Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 14
14 MOftGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 Indland: Pólitískt eða persónulegt upp- gjör Maneku og Indiru Gandhi Indira Gandhi Maneka Gandhi. Myndin tekin á Lucknov-fundinum. Indversk málefni hafa ekki verið ýkja mikið í sviðsljósi al- þjóðamála upp á síðkastið, helzt að Indverjar sendi frá sér yfir- lýsingar varðandi Afganistan og Pakistan, að fjölmiðlar telja það fréttaefni. Erlendir fréttamenn, sem ferðast um Indland, hafa ekki fengið góða fyrirgreiðslu hjá stjórnvöldum, og ástæðan væntanlega sú, að þeir hafa gagnrýnt stjórn landsins, efna- hagsmálin eru í kalda koli sem fyrr, trúardeilur og stéttarígur hafa verið í mörgum fylkjum landsins. Stjórn Indiru Gandhi verður ekki ágengt í neinu máli, sem gæti bætt hag þjóðarinnar, sem er hin næstfjölmennasta í heimi. Nú er komið nýtt mál upp á ten- inginn — og þó ekki aðdraganda- laust. En kannski dregur það um hríð hugi manna frá basli og bág- indum, og Indverjar hafa líka sér- lega gaman af slúðri um þá fjöl- skyldu sem á í hlut: Indira Gandhi hefur sem sé rekið Maneku Gandhi, tengdadóttur sína og tveggja ára son hennar á dyr. Maneka hefur verið þyrnir í aug- um Indiru frá því að Sanjay Gandhi fórst í flugslysi fyrir tæp- um tveimur árum. Eftir fráfall hans komust þær fregnir á kreik, að Maneka hefði mikinn hug á því að snúa sér að stjórnmálum og jafnvel taka við af Sanjay. Það kom fljótlega skýrt fram, að Ind- ira var öldungis ekki sama sinnis og lagði mjög hart að Rajiv syni sínum, að taka við „arfleifð" Sanjay. A þetta dróst Rajiv eins og alkunna er og þykir raunar hafa staðið sig með ágætum. Vitað er að togstreita var milli Indiru og tengdadóttur hennar meðan Sanjay var á lífi. En eins og siðurinn býður flutti Maneka þó inn á heimili tengdamóður sinnar, að manni sínum látnum, ásamt ungum syni. Indira Gandhi virtist hafa síðasta orðið. En Man- eka dó ekki ráðalaus. Meðan Ind- ira Gandhi var í Englandi fyrir stuttu, skipulagði hún ásamt þekktum og dyggum stuðnings- manni Sanjay, Akhbar Ahmed útifund í bæ sem heitir Lucknov. Þegar Indira Gandhi fékk veður af þessu, brást hún við hin reiðasta, sagði að fundurinn kæmi henni ekki við á nokkurn handa máta og sagði, að Ahmed yrði rekinn úr Congressflokknum, ef fundurinn yrði haldinn. Þar sem fréttir bár- ust af viðbrögðum forsætisráð- herrans nokkrum klukkustundum áður en fundurinn átti að hefjast, veltu menn því fyrir sér, hvort Maneka myndi halda því til streitu að tala á fundinum. Hún gerði það og um fimm þúsund manns komu að hlýða á mál henn- ar, að sögn indverskra blaða flest- ir af forvitni vegna umtalsins sem þessi fundur hafði vakið. I ræðu sinni virðist Maneka Gandhi ekki hafa talað um neitt það, sem hefði átt að espa Indiru Gandhi upp, utan það að hún benti á hversu góð og mikil samskipti þeirra væru. Og það væri úr lausu lofti gripið, að ágreiningur væri milli hennar og tengdamóður hennar, þvert á móti með þeim væru hinir mestu dáleikar og þær bæru gagnkvæma virðingu nvor fyrir annarri. Þegar Indira kom síðan heim úr Bretlandsferðinni gerði hún sér lítið fyrir og skipaði Maneku að hafa sig á brott. Var farangri Maneku og sonar hennar pakkað niður í töskur og henni sagt að hypja sig. Hún hefur síðan búið á hóteli með barn sitt, vegna þess að fari hún heim til foreldra sinna