöld sagt, að aðeins 400 manns fái leyfi til að fylgja knattspyrnu- landsliði Pólverja til Spánar, þar sem úrslitakeppni heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu hefst eftir tvo mánuði. í þessum hópi verða mestmegnis íþróttamenn, þjálfarar, læknar og aðrir er tengjast íþróttum. Moskvu, 16. apríl. Al*. ÁTJÁN ára gamall Gyðingur var í gær handtekinn og fangelsaður fyrir að hlekkja sig við járngirðingu á Rauða torginu og flagga kröfu- spjaldi þar sem á var letrað, bæði á ensku og rússnesku. „Leyfið mér að flytja til Isra- el.“ Mikhail Tsivin hefur áður mót- mælt því að fá ekki brottflutn- ingsleyfi þar sem hann býr í Len- íngrad. Fljótlega eftir að hann hlekkj- aði sig fastan á Rauða torginu kom einkennisklæddur lögreglu- þjónn aðvífandi, braut skiltið og sióð fyrir Tsivin, svo handjárnin sæjust ekki. Skömmu síðar kom annar lögregluþjónn og klippti á hlekkina með vírklippum. Hópur 50 Sovétmanna, auk nokkurra útlendinga og frétta- manns urðu vitni að atburði þess- um. Tsivin fékk 10 daga fangels- isdóm fyrir fyrri mótmæli sín í Leníngrad. Tala þeirra Gyðinga, sem fá að flytjast úr landi, fer stöðugt lækk- andi. Árið 1979 fengu 51.320 að yf- irgefa landið, árið eftir voru þeir 21.471 og í fyrra var talan komin niður í 9.249. 140 ára gam- all Tanzaníu- búi látinn Dar Ks-Salaam. Tanzaníu, 16. apríl. Al*. BÓNDI, sem talinn er hafa verið 140 ára gamall, lést í morgun eftir skamma legu vegna veikinda. Þúsundir fólks flykktust til fæðingar- bæjar hans til að votta hinum látna virðingu sína. Kingam- kono, en svo hét sá gamli, sagðist eitt sinn hafa verið kvæntur og hafa eignast 5 börn. Mugabe skipar hvíta ráðherra Salisburv, 16. apríl. Al*. ROBERT Mugabe.forsætisráðherra í Zimbabwe, hefur gert breytingar á stjórn sinni og bætt við fimm nýjum ráðherrum, tveimur hvítum mönnum og þremur svörtum úr flokki Joshua Nkomos, Zapu-samtökunum. Var þetta tilkynnt kvöldinu áður en Zimbabwe-búar minnast tveggja ára sjálfstæðis landsins. Ríkisstjórnina í Zimbabwe skipa nú 30 ráðherrar og er þetta í þriðja sinn, sem Mugabe gerir á henni breytingar. Að sögn hans er ástæðan nú sú, að hann vill koma til móts við þá menn úr flokki Nkomos, sem „af einhug vilja leggja sitt af mörkum í þágu þjóð- arinnar" og einnig, að hvítir menn eigi sína fulltrúa. Hvítu ráðherrarnir gegndu áður líkum embættum í minnihluta- stjórn Ian Smiths en í síðasta mánuði sögðu þeir skilið við flokk hans og ljáðu Mugabe liðsinni sitt. Hvítir menn í Zimbabwe, sem eru 190.000 talsins á móti 7,4 milljón- um svartra, hafa 20 sæti af 100 á þingi. Múmían, sem fannst í aprílmánuði fyrir tveimur árum í Norðvesturhluta kínverska héraðsins Sinkiang, hefur nú fengið nýja aldursgreiningu. Segja sérfræðingar hana vera 3.200 ára gamia. Múmían hefur varðveist ótrúlega vgl þegar tekið er ,tijljt til þess að eagar, ráðstafanir virðast hafa verið gerðar i öndverðu til að hún geymdist inisg •nul ,;bnul.'.Rninnme S j'ilnroi.) liió iólsd nfne ócd n.i iiili‘>b .luóii iHed /tu^i aT 16 létust í árás skæru- liða SWAPO Sudur-ATriku, 16. apríl. Al'. A.M.K. SEXTÁN menn létust í ein- hverri hörðustu árás sem um getur af þcirra hálfu, á landbúnaðarsvæði hvítra í Suður-Afriku. Þrátt fyrir mik- inn skotbardaga sækja þeir stöðugt lengra inn í landið. Talið er að þeir séu um 100 talsins. Að því er haft er eftir öryggis- vörðum, létust 10 skæruliðar og 6 hermenn í árásinni, sem staðið hef- ur linnulítið undanfarna daga. Lét- ust hermennirnir allir er hand- sprengja lenti á bifreið, sem þeir voru í. Hafa ekki jafnmargir her- menn Tátist í einni ácás ýa,np.Jt, ,t(Vfj,9, ár. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.