Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 3 Skipverjum af Suðurlandi bjargað Morgunblaðinu hafa borizt Ijósmyndir, sem teknar voru um borð i danska eftirlitsskipinu Hvidbjörnen, þegar flutningaskipið Suðurland sökk norður af Mykines í Færeyjum 25. marz sl. Á einni myndinni er Suðurlandið að sökkva, og hinar eru af björgun skipverjanna 8, sem bjargað var um borð í brezka Sea King-þyrlu, en tveimur var bjargað um borð í þyrlu af Hvidbjörnen. Á einni myndinni má sjá skipverjana af Suðurlandi í björgunarbátnum, sem þeir komust í, en hinum björgunarbátnum var varpað niður úr bvrlunni. Landsvirkjun: Undirbúningsvinna við Þúfuverskvísl boðin út Unnið ad því að auka miðlunarrými Þórisvatns um 30% LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að bjóða út undirbúningsvinnu við svokallaða kvíslaveitu, sem er í sam- bandi við orkuaukandi aðgerðir á Pjórsársvæðinu. — Vatni úr lækjum og þverám, sem renna í Pjórsá er veitt í Pórisvatn, en vatnið úr þeim getur orðið töluvert að vor- og sumarlagi. Vatnið er síðan geymt til vetrarins, sagði Jóhann Már Marí- usson, yfirverkfræðingur hjá Lands- virkjun, í samtali við Mbl. — Það, sem við ætlum að bjóða út, er undirbúningur undir stíflu- gerð við þrjár ár, Svartá, Eyvind- arverskvísl og Þúfuverskvísl. Hug- myndin er að klára stíflu- grunnana og inni við Þúfuvers- kvísl kemur ákveðin undirbygg- ing, þar sem hægt verður að stjórna þessu öllu saman, t.d. verður hægt að hleypa þar út ef eitthvað kemur upp. Þá getum við notað okkur þessa miðlun þegar búið verður að virkja Efri-Þjórsá, sagði Jóhann Már. Jóhann sagði ennfremur, að í ráði væri að dýpka skurðinn í Þór- isvatni. — Ef sú dýpkun tekst giftusamlega, þá eykst miðlunar- rými Þórisvatns um 30%, sagði Jóhann Már Maríusson, yfirverk- fræðingur hjá Landsvirkjun, að síðustu. * Arnessýsla: 13 umsækjendur um sýslumannsembættið 13 UMSÆKJENDUR eru um sýslu- mannsembættið í Árnessýslu, en umsóknarfrestur rann út i gær. Er þetta mesti fjöldi umsækjenda um sýslumannsembætti á landinu hingað til. Núverandi sýslumaður Árnessýslu, Páll Hallgrímsson, hef- ur fengið lausn frá störfum frá og með 1. júlí næstkomandi, en hann er síðasti konunglegi embættismaður- inn á íslandi. Umsækjendur eru þessir í staf- rófsröð: Allan V. Magnússon, fulltrúi Selfossi, Andrés Valdimarsson, sýslumaður Stykkishólmi, Bogi Nílsson, bæjarfógeti og sýslumað- ur Eskifirði, Einar Oddsson, sýslumaður Vík, Halldór Krist- insson, bæjarfógeti Bolungarvík, Jakob J. Havsteen, hdl. Selfossi, Jóhannes Árnason, sýslumaður Patreksfirði, Jón A. Ólafsson, sakadómari Reykjavík, Jón E. Ragnarsson, hæstaréttarlögmaður Reykjavík, Kristján Torfason, bæjarfógeti Vestmannaeyjum, Pétur Kr. Hafstein, fulltrúi í fjár- .málaráðuneytinu Reykjavík, Sig- urður Gissurarson, sýslumaður og bæjarfógeti Húsavík, og Sverrir Einarsson, sakadómari Reykjavík. Gengið frá kaup- um á nýjum Drangi Nll hefur verið gengið frá kaupum á nýjum Drangi til siglinga um Eyja- fjörð. Keypt hefur verið norskt skip í Bergen. byggt í Rúmeníu 1981. Það er tæpar 300 lestir að stærð, 37,5 metra langt og 10 metra breytt og gengur 10 sjómílur. Áætlað kaup- verð skipsins með breytingum, sem nú er verið að vinna, er rúmar 14 milljónir króna (8 til 9 milljónir norskar). Skipið er væntanlegt til Akureyrar um miðjan júní. Skipið verður útbúið fyrir gámaflutning og er með skutlúgu þannig að hægt er að aka um borð. Því getur skipið bæði flutt gáma, bíla og þungavinnuvélar. Þá er skipið útbúið bómu með 56 lesta lyftigetu. Aðstaða er fyrir 50 til 60 farþega í