þýðir það, að hún hefur ákveðið að slíta öll tengsl við tengdafólk sitt og það vill hún væntanlega forðast í lengstu lög. Þetta stríð hefur ver- ið háð fyrir opnum tjöldum, þær tengdamæðgur hafa sent hvor annarri bréf og báðar gætt þess að senda afrit af þeim til allra blaða, svo að sem flestir fengju tækifæri til að fylgjast með málinu. Ekki þarf að taka fram að almenningur hefur gleypt í sig allt sem skrifað hefur verið um málið. Enda þótt þetta beri keim af persónulegu uppgjöri, er þó áreið- anlegt að pólitík blandast inn í þetta. Indira Gandhi óttast að all- ar aðgerðir Maneku verði til að draga athygli frá Raijv Gandhi og hún óttast enn samkeppni frá henni á pólitískum vettvangi. Maneka hefur tekið fram í bréfum sínum, að tengdamóðir hennar mætti muna þá daga, þegar Desai- stjórnin sat að völdum, og Indira var hundelt og fangelsuð og fjöl- miðlar gerðu annað tveggja að gagnrýna hana eða hundsa. Þá var Maneka ritstjóri vikublaðs, þar sem hún hélt uppi skeleggum og Skátar efiia til víð- tækra hátíðahalda á sumardaginn fyrsta „BORGARBÚAR munu fagna sumardeginum fyrsta“, segir í frétta- tilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá skátum. Þar segir að skátar úr nokkrum skátafélögum muni hjálpast að til að gera daginn sem eftirminnilegastan fyrir yngstu borgarana og „aðra sem aðeins eldri eru“. í fréttatilkynningunni segir m.a.: Á sumardaginn fyrsta verður mikil útihátíð og skemmtun hald- in inn við Elliðaáahólma og verður auðvitað mikið um leiki og söngva og allir fá að taka þátt í „pósta- keppninni", en það eru ýmsar létt- ar sem þyngri þrautir sem þátt- takendur verða að leysa s.s. líf- línukast, sauma tölu á flík, turn- byggingar o.m.fl. Og til þess að nefna aðra helstu dagskrárliði má nefna „Stóru-þrautabrautina" og „Litlu-þrautabrautina" en það eru þrautir í leikjaformi sem alltaf eru fastir liðir á skátamótum. Varðeldasvæðið verður fjörugt þegar varðeldur verður kveiktur, þá fara skátar með leikþætti og annað skemmtiefni ásamt því að allir þátttakendur taka undir við skátasöngvana sem sungnir verða. Þá ætla skátafélögin sem að þess- ari dagskrá standa að sýna tjald- búðalíf skáta, þar sem almenn „skátun" er stunduð, en þessi félög eru Árbúar, Garðbúar, Hafernir, Segull, Skjöldungar og Urðarkett- ir. Stærsti liðurinn í dagskránni er Flugdrekakeppnin 1982, en þetta er fyrsta keppni sinnar tegundar hér á landi. Undirbúningur einstakl- inga er þegar hafinn, því nú eru börn og fullorðnir víðs vegar um borgina að hamast við að búa til flugdreka fyrir keppnina. Einnig má nota tilbúna flugdreka (þ.e.a.s. Kort, sem sýnir athafnasvæði skáta á sumardeginum fyrsta. þá sem seldir eru í verslunum). Fatlaðir fá sérstaka aðstoð við keppnina. Keppt verður í 2 flokk- um. Þeir eru: Barnaflokkur: 1. Stærsti flughæfi flugdrekinn, 2. Minnsti flughæfi flugdrekinn, 3. Fallegasti heimatilbúni flugdrek- inn, 4. Frumlegasti flugdrekinn, 5. Hæstfljúgandi flugdrekinn og 6. Fallegasta flugið. Pabbaflokkur: 1. Stærsti flughæfi flugdrekinn og 2. Fallegasti heimatilbúni flugdrekinn. (Afar, ömmur og mömmur mega aðstoða við keppn- ina.) Við væntum þess að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í keppn- inni og verður þessi keppni síðan árlegur viðburður með viðeigandi verðlaunum. Keppendum er skipt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.