setustofu. Að sögn Jóns Steindórssonar, framkvæmdastjóra, verður mikil bót að nýja skipinu, það eykur flutningsgetuna og möguleikana verulega og verður af því mikil samgöngubót, þar sem gamli Drangur er farinn að eldast og flutningsmöguleikar hans mjög takmarkaðir. Almenna verkfræðistofan: Innlent salt 25% dýrara en innflutt — Saltfiskframleiðendur ráöi sjálfir hvar þeir kaupi saltiö, segir SÍF Saltfiskframleiðsla í Vestmannaeyjum. í.jósm.: sj*ur*rir jonmsmn. TALIÐ er að salt frá fyrirhugaðri Sjóefnaverksmiðju á Keykjanesi verði allt að 25% dýrara en innflutt salt i nánustu framtíð. Kemur þetta fram í könnun, sem Almenna verk- fræðistofan gerði fyrir Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda á hag- kvæmni saltverksmiðjunnar á Keykjanesi. „Við þær aðstæður, sem líklegast er talið að ríkja muni í allra næstu framtíð, er ljóst, að tekjur Sjóefna- vinnslunnar á Reykjanesi af sölu fisksalts í samkeppni við innflutt salt verða mun lægri en gert hefur verið ráð fyrir. Þar virðist muna allt að 25%. Miðað við fyrri áætlan- ir kemur þar einkum til hærri flutningskostnaður innanlands, lækkun flutningskostnaðar frá út- löndum vegna styttri siglingar og afkastameiri skipa, lækkun upp- skipunarkostnaðar vegna aukinnar hagræðingar, styttri lestunartími og nokkur lækkun saltverðs. Við þessar athuganir var reynt að fryggja, að saltverksmiðjan nyti svipaðrar lækkunar á þeim sviðum, sem það átti við, enda þótt erfitt verði að koma þeirri hagræðingu við í sumum tilvikum," segir í fréttatilkynningu, sem Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda sendi frá sér í gær. SIF sendi niðurstöður Almennu verkfræðistofunnar til iðnaðar- ráðuneytisins til umsagnar og segir að ráðuneytið hafi brugðið skjótt við og skipað til þess þrjá sérfróða menn úr saltvinnslunefnd. Segir að í umsögn sérfræðinga iðnaðarráðu- neytisins komi fram efasemdir um fáein atriði, sem þeir telji álitamál, án þess að það raski meginniður-' stöðum skýrslunnar. í lokaorðum þeirra segir orðrétt: „... að niður- stöður AV, að teknu tilliti til okkar endurmats, sýni ekki meiri frávik en almennt megi búast við á þessu stígi undirbúnings málsins þótt þær vissulega veiki afkomuhorfur fyrirtækisins”. í fréttatilkynningu SÍF segir, að augljóst sé, að verðsamkeppni inn- lends salts við innflutt verði mjög erfið, en samkvæmt áætlun um sjó- efnavinnslu eigi tekjur af fisksalti að nema 44% af væntanlegum heildartekjum verksmiðjunnar. Það skal tekið fram, að hér er einungis fjallað um saltþáft sjóefnavinnsl- unnar en enginn dómur lagður á aðra framleiðsluþætti eða þýðingu þeirra fyrir heildarafkomu verk- smiðjunnar. Hvort nauðsynlegt sé að greiða saltið niður í miklum mæli til þess að það geti keppt við innflutt salt skal ósagt látið. Sú spurning skiptir þó að sjálfsögðu meginmáli. Þá segir að við samning skýrsl- unnar hafi verið gengið út frá því, að Reykjanessalt væri jafngott öðru salti þó lítið sé um það vitað og enginn dómur lagður á áhrif þess á sölu fisksins á erlendum mörkuð- um. SÍF hefur margsinnis bent á nauðsyn þess að sannreyna, með víðtækum tilraunum, hvort saltið henti til fisksöltunar áður en ráðizt verði í byggingu dýrrar verksmiðju. „Saltfiskframleiðendur, sem eru yfirgnæfandi stærstir notendur salts hér á landi, munu fjalla nánar um skýrsluna í júní, en ljóst er að f.vrst og síðast hljóta þeir að gera þá sjálfsógðu kröfu að þeim verði frjálst að kaupa salt í sinn fisk, þar sem þeir telja best og hagkvæm- ast,“ segir í fréttatilk.vnningu SÍF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.